Morgunblaðið - 25.01.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.01.1992, Blaðsíða 20
 ' MORGÚNBLAÐIÐ LÁÚ'gÁRDÁGUR 25. JANÚAR 1992 Tónmenntadagar Ríkisútvarpsins: Unnið við pökkun og frágang fatnaðarins. Fötin sett í gáma. Morgunblaðið/Þorkell Fatasöfnun fyrir Kúrda: Nærfellt 180 tonn af fötum hafa safnast GERT er ráð fyrir að safnast hafi allt að 180 tonn af fatnaði í fatasöfnuninni fyrir Kúrda. Að sögn Jóhannesar Tómassonar, blaðafulltrúa Hjálparstofnunar kirkjunnar, hefur söfnunin gengið ótrúlega vel og hafa margir aðstoðað við hana. Nú þegar hefur eitthvað magn farið af stað til Kaupmannahafnar og í næstu viku fara a.m.k. 16 gámar með skipum og um 10 tonn fara væntan- lega með danskri herflugvél á mánudag. Um 12 tonn af fötum fóru með flugvél danska hersins á fimmtu- dag, sem var á leið til Kaupmanna- hafnar frá Grænlandi. Auk þess hafa Eimskip og Samskip boðist til að flytja nokkra gáma að kostn- aðarlausu og á fimmtudag í næstu viku fer skip Eimskipafélagsins, Bakkafoss, með um átta gáma og sömuleiðis Helgafell, skip Sam- skipa, einnig með átta gáma. Fiskimjölsverksmiðjan og Hrað- frystistöðin í Reykjavík hafa lánað húsnæði í Örfyrirsey, þar sem tek- ið hefur verið við fatnaðinum og gengið frá pökkun hans. Að sögn Jóhannesar Tómassonar er gert ráð fyrir að mestur hluti fatnaðarins verði kominn á leiðar- enda í vikunni 10.-15. febrúar en hjálparstofnun dönsku kirkjunnar sér um að keyrt verður með hann frá Kaupmannahöfn til fjallasvæða í norðurhluta íraks, þar sem Kúrd- arnir halda sig. Hann segir að þrátt fyrir alla þá aðstoð sem fólk og fyrirtæki hafí veitt, nemi kostnaður við þessa söfnun a.m.k. hundruðum þúsunda króna en enn sé ekki séð fyrir um nákvæma upphæð. Þeir sem vilja aðstoða við pökkun og frágang fatnaðarins geta gefið sig fram í húsi Slysavarnafélags íslands í dag frá kl. 10. Tónleikum verður útvarp- að beint til tuttugu landa Morgunblaðið/Sverrir Frá vinstri Guðmundur Emilsson, sem séð hefur um yfirstjórn og skipulag Tónmenntadaga Ríkisútvarpsins, og Kristinn J. Níelsson, sem séð hefur um framkvæmastjórn hátíðarinnar. TÓNMENNTADAGAR Ríkisút- varpsins er heiti tónlistarhátíðar sem Ríkisútvarpið efnir til dag- ana 10.-15. febrúar næstkom- andi. Tilgangur tónmenntadag- anna er að styrkja vitund fólks um tónlistarstarf bæði á Islandi sem og annars staðar. Tón- menntadagarnir hefast á tónleik- um í Hallgrímskirkju og verður þeim útvarpað beint til um tutt- ugu landa í Evrópu og er þetta jafnframt í fyrsta skipti sem Rík- isútvarpið sendir út tónleika beint um gervitungl til annarra landa. Tónleikarnir í Hallgrímskirkju verða mánudaginn 10. febrúar kl. 19.30. Á efnisskrá eru bæði gömul og ný íslensk verk og saga íslenskr- ar tónlistar rakin. Um 500 listamenn taka þátt í tónleikunum og má þar nefna Sinfóníuhljómsveit íslands, Mótettukór Hallgrímskirkju, Hamrahlíðakórinn, Kór Langholts- kirkju, Kór Öldutúnsskóla, Karlakór Reykjavíkur og Karlakórinn Fóst- bræður auk einsöngvaranna Berg- þórs Pálssonar, Sigurðar Bragason- ar og Mörtu Halldórsdóttur. Aðeins verða seldir 500 miðar á tónleikanna. Fræðimenn á ýmsum sviðum tón- listar koma hingað til lands í tengsl- um við Tónmenntadagana og verða með fyrirlestra sem útvarpað verður í þættinum Tónmenntir sem eru á dagskrá á laugardögum kl. 15 á Rás 1. Auk þess verða íslenskir fræði- menn með fyrirlestra í Útvarpshús- inu á hveijum degi hátíðarinnar og einnig verður opið hús þar sem ís- lenskir og útlendir gestir taka þátt í pallborðsumræðum og verður þessu hvoru tveggja útvarpað síðar. Opnir tónleikar verða í Útvarps- húsinu fimmtudaginn 12. febrúar og þar koma fram Kolbeinn Bjarna- son, flautuleikari, og Páll Eyjólfsson, gítarleikari. Alla daga hátíðarinnar verða opnar tvær sýningar í Út- varpshúsinu, annars vegar tónminja- sýning og hins vegar hljóðritasýning. Að sögn Guðmundar Emiissonar, sem séð hefur um skipulag og yfir- stjóm hátíðarinnar, hefur undirbún- ingur tekið um tvö ár. Hann segir að áhersla verði lögð á tónlist, sem hafi mikla þýðingu fyrir samfélagið, en hafi ekki náð heimsathygli. Eignasamlag Draupnissjóðsins og Vogunar sf: Sérstaklega stofn- að vegna Nýherja STÆRSTI hluthafinn í Nýherja, nýstofnuðu hlutafélagi um rekstur IBM á íslandi og Skrifstofuvéla hf., er Eignasamlag Draupnissjóðsins og Vogunar sf. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær er hlutur Eignasamlagsins 35% eða 70 milljónir króna þar sem hlutafé Nýheija er 200 milljónir. Þar af Ieggur Draupnissjóðurinn hf. fram 40 milljón- ir og Vogun hf. 30 milljónir. Að sögn Árna Vilhjálmssonar, sem situr í stjóm Nýheija fyrir hönd Eignasamlags Draupnissjóðsins og Vogunar, var það eingöngu myndað vegna þátttöku þessara tveggja félaga í Nýheija. Þau kæmu þannig fram sem einn aðili gagnvart hinu nýja fyrirtæki og hefðu meiri áhrif en ella sem stærsti hluthafinn. IBM í Danmörku er næst stærsti hluthafi I Nýheija með 30% hlutafj- ár. Þess má geta að ef IBM væri stærsti hluthafi Nýheija yrði rekstur fyrirtækisins tekinn inn í samstæðu- reikning IBM á heimsvísu. Morgunblaðið/Sverrir Björn Emilsson, upptökustjóri, ásamt aðstoðarmönnum sínum í gær. Eurovisionsöngvakeppnin: Valið úr 9 lögnm UPPTOKUR á þeim lögum sem valið verður úr í Eurovision söngva- keppnina í Málmö í Svíþjóð í vor hófust í Sjónvarpinu í gær. Upphaf- lega átti að velja úr 10 lögum en Björn EmUsson, sem sér um upptök- ur laganna, átti eitt þeirra og dró það til baka. Því keppa aðeins 9 lög til úrslita. Dómnefndin valdi 10 lög úr 150 innsendum lögum en það er svipað- ur fjöldi og í fyrra. Bjöm Emilsson, upptökustjóri hjá Sjónvarpinu, sendi eitt útvöldu laganna í keppn- ina. Hann sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki hafa ætlað að stjórna upptökum á lögunum þegar hann sendi inn sitt eigið lagið en þegar svo hefði hins vegar farið hefði hann dregið lagið til baka. Fyrstu 5 lögin verða kynnt í Sjón- varpinu 4. febrúar en þau 4 sem eftir verða 14. febrúar. Jafnframt verða lögin kynnt í Sjónvarpinu þijú og þijú saman 18., 19., og 20. febrúar strax að loknum fréttum. Samsent verður með Rás 2 en þar verða lögin einnig kynnt sérstak- lega. Framlag íslendinga til Euro- vision keppninnar verðu valið í beinni útsendingu 22. febrúar. Þátt- urinn verður einnig samsendur á Rás 2. Höfundur eða höfundar sig- urlagsins fá í sinn hlut, verðlauna- grip sem Sjónvarpið hefur sérstak- lega látið gera að þessu tilefni, 200.000 kr. peningaverðlaun, 300.000 kr. til þess að undirbúa lagið fyrir lokakeppnina og ferð til Malmö í Svíþjóð til þess að fylgjast með keppninni. Flytjendur laganna em Arnar Freyr Gunnarsson, Bjarni Arason, Karl Örvarsson, Helga Möller, Margrét Eir Hjartardóttir, Gylfi Hilmarsson, Sigurður Guðrún Gunnarsdóttir, Björgvin Halldórs- son, Grétar Örvarsson, Sigríður Beinteinsdóttir. Um bakraddir sjá Eva Ásrún Albertsdóttir, Erna Þór- arinsdóttir og Eyjólfur Kristjáns- son. Jón Ólafsson stjórnar hljóm- sveitinni og er formaður dómnefnd- ar. Vegarlagning vegna HvaJfjarðarganga: Andstaða íbúanna - segir Anton Ottesen Innri-Akraneshreppi ANTON Ottesen, oddviti Innri-Akraneshrepps, lýsir furðu sinni yfir því að fyrirhuguð lagning vegar vestan Akrafjalls I tengslum við Hvalfjarðargöng hafi ekki venð rs ir að vegagerð yfír jarðir bænda andstöðu íbúanna. „íbúamir almennt eru ekki sáttir við gífurlega aukningu umferðar vestan Akrafjalls. Þannig hagar til að hér er mjög þéttbýlt og lönd jarða ná almennt frá sjó til fjallsins. Þessi framkvæmd myndi kljúfa mikið lönd manna og fara sumstaðar óþægilega nálægt byggð,“ sagði Anton. Hann sagði að íbúamir litu á þetta sem algera röskun við sína hagi. „Þetta mun mæta harðri og samstæðri and- stöðu íbúanna." Hann sagði að íbúar hreppsins d við hreppsnefndina. Hann seg- þessu svæði muni mæta harðri *•» vildu að innri leiðin yrði valin fyrir Hvalfjarðargöng, ekki Hnausaskers- leið sem ákveðið hefur verið að fara. „Við tökum afstöðu til þessa máls þegar beiðni berst hreppsnefndinni. Það getur ekkert félag ætlað sér að koma upp úr jörðinni hér í sveitinni án þess að málið gangi rétta leið,“ sagði Anton. Fjöldi manns í Innri-Akranes- hrepp hefur, að sögn Antons, skrifað undir mótmælaskjal gegn fyrirhug- aðri vegarlagningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.