Morgunblaðið - 25.01.1992, Blaðsíða 29
Wc i v.'iv . '■ 1i:i/,i i; u.Vi- :.,íirf,",n/'?ix
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992
ÞJÓÐMÁL
STEFÁN FRIÐBJARNARSON
Stæm og sterkari sveitarfélög
Minni þéttbýlisstaðir illa skuldsettir
Viðvarandi hallarekstur í ríkisbúskapnum hefur hlaðið upp
opinberum skuldum, stóraukið opinbera lánsfjáreftirspurn og
hamlað gegn nauðsynlegri vaxtalækkun. Samkvæmt gildandi
fjárlögum er vaxtakostnaður A-hluta ríkissjóðs um 10.000 millj
ónir króna.
Sveitarfélögin koma einnig við sögu hallarekstrar og opin-
berrar lánsfjáreftirspurnar. í nóvemberhefti Byggða, frétta-
blaðs Sambands íslenzkra sveitarfélaga, segir að heildarskuldir
íslenzkra kaupstaða í lok ársins 1990 hafi verið um 15.000 m.kr.
A því ári greiddu kaupstaðirnar 1.565 milljónir króna í fjár-
magnskostnað. „Áætla má,“ stendur þar, „að við hverja 1%
hækkun vaxta aukizt fjármagnskostnaður kaupstaðanna uri 150
milljónir króna á ári.“
I — Slök fjárhagsstaða minni
þéttbýlissveitarfélaga
Pjárhagsstaða sveitarfélag-
anna er að sjálfsögðu mjög mi-
sjöfn. „Minnstu og stærstu sveit-
arfélögin standa bezt fjárhags-
lega,“ segir í niðurstöðum nefnd-
ar, sem félagsmálaráðherra skip-
aði fyrir nokkrum misserum til
að kanna fjárhagsstöðu þeirra,
„en minni þéttbýlissveitarfélögin
verst,“ þ.e. sveitarfélög með
700-2.500 íbúa.
Minnstu sveitarfélögin ráðast
síður í kostnaðarsamar fram-
kvæmdir og sinna lítt dýrum
þjónustuþáttum. Þau eyða því
ekki um efni fram. Minni þéttbýl-
issveitarfélög, sem eiga í vök að
verjast vegna stöðugs fólks-
streymis til höfuðborgarsvæðis-
ins, hafa á hinn bóginn reynt að
halda uppi framkvæmdum og
þjónustu í þágu íbúanna, mörg
hver með skuldasöfnun, til að
sporna gegn fólksflóttanum.
Ástæður slakrar fjárhagsstöðu
sumra sveitarfélga af þessari
stærð eru m.a.: 1) Of lágar tekj-
ur miðað við betur sett sveitarfé-
lög. 2) Aukin verkefni og þjón-
usta sveitarfélaga. 3) Of mikil
fjárfesting. 4) Mikill fjármagns-
kostnaður vegna skuldasöfnunaf.
5) Áföll vegna erfiðleika í atvinn-
urekstri, bæði vegna þátttöku
þeirra í slíkum rekstri og vegna
ábyrgða og/eða tapaðra skatt-
tekna frá fyrirtækjum, sem farið
hafa á hausinn eða reynt er að
halda á floti með eftirgjöf lögboð-
inna gjalda.
II — Áföll í atvinnurekstri
í Byggðum (nóvember 1991),
fréttablaði Sambands íslenzkra
sveitarfélaga, segir m.a.:
„Á þessu ári nema bein fjár-
framlög sveitarfélaganna til at-
vinnulífsins hundruðum milljóna
króna. Tvö lítil sveitarfélög, Ól-
afsvík og Seyðisfjörður, leggja
atvinnulífmu til fjárhæðir sem
nemur yfir 150 m.kr. Mörg önn-
ur, svo sem Akureyri, Akranes,
Borgames o.fl., leggja fram millj-
ónatugi til viðbótar. Auk þess
nema afskriftir og niðurfellingar
sveitarfélaganna á beinum tekj-
um og þjónustugjöldum vegna
gjaldþrota atvinnufyrirtækja
tugum milljóna króna. Ástandið
hvað þetta varðar er þó ekkert
verra en undanfarin ár. Verst er
að ekkert lát er á þessari þróun.
Vitað er um nokkur sveitarfélög
til viðbótar sem nú liggja undir
miklum þiýstingi um fjárhags-
lega þátttöku í atvinnulífinu
vegna þess að undirstöðu-
atvinnufyrirtæki byggðarlag-
anna eru komin í þrot og stöðvun
atvinnulífsins og atvinnuleysi
blasir við.“
III — Leiðir til úrbóta
Nefnd sú, sem kannaði fjár-
hagsstöðu sveitarfélaganna,
benti á ýmsar leiðir til úrbóta í
fjármálum þeirra. Ein þeirra
hljóðar svo:
„Sveitarfélög forðist þátttöku
í atvinnurekstri eftir því sem
unnt er.“ Sama gildir og um
ábyrgðir í þágu áhætturekstrar.
Nefndin leggur og til: „Fram-
kvæmdir sveitarfélaga verði sem
mest fjármagnaðar af samtíma-
tekjum. — Settar verði ákveðnar
viðmiðanir varðandi ábyrgðir og
lántökur sveitarfélaga. — Settar
verði ákveðnar viðmiðunartölur
um nettóskuldir og framlegð
sveitarfélaganna.“
Þá er einnig hvatt til samdrátt-
ar í almennum rekstrargjöldum.
IV — Sveitarfélögin
og 21. öldin
Fram hefur verið lögð áfanga-
skýrsla sérstakrar nefndar um
skiptingu landsins í sveitarfélög.
Þar koma fram hugmyndir um
tvær leiðir, sem til greina komi
að ganga inn í 21. öldina:
1) Að vinna að sameiningu
nágrannasveitarfélaga þannig að
sveitarfélög v'erði undantekning-
alítið með a.m.k. 500 íbúa. Sveit-
arfélögin yrðu þá 60-70 talsins.
2) Að vinna að sameiningu
allra sveitarfélaga innan héraðs
eða sýslu þannig að sveitarfélög-
in næðu yfir stór svæði og í und-
antekningartilvikum yrðu þau
með færri en 1.000 íbúa. Sveitar-
félögim yrðu þá um 25 utan höf-
uðborgarsvæðisins (sjá meðfylgj-
andi skýringarmynd).
Þessar hugmyndir miða að því
að efna til stærri og sterkari
sveitarfélaga, m.a. með það í
huga að auka á hagræði og við-
halda byggð í landinu öllu. Hér
er þó um viðkvæmt mál að ræða,
m.a. vegna þess að hin gamla
hreppaskipan, sem rekur rætur
til landnámsaldar, er nánast inn-
gróinn í vitund landsmanna, ekki
sízt stijálbýlisfólks.
Hugmyndin að skiptingu
landsins í 25 sveitarfélög gengur
og nokkuð á skjön við nýlega
skiptingu landsins í tengslum við
„dómstóla í héraði“ og kemur
heldur ekki að öllu leyti heima
og saman við við skiptingu þess
í sýslur.
Fækkun og stækkun sveitar-
félaga er þó mun hentugri og
ódýi-ari leið en að efna til nýs
stjórnsýslustigs milli sveitarfé-
laga og ríkis, það er amta, með
tilheyrandi kerfi og kostnaði.
Nógu þung er yfirbyggingin í
samfélaginu skattgreiðendum
fyrir.
Þróunin í þessa átt verður
samt sem áður að ganga fyrir
sig í fullri sátt við Samband ís-
lenzkra sveitarfélaga. Reyndar
verður að ríkja um hana víðfeðm
sátt milli landsmanna allra. Þeir
verða að ganga nokkurn veginn
í takt inn í 21. öldina.
Landsfundur Sam-
bands alþýðu-
flokkskvenna
10. LANDSFUNDUR Sambands alþýðuflokkskvenna, haldinn 17.
og 18. janúar 1992, skorar á þingmenn og ráðherra Alþýðuflokks-
ins í núverandi stjórnarsamstarfi að standa vörð um grundvallar-
sjónarmið jafnaðarstefnunnar sem byggja á frelsi einstaklingsins
og jafnrétti fyrir alla. Rétturinn til lífsgæðanna, þátttaka í menn-
ingu og atvinnulífi og rétturinn til að lifa með mannlegri reisn
eru ekki bundin við kyn, aldur eða atgervi.
Landsfundurinn fagnar þeim ir vaxtalækkun sem brýnt er að
stöðugleika sem náðst hefur í knýja á um nú þegar.
efnahagsmálum og hjöðnun verð- Enn á ný minnir landsfundur
bólgu og telur að þar með hafi SA á breytta stöðu fjölskyldunnar
náðst ein mikilvægasta kjarabót í þjóðfélaginu, m.a. vegna aukinn-
fyrii' launþega landsins. Sú kjara- ar atvinnuþátttöku kvenna. Konur
bót kemur jafnt flölskyldum, fyrir- eru komnar út á vinnumarkaðinn
tækjum og þjóðfélaginu í heild til til að vera. Þeirri þróun verður
góða. ekki snúið við. Enn skortir mikið
Landsfundurinn telur að þar á að þjóðfélagið hafi viðurkennt
með hafi aðgerðir ríkisstjómarinn- þessa staðreynd í verki. Öflugt og
ar nú þegar skapað forsendur fyr- traust velferðarkerfi er forsenda
Morgunblaðið/Guðlaugur Tryggvi Karlsson
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra ávarpar landsfundsgesti.
þessa að fjölskyldan geti í dag
verið sá hornsteinn þjóðfélagsins
sem menn vilja vera láta á hátíðar-
stundum. Því varar landsfundur-
inn við sparnaðaráformum sem
bitnað gætu á velferð fjölskyld-
unnar. Landsfundurinn skorar á
ráðherra og þingmenn flokksins
að hrinda nú þegar í framkvæmd
áformum ríkisstjórnarinnar um
aðgerðir í skatta- og félagsmálum
til að bæta kjör láglaunafólks.
Landsfundur SA skorar á
stjórnvöld að gera sitt til að
tryggja fulla atvinnu og standa
vörð um hagsmuni lágtekjufólks
og vinna að launajafnrétti. Þegar
samdráttur er og minnkandi at-
vinna í þjóðfélaginu kemur það
harðast niður á konum, því auk
launamisréttis búa þær jafnframt
við öryggisleysi í atvinnumálum.
Landsfundurinn telur að ekki
verði lengur undan því vikist að
uppræta misrétti í lífeyrismálum
þjóðarinnar og skorar á þingmenn
og ráðherra Alþýðuflokksins að
hafa frumkvæði að lagasetningu
þar um.
KVENNA ATHVARF OPIÐ ALLAN SÓLARHRÍNGINN ■ KVENNAAIHVARFIÐ Ufcui TP CCMrin MVTT ílflUAMT TMPR DDJKM f flUFJft
J ( nLHrUlV rcl\LjIu IN 111 ðJLiVLfid.NUMcl\ UffJVin I 99-6205