Morgunblaðið - 25.01.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.01.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992 Mannlíf við Öxarfjörð „MANNLÍF við Öxarfjörð," nefn- ist þáttur sem kemur frá Frétta- stofu Sjónvarps á Akureyri og verður sýndur á þriðjudagskvöld. „Byggðin þar norður frá hefur átt undir högg að sækja á undanförnum árum; landbúnaður hefur dregist saman og fýrirtæki hafa farið á hausinn, þannig að brestir hafa myndast í undirstöður byggðar þar sem víðar um landið,“ segir í frétta- tilkynningu um þáttinn. „Fólki fækkaði verulega vegna þessa, en Þingeyingar eru þekktir fyrir annað en að gefast upp þó á móti blási. Sveitarfélög við Öxarfjörð hafa verið sameinuð, ný fyrirtæki hafa verið stofnuð á rústum þeirra sem fóru á hausinn og önnur byggð upp frá grunni. Auk þessa er aftur kom- in veiðanleg rækja í Öxarfjörð. Fyr- ir vikið gæti vaxandi bjartsýni með- al fólksins. Gísli Sigurgeirsson, fréttamaður, Jón Þór Víglundsson, myndatökumaður, og Björn Sig- mundsson, hljóðmaður, kynntu sér mannlíf við fjörðinn í ársbyijun og komu víða við.“ Morgunblaðið/Rúnar Þór Þriðji áfangi Síðuskóla er nú í byggingu, en stefnt er að því að ljúka honum fyrir næsta haust og verða rúmlega 50 milljónir notaðar í bygginguna í ár samkvæmt fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar. Þriðji áfangi Síðuskóla: Leysir úr brýnni húsnæðisþörf en lausar stofur samt áfram í notkun --------------- Litli þjófur- inn sýnd í Borgarbíói KVIKMYNDAKLÚBBUR Akur- eyrar sýnir myndina „Litli þjóf- urinn“ í Borgarbíói á morgun, sunnudag kl. 17 og á mánudag kl. 19. Myndin er frá árinu 1988 og er byggð á handriti sem hinn látni leik- stjóri Francois Truffaut lét eftir sig, en í henni segir frá stúlkunni Janine, sem fyllir upp í tilbreytingarlaust líf sitt með því að stela úr búðum og skólanum sem hún gengur í. (Úr fréttatilkynningu) FÉLAGSLÍF □ MÍMIR 599201277-1 FRL. □ GIMLI 599227017 = 1. Hvítasunnukirkjan Fíladeifía Safnaðarfundur i kvöld k. 20.30. Munið matinn kl. 19.00. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Einar J. Gísla- son. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Þriðjudagur: Samvera fyrir eldri safnaðarmeðlimi kl. 15. Miðvikudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Laugardagur: Bænasamkoma kl. 20.30. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S11798 19533 Allir í ferð með Ferðafélaginu! Sunnudagsferð 26. jan. kl. 11. Kjalarnesgangan 2. áfangi: Úlfarsfell - Reykjaborg - Suð- urreykir. Auðveld og skemmti- leg ganga í Mosfellssveitinni. - segir Jón Baldvin Hannesson skólastjóri ÞRIÐJI áfangi Síðuskóla er í byggingu, en gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar að verja rúmlega 50 milljónum króna til byggingarinnar á þessu ári. Stefnt er að því að ljúka verkinu 1. ágúst næstkomandi þannig að kennsla geti hafist þar næsta haust. Jón Baldvin Hannesson, skóla- stjóri Síðuskóla, sagði í samtali við Morgunblaðið að framkvæmdum miðaði vel þessa daga, enda verk- takar einstaklega heppnir með veð- ur, síðasta haust hefði hins vegar verið nokkuð stopp á verkinu og væri það því á eftir framkvæmdaá- ætlun. í þessum þriðja áfanga verða 6 kennslustofur auk tveggja lítilla stofa sem notaðar verða til stuðn- Annar áfangi af sex í vetrarrað- göngu frá Reykjavík upp á Kjalar- nes. i fyrsta áfanga voru þátttak- endur 51. Byrjið með nú. Það er hægt að sleppa því að ganga á fellin, ef vill. Verð 800,- kr., frítt f. þörn m. fullorðnum. Brott- för frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. (Stansað við Mörkina 6, nýbyggingu Ferðafé- lagsins). Heimkoma um kl. 15. Ný og fjölbreytt ferðaáætlun (1992) er komin út. Munið vætta- og þorrablótsferðina að Skógum um næstu helgi. Gerist félagar. Ferðafélag íslands. ÚTIVIST Hallveigarsti'g 1, simi 14606 Dagsferðir sunnud. 26. jan. Kl. 10.30: Kirkjugangan 2. áfangi Farið um gömlu Gufunes- og Mosfellssóknirnar. Gengið frá Gufunesi að Lágafellskirkju þar sem séra Jón Þorsteinsson og Jón Guðmundsson á Reykjum taka á móti göngufólki. Göngu- kort stimpluð í kirkjunni. Frá Lágafellskirkju verður gengin gömul kirkjuleið að Syðri-Reykj- um. Kl. 13.00: Kirkjugangan, styttri ferð Komið verður í gönguna við Lan- gatanga. Brottföríþáðarferðirn- ar frá BSÍ, bensínsölu. Stansað við Árbæjarsafn. Verð kr. 1.000,-. Frítt fyrir börn 15 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Útivist ingskennslu. Þröngt er setinn bekk- urinn í skólanum, en þar eru nú 560 nemendur og 40 kennarar sem hafa til umráða tvær kennsluálmur. Vegna þrengsla var brugðið á það ráð að kenna í tveimur lausum stof- um að auki. „Með tilkomu nýju kennsluálm- unnar verður vissulega leyst úr brýnni húsnæðisþörf, en mér sýnist að þrátt fyrir hana verðum við áfram að notast við lausu stofurnar. því skólinn með þremur kennslu- álmum er talinn vera fyrir 450 nem- endur,“ sagði Jón Baldvin. Við fyrri umræðu fjárhagsáætl- unar er gert ráð fyrir að rúmlega 50 milljónir fari til byggingar þriðja áfanga við skólanm. Jón Baldvin sagði að nokkrir stórir liðir yrðu þó eftir, m.a. lyfta sem verður í byggingunni til að mæta þörfum fatlaðra og þá yrði ekki lokið við frágang lóðar auk innigarða sem meiningin væri að hafa milli bygg- inga. Morgunblaðið/Rúnar Þór Sævar Guðmundsson og Kristján Kristjánsson í klippiherbergi Filmunnar. Filman, kvikmyndaklúbbur VMA: Stuttmyndin Spurning um svár sýnd almenningi SPURNING um svar, er heiti á nýrri stuttmynd sem nemendur Filmunni, kvikmyndaklúbbi Verkmenntaskólans á Akureyri hafa gert, en hún verður sýnd á almennum sýningum í 1929 á sunnudag og mánudag kl. 20. Sævar Guðmundsson er leikstjóri myndarinnar og Kristján Kristjánsson fer með aðalhlutverkið. Þeir félagar Sævar og Kristján segja að starfsemi kvikmynda- klúbbs skólans sé afar blómlegt um þessar mundir. Á síðasta ári var myndin „Stillta austrið" gerð og sýnd við miklar vinsældir innan skólans og í ljósi vinsælda myndar- innar vildu þeir gefa almenningi kost á að sjá nýjustu myndina, Spurningu um svar. í myndinni segir frá rithöfundi nokkrum sem er að skrifa sögu. Efnið sér hann ávallt fyrir sér og getur breytt gangi mála ef hann ekki er ánægður. „Þetta er grín- og hasarmynd, ja, eða spennandi gamanmynd,“ segja þeir um mynd- ina. Kostnaður við gerð myndarinnar var á bilinu 70 til 100 þúsund krón- ur, en Nemendaráð úthlutar klúbbnum fé. Fjölmargir hafa kom- ið við sögu, eða um 80 til 100 manns í allt, en kjarninn sem að kvikmyndinni stóð er um 20 manns. „Þetta hefur verið mikil vinna, svefn hefur verið af skomum skammti undanfarið og námið setið á hakanum á meðan við unnum að myndinni. En þetta hefur verið býsna gaman og við ætium okkur að halda áfram að gera bíómynd- ir,“ sögðu þeir Sævar og Kristján. Tekjuaukn- ing Ilafnar- sjóðs 16% REIKNAÐ er með að tekjur Hafnarsjóðs Akureyrar aukist um rúm 16% á milli ára og verði tæplega 77 milljónir króna á þessu ári, en voru tæplega 66 milljónir á árinu á undan. Þá hefur Hafnarsjóður umtalsvert meira fé á árinu til framkvæmda miðað við fyrra ár, eða tæplega 34% meira. Kostnaður við rekstur hafnanna á Akureyri er áætlaður tæplega 43 milljónir, sem er 8,8% hækkun frá því í fyrra. Rekstrarafgangur sem færist til eignabreytinga verður um 37,3 milljónir króna og ríkisframlag vegna hafnarframkvæmda er áætl- að 22 milljónir. Til framkvæmda og eignabreytinga eru því samtals tæplega 59 milljónir króna, sem er 33,7% hækkun frá því á síðasta ári. Helstu framkvæmdir á árinu verða við 70 metra langan vörukant austan á Oddeyrartanga, sem Guð- mundur Sigurbjörnsson hafnar- stjóri sagði að í framtíðinni yrði eflaust gefið nafnið Tangabryggja. Heildarkostnaður við verkið er áætlaður rúmar 60 milljónir, en í ár verður unnið fyrir rúmar 44 milljónir við kantinn. Þá er gert ráð fyrir að rúmar 8 milljónir verði notaðar til að greiða afborganir af lánum og eftir standa þá 7,3 millj- ónir króna sem notaðar verða til nýframkvæmda ýmiskonar, s.s. frá- gang á svæðinu við vörukantinn og kaupa á eignarlóðum. Guðmundur sagði að helsta skýr- ing á auknum tekjum Hafnarsjóðs væri veruleg fjölgun landana úr frystiskipum, afla væri í auknum mæli landað á Akureyri og aflaverð- mætið væri meira en áður. -----» ♦ ♦---- Opinberir starfsmenn: Unum ekki hótunum ríkisstjórn- ar um fjölda- uppsagnir „Efnahagsráðstafanir ríkis- sljórnarinnar stórauka útgjöld launafólks og gera afkomu þess enn verri,“ segir í ályktun sem samþykkt var á fundi BHMR, BSRB og Kennarasambands Is- Iands á Akureýri í vikunni. „Nægir þar að nefna skertar barnabætur, lakari skilyrði til náms, skerðingu örorku- og ellil- ífeyris og aukinn sjúkrakostn- að.“ Einnig segir í ályktuninni, að með þessum aðgerðum sé vegið að þeim sem fullt eigi í fangi með að lifa af mánaðarlaunum, en í engu sé skertur milljónagróði fjármagns- eigenda. „Ýmsum ráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar er sérstaklega beint gegn opinberum starfsmönnum. Vegið er að starfskjörum þeirra og þeim hótað réttindaskerðingu, s.s. hvað varðar lífeyrisréttindi, fæðing- arorlof og veikindarétt. Fjöldaupp- sagnir eru boðaðar og stórfelldur samdráttur í velferðarkerfinu," seg- ir í áiyktuninni og ennfremur að opinberir starfsmenn uni ekki hót- unum ríkisstjórnarinnar um skert starfsréttindi og fjöldauppsagnir, þeir krefjist þess að samningsréttur sé virtur og hvetja launamenn til að snúa vörn í sókn og veija velferð- arkerfið á íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.