Morgunblaðið - 25.01.1992, Side 18

Morgunblaðið - 25.01.1992, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992 Ráðstefna um vegasamgöngur á höfuðborgarsvæðinu: Tekjur ríkisins af bílakaup- um og umferð 16 milljarðar Morgunblaðið/Sverrir Frá fundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, þar sem fjallað var um vegasamgöngur á höfuð- borgarsvæðinu. Á RÁÐSTEFNU Samtaka sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu um vegasamgöngur, sem haldin var fyrir nokkru, var rætt um þjóð- vegi í þéttbýli, umferðarástand og slysahættu, uppbyggingu stofn- brauta á höfuðborgarsvæðinu í framtíðinni, nauðsyn á samræm- ingu á skipulagsvinnu við aðal- gatnakerfið, almenningssamgöng- ur og loks var stefna sveitarfélag- anna rædd. Fram kom að tekjur ríkisins af bílakaupum og umferð voru 16 milljarðar á siðasta ári. Að sögn Stefáns Hermannssonar aðstoðarborgarverkfræðings er áætlaður kostnaður við Ósabraut yfir Elliðavog einn milljarður og kostnaður vegna breikkunar á Vesturlandsvegi er um 800 miHj- ónir. I máli Jónasar Egilssonar, fram- kvæmdastjóra Samtaka sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu, kom fram að tekjur ríkisins af bílakaupum og bílaumferð á árinu 1990 hafí ver- ið um 12,5 milljarðar og um 16 millj- arðar á síðasta ári. Sagði hann að á árinu 1990 hafí verið varið tæpum 4,7 milljörðum til vegamála. Þar af var liðlega 2 milljörðum varið til nýrra þjóðvega, 225 milljónum til vega í kaupstöðum, 40 milljónum til fjallvega og að auki 145 milljónum til brúargerðar. Til viðhalds eldri vega fóru 1.800 milljónir og um 250 milljónir í yfirstjóm. Af 12,5 millj- arða tekjum ríkisins af bílum og bí- laumferð árið 1990 hélt ríkið því eftir um 8 milljörðum umfram út- gjöld til vegamála. Samkvæmt vegalögum á framlag ríkisins til þjóðvega í þéttbýli að nema 12,5% af tekjum ríkissjóðs vegna vegamála. Jónas sagði, að árið 1990 hafi sú fjárhæð verið skert verulega sem bitnaði sérstaklega á stærri sveitarfélögunum á höfuð- borgarsvæðinu. „Hlutur suðvestur- homs landsins, þ.e. höfuðborgar- svæðisins og Suðurnesja, í því fjár- magni sem veitt hefur verið á ári hverju til nýframkvæmda í vegamál- um, hefur farið stöðugt minnkandi frá árinu 1965. Það ár náðu fram- kvæmdir á þessu svæði hámarki vegna lagningar Reykjanesbrautar. Hlutur svæðisins það ár í heildarfjár- veitingum til nýframkvæmda var 52,3%,“ sagði Jónas. Höfn í Hornafirði: Tekjuaf- g’angur bæjarsjóðs 71 milljón REKSTRARAFGANGUR fjár- hagsáætlunar bæjarsjóðs Hafnar í Hornafirði er 71.017.000 krónur, sem er 37,1% af tekjum. Gert er ráð fyrir að fjárfest verði fyrir 47.364.000 krónur, en afgang- inum, 23.653.000 krónum, verði ekki ráðstafað, heldur verði hann geymdur til síðari tíma. „Þetta er m.a. gert,“ segir í frétt frá bæjarskrifstofunum á Höfn, „vegna óvissu í þjóðfélaginu, en einn- ig til þess að mæta ófyrirsjáanlegum stórum verkefnum." Helsta verkefnið á árinu 1992 er að fylla í væntanlegt bygginga- svæði, svokallað Leirusvæði, en skortur er á byggingalóðum. Sam- tals gerir fjárhagsáætlun bæjarsjóðs ráð fyrir 191.250.000 króna skatt- tekjum og svipuðum álögum og á síðastliðnu ári. Heildargjöld bæjar- sjóðs eru hins vegar áætlaðar 120.233.000 krónuroger þar stærsti liðurinn fræðslumál, sem í fara sam- tals unj 29 milljónir. Hann sagði ennfremur að reynslan sýndi að fækka mætti slysum um 10-15% með minniháttar úrbótum á umferðarmannvirkjum og að bætt mannvirki gætu sparað þjóðfélaginu 300 til 400 milljónir króna á ári. „Reykjanessvæðið, og þá fyrst og fremst höfuðborgarsvæðið, hefur verið sérstaklega útundan í fjárveit- ingum til nýframkvæmda í vegamál- um á sl. 30 árum. Þessar fjárveiting- ar hafa farið hlutfallslega minnk- andi, þrátt fyrir að íbúum á svæðinu hefur fjölgað um 30% á þessu tíma- bili og að umferðin hafi u.þ.b. fímm- faldast.“ Stefán Hermannsson aðstoðar- borgarverkfræðingur sagði að til skamms tíma hafi framlög úr vega- sjóði til framkvæmda og viðhalds þjóðvega í Reykjavík verið innan við 100 milljónir á ári en nú væri svo komið að eingöngu rekstur og við- hald þjóðveganna í. borginni næmi um 140 milljónum á ári. Á síðastliðn- um áratug hafi safnast upp rúmur milljarður í inneign borgarsjóðs hjá Vegasjóði en samkomulag er um að ríkið endurgreiði mismuninn á 8 árum. Vegaáætlun gerði ráð fyrir misskiptum greiðslum milli ára og veldur sú ráðstöfun áhyggjum, þar sem mörg og stór verkefni bíða úr- lausnar. Ekki bætir úr skák að í mörgum tilfellum hefur kostnaður verið vanmetinn og eru nýrri áætlan- ir mun hærri en tillögur vinnuhóps um vegakerfi á höfuðborgarsvæðinu byggði á árið 1985. Nærtækustu dæmin væru Ósa- braut og breikkun Vesturlandsvegar, þar sem umferðin hefur þrefaldast á sama tíma og almenn umferðaraukn- ing í borginni er 60%. Pjárveiting til þessara verkefna á árinu er eingöngu til hönnunar en eindregið hefur verið óskað eftir að hægt verði að hefja framkvæmdir við Osabraut á þessu ári. Heildarkostnaður við Ósabraut er nú áætlaður nálægt einum millj- arði og kostnaður við breikkun Vesturlandsvegar rúmar 800 milljón- Dr. Guðrún P. Helgadóttir. Dr. Guðrún P. Helgadótt- ir sjötug Dr. Guðrún P. Helgadóttir, fyrrum skólastjóri Kvennaskól- ans í Reykjavík, verður sjötug hinn 19. apríl næstkomandi. Af því tilefni hafa nokkrir fyrrver- andi nemendur hennar, vinir og samstarfsmenn, ákveðið að gefa ót úrval úr ritum hennar, ræðum, ljóðum og fyrirlestrum. Þeim sem vildu skrá sig á heilla- óskaskrá og eignast bókina er boðið að hafa samband við skrif- stofu Kvennskólans í Reylqavík, en þar eru veittar allar nánari upplýsingar. ir. Mátar einhver tölvuna? ____________Skák Margeir Pétursson SKÁKTÖLVUR voru í fyrstu aðeins leikföng sem reyndir skákmenn hlógu að, en með auk- inni tækni í forritasmíð og tölvu- búnaði hafa þær stöðugt náð að færa sig upp á skaftið. Nú eru jafnvel komin á almennan mark- að forrit sem hafa í fullu tré við stórmeistara í hraðskákum og hafa einnig náð að leggja þá að velli á mótum með fullum um- hugsunartíma. í dag munu fjöl- margir skákmenn spreyta sig gegn einu nýjasta forritinu á markaðnum, M-Chess, sem er heimsmeistari PC-tölva. Þessum óveiyulega viðburði hefur verið gefið nafnið „Áskorun tölvunn- ar“ og fer hann fram í félags- heimili Taflfélags Reylqavíkur í Faxafeni 12. Keppendur byija að æfa sig á tölvumar kl. 12, en keppnin sjálf stendur yfir á milli 14 og 18. Styrkleiki M-Chess-forritsins fer mjög eftir því á hversu öflugri tölvu það er keyrt. í keppninni í dag eru notaðar geysifljótvirkar Silicon Valley-tölvur með 486 örgjörva og 33ja Mhz. klukkutíðni. Á slíkri tölvu ætti styrkleiki forritsins að jafngilda u.þ.b. 2.350 alþjóðlegum Elo-stigum. Á algengum einkatölv- um með 286 örgjörva og 12 Mhz. klukkutíðni er styrkleikinn hins vegar talinn vera 2.100 stig. Forritum fyrir einkatölvur á borð við M-Chess má ekki rugla saman við forrit sem eru svo viðamikil að þau er aðeins hægt að nota á ofurt- ölvum. Af þeim er „Deep Thought“ forrit í eigu IBM frægast, en það hefur att kappi við bæði Kasparov og Karpov. í nóvemberhefti banda- ríska vísindaritsins Scientific American er haft eftir forriturum Deep Thought að á þessu ári muni þeir senda frá sér nýja og endur- bætta útgáfu þess, sem muni setja punktinn aftan við yfírburði mann- legrar greindar á skáksviðinu. Hinn aldni fyrrum heimsmeistari og rafeindaverkfræðingur Mikhail Botvinnik er einnig bjartsýnn á möguleika tölvanna. Botvinnik varð áttræður á síðasta ári og var á sín- um tíma einn frumkvöðlanna á sviði skákforrita. Á blaðamannafundi eftir stórmótið í Reggio Emilia um áramótin sagði Botvinnik að næsti heimsmeistari á eftir Kasparov yrði tölva. Sumir skákmeistarar eru reynd- ar þegar famir að velta fyrir sér þeirri stöðu sem kemur upp þegar og ef koma fram ‘forrit sem geta sigrað alla menn af holdi og blóði. Það gætir þó lítillar svartsýni í þeirri umfjöllun, flestir telja einmitt að tölvumar muni einfaldlega auka fjölbreytni skáklistarinnar enn frekar. Nú þegar em tölvufyrirtæki farin að greiða stórfé til að fá þátttöku- réttindi fyrir forrit sín á mótum með öflugum meisturum. Sú stefna er ráðandi á meðal stórmeistara að tefla ekki gegn tölvum nema fyrir ríflega þóknun. Þátttaka tölvanna verður því vafalaust til að hækka mjög verðlaunafé á mótum. Þess má reyndar geta að á ári hveiju er mun meira fé eytt í tölvuskák en í mannlega skák. Ljóst er að það tölvufyrirtæki sem smíðar vopn sem fellir heimsmeistarann fær með því ómetanlega auglýsingu. Einnig þykir tölvuskákin frábært tæki til að þróa hina svonefndu gervigreind (áður fyrr köllu skákmenn þetta gerviheimsku) og bera hana saman við þá mannlegu. Því má slá föstu að eftir að „tölvustórmeistarar" sjá dagsins ljós muni ýmsir skákmenn fara að sérhæfa sig í að mæta.tölvunum og bæta þannig árangur sinn gegn þeim. Það eru nefnilega allt önnur sjónarmið sem hafa þarf í huga gegn þeim en gegn mennskum mönnum. Fyrst og fremst það að tölvum verða aldrei á mistök í út- reikningum og þær leika aldrei af sér liði. Veikleiki þeirra liggur hins vegar á sviði herfræði og gegn þeim ber því að tefla rólega og forð- ast miklar flækjur. Með þetta að leiðarljósi ætti einhver þeirra sem hefur tekið áskorun tölvunnar að geta sigrað hana í dag en það eru þó allar líkur á því að þeir verði sárafáir. Þar sem tefldar eru stutt- ar skákir njóta tölvurnar enn frekar hraða síns í útreikningum. Fram að þessu hafa fremstu skákmenn íslands aðeins haft tölv- ur í þjónustu sinni til að keyra á þau gagnabankaforrit. Tölvufyrir- tæki hér hafa verið sérlega hjálpleg og geta menn nú flett upp í tugum og hundruðum þúsunda skáka á örskömmum tíma í leit að andstæð- ingum og byijunum. Nú má hins vegar vænta þess að það verði þáttur í undirbúningi fyrir næsta Ólympíumót að landslið íslands tefli við og leiti ráða hjá M-Chess-forritinu. Ljóst er að slík forrit geta við fræðirannsóknir sparað mikinn tíma við mat á stöð- um sem kalla meira á hreina út- reikninga en stöðumat. Hinn kunni bandaríski stórmeist- ari Larry Christiansen gerði þau mistök gegn M-Chess að ætla að snúa á forritið í flækjum. Það reyndist algjör ofjarl hans í útreikn- ingum og Larry fékk slæman skell. Skákin var tefld á móti hollenska tryggingafélagsins Aegon í fyrra: Hvítt: M-Chess Svart: Larry Christiansen Enski leikurinn 1. c4 - c5 2. Rc3 - Rf6 3. Rf3 - Rc6 4. g3 - Rd4 5. Rxe5 Fáir meistarar leggja í að þiggja þessa þekktu peðsfórn, en M-Chess telur sig komast upp með það. 5. - De7 6. f4 6. Rd3 — Rf3 væri heldur aula- legt mát. 6. - d6 7. Rf3 - Bf6 8. Rb4 - c6 9. d3 - d5 10. a3 - a5 11. Rc2 — Rxc2+ 12. Dxc2 — dxc4 13. e4 - 0-0-0?! Eftir nokkuð vel heppnaða byij- un má Christiansen allvel við una, en fer nú að tefla of glæfralega. Til greina kom nú að undirbúa stutthrókun með 13. — g6 og síðan Bg7. 14. Be3 — cxd3 15. Bxd3 , Nú vonast svartur eftir 16. Bxe4 — Rxe4 17. Dxe4 — Dxe4 18. Rxe4 — He8 og hann vinnur mann- inn til baka með unnu endatafli. En þótt þessi staða gæti vafíst fyr- ir mörgum skákmönnum reiknar tölvuforritið strax út beztu leiðina: 16. Rxe4 - Rxe4 17. 0-0-0! - f5 18. Bb6! Þessi biskup er fleinn í holdi svarts. Vegna vandræðalegrar stöðu svörtu drottningarinnar kom- ast Hh8 og Bf8 ekki í spilið og Christiansen á við ofurefli að etja. 18. - Hd6 19. Hhel - Dd7 20. Bxe4 — fxe4 21. Dxe4 — Be7 22. De5! Þetta er ennþá sterkara en 22. Bc5 sem vinnur skiptamun. 22. - c5 23. Dxg7 Það er auðvitað borin von að M-Chess falli í gildruna 23. Dxc5? — Hc6 24. Hxd7 — Bxc5 sem snýr taflinu við. 23. - Bf6 24. Dxd7+ - Hxd7 25. Bxa5 og með tvö peð yfír vann M-Chess um síðir. Það var þó ekki fyrr en í 80. leik að Christiansen sá sig knúinn til að gefast upp. E.t.v. hefur hann teflt svo lengi áfram af því að mörg eldri forritin tefldu endatöfl mjög illa ef þau gátu ekki reiknað þau til botns.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.