Morgunblaðið - 10.12.1991, Page 67

Morgunblaðið - 10.12.1991, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1991 67 Breytingar á jarðræktarlögum: Sparnaður talinn verða um 35 millj. RÉTTUR bænda til framlaga úr ríkissjóði vegna skurðgraftar og túnræktar verður framvegis háður fjárveitingu Alþingis skv. frum- varpi ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir í ríkisfjármálum og settar eru skorður við skuldbindingum ríkissjóðs vegna þátttöku í kostnað- ir við jarðræktarframkvæmdir. Pjárlagaskrifstofa fjármála- ráðuneytisins telur að sparnaður sem af þessu hlýst á næsta ári nemi um 35 milljónum kr. Þessi breyting er gerð til að taka af allan vafa um að þau fjárfram- lög sem ákveðin em á fjárlögum hverju sinni takmarki greiðslu- skyldu ríkissjóðs til bænda. Kröfur Atvinnutrygginga- deildar til Landsbankans: Ekkert verið rætt við stjómendur bankans HUGMYND forsætisráðherra um að færa kröfur Atvinnutrygginga- deildar Byggðastofnanar að verulegum hluta til Landsbankans til eignar hefur ekkert værið rædd við bankastjóra Landsbankans. Sverrir Hennannsson Lands- bankastjóri segist ekkert geta tjáð sig um þessar hugmyndir sem séu óformaðar og óræddar. Davíð Oddsson forsætisráðherra kynnti hugmyndir um þessar ráðstafanir á Alþingi á föstudag og sagði þær bæta eiginfjárstöðu Landsbankans strax og greiðslustöðu bankans þegar fram í sæki. Komið hafa fram efasemdir um að Landsbankinn standist kröfur í frumvarpi um breytingar á lögum um viðskiptabanka um hlutfall eig- iníjár bankanna, sem eiga að taka gildi um áramót. Brynjólfur Helga- son, aðstoðarbankastjóri Lands- bankans, sagði að Landsbankinn stæðist fyllilega þær kröfur sem gerðar væru til bankanna í dag og sagði hann að allt benti til að bankinn stæðist hertari reglur strax á næsta ári. Auk þess væri gért ráð fyrir sérstökum aðlögun- artíma til ársloka 1992. Gildandi lög gera kröfu til 5% eiginfjárhlutfalls miðað við ákveð- áhættugrunn en skv. frum- varpinu er gert ráð fyrir að hlut- fallið hækki í 8% og jafnframt að gerðar verði mismunandi kröfur um eigið fé m.t.t. þess hvaða lán- þegar eiga í hlut. * Islandsbanki: Ljósin á jólatrénu á Austurvelli kveikt Mikill fjöldi var á Austurvelli á sunnudag þegar ijósin á jólatrénu, sem Oslóborg gaf Reykjavík- urborg, voru kveikt. Þetta er fertugasta tréð, sem þeir gefa Reykvíkingum. Varaforseti borg- arstjórnar Oslóborgar, Leif Nybö, afhenti tréð, og Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar veitti því viðtöku. Othar Ellingsen, forstjóri og aðalræðismaður Noregs í Reykjavík, kveikti ljósin á jólatrénu, en móðir hans, Marie Ellings- en, kveikti á fyrsta trénu fyrir fjörtíu árum. Lúðrasveit Reykjavíkur lék jólalög og Dómkór- inn söng. Jólasveinarnir létu sig heldur ekki vanta og skemmtu börnunum. Morgunblaðið/I>orkell Ár liðið frá sameiningu útibúa á Lækjartorgi og í Lækjargötu mn o INNLENT unarskyldu. En lögreglan hefur að undanförnu verið með sérstakt átak vegna stöðvunarskyidubrota, en al- varleg slys hafa hlotist af því að fólk virðir ekki stöðvunarskyldu. Tilkynnt var til lögreglunnar um 4 innbrot um helgina. Á föstudags- morguninn var maður handtekinn og reyndist hann vera með mikið magn af tóbaki og varð fátt um svör hjá honum er hann var inntur eftir því hvar hann hefði fengið allt þetta tóbak. Honum þótti þó vænleg- ast að segja að hann væri að koma úr siglingu og hefði verslað tóbakið erlendis, en þá versnaði nú staðan hjá honum því tóbakið var merkt ATVR. Slðar kom í ljós að tóbakið væri líklega úr söluturni í vestur- borginni er brotist hafði verið inn í. Einnig var brotist inn í fyrirtæki í Ármúla og þaðan stolið miklu magni af hljómtækjum í bifreiðar, verð- mæti talið nema hundruðum þús- unda. Svo var brotist inn í bifreiðar er voru í bifreiðageymslu við fjölbýl- ishús og stolið úr þeim hljómtækjum og radarvara. í í dag er eitt ár liðið síðan útibú íslandsbanka við Lækjartorg var sameinað útibúi bankans í Lækj- argötu 12. Jafet S. Ólafsson, annar útibússtjóri bankans þar, segir að sanieiningin hafi tekist vonum framar. Jafnvægi hafi orðið í úti- búinu og 98% af viðskiptavinum útibúsins á Lækjartorgi virðist hafi fylgt með yfir í Lækjargötu. Ákvörðun um sameininguna var tekin í ágústmánuði í fyrra og var þá strax farið að huga að nauðsyn- legum breytingum. Má þar nefna tæknileg mál, húsnæði, tilkynningar til viðskiptavina og samdrátt í starfs- mannahaldi. Sá samdráttur varð um 20% en flestir þeirra starfsmanna sem ekki héldu áfram í hinu samein- aða útibúi fengu störf í öðrum útibú- um bankans. „Þegar farið var að raða saman fólki í útibúinu I Lækjargötu þótti okkur mikilvægt að viðskiptavinimir sæju andlit sem þeir þekktu. Þess vegna reyndum við að blanda starfs- fólkinu þannig að flestar deildir væru skipaðar starfsfólki úr báðum útibú- unum sem hefðu þekkingu á viðkom- andi viðskiptavini,” sagði Jafet S. Ólafsson þegar hann var inntur eftir þeim breytingum sem sameiningin hefði haft í för með sér. „Síðan þurfti að breyta númerum á 7-8000 þúsund skuldabréfum og 10-12000 spari- sjóðsbókum og tékkareikningum. Við þennan lið breytinganna lögðum við megináherslu á að viðskiptavinurinn af torginu fengi að halda sínu núm- eri vegna þess að hann varð fyrir mestum breytingunum. Þess vegna þurftu sumir viðskiptavinir í Lækjar- götu að skipta um númer en í því skyni bættum við til dæmis 400.000 framan við öll númer á tékkareikn- ingum. Með því móti hefði til að mynda sá sem var númer 1 fengið númerið 400.001 en reynt var að koma til móts við þá sem voru haldn- ir einhvers konar númerahjátrú eins og hægt var. Sem dæmi um það má nefna að hægt var að koma því þann- bankannn til þess að fullvissa sig um að gögn þeirra hefðu verið flutt. Starfsfólkið hefðu verið undir miklu álagi fyrstu dagana og símkerfíð hefði sprungið á tímabili. í þessu sambandi sagði Jafet að um 5000 manns hefðu komið í bankanna fyrsta daginn. Nú sagði hann að áiagið hefði jafnast út og væri orðið eðlilegt. Hinn útibússtjóri íslandsbanka í Lækjargötu er Reynir Jónasson. Jafet S. Ólafsson, annar útibús- stjóra Islandsbanka. ig fyrir að sá sem var númer 1 fékk reikning númer 11 í staðinn.” Bókhald útibúanna var sameinað 10. desember og kom þá í ljós að einhvetjar númerabreytingar höfðu misfarist. Búið var að leiðrétta þann misskilning um áramót. Af öðrum breytingum nefndi Jafet tilfærslu á um 11.00 bankahólfum eða um 25 tonnum úr kjallara útibúsins á torg- inu. Aðspurður sagði hann að flestir, bæði starfsmenn og viðskiptavinir, væru sammála um að sameiningin hefði tekist vonum framar. Við- skiptavinirnir hefðu iangflestir eða um 98% fylgt útibúinu á torginu yfir í Lækjargötu enda hefði verið lögð áhersla á að halda góðu sambandi við viðskiptavini bankans. Þegar Jafet var spurður að því hvort starfsmenn bankans hefðu lært eitthvað af sameiningunni sagði hann að helst væri hægt að nefna að álagið fyrstu dagana hefði verið vanmetið. Menn hefðu haft mikla þörf fyrir að hafa samband við VANNÞIN FJÖLSKYLDA? Heildarvinningsupphæðin var: 155.750.702 kr. 49. leikvika * 7. desember 1991 Röðin : 112-1X1-1X1-1X21 13 réttir: 1.460 raðir á 28.800 - kr. 12 réttir: 27.284 raðir á 970 - kr. 11 réttir: 207.708 raðir á 0 - kr. 10 réttir: 902.979 raðir á 0 - kr. Þar sem vinningsupphæðin fyrir 11 og 10 rétta var undir lágmarki (200 kr.) þá færast 87 milljónir á 1. vinning næstu leikviku. Gera má ráö fyrir aö 1. vinningur veröi ekki undir 120 milljónum og um 220 milljónir veröi í heildarvinninga. -fýrlrþig og þina fjöiskyldu!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.