Morgunblaðið - 25.01.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.01.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGÁRDAGUR 25. 'JÁn'ÚAR 1992 Sínfóníutónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Finnski hljómsveitarstjórinn Osmo Vánská og rússneski píanó- snillingurinn Dmitri Alexeév voru gestir Sinfóníuhljómsveitar fslands en auk þess var frumflutt nýtt ís- lenskt hljómsveitarverk eftir Finn Torfa Stefánsson. Á efnisskránni var Hljómsveitarverk II, eftir Finn Torfa Stefánsson, Tíli Ugluspegill, eftir Richard Strauss ogþriðji pían- ókonsertinn eftir Sergej Prokofíev og þar var Dmitri Alexeév við píanóið. Öllu þessu stjómaði Osmo Vánská afburða vel. Hljómsveitarverk II er vel unnið verk, auðugt af alls konar hug- myndum, sem birtast í temtískri úrvinnslu og mynda sannfærandi framvindu og sterk tengsl við eldri tónlist. Samleikur hugmynda var oft útfærður í ómstríðum tónbilum, svona til að draga úr að „únison“ væru hugmyndirnar of gamaldags, en einmitt þesskonar útfærsla var mikið tíðkuð, þegar tónskáld voru að bijóta sér leið út úr alveldi sam- hljómsins, um og upp úr aldamótun- um, t.d. hjá Stravinsky. Eins og fyrr segir er verkið vel unnið en á köflum nokkuð um of, sem dregur heldur úr andstæðum hugmynd- anna en skapaði þó verkinu sterka heild. Líklega er Tíli Ugluspegill eftir 91Q7H LÁRUS Þ. VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTIÓRI ml I vw CIO/U KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. loggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Ný og glæsileg af yfirstærð 3ja-4ra herb. íbúð á 1. hæð við Sporhamra 118,3 fm nettó. Tekin í notkun ekki fullgerð. Sérþvottahús. Sameign frágengin. Fullg. bílskúr. 40 ára húsnæðislán um kr. 5,0 millj. Um 1,5 millj. af útborgun má greiða á 4 árum. Ágæt íbúð við Álftamýri 3ja herb. á 3. hæð rúmir 80 fm nettó. Sólsvalir. Ágæt sameign, nokk- uð endurbætt. Bílskúrsplata fylgir. Útsýni. Skipti æskileg á raðhúsi í Háaleitishverfi, Hvassaleiti eða nágr. Nýtt stórgiæsilegt einbýlishús við Kársnesbraut, Kóp. Steinhús, 157,1 fm. 4 svefnherb., þaraf 1 með sérsnyrtingu. Stór og góður bílskúr 32,4 fm. Langtímalán um 4,5 Eignaskipti möguleg. Gott einbýlishús eignaskipti möguleg Steinhús, nýstækkað og endurbyggt, ein hæð, 129,5 fm við Háabarð í Hafnaríirði. Góður bílskúr 36 fm. Ræktuð lóð, 630 fm með trjá- gróðri. Útsýnisstaður. Skammt frá Dalbraut Endurbætt 4ra herb. íb. á 1. hæð. Suðursvalir. Risherb. fylgir með snyrtingu. Sameign töluvert endurn. Gott verð. Góð lán. Einstaklingsíbúð í lyftuhúsi Ný endurbyggð góð eign í lyftuhúsi við Tryggvagötu á 4. hæð. Góðar sólsvalir. Laus eftir samkomulagi. Við Asparlund - eignask. möguleg Giæsilegt einnar hæðar raðhús með bílsk. um 170 fm. Skipti æskileg á 3ja herb. íb. miðsv. f borginni. Útsýnisstaður. Fjöldi fjársterkra kaupenda Leitum að einbýlishúsi í Garðabæ 180-200 fm með góðum bílsk. Ennfremur óskast 3ja-5 herb. íbúðir og sérhæðir. Og nokkrir óska eftir eignum sem þarfnast standsetningar. ALMENNA ÆZSISSZ,. fasteighasalan Margskonar eignaskipti. LAUGAVEGM^SIMA^21150~21370 120 fm íbúðir til sölu Á góðum stað í Hamrahverfi, Grafarvogi eru til sölu íbúðir með 2-3 svefnherb., stórum stofum, sérþvotta- húsi, svölum á móti suðri og bílskúr. íbúðirnar henta vel fyrir eldra fólk og eru til sýnis fullbúnar. Örn Isebarn, byggingameistari, sími31104. Stakfell Fasteignasala Suðurlandsbraut 6 687633 Lögfrædingur Þórhildur Sandholt Sölumenn Gisli Sigurbjömsson Sigurbjörn Þorbergsson Valhúsabraut - Seltjnesi Tvö uppsteypt einbýlishús á einni hæð rúmlega 240 fm. Enn- fremur 7 byggingalóðir við Valhúsabraut. Eignarlóðir. Gísli Sigurbjörnsson, heimasími 687633. Strauss eitt skemmtilegasta tón- verk síðari tíma (1895), glettið og snjallt hermitónverk, með alvarlegu niðurlagi, sem túlka mætti sem áminningu til allra þeirra er stunda að hrekkja fólk. Upphafið í strengj- unum mætti túlka sem „Einu sinni var“ og stefið í hornunum bætir við „prakkari, sem hét Tíli Ugluspegill" en til að lýsa kæruleysi þessa prakk- ara, er stefið endurtekið á^Es- kiarinett. Þannig mætti rekja sög- una, því allt verkið er byggt á tákn- rænum tónhugmyndum, eins og t.d. þegar Tíli verður ástfanginn og ekki síst, þegar hann í lokin er tek- inn af lífi. Verkið var mjög vel leik- ið og auðheyrt að Vánská er snjall hljómsveitarstjóri. Lokaviðfangsefni tónleikanna var þriðji píanókonsertinn eftir Pro- kofíev. Þetta er erfitt verk sem píarósnillingurinn Dmitri Alexeév lék snilldarvel, t.d. fyrsta kaflann, sem er ein allsheijar stórkadensa, vafín inn í stöðugan samleik við hljómsveitina. Annar kaflinn er bráðsnjall tilbrigðakafli og þar dregur höfundurinn hlutverk pían- ósins á köflum út úr sinfónískum samleiknum við hljómsveitina og var leikur Alexeév hreint ótrúlega góður í þessum skemmtilega kafla. Það sýnir að hljómsveitin okkar er vel á vegi stödd, að eftir aðeins eina æfingu með einleikaranum, lék sveitin mjög vel, enda naut hún þar ágætrar stjómar Osmo Vánská. Finnur Torfi Stefánsson Dmitri Alexeév Heimildarmynd um Jón Signrðsson forseta S AG A Filmhefurákveðiðaðgeraleikna heimildarmynd umJónSigurðs- son forseta. Jón starfaði lengst af í Kaupmannahöfn við skjalavörslu og ritstörf, auk þess að vera helsti baráttumaður Islendinga í frelsisbarátt- unni. Jón var forseti Alþingis þau þing sem hann sat á árunum 1845- 1879. Hann var auk þess f orseti Háfnardeildar Bókmenntafélagsins. Jón Sigurðsson lést í Kaupmannahöfn 1879 og var jarðsettur í Reykjavík. Vandað verður til myndarinnar Umsjón með sjónvarpsgerð hefur Björn G. Björnsson. Fyrirhuguð er samvinna við íslenska og danska sjónvarpið. Áætlað er að myndin verði tilbúin til sýningar í sjónvarpi 1994 á 50 ára afmæli lýðveldisins. eins og kostur er og hefur Guð- mundur Magnússon sagnfræðingur verið ráðinn að verkefninu og er undirbúningur að handritsgerð þeg- ar hafínn, segir í frétt frá Saga fílm. Umsjónarmaður Gísli Jónsson Mikið skelfíng finnst mér sögnin að „tippa“ ljót; ekki það að mér þyki hún dónaleg eða „typpisleg“, hún er mikiu fremur viðrinisleg og snautleg. Nú legg ég til að við hressum upp á sögn- ina að giska í sambandi við getraunirnar. Næst ætla ég að giska á sex heimasigra, þijú jafntefli og fjóra útisigra. Atviksorðið úti getur falið í sér merkinguna liðinn, búinn að vera, glataður. Það er úti um hann, getum við sagt, ef einhver er glataður, dáinn. Þegar enn er eftir einhver vonarglæta, segjum við á hinn bóginn: Það er ekki öll nótt úti enn. Úti fyrir merkir hins vegar fyrir utan í venjulegri staðarmerk- ingu. Ýmsum verður á að rugla saman orðtökum, eins og mann- inum sem sagði: Ekki er öll nótt úti fyrir enn. Og alltaf heyrir maður eitt- hvað kyndugt í fréttum. Sagt var frá því að „slökkviliðinu hefði tekist að ráða niðurlögum eldsins eftir hetjulega baráttu. Var þá allt brunnið sem brunnið gat“. Fyrir nokkru birti ég hér í þáttunum vísu sem ég eignaði án fyrirvara Sigurhirti Péturs- syni lögfræðingi: Mínar andans stoltu stundir storka vandanum, en skip mitt strandar ávallt undir óiánsgrandanum. Vegna þessa kom að máli við mig Sigurbjörn Bjarnason skrif- stofustjóri á Akureyri og sagði mér eftirfarandi: Einhverju sinni voru þeir „við spil og vín“, eins og skáldið sagði, hann sjálfur, Sigurhjörtur áðurnefndur og Einar Ágústs- son, síðar ráðherra, og fleiri. Var þá glímt við að botna fyrri- part sem Tryggvi Emilsson hafði einhveiju sinni komið með inn á skrifstofu Rafveitu Akureyrar, þar sem Sigurbjörn var á sínum tíma kunnugur. Sigurhjörtur botnaði fyrripartinn á sama hátt og fyrr sagði, en Einar Ágústs- son svo: Varla standa vil þó undir vísufjandanum. Það er gamla sagan, að góðar vísur eru stundum eignaðar fleiri en einum. ★ Umsjónarmaður hefur fyrr og síðar hvatt menn til að segja skoðun sína á íslensku máli og greina frá tilfinningu sinni fyrir því. Þessi þáttur hefur frá upp- hafí verið ætlaður til vettvangs af því tagi. Ég ítreka því það sem sagði í næstsíðasta þætti í framhaldi af orðum Haralds í Kvistási. Nú hef ég fengið gott bréf frá Guðbrandi Þorkeli Guð- brandssyni á Sauðárkróki. Eftir vinsamleg orð í garð umsjónar- manns og Morgunblaðsins seg- ir bréfritari: „Hitt er svo annað mál, að venjulegur, ómenntaður maður veigrar sér við bréfaskriftir til slíkra manna. Þar kemur bæði til að manni finnst slíkt bera vott um hálfgert yfirlæti, sem viðkomandi hafi ekki efni á svo og hitt, að frambornar spurning- ar komi beinlínis upp um hversu illa maður er sjálfur málfarslega á vegi staddur. En það eru sumsé nokkur atriði, sem sá er þetta ritar hef- ur veitt athygli í máli fólks að undanförnu og langar að vekja athygli á og spyijast fyrir um. Taka ber fram, að hér er ekki einungis um að ræða s.n. „fjöl- miðlamál“, heldur einnig það, sem aðrir láta frá sér fara í ræðu og riti. Nokkuð hefur borið á því að fólk, sem jafnvel telur sig skrifa og tala vandað mál, skýtur inn auka -r- í samsettum orðum. Auka —, tja, hver er nú að setja sig á dómarasæti? Dæmi: Leið- inda-r-veður, Vestfjarða-r-mið, afurða-r-sala. Hvað er hér á ferðinni? 625. þáttur Nokkrir gamlir og góðir þegn- ar í málinu taka líka breytingum og nægir að nefna tvö dæmi. Nú tala flestir um að ver-m-da hlutina, en þegar ég var að al- ast upp var alltaf talað um að ver-n-da eitthvað. Annað dæmi. Nú tala flestir um að hlutir séu dijú-f-ir en ekki dijúgir. Þetta eða hitt er dijú-f-t. Merkilegt. Dijúfur verður síðasti áfanginn, eða hvað? Löng bréf eru yfirleitt leiðin- leg, svo hér skal láta nótt sem nemur.“ Umsjónarmaður segir enn, að hann ansar engu tali um „venju- lega ómenntaða" menn. Sýsl- ungi Guðbrands kvað: Þitt er menntað afl og önd, eigirðu fram að bjóða hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða. Og svo geta menn spreytt sig á að skilgreina orðið menntað- ur. Eitt er víst: Það er skylt orðinu maður. Umsjónarmaður getur ekki svarað spurningu bréfritara um auka-r í þeim dæmum sem hann til tók, nema þá að menn, sem svo tala, séu í meira lagi ruglað- ir á eintölu og fleirtölu. Hljóð- breytingarnar vernda > vermda og drjúgt > drjúft eru annars eðlis. Hin fyrri er kannski til komin vegna þess að menn átta sig ekki á að vernda er skylt vörn, halda kannski að skyld- leiki sé við sögnina að verma. Siðari breytingin er alkunn c>g víða þekkt í framburði. Ég heyrði fyrir löngu krakka segja „fluvu“ í staðinn fyrir flugu, og „fluvurnar“ í staðinn fyrir flug- urnar. í dönsku hefur sögnin að fljúga orðið flyve. Hlymrekur handan stældi úr ensku: Eru verur sem við nefnum guði sem virðast ofl lenda í puði við að skapa - ég skil - og þegar Skammkell varð til, þá var skaparinn ekki i stuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.