Morgunblaðið - 25.01.1992, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 25.01.1992, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANpAR 1992 37 aðdáendur. Hann þreyttist aldrei á að spyija kokkana í eldhúsinu, þess- um skrítna ævintýraheimi, út í allar stóru sleifarnar, ausurnar, pottana og pönnurnar. Þetta var allt of stórt í augum tveggja ára snáða. Hann mundi líka ennþá eftir því þegar einn af lögregluþjónum staðarins gaf honum 50 krónur. Þetta var sko ekkert venjulegur peningur heldur löggupeningur og bláu eugun ljóm- uðu. Eins höfum við oft talað um þegar hann lítill, pissaði í veskið hennar frænku sinnar sem var auð- vita fyrirgefið á stundinni. Óli Hjörtur fæddist 1. mars 1973. Hann var fyrsta barn foreldra sinna sem eru Sigurður Stefán Ólafsson og Jóhanna Guðbrandsdóttir. Systkini hans eru Eyjólfur Rúnar, Guðbjörg og Sandra Sif. Þegar hann var 7 ára gamall flutti fjöikyldan til Stykkishólms þar sem þau búa enn. Eins og al- gengt er með börn þá undi hann sér vel í þessu nýja litla samfélagi, eignaðist góða vini og vinkonur. Þeir voru ekki mjög háir í loftinu félagarnir þegar byijað var að lemja á heimatilbúin hljóðfæri og þeir ákveðnir í að stofna hljómsveit. Árin liðu og hljómsveitin varð að veruleika. Hún hlaut nafnið Busarn- ir og meðlimir hennar urðu mjög nánir vinir sem hefur best komið í ljós í veikindum Óla Hjartar. í ágúst þegar Óli Hjörtur var 14 ára gamall greindist hann með hvít- blæði. I tvö ár gekk hann í gegnum erfiða lyfjameðferð sem gekk von- um framar. Bjartsýnin var ríkjandi. Á þessum tíma stundaði hann nám eftir bestu getu og með dug og vilja gat hann fylgt sínum jafnöldrum eftir. Ári síðar kom annað reiðar- slag. Sjúkdómurinn hafði tekið sig upp aftur og eftir nokkurra mánaða lyfjagjöf var ákveðið að hann færi í mergskipti til Svíþjóðar. Bróðir hans, Eyjólfur, gat gefið honum þann merg sem þurfti. I mars héldu foreldrarnir ásamt sonum til Sví- þjóðar og nú fór í hönd 3 mánaða erfitt tímabil. Eins og endranær voru þau öll ótrúlega sterk. Um miðjan júní kom glöð ijölskylda heim frá Svíþjóð. Þeim var vel fagn- að því að þetta var mjög stór áfangi. Meðferðin hafði gengið vel. Sumarið leið og Óli Hjörtur naut þess að vera í Hólminum hjá unn- ustu sinni, Særúnu, fjölskyldunni og vinum. Hljómsveitin Busarnir enn í fullu fjöri og nú var æft vikum saman því að framundan var versl- unarmannahelgin og áttu þeir að spila 3 árið í röð á Galtalæk. Það gerðu þeir með pomp og prakt. En þegar hausta tók þá haustaði líka í lífi Óla Hjartar. Sjúkdómurinn var enn á ný kominn á kreik. Fjöl- skyldan í sinni samheldni hófst handa á ný við að beijast fyrir lífi unga mannsins. Við sem stöndum hjá með heilbrigðan líkama þökkum það sennilega aldrei nógsamlega hvað við erum lánsöm. Að horfa á elskulegan frænda sem sýndi svo mikinn þroska og þrautseigju í sín- um veikindum hefur kennt mér margt sem ég ætla að muna. Ég bið Guð að geyma hann í nýjum heimkynnum. Við eigum eft- ir að hittast síðar. Elsku Stebbi, Jóhanna, Særún, Eyjólfur Rúnar, Guðbjörg og Sandra Sif, þið eigið alla mína sam- úð. Minningin um Óla Hjört mun lifa með okkur. Lína. Enn einu sinni hefur maðurinn með ljáinn borið niður þar sem síst skyldi og víst er að sá slyngi sláttu- maður spyr ekki um tíma og rúm þegar hann reiðir til höggs. Þann 18. janúar sl. laut ungur vinur okk- ar, Ólafur Hjörtur Stefánsson, í lægra haldi eftir liðlega fjögurra ára hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Óli, eins og hann var jafn- an kallaður, var elstur fjögurra barna hjónanna Jóhönnu Guð- brandsdóttur og Ste.fáns Ólafssonar og hefði orðið 19 ára í mars ef honum hefði enst aldur til. Fundum okkar Óla bar fyrst saman þegar ég starfaði sem hjúkrunarfræðing- ur á barnadeild Landsþítalans sum- arið 1987. Þrátt fyrir erfiðar kring- umstæður sá ég strax að þar fór einstaklega jákvæður, lífsglaður og efnilegur unglingur. Á því fékk ég enn frekari staðfestingu eftir að ég flutti ásamt fjölskyldu minni til Stykkishólms og varð nágranni Óla og fjölskyldu hans. Þegar ég kveð þennan unga og kjarkmikla dreng er mér efst í huga einstakir mannkostir hans. Á þeim fjórum árum sem ég fékk að njóta samvista við hann var hann allan tímann sjúkur af krabbameini en fylgifiskur þess illvíga sjúkdóms er óneitanlega hin nagandi óvissa um hvað framtíðin ber í skauti sér. Og sannarlega skiptust á skin og skúr- ir í lífi Óla og fjölskyldu hans þenn- an tíma. En hinn ungi og dugmikli vinur minn var ekki á því að láta veikindin skyggja á líf sitt. Öðru nær. Frá fyrsta degi var hann ákveðinn í að beijast til þrautar og hvika hvergi. Um það vitnaði starfs- orka hans og lífsgleði svo eft'r var tekið. Eins og títt er um unglinga var hann orkukmikill og starfssam- ur og tók virkan þátt í öllu því sem hugurinn bauð hveiju sinni. Þrátt fyrir erfíð áföll sem dundu yfír á þessu tímabili gerði han áætlanir um framtíðina og var eftir sem áður hrókur alls fagnaðar meðal vina og fjölskyldu. Þegar halla tók undan fæti sl. haust og ljóst var þrek hans færi minnkandi var að- dáunarvert hversu dugmikil og kjarkaður hann var. Hann var stað- ráðinn í að halda fyrirætlunum sín- um og áformum til streitu. Til marks um elju þessa unga manns má geta þess að fjársjúkur lék hann með hljómsveit sinni á dansleik hér í Stykkishólmi á nýrásnótt. Það hafði hann ákveðið að gera og við það stóð hann. í huga hans var uppgjöf ekki til. Vorkunnsemi var honumi síst að skapi enda taldi hann sig enga þörf hafa á slíku. Um- hyggja hans beindist fremur að líð- an annarra. Óli var einstakur drengur sem ekki verður lýst nema að litlu leyti með fátæklegum kveðjuorðum. Hann var óvenju þroskaður og vilja- sterkur og gaf miklu meira til ann- arra en hann þáði. Sjálf hef ég lært margt af kynnum okkar þann stutta tíma sem við þekktumst og eftir á að hyggja er fyrst og fremst þakklæti í huga mínum. Þakklæti fyrir þau forréttindi að hann skyldi miðla okkur af mannkostum sínum og lífsspeki. Sem samstæð heild stóð fjölskyldan sem klettur við bak hans og studdi hann með ráðum og dáð. Til marks um það má geta þess að foreldrar Óla voru upphafs- menn að stofnun styrktarfélags krabbameinsveikra barna og eru þar bæði stjórnarmann. Þau hafa lagt af mörkum ómetanlegt starf í þágu sonar síns og annarra barna sem ganga í gegnum hliðstæða lífs- reynslu. Það er von mín að stjórn- völd þessa lands sýni minningu þessa ljúfa og lífsglaða drengs þann sóma, að hlúa að málefnum þess félagsskapar og hraði byggingu nýs barnaspítala sem kostur er. Með ótímabæru fráfalli ungs drengs í blóma lífsins er skarð fyr- ir skildi. Með honum er fallið enn eitt lífsblómið sem var rétt að byija að blómstra. Við sem eftir sitjum yljum okkur við minningar um ein- stakan dreng sem sannarlega var fremstur meðal jafningja. Guð blessi minningu Ólafs Hjartar Stef- ánssonar. María Davíðsdóttir. „Er sárasta sorg okkar mætir og söknuður huga vorn grætir, þá líður sem leiftur úr skýjum Ijósgeisli af minningum hlýjum." (Hallgrímur I. Hallgnms.) Þessi orð koma upp í hugann núna þegar ég horfi á eftir unnusta mínum og besta vini hverfa á vit æðri heima. Það er sárt til þess að vita að svona ungur og lífsglaður maður sé kallaður á brott, langt fyrir aldur fram, eftir að hafa barist af miklum krafti í fjögur og hálft ár við þenn- an erfíðan sjúkdóm sem hann fyrir rest varð að gefast upp fyrir. Óli var sannkallaður sólargeisli sem mun halda áfram að skína og ylja okkur sem eftir lifum og áttum því láni að fagna að fá að kynnast honum. Ég var svo heppin að fá að eyða með honum seinustu tveimur árun- um sem hann lifði og áttum vð yndislegar stundir saman. Ég sé fyrir mér, okkur tvö í labbitúrum um nágrenni Stykkishólms, sjálfum okkur nóg, hann spilandi fyrir mig á gítarinn, en tónlistin var hans líf og yndi og hljómsveitin hans „Bus- arnir“ stóð honum mjög nærri, við tvö í bíltúr í nýja bílnum hans, sem hann var svo stoltur af, hann geisl- andi af gleði þrátt fyrir allt það mótlæti sem hann mátti þola. Þetta hefur kennt mér mikið og hugsuninni um fallega brosið hans sem náði svo skemmtilega til himin- blárra augnanna, mun ég aldrei gleyma. Það er svona sem ég ætla að minnast hans í framtíðinni, en gleyma hinu, löngum sjúkrahúsleg- um í baráttunni við alls konar kvilla sem eru fylgifiskur sjúkdómsins eða erfiðar iyfjagjafir sem tilheyra sjúk- dómsmeðferðinni sjálfri, langri og erfíðri sjúkdómsmeðferð í Svíþjóð á síðasta ári og nú síðast erfiðustu göngunni, þegar vitað var að lækn- ing yrði sennilega ekki fengin og líkaminn loks varð að gefa sig þrátt fyrir af lífsviljanum væri hvergi brugðið. Oli barðist hetjulega, eins og honum einum er lagið, fram á síð- asta dag og trúði því að hann myndi sigra að lokum, en þegar kallið kom sýndi hann ótrúlegan styrk og var sáttur við sín örlög. Hann fékk hægt og fallegt andlát og hefur örugglega átt góða heimkomu. Það er mér huggun harmi gegn að nú hefur Óli verið leystur frá kvölunum sem undir það síðasta voru honum nánast óbærilegar en við sem eftir stöndum eru harmi slegin og biðjum algóðan Guð mun að styrkja okkur í sorginni. Elsku Jóhar.na, Stebbi, Eyfí, Guðbjörg og Sandra. Ég og íjöl- skylda mín vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu elskulegs drengs, hún mun lifa. Særún Sigurðardóttir. Augasteinn vorsins, lambagrasið litla, löngum í draumi sá ég þig í vetur. Guði sé lof, að líf þitt blómstrar aftur, líkt þeirri von, sem aldrei dáið getur. (Jóhannes úr Kötl- um) Ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið að kynnast Óla. Hann gaf mér mikið og minning um hann mun ætíð eiga hlut af mínu hjarta. Elsku Jóhanna, Stefán, Eyjólfur, Guðbjörg, Sandra og Særún, ég bið Guð að styrkja ykkur í’þessari miklu sorg og söknuði. Vibeke. Fleirí minningnrgreinar uni Ólaf H. Stefánsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. t Systir okkar, MÁLFRÍÐUR S. GERAGTHY, 100771, DahlAve., Chisago City, Minnesota, lést 21. janúar. Kristín Sigurbjörnsdóttir, Margrét Olly Sigurbjörnsdóttir. t Maðurinn minn, AÐALSTEINN HALLGRÍMSSON, Hraunbæ 42, Reykjavík, andaðist í Borgarspftalanum fimmtudaginn 23. janúar. Sigurbjörg Ragnarsdóttir. t SIGURLAUG KRISTJÁNSDÓTTIR, Dalbraut 27, Reykjavík, lést á heimili sínu 22. þ.m. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju miðvikudaginn 29. janúar kl. 15.00. Aðstandendur. + Elskulegur faðir okkar og fósturbróðir, JÓN MÁR GESTSSON, Hringbraut 119, Reykjavík, andaðist 22. janúar. Kolbrún Jónsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, - Jón Már Jónsson, Guðlaug Gunnarsdóttir. + Faðir okkar, afi og langafi, ÓSKAR S. KRISTJÁNSSON, elii- og hjúkrunarheimilinu Grund, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni 28. janúar kl. 15.00. Ósk Norðfjörð Óskarsdóttir, Hjördís Óskarsdóttir, Sigríður T. Óskarsdóttir, Kristján Óskarsson, Vilhelmína Norðfjörð Óskarsdóttir. barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, GUNNLAUGURPÉTURHELGASON flugmaður, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 27. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlega bent á heimahlynn- ingu Krabbameinsfélagsins. Erla Kristjánsdóttir, Gunnlaugur K. Gunnlaugsson, Björn Gunnlaugsson. + Okkar innilegustu þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- konu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSLAUGAR INGIBJARGAR FRIÐBJÖRNSDÓTTUR, Krókahrauni 6, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir eru færðar læknum og hjúkrunarfólki á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði. Guðmundur Magnússon, Eygló F. Guðmundsdóttir, Hreiðar Georgsson, Maggy Guðmundsdóttir, Egill Egilsson, Guðný B. Guðmundsdóttir, Erlendur Steingrímsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.