Morgunblaðið - 25.01.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.01.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANUAR 1992 25 ireiga iii fé Morgunblaðið/Júlíus iaðir verktakar hafa .einnig sínar lingin er bara sú hvort þeir gangi króna. Samtals hafa því hluthafar Sameinaðra verktaka fengið á und- anfömum fimm árum meira en einn og hálfan milljarð skattfijálst frá félaginu — 1.540 milljónir króna. Eigendur Sameinaðra verktaka era um 200 talsins, einstaklingar og fyrirtæki. Um nokkurra ára bil hafa átök átt sér stað um það innan félagsins hvort halda beri fjármun- um sem mest innan félagsins, eins og var stefna forystumanna félags- ins þeirra Thors Ó. Thors og Hall- dórs H. Jónssonar. Þeim átökum lyktaði á þann veg að þeir Thor og Halldór urðu undir og síðastliðin fimm ár, eða allt frá árinu 1987, hafa eigendur félagsins fengið veru- legar fjárupphæðir greiddar út í formi þess að þlutafé félagsins væri fært niður. Árið 1987 greiddu íslenskir aðalverktakar eigendum sínum um 500 milljónir króna, og samkvæmt 50% eignarhlut Samein- aðra verktaka í félaginu á þeim tíma komu 250 milljónir króna þá í hlut Sameinaðra verktaka. Þetta var raunar greiðsla vegna tveggja ára, sem skiptist þannig að 100 milljón- ir voru vegna ársins 1986 og 400 milljónir króna voru vegna ársins 1987. Frá þessu greindi Thor Ó. Thors, þá forstjóri íslenskra aðal- verktaka, í viðtali hér í Morgunblað- inu þann 17. maí, 1989. Ávallt hefur sama aðferð verið notuð hjá Sameinuðum verktökum — hlutafé var aukið með útgáfu jöfnunarhlutabréfa, það síðan lækk- að aftur um sömu upphæð og mis- munurinn var síðan greiddur hlut- höfunum. í fyrra var svo komið að þessi heimild til útgáfu jöfnunar- hlutabréfa var á þrotum, samkvæmt áliti ríkisskattstjóra, og því var ákveðið að fara þá leið að gefa út Samemaðir verktakar hf: Sextán hluta- o g sameign arfélög eiga 52,96% hlut ÞRETTÁN hlutafélög og þrjú sameignarfélög eru meðal 183 skráðra hluthafa í Sameinuðum verktökum hf. samkvæmt hluthafaskrá í maí 1990, og eiga þessi félög samtals 52,96% í Sameinuðum verktökum. f þeirra hlut hafa því komið 477 milljónir af þeim 900 milljónum króna sem greiddar voru út til hluthafa síðastliðinn mánudag. Hér á eftir er rakið hverjir veita þessum félögum forstöðu samkvæmt Hlutafélagaskrá og Firmaskrá. Tekið skal fram að í hlutafélögunum er að ræða stjórnarjnenn og prókúruhafa. Hlutafélögum er ekki skylt að gefa upp eigendur hlutafjár. Brú hf. byggingarfélag, Efsta- leiti 10, Reykjavík, á 4,48% hlut í Sameinuðum verktökum og fékk samkvæmt því 40,32 milljónir króna. Hlutafé félagsins er skráð 7.810 krónur og stofnendur þess voru Guðmundur Kristjánsson, Sig- mundur Halldórsson, Sigurður Pjet- ursson, Þórður Jasonarson, Sigurð- ur Flygenring, Einar Jóhannsson og Andijes Guðnason. Núverandi stjórn skipa Einar Þorbjörnsson sem er formaður, Guðjón G. Guðjónsson og Guðni Helgason. Byggingarfélagið Stoð hf., Grenimel 4, Reykjavík.á 4,48% hlut í Sameinuðum verktökum og fékk því 40,32 milljónir í sinn hlut. Hlutafé félagsins er 446 þúsund krónur. Stofendur þess vora Einar Kristjánsson, Gísli Friðleifsson, Óskar Eyjólfsson, Halldór Guð- mundsson og Guðlaugur Maggi Ein- arsson. Núverandi stjórn skipa Pét- ur Guðmundarson sem er formaður og Guðmundur Pétursson sem er varaformaður. Dröfn hf. skipasmíðastöð, Strandgötu 75, Hafnarfirði, á 1,2% í Sameinuðum verktökum og fékk því 10,8 milljónir útborgaðar. Hlutafé félagsins er 43,56 milljónir króna. Stjómarmenn í júlí 1990 voru Páll Daníelsson formaður, Skúli G. Böðvarsson varaformaður, Þórður Valdemarsson, Magnús Bjarnason, Vigfús Sigurðsson, Kristmundur Georgsson og Sigrún Sigurbjarnardóttir. Framkvæmda- stjóri er Sigurvin Rúnar Sigurðsson. Félag vatnsvirkja hf. (Hafna- hreppi) Ármúla 21, Reykjavík, á 7% í Sameinuðum verktökum og fékk því 63 milljónir króna útborg- aðar. Hlutafé er 25 milljónir króna. Stjórn félagsins skipuðu í apríl 1990 Helgi Jasonarson formaður, Bergur Ó. Haraldsson, Ásbjöm Guðmunds- son, Tryggvi Gíslason, Benóný Kristjánsson, Magnús Eyjólfsson, Sigurbjörg Sighvatsdóttir og Thelma Arinsdóttir. Framkvæmda- stjóri er Bergur Ó. Haraldsson. Goði hf. byggingarfélag, Vest- urgötu 7, Reykjavík, á 4,48% í Sameinuðum verktökum og fékk því 40,32 milljónir útborgaðar. Hlutafé félagsins er 1.100 krónur. Stjórn félagsins skipuðu í júní 1989 Har- aldur Bjarnason formaður og fram- kvæmdastjóri, Hjálmtýr Brandur Dagbjartsson og Hróbjartur Hró- bjartsson. Héðinn hf., Seljavegi 2, Reykja- vík, á 1,52% í Sameinuðum verktök- um og fékk því 13,68 milljónir út- borgaðar. Hlutafé félagsins er 42,35 milljónir króna. Stofnendur vora Jóhanna Þorsteinsson, Markús ívarsson, Kristín Andrésdóttir, Ás- geir Þorsteinsson, Sören R. Kamp- mann. Núverandi stjórn skipa Sig- rún M. Möller formaður, Guðrún Magnúsdóttir varaformaður, Snjó- laug Sveinsdóttir, Kristín Sveins- dóttir, Jakob Möller, Kristín Helga Markúsdóttir og Markús K. Möller. Sverrir Sveinsson er framkvæmda- stjóri. Hörður og Kjartan hf., Máva- hlíð 25, Reykjavík, á 0,04% í Sam- einuðum verktökum og fékk því 360 þúsund krónur útborgað. Hlutafé er 200 krónur. Stofnendur vora Ól- afur Jónsson, Haukur Hallgrímsson, Hörður Jóhannesson, Kjartan Kjartansson og Kristbjörg J. Isfeld. Samkvæmt hlutafélagaskrá skipa stjórn félagsins Ólafur Jónsson for- maður, Haukur Hallgrímsson og Ásta Gunnlaugsdóttir. Iðnsamtök hf., Ofanleiti 7, Reykjavík, eiga 2,98% í Sameinuð- um verktökum og fengu því 26,82 milljónir króna útborgaðar. Hlutafé félagsins er 4,86 milljónir króna. Stjóm skipa Jón Guðjónsson for- maður og framkvæmdastjóri, Jó- hann Eyjólfsson, Garðar Sigurðs- son, Grétar Kristjánsson og Bene- dikt Geirsson. Keilir hf. vélsmiðja, Suður- landsbraut 18, Reykjavík, á 0,12% í Sameinuðum verktökum og fékk því 1,08 milljónir króna útborgaðar. Hlutafé félagsins er tæpar 13,3 milljónir króna. Stjórn skipa Vil- hjálmur Jónsson formaður, Bjami Bjamason, Sigurkarl F. Torfason og Árni Kr. Þorsteinsson en Geir Ráðherra svarar kennarafélögum: Hagræðing verður í höndum fræðslustjóra MENNTAMÁÐARÁÐHERRA hefur svarað bréfi Kennarafélags Reykjavíkur, Kennarafélags Kópavogs, Seltjarnarness og Kjósar- sýslu og Kennarafélags Reykjaness, þar sem bornar voru fram sex spurningar vegna meints „tilflutnings“ nemenda milli skóla. Beðið var um svar opinberlega og því óskar ráðuneytið birtingar á bréfinu. jöfnunarhlutabréf upp á 38 millj- ónir króna, sem var aðeins umfram heimildina. Ákvörðunin var sam- kvæmt mínum upplýsingum tekin, til þess að knýja fram prófmál, þannig að gjaldgreiðandi, sem í þess tilviki var Félag vatnsvirkja, sem á 7,48% í Sameinuðum, gæti kært úrskurð ríkisskattstjóra til rík- isskattanefndar. Það varð niður- staðan eins og tíundað hefur verið hér í Morgunblaðinu undanfama daga. Úrskurður ríkisskattanefndar birtist í heild hér í Morgunblaðinu á bls. 20 og 21 síðastliðinn fimmtu- dag. Eins og greint hefur verið frá greiða eigendur Sameinaðra verk- taka ekki tekjuskatt af þeim fjár- munum sem þeir taka við með þess- um hætti. Hins vegar gæti komið til þess að hluthafarnir þyrftu að greiða eignaskatt af peningunum. Að vísu þurfa þeir þess ekki ef þeir kaupa sér spariskírteini ríkissjóðs eða húsbréf fyrir þá. Með slíkum fjárfestingum komast þeir bæði hjá eignaskatti og tekjuskatti af vöxt- unum sem slík bréf bera. Kaupi þeir á hinn bóginn almenn verð- bréf, þá era þau eignaskattsskyld. 900 milljónirnar sem greiddar voru út á mánudaginn skiptast á marga staði, eins og greint hefur verið frá. Þó voru yfir eitthundrað aðilar sem fengu greidda eina millj- ón króna eða meira. Hér í blaðinu í gær, í miðopnu, var birtur listi yfír hluthafa , eignarhlut þeirra í Sameinuðum verktökum og hversu miklar greiðslur komu í hlut hvers. Þau þijú byggingarfélög sem eiga hvert um sig 4,48% í sameinuð- um fengu hvert um sig 42,6 milljón- ir króna. Þessi félög era Byggingar- félagið Brú, Byggingarfélagið Goði og Byggingarfélagið Stoð. Öll eru félögin hætt eiginlegum bygginga- verktakarekstri. Brú var tekin til gjaldþrotaskipta fyrir meira en tveimur áratugum, en lífi blásið í félagið á nýjan leik fyrir rúmum tveimur árum. Hjá Byggingarfélag- inu Stoð er Thor Ó. Thors fram- kvæmdastjóri Sameinaðra verktaka sagður einn eiganda félagsins og Halldór H. Jónsson stjórnarformað- ur Sameinaðra annar, en sam- kvæmt hlutafélagaskrá eru feðg- arnir Pétur Guðmundarson og Guð- mundur Pétursson formaður og varaformaður félagsins og Pétur Guðmundarson er prókúrahafi þess. Formaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi Goða er Haraldur Bjamason múrarameistari. Það er mat sérfræðinga að málið flækist ekki til muna, þótt að hinu sama komi með íslenska aðalverk- taka og nú hefur gerst hjá Samein- uðum verktökum. íslenskir aðal- verktakar eru sameignarfélag. Út- borgun úr sameignarfélagi er al- gjörlega skattfijáls hjá þeim sem taka við greiðslum, því litið er þann- ig á að einungis sé verið að greiða út tekjur, eftir skatt. Félagið hefur greitt skatta af öllum tekjunum, og það sem íslenskir aðalverktakar kunna að greiða út til sinna eigenda er skattfijálst, hvað varðar tekju- skatt, en öðru gegnir að sjálfsögðu um eignaskatt. Raunar era afleiðingar þess að hluthafafundur Sameinaðra verk- taka tók þessa ákvörðun um hækk- un og lækkun hlutafjárins alls ekki komnar í ljós, né hversu víðtækar þær verða. Starfsmenn aðalverk- taka telja margir að þessi ákvörðun hafi það í för með sér að staða fyrir- tækisins þrengist mjög. Þeir telja, að þeir sem réðu ferðinni hjá Sam- einuðum hafi tekið einkahagsmuni fram yfir hag fyrirtækisins og láti sig engu skipta hvaðan sá arður er kominn sem 200-menningarnir eru að skipta á milli sín. Jafnvel er gengið svo langt að segja að stofn- endur Aðalverktaka, Sameinaðir verktakar, hafi farið langleiðina með að ljúka kistusmíði Aðalverk- taka. Stjórnvöld muni nú hraða því að afnema einkaleyfi Aðalverktaka til framkvæmda fyrir varnarliðið, auk þess sem þessi fjáraustur til hluthafanna hafi svo gott sem gull- tryggt skattlagningu sparifjár og slík lög muni líta dagsins ljós fyrr en ella hefði orðið. „Vísað er til bréfs dags 9. janúar s.l. þar sem lagt er út af ummælum menntamálaráðherra á Rás 2, mið- vikudaginn 8. janúar, um tilflutn- ing nemenda milli skóla. Með vísun í umræddan útvarps- þátt skal eftirfarandi tekið fram: Menntamálaráðherra sagði í þættinum: „Ég sé ekkert í veginum með það á stað eins og Reykjavik að færa á milli skóla. Mér finnst það ekki vera eitthvað sem megi ekki tala um.“ Hins vegar sagði ráðherra með vísun til frumvarps til laga um ráð- stafanir í ríkisfjármálum á árinu 1992 þar sem gert er ráð fyrir heimild til fjölgunar í bekkjum um allt að tvo nemendur: „Við erum eingöngu að tala svo sem um að nýta þessa heimild þar sem hún á við, en hún á ekki alls staðar við...“ Ennfremur sagði ráðherra um til- flutning nemenda milli skóla, að slíkur tilflutningur væri hins vegar sér málefni sem ekki væri verið að Magnússon er framkvæmdastjóri. Rafvirkjadeildin hf. (Keflavík- urflugvelli), Höfðabakka 9, Reykjavík, á 3,68% í Sameinuðum verktökum. Hlutafé er 30,6 milljón- ir króna. Stjórn félagsins skipa Sig- uroddur Magnússon formaður, Kári Þórðarson, Siguijón Guðmundsson, Vilberg Vilbergsson og Þorlákur J. Jónsson. Vilberg og Siguijón skipa einnig framkvæmdastjóm. Reginn, hf. Kirkjusandi, Reykjavík, á 7,46% í Sameinuðum verktökum og fékk því 67,14 millj- ónir útborgaðar. Hlutafé er 97.500 krónur. Stjórn skipa Guðjón B. Ól- afsson formaður, Sigurður Markús- son og Axel Gíslason en Kristjón Kristjónsson er framkvæmdastjóri. Sameinaðir verktakar hf., Höfðabakka 9, Reykjavík, eiga 7,48% i sjálfum sér og fengu því 67,32 milljónir króna í sinn hlut. Hlutafé félagsins er 300 milljónir króna. Stjórn skipa Halldór H. Jóns- son formaður, Bergur Haraldsson, Guðjón B. Ólafsson, Páll Gústafsson og Thor Ó. Thors, sem einnig er framkvæmdastj óri. Vélsmiðjan Steðji hf., Reykja- vík, á 0,12% í Sameinuðum verktök- um og fékk því 1,08 milljónir í sinn hlut. Hlutafé félagsins er 800 krón- ur. Stofnendur vora Gísli Sveinsson, Kristín Guðmundsdóttir, Sigurður Sveinsson, Héðinn Sveinsson, Ólína Valgerður Daníelsdóttir og Þorkell Sveinsson. Stjórn félagsins skipa Þorkell Sveinsson, formaður, Gísli Sveinsson, Héðinn Sveinsson og Sigurður Sveinsson og Gísli og Sigurður skipa einnig framkvæmda- stjórn. Byggmgamiðstöðin sf. á 2,98% í Sameinuðum verktökum og fékk því 26,82 milljónir króna útborgað- ar. Eigendur félagsins era Halldór H. Jónsson, Margrét Garðarsdóttir og Gunnlaugur J. Briem. Gulltoppur sf. á 2,9% í Samein- uðum verktökum og fékk því 26,1 milljón króna útborgaðar. Eigendur félagsins era Svavar Snævarr og Sigrán Snævarr. Ingólfur Finnbogason sf. á 2,08% í Sameinuðum verktökum og fékk því 18,72 milljónir króna út- borgaðar. Eigendur félagsins eru Ingólfur Finnbogason, Finnbogi Ingólfsson, Soffia Ólafsdóttir, Björg Ingólfsdóttir, Ágústa Ingólfsdóttir, Ólafur Ingólfsson, Hrafnhildur Ing- ólfsdóttir. taka á núna, þ.e. að færa einhver ný viðfangsefni yfir á sveitarfélög- in. Það væri ekki, þó að í þessum aðgerðum öllum væri ætlast til ákveðinna hluta af sveitarfélögun- um væri það óviðkomandi þessu máli. Af því sem hér kemur fram má ljóst vera að umrætt heimildar- ákvæði um fjölgun í bekkjum er ekki til þess ætlað að hefja flutning barna milli skóla heldur til að koma við hagræðingu þar sem aðstæður leyfa. Samkvæmt heimildarákvæð- inu verður hagræðingin í höndum fræðslustjóra. Með vísun til ofan- greinds telst spurningum kennara- félaganna svarað. F.h.r. Sólveig Jensdóttir."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.