Morgunblaðið - 10.12.1991, Side 60

Morgunblaðið - 10.12.1991, Side 60
60 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1991 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) n-ft Þú tekur mikilvæga ákvörðun í fjármálum innan skamms. Umtalsverðar breytingar verða á dagskrá þinni í dag. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú undirbýrð ræðuflutning eða tekur til við skriftir. Treystu ekki á að allir sem þú um- gengst í dag segi satt. Taktu því sem sagt er með fyrirvara. Tviburar (21. maí - 20. júní) Þú tekur að þér rannsóknar- verkefni. Vertu sérlega vak- andi í fjármálum þínum núna. Kannski eru tilboð, sem þú þarft að svara, bæði villandi og óhagkvæm. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HI8 í dag er óheppilegt fyrir þig s að skrifa undir samninga. Dómgreind þín vinnur ekki eðlilega vegna sviptinga innra með þér út af viðkvæmum málum. Erfitt reynist að leið- rétta misskilning sem kominn er upp. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú tekur aukinn þátt í við- skiptaviðræðum á næstu vik- um. Gerðu hlutina á eigin spýt- ur ef þú vilt að þeir komist í framkvæmd. Þunglega horfir fyrir hvers konar samvinnu. Meyja (23. ágúst - 22. september) Áætlanir þínar fyrir kvöldið breytast umtalsvert. Þú verður að vera með fætuma á jörðinni. (23. sept. - 22. október) Láttu ekki minnni háttar mis- klíðarefni heima fyrir draga úr starfshæfni þinni á vinnustað. Þú tekur ákvarðanir sem varða langtíma-fjárhagsöryggi þitt. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) ' Þú viðrar góðar hugmyndir í dag, en erfitt reynist að sann- færa aðra um ágæti þeirra í þessari atrennu. Þú verð mikl- um tíma með maka þínum á næstunni. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Þú byijar á nýju verkefni í vinnunni. Misskilningur kann að koma upp út af fjármálum. Sinntu bókhaldinu af kost- gæfni. Þetta er ekki rétti dag- urinn fyrir þig til að gera inn- kaup. Steingeit 22. des. - 19. janúar) Þú þarft að finna leiðir til að tjá persónulegar skoðanir þín- ar. Gakktu ekki svo langt að særa nákominn ættingja eða vin. Hugsaðu um þarfir ann- arra. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Þú verður fyrir truflunum í dag. Dagdraumar draga úr af- köstum þínum. Þú verður að taka mikilvæga ákvörðun sem varðar heimili þitt. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) 'fSL Kannaðu hvort fundarboð standa óbreytt. Einhver kann að Iáta þig bíða lengur en þér líkar. Þú óskar þess að vinur þinn væri einlægari við þig. Stjörnuspána á aö lesa sem - .dœgradvól. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. DÝRAGLENS GRETTIR TOMMI OG JENNI LJÓSKA II i ciiji Á raAi 1/ oMArOLK INJUNCTION TO 60 OUT TWO BY TU)0... YZZT o cq EV/EK.V'OINE AB0UT THE "6REAT PUMPKIN," BUT NO ONE UJOULP LI5TEN.. IMA6INE ANYTHIN6 M0RE l ANY C00KIE5, PEPKE55IN6.. A EITMERÍ Við hlýddum fyrirmælum Biblíunn- Við reyndum að segja öllum frá Ég get ekki ímyndað mér neitt ar um að fara tveir og tveir saman. „Graskerinu mikla”, en enginn vildi meira niðurdrepandi. Ég get... við hlusta. fengum engar smákökur! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Ýmislegt getur komið á óvart í brids. Það liggur til dæmis ekki alveg í augum uppi fyrir- fram að 6 grönd skuli vinnast með þriggja lita þvingun á vest- ur! Norður gefur; enginn á hættu. Vestur ♦ 64 y 72 ♦ G1098 ♦ 109873 Vestur Norður Austur Suður 1 lauf 2 lauf 3 grönd Pass 6 grönd Pass Pass Pass ‘Hálitirnir. Útspil: spaðasexa. Sagnhafi leggur niður lauf- kóng í öðrum slag og staldrar ögn við þegar austur hendir hjarta. Spilar svö hjartakóng. Hugmyndin er að fría 11. slag- inn á hjartadrottningu og þvinga vestur síðan í láglitunum ef hann á fjórlit í tígli. Sem gengur prýði- lega upp ef austur er svo þægur að drepa strax á hjartaás. En hann sér hvað verða vill og dúkkar! Þá vandast málið. Og þó. Sagnhafi tekur nú einfaldlega tvo slagi á spaða. Austur má bersýnilega ekki henda frá lág- litunum, svo hann verður að fleygja hjarta. Þar með er klippt á samganginn milli handa AV og óhætt fría laufið. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson ¥K ♦ K43 ♦ ÁDG642 Austur ♦G10987 ♦ÁG9843 ♦ 52 ♦ - Suður ♦ D53 VD1065 ♦ ÁD76 ♦ K5 í sovézku Spartakiödunni í haust kom þessi staða upp í viður- eign hins kunna stórmeistara Alexander Beljavskí (2.655), Úkraínu, sem hafði hvítt og átti leik, og alþjóðlega meistarans Kanstler (2.430), Úzbekistan. Beljavskí, sem að þessu sinni var stigahæsti þátttakandinn, hef- ur byggt upp afar fallega stöðu sem hann leiddi nú til lykta: 35. Hxe7+! - Hxe7, 36. Hxd6+ - Ke8, 37. Hxf6 - Hd7, 38. Bf4 - Kd8, 39. Hf8+ - Re8, 40. Bd6 - h6, 41. c5 - Hc8, 42. Rd4 og svartur gafst upp. Aðeins tólf stórmeistarar, þar af fjórir stórmeistararar kvenna, tóku nú þátt í Spartakiödunni, sem er mun færri en áður. Sveitunum hafði líka fækkað, þar sem Eystrasalts- löndin og Georgía voru ekki með. Úrslit í sterkari flokknum: 1. Úkraína, 20 v. af 20 mögulegum, 2.-3. Armenía og Úzbekistan, 16 v. 4. Rússland 13 v., 5.-6. Moskva og Hvíta Rússland 13A v. í veik- ari flokknum urðu úrslit þessi: 1. Leningrad 23‘/2 v. af 36, 2.-3. Azerbajdsjan og Túrkmenistan 19 v. 4. Kazakstan l8Vi v. 5.-6. Moldavía og Kirgistan I6V2 v. 7. Tadzjíkistan 12V2 v. Það er ljóst að þegar og ef Úkraína sendir sveit á Ólympíumót á hún góða' möguleika á verðlaunasæti, með þá Ivantsjúk og Beljavskí í farar- broddi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.