Morgunblaðið - 25.01.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992
17
SKÓLAGJÖLD
OG RÉTTLÆTI
eftir Ottar Guðjónsson
í Morgunblaðinu 18. desember
sl. sagði Sveinbjöm Bjömsson há-
skólarektor að til að bæta upp fjár-
skort skólans með álagningu skóla-
gjalda þyrftu skólagjöld að nema
40-50 þúsundum á nemanda á
ári. Þegar minnst er á skólagjöld
segja margir að þau skerði jafn-
rétti til náms. Það er samt svo að
jafnrétti til náms er ekki hægt að
ná, nægir þar að nefna mismun-
andi námshæfileika og mismun-
andi fjölskylduaðstæður. Þá er því
svarað til að jafnrétti til náms
óháð efnahag sé réttlætismál.
Þessu verður heldur ekki náð. Þó
má nálgast jöfnuð með eftirliti. Þá
er þó eftir spurningin um hvort
allir eigi að hafa jafn „góða“ eða
jafn „slæma“ aðstöðu til náms út
frá fjárhagslegum sjónarmiðum.
Ég tel að flestir séu sammála um
að óréttlátt sé að skerða afstöðu
þeirra sem hafa góða aðstöðu t.d.
með því að banna það að foreldrar
barna í námi gefi þeim mat eða
peninga. Einnig er .ljóst að ekki
er hægt að láta alla hafa það jafnt
gott og sá sem hefur það best.
Lausnin sem gripið hefur verið til
er því sú að tryggja ákveðna lág-
marksaðstoð sem allir geta notið
en aðstoðin minnkar eftir því sem
efni hvers og eins batna. Hér á
landi hefur þetta lágmark verið
sett þannig að sumir þjóðfélags-
hópar hafa haft úr meiru að moða
á meðan þeir eru í námi heldur en
eftir að námi lýkur. Þó svo að
vissulega sé um lán að ræða þá
verður samt að horfast í augu við
þessa staðreynd og spytja að því
hvort þetta sé það sem fólkið í
landinu vill, því það er almenning-
ur i landinu sem borgar þann
kostnað sem af þessu hlýst.
Aftur að skólagjöldunum.
Hvernig_ skerða þau jafnrétti til
náms? Ég hef aldrei heyrt neinn
segja annað en að allir háskóla-
stúdentar eigi að borga jafnhá
skólagjöld, en þá eru allir jafn
mikið verr staddir en áður og því
ætti jafnréttið ekkert að hafa
minnkað. Vilja menn kannski af-
komutengja skólagjöld eða jafnvel
að þau fari eftir tekjum foreldra.
Séu menn með slíkar hugmyndir
Óttar Guðjónsson
„Helst ættu allir nem-
endur á háskólastigi að
borga sama hlutfall af
því sem nám þeirra
kostar skattborgarana,
einnig nemendur við
aðra skóla en Háskóla
íslands.“
þá tel ég að menn séu farnir að
fórna fullmiklu af réttlæti fyrir
jöfnuðinn. Það er nefnilega ekki
alltaf svo að jöfnuður og réttlæti
fari saman, t.d. ef allir ættu að
hafa jafnmarga upprunalega fætur
þá þyrfti að höggva af flestum
minnst einn fót, þetta væri jöfnun
en ekki réttlátt. Þannig er það
einnig með skólagjöldin. Ég tel
óréttlátt að einn þurfi að borga
meira en annar fyrir sömu kennslu,
einnig tel ég óréttlátt að tveir borgi
það sama þegar annar fær meira
en hinn. Það er nefnilega þannig
að kostnaður við hvern nemanda
er mjög mismunandi á milli deilda
innan Háskólans, t.d. kostaði á síð-
astliðnu ári hver nemandi að með-
altali 108 þúsund í lagadeild en
1.070 þúsund í tannlæknadeild.
hugmynd um hvernig einum millj-
arði af almannafé er varið í tann-
lækningar, hvorki í hvaða gjaldliði
né hvaða sjúklinga. Tannheilsudeild
heilbrigðisráðuneytis telur að tann-
læknar ráðist í aðgerðir sem ekki
eru bráðnauðsynlegar og endurnýi
fyllingar oftar en æskilegt sé. Tann-
heilsudeild ráðuneytisins hefur ekki
einu sinni aðgang að gögnum TR
vegna samskiptaörðugleika og getur
því lítið vitað um þennan þátt eins
nauðsynlegt það þó er að kryfja
hann til mergjar.
Þetta eru afskipti ríkisins af tann-
lækningum til þessa. Eftirlit og
ábyrgð er í molum og síðan er þessi
eftirlits- og upplýsingaskortur not-
aður gegn tannlæknastéttinni og
sagt að tannlækningar séu einfald-
lega of dýrar. Hinir opinberu þjónar
tannlæknakerfisins eru sjálfír önn-
um kafnir við að sinna tannlækning-
um á sínum einkastofum (ekki á rík-
isreknum stofum) á sama tíma og
þeir geta ekki veitt tannlæknum og
stjómvöldum sjálfsagðar upplýs-
ingar.
Tannlækningar á
landsbyggðinni
I lokaorðum greinar sinnar í Mbl.
klykkir yfirtannlæknir hbr. út með
þeirri fullyrðingu að því miður hafi
þjónustan úti á landi ekki orðið eins
góð og mögulegt er árið 1991 vegna
skorts á samræmingu!
Skortur á samræmingu var það
heillin! Er það samræmingin í ríkis-
reknum tannlækningum í Reykjavík
sem við úti á landi eigum að sækj-
ast eftir? Samræmingin í Reykjavík
er slík að 7.400 börn af 13.500 fara
til einkatannlækna og engar tölur
eru til um þann fjölda sem fer til
skólatannlækna ríkisins eða þá til
bæði einkatannlækna og skólatann-
lækna. Hvaða samræming er það
sem verið er að boða? Fyrir alla
muni hlífið öðrum við slíkum sam-
ræmingarmistökum sem við horfum
uppá í svokölluðum „skipulögðum
skólatannlækningum ríkisins".
Vítt og breitt um landið eru stund-
aðar tannlækningar tryggingaþega
skipulagðar af tannlæknum, skóla-
stjórum og sveitastjórnum. Það
skipulag kostar ekki krónu. Þar er
í flestum tilfellum vitað hversu
margir koma til tannlæknis, þar er
vitað hvað tannlækningar trygg-
ingaþega kosta, þar er vitað hver
árangur er af starfinu og þar þjást
menn ekkert fyrir þennan skort á
ríkisrekinni samræmingu sem verið
er að boða.
Það er mál stjórnmálamannanna
að ákveða hvernig þeir vilja veija
okkar sameiginlegu sjóðum. Nú hafa
þeir ákveðið að minnka þátt almann-
atrygginga í tannlæknakostnaði.
Látum það vera. En að boða á sama
tíma samkeppni ríkisins við tann-
lækna er tímaskekkja og mun ekki
leiða til lækkunar á kostnaði tann-
læknaþjónustunnar hvað þá til
bættrar tannheilsu.
Höfundur er tannlæknir á
Húsavík.
Að meðaltali kostaði skólavist
hvers nemanda við Háskóla íslands
292 þúsund en skólavist hvers
nemanda við Háskólann á Akur-
eyri kostaði 744 þúsund. Spurning-
in er því hvort réttlátt væri að
nemandi í lagadeild borgaði 40%
af námskostnaði sínum ef tann-
læknanemi þyrfti aðeins að borga
5% af námskostnaði sínum. Mér
þætti þetta óréttlátt og réttlátara
væri að hver nemandi borgaði
ákveðið hlutfall af því sem nám
hans kostaði. Samkvæmt því sem
kom fram í áðurnefndu viðtali
Morgunblaðsins við háskólarektor
er það u.þ.b. 20% af heildarrekstr-
arkostnaði skólans sem vantar til
að endar nái saman. Væri þá ekki
réttlátast að nemendur borguðu
allir 20% af því sem þeirra mennt-
un næsta árið muni koma til með
að kosta. Ég tel það mikið réttlæt-
ismál að allir borgi í hlutfalli við
það sem þeir fá, en ekki allir jafnt.
Hugsið ykkur ef einhvem tíma
þyrfti að miklu leyti að fjármagna
háskóla á íslandi með skólagjöld-
um og allir borguðu jafnt, þá kæmi
upp sú staða að sumir nemendur
væru að niðurgreiða nám annarra
nemenda.
Ég vil því að komið verði í veg
fyrir óréttlæti af þessu tagi strax
og helst ættu allir nemendur á
háskólastigi að borga sama hlut-
fall af því sem nám þeirra kostar
skattborgarana, einnig nemendur
við aðra skóla en Háskóla íslands.
Höfundur ernemandi í hagfræði
við Háskóla íslands.
ÚTSALA
VEGGFÓÐUR,
GÓLFDÚKAR,
BAÐHERBERGISÁHÖLD,
BAÐMOTTUR,B
Gríptu tækifærið og gerðu góð
kaup á útsölu Veggfóðrarans.
Allt að 50% afsláttur af
gólfdúkum, veggfóðri, gólf-
korki, baðmottum, baðher-
bergisáhöldum og
baðhengjum.
VEGGFÓÐRARINN
| VERSLUN MEÐ GÓLF- OG VEGGEFNI
FÁKAFEN 9 • SKEIFUNNI • 108 REYKJAVÍK
I SÍMAR: (91) - 687171 / 687272
SÉRLEGA SÉRKENNILEG
SÉR-ÚTSALA ER ÍSÉR
SEM ER SÉRVERSLUN MEÐ
KVENFATNAÐ SÉRSTAKLEGA
FYRIR ÞIC Á SÉRHÆFÐU VERÐI. . .
. . . OGSEMISJÁLFU SÉR £R SÉR í LAGI!
LAUGAVEGI 95 -SIMI 2 5 2 6 0
ATHUGIÐ - ATHUGIÐ - ATHUGID
VERSLUNIN VERDUR OPIN í DAG LAUGARDAG FRÁ
KL. 10.00 ffl 18.00 OG SUNNUDAG FRÁ KL. 12.00 TIL 18.00.