Morgunblaðið - 25.01.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.01.1992, Blaðsíða 16
16______________MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992_ Kísiliðjan og lífríkið * eftir Arna Halldórsson Grein með þessu nafni birtist í Mbl. 17. des. 1991, höfundur Krist- ján Þórhallsson Björk. Kemur hann víða við og vitnar bæði í sjálfan sig og aðra. Vísindamenn eru eitur í hans beinum svo ekki sé meira sagt. En fyrst Kristján vitnar í sjálfan sig mun ég gera slíkt hið sama. Frá því upp úr 1970 og fram til þessa hef ég átt mörg viðtöl bæði við útvarp, sjónvarp og blöð um þær breytingar, sem orðið hafa á Mý- vatni á þessu tímabili. í þeim við- tölum hafa komið fram eftirtalin atriði til dæmis: 1) Leirlos hverfur úr vatninu. En það var árvisst, fór eftir hita og sólfari hvað það kom snemma, var mikið og hve lengi það stóð. Eg mundi ekki annað en að leirlos væri á hverju sumri, því rak mig í rogast- ans þegar ég var að lesa bókina Náttúra Mývatns þar sem Jón Kristj- ánsson fiskifræðingur vitnar í grein í Tímanum frá 1958 undirrituð af huldumanni, sem nefnir sig Mývetn- ing, og segir að leirlos hafi ekki verið í Syðriflóa í 50 ár. Ég fór því og ræddi við bændur, sem mundu vatnið sumir 70 ár og jafnvel leng- ur. Get ég nefnt nokkra hér svo sem Jón, Yngva og Óla Kristjánssyni á Skútustöðum, ívar Stefánsson, Haganesi, Finnboga Stefánsson, Geirastöðum, Freystein Jónsson, Vagnbrekku, Jón Aðalsteinsson, Vindbelg, einnig ræddi ég þetta við Einar Isfeldsson, Kálfaströnd, en hann er nýlátinn. Ölíum þessum mönnum bar saman um að leirlos hefði verið árvisst í Syðriflóa Mý- vatns fram undir 1970 en ekki síð- an, að minnsta kosti ekki sem neinu nam. En það sem við köllum ieirlos er að brúnar flögur eða agnir koma í vatnið. Við aukinn hita fljóta agn- imar upp á yfirborð vatnsins og þekja það með skán af ljósbrúnum þörungum þegar logn er. Til dæmis á morgnana þá sópaðist skánin frá bátnum þegar róið var og eins frá árablöðum. Þá var vatnið blátært undir skáninni. Nú er það grænt í að horfa jafnvel hér upp undir Garðs- vog þar sem vatnið var alltaf tært nema í mestu hvassviðrum, en þá hreinsaðist það aftur fljótt, jafnvel á fyrsta sólarhring eftir að lygndi. 2) Vatnið verður flöskugrænt frá vori og fram á vetur. 3) Veiði stórminnkar, silungur drepst. 4) Endur forða sér burtu úr varpi í hundraðatali og hverfa að mestu frá vatninu. Ungar drepast hjá þeim, sem ná að unga út eggjum. 5) Rykmý hverfur. 6) Áður óþekktir nýir þörungar koma og til dæmis sökkva net til botns um hálftíma eftir lagningu. Mývargur breytir hegðun sinni og stórminnkar, jafnvel hverfur sum ár. 7) Silungur horaður og jafnvel óætur, — leggur fýlu úr pottum er hann er soðinn. 8) Ég er viss um að það er eitt- hvert eitur í vatninu. Þegar skýrsla sérfræðinganefnd- ar kom út voru strax skiptar skoðan- ir um hana og því fóru menn að tala um að fá helst erlendan hlut- lausan sérfræðing til að tneta skýrsl- una því þetta þjark aftur á bak og áfram væri óviðunandi. Ætla mætti einnig að í niðurstöðum sérfræðinga- nefndarinnar gætti þeirra stað- reynda að í nefndinni sátu meðal annars fulltrúar hagsmunaaðila, — sumir raunar án nokkurrar mennt- unar né reynslu á þessu sviði. Þeirra hlutverk hlýtur því að hafa verið hagsmunavarsla. Af tilviljun tókst að fá til þessa verks amerískan vatn- alíffræðing. Þessi maður heitir Carl Parker og hefur starfað í 30 ár í umhverfisráðuneyti í New York-fylki í Bandaríkjunum á vatnalíffræðisviði og í 12 ár sem yfirmaður þeirrar deildar. Hans verksvið var að skipu- leggja rannsóknir og vinna úr niður- stöðum þeirra. Hann hafði fleiri tugi líffræðinga, sem stjómuðu hinum ýmsu hópum rannsóknarmanna, en alls voru um 17 þús. manns að störf- um undir hans stjórn beint eða óbeint. Það má nærri geta að slíkur maður er það trúverðugur að jafnvel dómur Kristjáns um sakleysi Kísiliðj- unnar gagnvart lífríki Mývatns er í hættu. Parker kom hér norður að Mý- vatni og Laxá á síðastliðnu hausti. Meðal annars kom hann hér til mín og ræddum við mikið saman. Ég spurði hann fyrst hvort hann sæi eitthvað skaðlegt í sérfræðinga- skýrslunni um Mývatn og Laxá. Hann svaraði með hægð: „Já.“ Og hvað er það spurði ég? Geysimikla aukningu á köfnunarefni eða 80% frá 1973. (En þá var fyrsta hrunið í lífríki Mývatns komið og Kísiliðjan búin að starfa í 5 ár svo aukningin er sennilega miklu meiri.) Og hvernig virkar aukið köfnunar- efni á lífríkið? Leirlosþörungurinn er undirstaða að lífríki Mývatns og' Laxár. Hann er einsog smári og lú- pína að hann framleiðir köfnunar- efni, en ef hann fær of mikið af því drepst hann (einsog smári og lú- pína). Við það brestur lífríkið og mikið magn af grænþörungum nær yfirhöndinni og einnig fleiri áður óþekktar þörungategundir. Þetta getur jafnvel verið í svo miklu magni að myndist eitur. Með þeim hætti geta vötn eitrast af mannavöldum án þess að beinlínis sé dælt í þau eiturefnum. Hvernig myndast köfnunarefnið í vatninu? Botnsetið er mjög auðugt af nær- ingarefnum. Þetta eru þörungar, sem hafa brotnað niður og verða að áburði í seti vatnsins. Þegar farið er að róta upp botninum blandast áburðarefnin vatninu. Einnig eru grunnu svæðin nauðsynleg, sérstak- lega ef þau eru gróin vatnamara, sem nær upp á yfirborð vatnsins. Það er altaf mikil framleiðsla á næringarefnum frá náttúrunnar hendi, en vatnagróðurinn tekur þau til sín og jafnar þannig næringar- efnabúskapinn í vatninu. Parker nefndi mér dæmi um vatn í Banda- ríkjunum, sem var með mjög vænum og góðum fiski, en var gróið vatna- mara allan hringinn. Einhver fann upp á því að eyða maranum til að auka rými vatnsins. En vatnið varð físklaust og lagaðist ekki fyrr en búið var að koma maranum aftur í fyrra horf. Mýlirfan lifir í botni vatnsins og myndar um sig púpu, sem er pípu- laga og snýr öðrum enda pípunnar niður í setið og bindur sig í næstu lirfu með slími og þannig mynda púpumar fastan botn, sem á erfítt með að gruggast upp í vindi. Einnig taka lirfurnar til sín köfnunarefni og bera upp á land þegar flugan flýtur upp. Af því stafar hið svo- nefnda mýgras, sem þakti hundruð hektara kringum Mývatn og í eyjum þess var sprettan oft svo mikil að grasið lá í legum og þótti hið besta fóður handa skepnum.) Því var upp- rótið í vatninu fyrir fjórum árum ekki einvörðungu af völdum vinda heldur af því að það kviknaði ekkert mý vegna mengunar. Undanfarin ár hefur það oft heyrst í fréttum að það sé óeðlilega heitt í vatninu í hitum á sumrin og því þurfi gð dýpka vatnið. Ég spurði Parker um þéssa kenningu. Hann sagði að þegar leirlosið hyrfí og engin skán kæmi ofan á vatnið, næði sólarljósið til botns og vatnið hitn- Árni Halldórsson „Tvö vötn eru hér í sveitarhringnum auk Mývatns, Grænavatn og Sandvatn. Bæði þessi vötn hafa verið með sitt lífríki óbreytt frá því sem áður var öll þau ár, sem Mývatn hefur barist fyrir lífi sínu. Því virðist það alveg ljóst að lífríkisdauðinn í Mývatni og Laxá sé af mannavöldum. “ aði óeðlilega mikið. (Sem sagt: ofhiti yatnsins stafaði af mengun.) Þegar ég fer að velta því fyrir mér, sem Carl Parker sagði, ber það nákvæmlega saman við þær lýsingar á ástandi vatnsins, sem ég hef gefið í fjölmiðlum og víðar síðustu tuttugu ár. Þá rennir það óneitanlega stoðum undir þá skoðun að þar sem lífríkis- dauðinn í Mývatni fari saman við aldur Kísiliðjunnar sé ekki um nátt- úrlega sveiflu að ræða. Ég heyrði það oft sagt fyrir daga Kísiliðjunnar að bestu veiðiárin væru eftir köld ár. Hvað hæft er í þessu get ég ekki fullyrt um. Því held ég að sé hæpið að sýna línurit um hita sjávar og staðhæfa svo út frá því um lífrí- kisdauða í Mývatni. Kristján vitnar í viðtal í Þjóðviljanum frá 1959 við Starra í Garði þar sem lýst er veiði- leysi í vatninu. Þetta ár veiddust 47 þús. silungar úr Mývatni — meira en nokkurt síðustu 20 ára. Nú síð- ustu ár er veiðin frá 3-5 þús. silung- ar enda eru þær jarðir, sem byggðu afkomu sína á veiði, að verða erfiðar til ábúðar. Einnig eru bændur, sem búa við Laxá, allt til sjávar, að verða áhyggjufullir og farnir að velta þeim möguleika fyrir sér að hefja mála- ferli á hendur Kísiliðjunni fyrir nátt- úruspjöll og tekjumissi. Þá verður ekki um hundruð milljóna að ræða heldur þúsundir. Kristján heldur því fram að veiði- leysið sé af ofveiði. Þetta datt ýms- um í hug og því var farð að tak- marka sókn í veiðina og vera með friðun. Nú er til dæmis mest allur Syðriflói friðaður fyrir allri veiði allt árið og hefur sú friðun staðið í nokk- ur ár. En það virðist ekki duga neitt sama hvað gert er enda ekki von því ungsilungurinn hefur drepist úr hungri jafnóðum. Það er því engin furða þótt menn séu ekki sáttir við að langbesta bleikjuveiðivatn lands- ins og sú matarkista, sem hefur bjargað Mývetningum og fleirum frá því að svelta í hel á liðnum öldum, skuli nú vera orðið eitt hið lélegasta á landinu. Árið 1978 er mörgum hér minnis- stætt þvi það ár kviknaði enginn mývargur við Laxá og voru engar sagnir um slíkt ástand áður. Sama má segja um síðastliðið sumar. Á þeim tíma, sem vargur átti að vera mestur, lölluðu skepnur um Laxár- bakka án þess að blaka eyra, en ævinlega tryllast skepnur er þær verða varar við varg. Mönnum sem voru að veiða í Laxá þótti skrýtið að það sátu aðeins vargflugur á njól- um og þvíumlíku en höfðust ekki að. Tóku þeir nokkrar flugur og settu undir smásjá. Kom þá í ljós að bitrani flugnanna var vanskapað- ur svo þær gátu ekki bitið. Þetta var þeim mun merkilegra að vargur var með mesta móti við alla læki og ár hér og í nágrenni. Til dæmis á Hólsfjöllum, Möðrudal, einnig í framanverðum Bárðardal, eins frétti ég af óhemju vargi á hálendinu. En paradís vargsins, Laxá, var dauð. Tvö vötn eru hér í sveitar- hringnum auk Mývatns, Grænavatn og Sandvatn. Bæði þessi vötn hafa verið með sitt lífríki óbreytt frá því sem áður var öll þau ár, sem Mý- vatn hefur barist fyrir lífí sínu. Því virðist það alveg ljóst að lífríkisdauð- innn í Mývatni og Laxá sé af manna- völdum. Höfundur er bóndi í Garði í Mývatnssveit. Tannlæknaþjónusta á íslandi fyrr og nú og í nánustu framtíð eftir Sigmjón Benediktsson Tannlækningar á íslandi hafa nokkuð verið milli tannanna á fólki á þessum síðustu og bestu tímum. Kætast menn yfir lækkandi tíðni tannátu og almennt bættri tann- heilsu. Er ánægjulegt til þess að vita að á milli svartsýnisbakkanna hafí menn ennþá hug og þor til að finna og viðurkenna bjartar og góð- ar hliðar á tilverunni. Barátta tann- lækna fyrir betri tannheilsu hefur borið góðan árangur, það góðan að mestu úrtölumönnum fínnst kominn tími til að fínna eitthvað slæmt og gruggugt við tannlækningar og þá sem þeim lækningum sinna. Sykurát og há tíðni tannskemmda hefur verið fylgifískur vestrænna velmegunarþjóðfélaga gegnum tíð- ina. Þrátt fyrir enn aukna sykur- neyslu Islendinga á síðustu árum hefur tannlæknum og sjúklingum þeirra tekist að ná tannskemmda- tíðni niður til jafns við það sem best gerist í öðrum löndum sambærileg- um. Vendipunktur í þeirri baráttu var þátttaka almannatrygginga í tannlækningum árið 1974 og svo fjölgun tannlækna sem hefur verið hlutfallslega miklu meiri en fjölgun þjóðarinnar á síðustu tuttugu árum. Offjölgun tannlækna Tannlæknadeild Háskólans hefur ungað út tannlæknum allan þann tíma sem ljóst var að baráttan gegn Karíusi og Baktusi var að skila mikl- um og góðum árangri. Yfirtann- læknir heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytis bendir réttilega á þessa misvísun í grein í Morgunblað- inu föstudaginn 10. janúar sl. Á sama tíma hefur Lánasjóður náms- manna stutt fjöldan allan af tann- læknanemum til náms í skólum vítt og breitt um heimsbyggðina án til- lits til framtíðar þeirra eða atvinnu- möguleikum á heimaslóð. Er það reyndar orðinn einn af þyngri krossum þessarar þjóðar að of margir leita sérmenntunar og kunnáttu. Menntun á Islandi er orð- in byrði og böl í lasburða þjóðfélagi nútímans á sama tíma og aðrar þjóð- ir telja þann þjóðarauð mestan og „Háskólanum hefur mistekist að ná tengsl- um við raunveruleik- ann í þjóðfélaginu og tannlæknadeildinni væri betur borgið sem endurmenntunarstöð fyrir tannlækna heldur en háskóladeild sem stenst ekki kröfur tímans.“ bestan sem felst í menntun og kunn- áttu þegnanna. Raunin er sú að Tannlæknadeild Háskóla íslands er alls ekki ómiss- andi þáttur í tannlækningum á ís- landi. Háskólanum hefur mistekist að ná tengslum við raunveruleikann í þjóðfélaginu og tannlæknadeildinni væri betur borgið sem endurmennt- unarstöð fyrir tannlækna heldur en háskóladeild sem stenst ekki kröfur tímans. Hugmyndafræði yfirtann- læknis heilbrigðis- ráðuneytis Breytingar eru nú í vændum hvað varðar framkvæmd tannlækninga á Islandi. Svo virðist sem yfirtann- læknir heilbrigðisráðuneytis boði stóraukin umsvif ríkisins í rekstri tannlækninga á Islandi. Ekki á þann veg að ríkið ætli að greiða í auknum mæli niður tannlæknakostnað, held- ur á að lækka hlut almannatrygg- inga í tannlækningum en jafnframt að auka umsvif ríkisrekinna tann- lækninga. Ljóst er, að raunverulegur kostnaður við tannlækningar lækkar ekki um eina krónu við þessar stjóm- valdsaðgerðir, eins og okkur er talin trú um, heldur færast greiðslurnar beint á okkur þegnana. Aukin um- svif ríkisins hljóta þar að auki að kalla á aukin útgjöld, enda er ekki spurt um herkostnaðinn þegar verið er að beijast við tannlækna. Og þá komum við að kjama máls- ins. Af hveiju ætlar ríkið að fara út í rekstur á tannlæknastofum þegar yfirtannlæknir heilbrigðisráðuneytis segir sjálfur að sókn eftir verkefnum Sigurjón Benediktsson sé orðin slík að um hreina ofmeðferð sé að ræða? Reyndar er svarið vitað. Allir þeir góðu menn sem hafa ráðið ferðinni og stjómað tannlækningum hér á landi undanfarin ár hafa ekki hug- mynd um í hvað greiðslur tann- læknatrygginganna hafa farið allan þann tlma sem þær hafa verið rekn- ar. Skólatannlækningar hins opin- bera í Reykjavík, einu ríkisreknu tannlækningarnar á íslandi, hafa hingað til ekki getað gefið upp hversu mörg börn koma á stofur sem eru í eigu og rekstri ríkisins. Tryggingastofnun ríkisins hefur litla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.