Morgunblaðið - 25.01.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.01.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANUAR 1992 21 Jouko Hemmi ferðamálastjóri Eyjólfur Ólafsson. Rovaniemi. Islandsvika hald- in í finnsku borg- inni Rovaniemi FYRIRHUGAÐ er að halda íslandsviku í sumar í finnsku heimskauts- baugsborginni Rovaniemi, sem liggur álíka norðarlega og Grímsey. Vikan verður dagana 15. til 21. júní og mun Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra væntanlega setja vikuna, sem á að verða á mjög breiðum menningarlegum grunni og á að kynna ísland og ís- lendingar sem best. Réttur Hallargarðsins nr. 40: Nautalundir með fivítlauk og cfiallottulauk í rauðvínssósu Verið velkomin á veitingastað vandlátra. Borðapantanir ísíma 678555 eða 30400. Símon ívarsson, gítarleikari, leikur Ijáfa tónlist fyrir matargesti. Við kynnum nýjar matargerðarperlur á lystilegum matseðli. Hallargarðurinn í Hási verslunar. Vegna þessarar viku eru staddir hérlendis þeir Jouko Hemmi ferða- málastjóri í Rovaniemi og Eyjólfur Ólafsson, íslendingur, sem verið hefur búsettur í Rovaniemi um langt skeið. Fyrirhugað mun að Flugleiðir verði með beint flug fyrir íslendinga til Rovaniemi vegna hátíðarinnar. Þeir félagar sögðust hafa notið dyggrar aðstoðar Lars Áke Eng- blom, forstjóra Norræna hússins, en takmarkið er að sýna og kynna íslenskt þjóðfélag eins gjörla og frekast er kostur. Haldnir verða tónleikar, haldnar myndlistasýning- ar og bókmenntir íslendinga verða kynntar. Sem dæmi nefndu þeir að Elín Ósk Óskarsdóttir og Ólafur Vignir Albertsson myndu halda tón- leika, Bamakór Tónlistarskóla Hafnarijarðar myndi syngja undir stjórn Guðrúnar Ásbjarnardóttur, Rangæingakórinn og einnig stæðu vonir til að Harmoíkufélag Reykja- víkur færi utan til Rovaniemi. Síðast en ekki síst nefndu þeir félagar að Rovaniemibúar mættu einnig eiga von á góðum gestum frá Grindavík, en Grindavík er vina- bær Rovaniemi. Kirkjukór Grinda- víkur myndi væntanlega halda tón- leika á íslandsvikunni og íþrótta- hópar frá Grindavík kæmu í heim- sókn. Þá væri von á hópum Lions- manna frá Grindavík og félags- manna Norræna félagsins í Grinda- vík. Þá væri einnig boðið tveimur Grindvíkingum þeim bræðrum, Guðbergi og Vilhjálmi Bergssonum. Guðbergur muni kynna bækur sínar og Vilhjálmur myndlist sína. Þeir félagar frá Rovaniemi sögðu að samskipti íslands og norðurhér- aða í Skandinavíu hafa aukist mik- ið undanfarin ár, þar sem haldin væru námskeið bæði í finnsku, sænsku og norsku á sumrin í lönd- unum og eins íslenzkunámskeið fyrir Skandínava ytra. Þannig hefðu kynni manna af íslandi í norðurhér- uðunum aukist mjög, en þeir kváð- ust vonast til að íslenska menning- arvikan í Rovaniemi í júní í sumar yrði hápunktur þessara menning- arsamskipta til þessa. KYNNINGARFUNDUR UM STARFSEMI LÍFEYRISSJÓÐS VERZLU NARMANNA Frá æfingu Fúríu á Lýsiströtu eftir Aristófanes. Fúría frumsýnir Lýsiströtu LEIKFÉLAG Kvcnnaskólans, Fúría, frumsýnir í dag, laugar- dag, gamanleikinn Lýsiströtu eftir Aristófanes undir leik- stjórn Péturs Einarssonar. Sýnt er á Galdraloftinu, Hafn- arstræti 9, og hefjast sýningar kl. 20.30. Önnur sýning verður mánudaginn 27. janúar og svo verður sýnt alla daga vikunnar nema fimmtudag. Miðapantanir eru í síma 24650 eftir kl. 18.00 og verða miðar einnig seldir á Galdraloftinu á sama tíma. í tilefni af 100 ára afmæli Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður haldinnsameiginlegurkynningarfundurVRogLVástarfsemiLífeyrissjóðs verzlunarmanna. Kynningarfundurinn verður haldinn sunnudaginn 26. janúar 1992 kl. 14 í súlnasal Hótel Sögu. Fundurinn verður öllum opinn. Fundarstjóri, Magnús L. Sveinsson, formaður VR. 1. Setningarávarp. Guðmundur H. Garðarsson, stjórnarformaður LV. 2. Starfsemi Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri LV. 3. Lífeyrissjóðir - fortíð og framtíð. Hallgrímur Snorrason, Hagstofustjóri. 4. Lífeyrissjóðir og atvinnulífið. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands. 5. Fyrirspurnir til framsögumanna. 6. Fundarslit. V_______________________________________________________________________/ Þórarinn V. Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.