Morgunblaðið - 25.01.1992, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/LESBOK
20. tbl. 80. árg.
LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992
Prentsmiðja Morgunbíaðsins
Þing Suður-Afríku sett:
De Klerk boðar
kosningarétt handa
blökkumönnum
Höfðaborg. Reuter, Tlie Daily Telegraph.
FORSETI Suður-Áfríku, F.W. de Klerk, boðaði í ræðu, sem hann flutti
við setningu suður-afríska þingsins í gær, breytingar í átt að lýðræðis-
legri Suður-Afríku á næstu árum. Forsetinn boðaði m.a. kosningar
sem allir íbúar landsins gætu tekið þátt í þar sem kosið yrði sérstakt
þing til að sjá um að koma á lýðræðislegum breytingum og senvja
nýja stjórnarskrá sem síðan yrði borin undir þjóðaratkvæði. Hann tók
þó fram að þótt allir íbúar Suður-Afríku myndu hafa kosningarétt í
þjóðaratkvæðagreiðslunni yrði einnig að líta á niðurstöðurnar út frá
því hvernig einstakir kynþættir greiddu atkvæði. Aðrir ráðherrar í
ríkisstjórninni sögðu að væri meirihluti hvítra andvígur breytingum
yrði líklega að hefja viðræður að nýju.
De Klerk hefur undanfarið verið
undir miklum þrýstingi frá hvítum
öfgamönnum til hægri sem ekki vilja
veita blökkumönnum aðild að stjórn
landsins. í setningarræðunni reyndi
hann því að fara bil beggja.
Hann lofaði hinum svarta meiri-
hluta íbúa Suður-Afríku kosninga-
rétti í náinni framtíð, en reyndi einn-
ig að slá á ótta hvíta minnihlutans
með því fyrirheiti að honum yrði
hugsanlega veitt neitunarvald varð-
andi allar breytingar á stjórnar-
skránni. „Ef hvítir sætta sig ekki við
breytingamar en allir aðrir gera það
þá er okkur mikill vandi á höndum.
Við verðum að horfast í augu við
---------------------------
Georgía;
Skotið á stuðn-
ingsmenn
Gamsakhúrdía
Senakí. Reuter.
SVEITIR herráðsins, sem nú fer
með völd í Georgíu, skutu í gær
á hóp fólks sem komið hafði sam-
an til útifundar á torgi í borginni
Senaki, í vesturhluta lýðveldisins.
Höfðu fundarmenn lýst yfir
stuðningi við Zvíad Gamsakhúrd-
ía, fyrrum forseta, og báru marg-
ir myndir af honum.
Hundruð manna hlupu í burtu
hrópandi af skelfingu er skothríðin
hófst. Byssumennirnir, sem klæddir
voru í felubúninga, skutu úr vopnum
sínum í um tvær mínútur eða þang-
að til síðasti fundarmaðurinn hafði
flúið í burtu. „Þessir hermenn eru
bijálaðir,“ sagði gömul kona þar sem
hún óð djúpan snjóinn. Enginn særð-
ist í skothríðinni svo vitað sé.
Jaba Ioselani, annar tveggja yfir-
manna herráðsins, sagði við blaða-
mann Reuters-fréttastofunnar í gær
að hann hefði gefið sveitum
Gamsakhúrdía sólarhrings frest til
að yfirgefa bæjinn Poti við Svarta-
haf. Hann var hins vegar ekki bjart-
sýnn á að þeir myndu fara að þeim
tilmælum og sagði helmings líkur á
að til átaka myndi koma.
Sveitir Ioselani, sem kalla sig
Mkhedrioni eða „Riddaraliðið" eru
skrautlegt lið og samanstendur af
atvinnuhermönnum jafnt sem náms-
mönnum. „Ioselani er okkar Hrói
höttur og við erum Rambóar," sagði
einn liðsmanna herráðsins, tuttugu
og sjö ára gamall hagfræðikennari
að nafni Vakhtang Vegiashvili, og
bætti við: „Gamsakhúrdía er einræð-
isherra. Við viljum ekki átök en það
verður að drepa hann.“
það; við yrðum að hefja samningavið-
ræður á ný,“ sagði Pik Botha utan-
ríkisráðherra. í næsta mánuði verða
haldnar aukakosningar í hinu
íhaldssama kjördæmi Potschef-
stroom skammt frá Jóhannesarborg.
Þetta kjördæmi hefur ávallt verið
með sterkari vígjum Þjóðarflokks de
Klerks en nú er talið líklegt að íhalds-
flokkurinn, sem er andvígur umbóta-
stefnu forsetans, muni vinna þar sig-
ur. Öfgaflokkum til hægri, sem ekki
vilja neinar breytingar, hefur vaxið
mjög ásmegin að undanförnu í
Suður-Afríku, ekki síst vegna erfiðs
efnahagsástands og stóraukinnar
glæpatíðni. Forystumenn íhalds-
flokksins hvöttu í gær stuðnings-
menn sína til að leggjast á bæn áður
en forsetinn flutti ræðu sína og biðja
um að snúið yrði aftur til tíma að-
skilnaðarstefnunnar. „Við getum
ekki setið aðgerðarlaus á meðan ver-
ið er að reka hvíta út á gaddinn,“
sagði Andries Treumicht, formaður
flokksins.
Nelson Mandela, forseti Afríska
þjóðarráðsins (ANC), sagðist hafa
orðið fyrir vonbrigðum með ræðu de
Klerks. Hann hefði vonað að hann
myndi kynna lagafrumvarp er fæli í
sér kosningarétt handa svertingjum.
ANC efndi til mótmælafundar fyrir
utan þinghúsið í Höfðaborg meðan
á þingsetningunni stóð þar sem tutt-
ugu þúsund manns kröfðust þess að
bráðabirgðastjóm sem fulltrúar
blökkumanna ættu sæti í, myndi taka
við af stjórn hvíta minnihlutans innan
sex mánaða.
Reuter
Leitað eftir lífsbjörginni
Sú ákvörðun rússnesku stjórnarinnar að gefa verðlag frjálst 2. janúar
hefur leitt til þess að verð á matvælum hefur hækkað um 300-3.000%.
Þetta hefur komið illa niður á mörgum Rússum, einkum öldmðu fólki,
eins og þessari konu sem reynir að kaupa fisk fyrir gamla peysu á
flóamarkaði í Moskvu.
Sjá fréttir á bls. 22.
Alsír:
Lögregla
kom í veg
fyrir bæna-
fundi FIS
Algeirsborg. Reut-
MORG hundruð óeirðarlögreglu-
ffienn og hermenn stóðu vörð við
og lokuðu aðkomuleiðum að
tveimur helstu moskum Algeirs-
borgar, Bab EI-Qued og Kouba, í
gær til að koma í veg fyrir að
íslamskir heittrúarmenn gætu
efnt til fjöldabæna. Moskurnar
tvær hafa verið meðal helstu vígja
flokks heittrúarmanna í Alsir
(FIS) en fyrr i vikunni lýstu
sljórnvöld því yfir að þau hygðust
banna alla stjórnmálastarfsemi í
kringum moskur.
Nokkrir heittrúarmenn reyndu
þrátt fyrir bannið að setja upp hátal-
ara fyrir utan Bab El-Qued og skutu
þá óeirðarlögreglumenn viðvörunar-
skotum. Að sögn yfirvalda hörfuðu
þá heittrúarmennirnir án þess að
nokkur særðist.
Bænafundimir í gær vora þeir
fyrstu sem FIS hafði áformað að
halda eftir að bann stjómvalda gekk
í gildi. Nokkur fjöldi heittrúarmanna
var þegar í moskunum áður en leið-
um að þeim var lokað og í hinni
fullsetnu Kouba-mosku hvatti Mo-
hamed Said, einn helsti leiðtogi FIS,
hermenn til að óhlýðnast skipunum
yfirmanna sinna. „Ekki skjóta neinu
skoti ... að bróður þínum jafnvel þó
yfirmaður þinn skipi þér svo fyrir.
Neitaðu því, jafnvel þó að það muni
kosta þig lífið,“ sagði Said.
Hann bætti því við að hinu ísl-
amska ríki yrði fyrr eða síðar komið
á í Alsír hvort sem valdhöfum líkaði
það betur eða verr. „Það er'hægt
að skjóta þá eða stinga þeim í stein-
inn en þú getur ekki tekið þessa von
úr hugum múhameðstrúarmanna."
Nokkrir stuðningsmanna FIS
voru handteknir fyrir að ögra lög-
reglumönnum að sögn sjónvarvotta
og einnig voru nokkrir þeirra erlendu
blaðamanna, sem reyndu að nálgast
moskurnar, settir í skammvinnt
varðhald.
Rússneska þingið kannar lögmæti gjafar Krímskaga til Úkraínu;
Þörf er á nægum herafla ef
granmíki eru með landakröfur
- segir embættismaður í varnarmálaráðuneyti Úkraínu
Kiev. Reuter.
STJÓRNVÖLD í Úkraínu brugðust í gær harkalega við því tiltæki
rússneska þingsins að vekja máls á því hvort sá gjörningur hafi yerið
löglegur er sovéski kommúnistaflokkurinn ákvað 1954 að gefa Úkra-
inumönnum Krímskaga i tilefni af 300 ára afmæli einingar slavnesku
þjóðanna. „Úkraína neitar öllu tilkalli til lands þess sama hvaðan það
kemur,“ sagði Anatolíj Zlcnkó utanríkisráðherra á fréttamannafundi.
Háttsettur úkraínskur embættismaður sagði nauðsynlegt fyrir Úkra-
ínumenn að hafa sterkan her ef nágrannaríki ætluðu að fara að gera
landakröfur.
Rússneska þingið ákvað á
fímmtudag að fela laga- og alþjóða-
málanefndum þingsins að kanna
nánar hvort þessi gjöf hafi verið lög-
leg. Jafnframt skoraði þingið á
Úkraínustjórn að falla frá tilkalli til
Svartahafsflotans. Rússnesku ríkis-
stjórninni er greinilega umhugað um
að deilan við Úkraínumenn blossi
ekki upp að nýju en samkomulag
var gert um skiptingu Svartahafs-
flotans fyrir skemmstu. Andrej
Kozyrev utanríkisráðherra varaði
þingmenn við því á fimmtudag að
spilla samskiptunum við Úkraínu-
menn.
Vladímír Shljaposhníkov, blaða-
fulltrúi Leóníds Kravtsjúks, forseta
Úkraínu, sagði í gær að Rússland
og Úkraína hefðu þegar komið sér
saman um að landamærum ríkjanna
yrði ekki breytt. Sagði hann að sum-
ir rússneskir þingmenn virtust halda
að Úkraína væri hluti af Rússlandi.
Viktor Antonov, ráðuneytisstjóri
varnarmálaráðuneytis Úkraínu,
sagði í gær að Úkraínumenn ætluðu
sér að halda þeim hluta Svartahafs-
flotans sem ekki bæri kjarnavopn.
„Við þurfum að hafa nægilega öflug-
an her, sérstaklega ef nágrannaríki
ætla að fara að vekja máls á landa-
kröfum.“ Sagði hann að framkvæði
rússneska þingsins væri sett fram í
því augnamiði að Úkraínumenn
gæfu eftir á öðrum sviðum.