Morgunblaðið - 25.01.1992, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.01.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992 Sig Rogich með George Bush, forseta Bandaríkjanna. Myndin er tekin um borð í flugvél forsetaembættisins um mitt ár 1989. Sig Rogich skipaður sendiherra á Islandi SIG Rogich hefur verið skipaður sendiherra Bandaríkjanna á Is- landi í stað Charles Cobb, en hann er af íslenskum ættum og hefur verið einn af ráðgjöfum George Bush, forseta Bandaríkj- anna, undanfarin ár. í frétta- skeyti Reuters um þetta segir að Rogich hafi verið helsti ráðgjafi Bush í málum er varða kynningu og almannatengsl og að skipun hans sé hluti af uppstokkun á starfsliði Hvíta hússins vegna minnkandi hylli forsetans sam- kvæmt skoðanakönnunum, en forsetakosningar eru í haust. í fréttaskeyti Reuter segir enn- fremur að fyrir endurskipulagning- unni standi Samuel Skinner, nýr starfsmannastjóri Hvíta hússins, sem tók við af John Sununu, í des- ember. Búist er við að Bush til- kynni framboð sitt í næsta mánuði, en í skeytinu kemur fram að miklar deilur eru meðal starfsmanna Hvíta hússins um ástæður bágrar stöðu forsetans, hvort það sé vegna stefn- umála eða hvort kynningin hafi brugðist. Sig eða Sigfús eins og hann var skírður er íslenskur að uppruna, fæddur í Vestmannaeyjum 17. maí 1944. Móðir hans er Ragnheiður Árnadóttir, dóttir hjónanna Árna Sigfússonar og Ólafíu Árna dóttur frá Gerðakoti á Miðnesi. Ragnheið- ur fluttist ásamt eigin manni sínum, Fjórðungiir landsmanna kann brids UM fjórðungur landsmanna á aldrinum 18-75 ára kann að spila brids, og 8% spila brids reglulega einu sinni eða oftar í mánuði, sam- kvæmt könnun sem Félagsvísinda- stofnun hefur gert fyrir Bridge- samband Islands. Ef miðað er við fjölda landsmanna gæti þetta þýtt að um 65 þúsund manns kunni brids og rúmlega 20 þúsund manns spili spilið reglulega. í þjóðmálakönnun Félagsvísinda- stofnunar í nóvember sl. voru þátt- takendur spurðir hvort þeir kynnu að spila brids. Af 1.055 sem svöruðu úr 1.500 manna úrtaki sögðust 257, eða 24,4% kunna spilið, en 796 eða 75,4% ekki kunna það. Þátttakendur voru spurðir hvað þeir hefðu yfirleitt spilað brids oft á síðustu 12 mánuðum. Sögðust 35 eða 3,3% hafa spilað vikulega, 50 eða 4,7% höfðu spilað einu sinni til þrisv- ar í mánuði, og 170 eða 16,1% höfðu spilað sjaldnar. 796 kunnu ekki spil- ið en af þeim sögðust 210, eða 26,7%, hafa áhuga á að læra það, en 576 eða 73,3% höfðu ekki áhuga á því. Fram kom að bridskunnátta var meiri hjá körlum en konum, og af aldurshópum var kunnáttan mest hjá fólki á aldrinum 60-75 ára. Af starfs- stéttum var bridskunnátta mest með- al sérfræðinga og atvinnurekenda og iðnaðarmanna og þeirra sem höfðu stundað háskólanám. Einnig kom fram að hlutfallslega kunnu fleiri brids á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Ted Rogich, og Sig til Nevada í Bandaríkjunum 1950. Sig er menntaður í blaðamennsku og á auglýsingastofu í Nevada. Glaðningur á þorra Sífellt færist nú í vöxt að konur færi ástsvinum sínum af hinu kyninu óvæntan glaðning á þóndadaginn sem var í gær. Birna Björnsdóttir, eigandi Breiðholts- blóms, sagði t.a.m. að þann dag væri töluvert meiri blómasala en venjulega. „Konur eru áberandi á þessum degi. Þær eru greinilega að taka við sér þó viðskiptin séu minni en á konudaginn,“ sagði hún í þessu sambandi. Að sögn Hjördísar Jónsdóttur, í Blómálfinum, kaupa konur minni vendi en karlarnir en sérstakari blóm. „Þær hafa yfirleitt ákveðn- ari hugmyndir um hvað þær vilja en margir karlar eru feimnir við að láta skoðun sína í ljós þegar kemur að þessari fínu fegurð eins og blómum," sagði Hjördís. Hún sagði að mikið hefði verið um að konur sendu mönnum sínum blóm í vinnuna í gær. Morgunblaðið/Þorkell j'J t Jtl SERUTGAFA TAKMARKAÐUR FJÖLDI jmn '&rmamma sÉgutúmms □ Stuöarar, vatnskassahlíf, hlíðarlistar, hurðahandföng og útispeglar. allt í sama lit og yfirbyggingin Heilir hjólkoppar O Rafstýrðir og rafhitaðir útispeglar □ Vindkljúfur á framstuðara Sætaáklæði / gólfteppi - ný gerð □ Vindkljúfur að aftan (Lancer stallbakur og Colt) □ Sportstýrishjól A MITSUBISHI MOTORS A MITSUBISHI MOTORS MITSUBISHI C0LT-EXE MITSUBISHI LANCER stallbakur-EXE MITSUBISHI LANCER hlaðbakur-EXE ALLIR MED 12 VENTLA HREYFIL MED FJÖLINNSPRAUTUN ALLIR MED AFLSTÝRI - ALLIR MED HVARFAKÚT ÞRIGGJA ÁRA ÁDYRGÐ HVARFAKÚTUR MINNI MENGUN 0 HEKLA LAUGAVEGI 174 SÍMI695500 PRISMA ■ 9 136

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.