Morgunblaðið - 25.01.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.01.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992 23 Tilraunir hafnar til að sam- eina Rúmeníu og Moldovu Iasij Rúmcníu. Reuter. STJORNMÁLAMENN frá Rúmeníu og fyrrum sovétlýðveldinu anna. Neituðu þeir að sækja fundinn Moldovu hófu í gær tilraunir til þess sameina ríkin tvö og endurreisa í Iasi í gær en eru sagðir ætla að þar með Stór-Rúmeníu sem Sovétmenn skiptu upp í seinna stríðinu. hittast í staðinn á landamærunum í sendir 'öllutn bestu pakkir sem sjndu minningu peirra kcerleika og virdingu á svo fallegan hátt hinn 19. janúar. í síðasta mánuði stofnuðu þing- menn stjórnarandstöðunnar í Rúme- níu og Moldovu sérstök samtök, Sambandsráðið, í því markmiði að stuðla að sameiningu ríkjanna. Komu þeir saman til fyrsta formlega sameiningarfundarins í gær í leik- húsi í borginni Iasi í norðausturhluta Rúmeníu og var hún fánum prýdd í tilefni dagsins. Mikil fagnaðarlæti brutust út er Mircea Druc, leiðtogi moldovsku stjómarandstöðunnar og fyrrum for- sætisráðherra, las upp samþykkt fundarins. Þar sagði að Rúmenar yrðu að grípa það sögulega tæki- færi, sem gefist hefði við upplausn Sovétríkjanna, til þess að sameina ríkin tvö. „Það er skylda rúmensku þjóðarinnar að uppræta sögulegt óréttlæti og endurreisa Rúmeníu innan eðlilegra þjóðarmarka," sagði Druc sem stjórnaði fundi Sambands- ráðsins. Um 300 þingmenn og flokksleiðtogar sóttu fundinn, þar á meðal Petre Roman, leiðtogi Þjóð- frelsisfylkingarinnar í Rúmeníu. Ályktun fundarins er sögð bein og alvarleg ögrun við Ion Uiescu Rúmeníuforseta og Mircea Snegur leiðtoga Moldovu en báðir eru þeir úr valdaklíku fyrrum kommúnista og hafa lagst gegn kröfum um skjóta sameiningu ríkjanna. Einnig má búast við því að Borís Jeltsín Rússlandsforseti fagni ekki beint ályktuninni því hann vill að sameinað rúmenskt ríki verði hluti af Samveldi sjálfstæðra ríkja. Sam- bandssinnar vilja hins vegar miklu fremur taka upp aukna samvinnu og samstarf við ríki á Vesturlöndum en ríki Samveldis sjálfstæðra ríkja. Mestur hluti Moldovu var á sínum tíma hluti af Rúmeníu en Sovétmenn lögðu landssvæðið undir sig með leynisamningum Adolfs Hitlers og Jósefs Stalíns árið 1940. Einnigtóku þeir héruðin Bucovinu og Hertu en þau eru nú hluti Úkraínu. Um 65% íbúa Moldovu eru Rúmenar. Af opinberri hálfu eiga sér stað viðræður um víðtækt og náið efna- hagssamstarfs milli Moldovu og Rúmeníu, jafnvel efnahagslegan samruna, en Iliescu og Snegur eru báðir sagðir andvígir sameiningu ríkjanna í anda samruna þýsku ríkj- Fimmta kynslóðin af Civic hefur litið dagsins ljós. Við fyrstu kynni vekja glæsilegar línurnar athygli, nánari kynni upplýsa um tækni- lega kosti og yfirburðahönnun. Civic árgerð 1992 er til sýnis að Vatnagörðum 24, mánudaga til föstudaga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00 - 15:00. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 68 99 00 Verð frá: 949.000,- stgr. Greiðslukjör við allra hæfi. „Samveldið verð- ur ekki langlíft" - segir þekktur Kremlarfræðingnr Genf. Reuter. ÞEKKTUR franskur sagnfræðingur, sem sá fyrir hrun Sovétríkjanna, spáði því í gær að Samveldi sjálfstæðra ríkja myndi bráðlega liðast í sundur, eða um leið og Rússar reyndu að losa sig við lýðveldi múslima í Asíu. „Samveldi sjálfstæðra ríkja getur ekki haldið velli mikið lengur þar sem því var aldrei ætlað að verða til. Ætlunin var að stofna aðeins samveldi slavneskra ríkja,“ sagði sagnfræðingurinn, Helene Carrere d’Encausse. „Mið-Asíulýðveldin flýttu sér að ganga í samveldið og mynda eitt- hvað í líkingu við gamla sambands- ríkið þar sem þau áttuðu sig á því að það er Rússland, sem fæðir þau, og þau geta ekki án þess verið. Rússar og Úkraínumenn vildu losna við þær byrðar sem Asíulýð- veldin eru. Þeir vilja festa sig tryggi- lega við evrópska menningu og þeim tekst það örugglega," sagði hún. Carrere d’Encausse gaf út bækur frá áttunda áratugnum þar sem hún hélt því fram við dræmar undirtekt- ir margra annarra Kremlarfræðinga að miðstjórnarvaldið í Moskvu myndi hrynja. Japan: Enn eitt spillingar- málið í uppsiglingu Tókýó. Reuter. KIICHI Miyazawa, forsætisráðherra Japans, flutti stefnuræðu sína á setningarfundi japanska þingsins í gær og bað það og þjóðina afsökun- ar á nýjasta mútuhneyksli sljórnarflokksins. Hann sagði að það yrði forgangsverkefni stjórnarinnar að breyta kosningalöggjöfinni og regl- ugerðum um framlög fyrirtækja til stjórnmálamanna og -flokka. Gais- hi Hiraiwa, forsljóri stærstu fyrirtækjasamsteypu landsins, Keidanr- en, spáði því að Fijálslyndi lýðræðisflokkurinn, sem hefur verið einn við völd frá 1955, myndi tapa þingmeirihluta sínum ef stjórninni tæ- kist ekki að hreinsa til í stjórnmálunum. Búist er við að Miyazawa og flokkur hans sæti harðri gagnrýni stjómarandstöðunnar á þinginu vegna handtöku fyrrverandi ráð- herra flokksins, Fumio Abe, og orð- róms um að alvarlegt mútuhneyksli sé í aðsigi. Fumio Abe var einn af nánustu samstarfsmönnum Miy- azawa og var handtekinn vegna gruns um að hann hefði þegið mútur upp á 80 milljónir jena (36 milljónir ÍSK) af byggingarfyrirtækinu Ky- owa, sem er nú gjaldþrota, þegar hann fór með skipulagsmál í jap- önsku stjórninni, en það gerði hann þar til í febrúar í fyrra. Miyazawa sagði þetta mikið alvörumál og bað þingið og þjóðina afsökunar. Ennfremur hafa að undanförnu komið fram upplýsingar um að stór hluti forystumanna Fijálslynda lýð- ræðisflokksins kunni að hafa þegið mútur af flutningafyrirtækinu Tokyo Sagawa Kyubin, sem tengist stórum japönskum glæpahring. Vindi þetta mál frekar upp á sig kann að fara svo að stjórninni takist ekki að fá fjárlagafrumvarpið fyrir þetta ár samþykkt fyrír 1. apríl með þeim afleiðingum að hún yrði að segja af sér. Heimildarmenn innan stjórnarflokksins og sérfræðingar í japönskum stjórnmálum segja að teíjist afgreiðsla fjárlaganna kunni Fijálslyndi lýðræðisflokkurinn að boða til nýrra kosninga. Gaishi Hiraiwa sagði að ef stjórn- arflokkurinn kæmi ekki á umbótum í japönskum stjórnmálum til að koma í veg fyrir frekari mútu- og fjármála- Imeyksli myndi fylgið að öllum lík- indum hrynja af flokknum í næstu kosningum, sem verða samkvæmt stjórnarskránni að fara fram eigi síðar en á næsta ári. Hárlitun: Hótel ísl janúar.l Komið 1 íslenskt mm Heiðimm rr agmrdómari: Helgs FetM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.