Morgunblaðið - 25.01.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.01.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992 9 Aðstoð óskast Vegna veikinda óskast aðstoð ó heimili í Seljahverti í Reykjavík. Vinnutími frá kl. 15.30-20.00 mánudag til fimmtudags. Sjúkraliðamenntun æskileg. Umsóknir, með upplýsingum um aldur, mennt- un og fyrri störf, leggist inn á auglýsinga- deild Morgunblaðsins merktar: „Aðstoó - 14323“ fyrir miðvikudaginn 29. janúar. AIIGNLÆKNIR Hef opnað augnlækningastofu á Laugavegi 24, Rvík. Tímapantanir alla virka daga í síma 91-629733. Gunnar Ás Vilhjálmsson, læknir. Sérgrein: Augnlækningar. Fákskonur Attalfundur kvennadeildar Aðalfundur kvennadeildar verður haldinn mánudaginn 27. janúar og hefst kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Fjölmennum. Kvennadeildin. GEFÐU DOS TIL HJALPAR! Á laugardögum söfnum við einnota umbúðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Hringið í síma 621390 eða 23190 á milli kl. 11.00 og 14.00 og við sækjum. ÞJÓÐÞRIF vx/ 7’ '“ÍSSS* LANDSBJÖRG Dósakúlur um allan bæ. BANDAU0 tSUMXM SdU Kostnaðarleg undir- staða velferðarinnar Það er mikið skrifað og skrafað um vel- ferð þessa dagana. Umræðan snýst ekki um það, hvern veg tryggja megi kostnað- arlega undirstöðu velferðarþáttanna í samfélaginu, með því að efla atvinnulíf og verðmætasköpun. Stjórnarandstaðan heidur umræðunni á einum fleti málsins: viðleitni stjórnvalda til að draga úr hrika- legum ríkissjóðshalla og opinberri lánsfj- áreftirspurn, sem er meginorsök hárra vaxta. Guðmundur Einarsson fjallar m.a. um þetta mál h' Alþýðublaðinu. Velferðar- kerfið tekið í slipp Guðmundur Einarsson segir í grein í Alþýðu- blaðiuu: „Nú reyna andstæð- ingar Alþýðuflokksins og ríkisstjómarinnar að halda fram þeirri firru að verið sé að gera grundvaliarbreytingar á velferðarkerfinu og þær breytingar séu í andstöðu og mótsögn við einhvers konar samkomulag, sem ríkt hafi meðal lands- ; manna um uppbyggingu þess og aðferðir. Þetta er auðvitað arg- asta vitleysa. Það er ekki verið að breyta grundvallar- markmiðum velferðar- innar. Það er hins vegar verið að taka hana í slipp, yfirfara og öxuldraga og skrapa hrúðurkarlana af botninum. Botnhreinsun- in mun auka skriðið á skútunni og bæta hag- kvæmnina. Það er auð- vitað í samræmi við hefð- ir Alþýðubandalagsins og Framsóknar að vifja halda í botnhrúðrið, enda mega þeir flokkar aldrei neitt nýtt sjá. Það er líka verið að spara á öðrum sviðum ríkisrekstrarins til þess einmitt meðal annars að sinna þörfum þess samfé- lags frelsis og jafnréttis sem báðir ríkisstjómar- flokkamir hafa lýst yfir að þeir styðji". Tölvur yfír- dráttardeildar og skuldfærsl- ur á uppvax- andi kynslóð „Þeir, sem harðast beijast gegn þessari end- urskoðun, hafa reyndar margir reynzt velferöar- kerfinu hættulegir. I hvert sinn sem þeim er hleypt til mannaforráða vinna þeir skemmdar- verk. Þegar Steingrímur J. Sigfússon fékk að vera svolitla stund í landbún- aðarráðuneytinu eyddi hann 50 miHjónum í að kaupa gjaldþrota loð- dýrabú af fólki sem hann vorkenndi. Þannig er haim stórtækur í velferð- armálum. Og Steingrímur Her- mannsson eyddi stómm fjárhæðum í að kaupa gjaldþrota flskeldisstöð af mönnum sem haim vorkenndi. Þamiig var hans velferðarhugsjón. Við höfum ekki efni á góðverkum þessara miklu mannvina. Fyrir loðdýrahúsnæði Steingríms J. hefði mátt leysa húsnæðisvanda 10 fjölskyldna eða manna heilan barnaskóla í eitt ár. I hvert skipti sem Alþýðubandalagsmenn í ríkisstjórn tóku upp tékkheftið fóm tölvumar í yfirdráttardeildinni i gang og sendu gula miða inn um bréfalúgur bam- anna okkar. Þeir ætla ævinlega unga fólkinu og ókomnum kynslóðum að axla byrðamar af greiða- semi og atkvæðakaupum þeirra. Þessvegna er falskur hljómur í hörpunni lýá Ólafi Ragnari þegar hann situr eins og gló- andi engill á skýi og spil- ar undir söngimi hjá „vel- ferðarvinunum“ sjálf- skipuðu. Einn daginn brestur harpan og ljúf- lingurinn lokkabjarti fellur niður úr skýjunum og verður metinn af verkum sínum en ekki vængjaslætti". Athugasemd við forustu- grein Hagfræðingur bænda- samtakanna, Gimnlaug- ur A. Júlíusson, gerði nýlega athugasemd við forystugrein Morgun- blaðsins um landbúnað- hm og GATT.Hann segir m.a. í athugasemdinni: „Þetta magn innflutnings sem hér er minnst á, 3% árið 1993 og aukningu upp í 5% árið 1999, er það magn sem flutt yrði til landsins með „Iágmarks eða ipjög litlum tollum" er lagður yrði ofan á heimsmarkaðsverð, eins og segir í samningstexta. Hér er því í raun um að ræða þvingaðan innflutn- ing án álagningar tolla sem einhveiju nemur." Það er rétt þjá hag- fræðingi bændasamtak- anna, að í forustugrein- inni var ekki tekið fram, að þessi 3-5% innflutn- ingur er fyrst og fremst til að tryggja lágmarks innflutning á búvörum, sem enginn eða minni- háttar innflutningur hef- ur verið leyfður á, og hann skal ekki bera nema lágmarks tolla eða enga. Er beðið velvirð- ingar á því, ef það hefur valdið þeim misskilningi lesenda, að innflutningur umfram það magn yrði ekki leyfður. Á innflutn- ing umfram þessi 3-5% er heimilt að leggja jöfn- unargjald, sem lækkar í áföngum á sex ára tima- bili. Aætlað er, að verð- mismunur innlendrar framleiðslu og innfluttr- ar á mikilvægum búvör- um, sem innflutiiiiigur hefur verið baimaður á, mjólkurvömm og flest- uin kjötvömm, geti num- ið að lágmarki 15% í lok þessa sex ára tímabils. Hins ber þó að gæta, að fomstugreinin fjallaði almennt um landbúnað- inn og GATT og við- brögð bændaforustunn- ar, svo og markaðsstöðu íslcnzks landbúnaðar. Fomstugreinhi fjallaði ekki um einstök ákvæði sem snerta landbúnað- inn. Það var gert í frétta- skýringu, sem birtist í blaðinu sama dag. % ~ , §g W'y-' i 1 . ■ ! X'. "L-. SSB Siffí. ” ■■ Allt um ávöxtun á erlendum verðbréfum Opið í Kringlunni í dag á milli kl.10 og 16. Raunávöxtun 1991 Agnar Jón Ágústsson hagfræðingur verður í Kringlunni í dag. Verið velkomin! NORTH AMERICA FAR EAST GLOBAL INTERNATIONAL JAPAN -1,76% 1 -3,22% -5,90% -9,08% 32,63% 19,26% I 16,86% 7,88% I 1,57% CONTINENTAL EUROPE UNITED KiNGDOM NORDIC MEDITERRANEAN -10 10 20 30 <B> VERÐBREFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF. KRINGLUNNI, 103 REYKJAVÍK S. (91) 689700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.