Morgunblaðið - 25.01.1992, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992
SKÍÐI / VETRARÓLYMPÍULEIKARNIR í ALBERTVILLE
Haukur Eiríksson frá Ak- Rögnvaldur Daði Ing- Ásta Sigríður Halldórs-
ureyri, fæddur 10. mars 1964. þórsson frá Akureyri, fædd- dóttir frá ísafirði, fædd 27.
ur 20. maí 1968. nóvember 1970.
Kristinn Björnsson frá Örnólfur Valdimarsson
Olafsfirði, fæddur 26. maí frá Reykjavík, fæddur 4. nóv.
1972. 1964.
Fimm íslenskir kepp-
endur til Albertville
■ KEPPNI á Ólympíuleikunum
í fer fram á mörgum stöðum í
Savoy-héraðinu í frönsku ölpun-
um og eru tugir kílómetra milli
keppnisstaða. íslenska liðið skiptis
niður á fjóra staði. Vilji göngu-
menn t.d. heimsækja alpagreina-
menn eða öfugt kostar það 236
km akstur fram og til baka, að
miklu leyti á þröngum og kókóttum
fjallvegum og tekur aksturinn aðra
leiðina 2 klst og 25 mínútur.
■ ÓLYMPÍUNEFND íslands
mun greiða um 22 milljónir króna
vegna undirbúnings og kosnaðar
við Olympíuleikanna í Albert-
ville og Barcelona. Reiknað er
með að sendir verði 12-15 kepp-
endur á leikana í Barcelona.
FIMM íslenskir keppendur verða sendir á Vetrarólympíuleikana
í Albertville í Frakklandi, sem verða settir 8. febrúar. Haukur
Eiríksson og Rögnvaldur Ingþórsson verða fulltrúar íslands í
göngu, Ásta S. Halldórsdóttir keppir í alpagreinum kvenna og
' Kristinn Björnsson og Örnólfur Valdimarsson falpagreinum karla.
Olympíunefnd íslands tilkynnti
val keppenda á blaðamanna-
fundj í gær. Islensku skíðamennim-
ir hafa lagt mikið kapp á að und-
irbúa sig sem best fyrir leikana.
Þeir hafa dvalið erlendis við æfíng-
ar og keppni frá því í haust.
Það er alllangt síðan Ólympíu-
SUZUKI
SWIFT
ÁRGERÐ 1992
Nýr SUZUKI
aldrei sprækari.
Ný og glæsileg innrétting, nýtt
mælaborð, betri hljóðeinangrun
auk fjölda annarra breytinga. Allir
SUZUKI SWIFT með 1,3 og 1,6 L
vélum eru búnir vökvastýri.
SUZUKI SWIFT tveggja manna
sportbill með blæju. Þessi bill
á eftir að fá hjörtu margra
til að slá örar.
MAIIÍr SUZUKI bllar eru búnir vélum
með beinni bensíninnsprautun og
fullkomnum mengunarvarnarbúnaði.
Komið og reynsluakið gæðabílunum frá SUZUKI.
SUZUKI SWIFT kostar frá 726.000 kr. staðgreitt.
$ SUZUKI
Opið virka daga frá kl. 9-18 .......■
og laugardaga frá kl. 13-16. SUZUKIBÍLAR HF
' SKEIFUNNI 1 7 • SlMI 685100
nefnd íslands ákvað_ að senda þátt-
takendur á leikana. Ólympíunefndin
hefur fylgst vel með æfingaferli
skíðamanna að undanförnu. Skíða-
samband íslands hefur verið styrkt
af Ólympíunefnd á sl. ári og verður
styrkt einnig á þessu ári vegna
ferða- og dvalarkosnaðar skíða-
manna erlendis.
Ásta Sigríður Halldórsdóttir frá
ísafirði keppir í risasvigi 17. febrú-
ar, stórsvigi 19. febrúar og svigi
20. febrúar. Ásta hefur verið í
nokkrum sérflokki íslenskra skíða-
kvenna undanfarin ár. Inga Hildur
Traustadóttir mun aðstoða Ástu í
Albertville.
Kristinn Björnsson frá Ólafsfirði
og Örnólfur Valdimarsson, Reykja-
vík, keppa í risasvigi 16. febrúar,
stórsvigi 18. febrúar og svigi 22.
febrúar. Kristinn hefur sýnt miklar
framfarir í vetur og er fremstur
íslenskra skíðamanna á stigatöflu
alþjóða Skíðasambandsins, FIS.
Örnólfur hefur sýnt góðan stöðug-
leika óg hefur mikla keppnis-
reynslu. Sigurður H. Jónsson,
landsliðsþjálfari í alpagreinum,
verður alpagreinaliðinu til aðstoðar
og eins Helgi Geirharðsson.
Rögnvaidur Daði Ingþórsson og
Haukur Eiríksson frá Akureyri
keppa í 30 km göngu 10. febrúar,
10 km göngu 13. febrúar og 15
km göngu 15. febrúar. Rögnvaldur
og Haukur eru báðir í námi í Sví-
þjóð og hafa æft og keppt þar að
undanförnu með góðum árangri.
Svíinn Bo Ericsson, landsliðsþjálfari
i göngu, verður göngumönnunum
til aðstoðar í Albertville.
Aðalfararstjóri íslensku skíða-
mannanna á leikunum verður Ágúst
Ásgeirsson. Gísli Haildórsson,
formaður Ólympíunefndar íslands,
verður einnig í Albertville hluta af
leikunum.
Ólympíunefnd íslands hefur
ákveðið að skipa nefnd til að ákveða
lágmörk fyrir bæði alpagreinar og
göngu fyrir næstu Vetrarólympíu-
leika sem verða í Lillehammer 1994.
Fyrir leikana í Albertville var aðeins
sett lágmark fyrir göngumennina
en ekki alpagreinarnar.
■ EINAR S. Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Visa Island, afhenti
Skíðasambandi íslans 500 þús-
und krónur í styrk vegna þátttöku.
i vetrarleikunum í Albertville á
blaðamannafundinum í gær.
■ ÖRNÓLFUR Valdimarsson
keppir á Ólympíuleikunum í Al-
bertville, en faðir hans, Valdimar
Örnólfsson, keppti á Ólympíuleik-
unum í Cortina á Ítalíu fyrir 36
árum, eða 1956. Það má því segja
að eplið falli ekki langt frá eikinni.
■ SJÓNVARPIÐ verður með
beinar útsendingar frá keppni á
Ólympíuleikunum í Albertville í
samtals 55 klukkustundir.
Ástafánaberi
íslands á ÓL
Asta Sigríður Halldórsdóttir, Islenskar konur voru fyrst sendar
skíðakona frá ísafirði, verð- á sumarólympíuleika 40 árum síð-
ur fánaberi íslenska ólympíuliðs- ar, í London 1948. íslendingar
ins við opnunarhátíðina í Albert- tóku fyrst þátt í vetrarólympíu-
ville 8. febrúar. Það verður í fyrsta leikum í St. Moritz 1948, en fyrsta
sinn sem kona er fánaberi íslands konan sem tók þátt í vetrarleikum
á Ólympíuleikum. var Jakobína Jakobsdóttir frá
íslendingar tóku fyrst þátt í ísafirði, í Cortina 1956.
Ólympíuleikum 1908 í London.
TENNIS / OPNA ASTRALSKA
Stefan Edberg vann Wayne Ferreira örugglega í undanúrslitum. Reuter
Edberg gegn Courier
Svíinn Stefan Edberg, sem er efstur á heimslistanum í tennis, mætir
Bandaríkjamanninum Jim Courier, sem er annar á listanum, í úrslit-
um einliðaleiks karla á opna ástralska meistaramótinu á morgun. Edberg
vann Wayne Ferreira frá 3uður Afríku í fyrrinótt, en Courier komst í
úrslitaleikinn án átaka, því Hollendingurinn Richard Krajicek afboðaði
komu sína skömmu áður en þeir áttu að mætast, vegna meiðsla í öxl.
Það tók Svíann aðeins rúmlega tvær klukkustundir að gjörsigra hinn
tvítuga Suður-Afríkubúa, 7:6 (7:2), 6:1, 6:2. Eins og sjá má á tölunum
var Edberg í basli í fyrstu hrinu; Ferreira hafði meira að segja frumkvæðið
í byijun en Svíinn sigraði í oddalotu. Yfirburðir Edbergs voru hins vegar
miklir í annarri og þriðju hrinu.
Um helgina
Körfuknattleikur
Laugardagur
1. deild karia:
Egilsstaðir: Höttur - IR..kl. 14
Sunnudagur
1. deild karla:
Hagskóli: KFR - Víkveiji.kl. 20
1. deild kvenna:
Seljaskóli: ÍR-ÍBK..........kl. 19
Kennarahásk.: ÍS - UMFG..kl. 20
Blak
Laugardagur
1. deild karla:
Hagaskóli: Þróttur R. - ÍS.kl. 17
Digranes: HK - KA.............kl. 16
1. deild kvenna:
Digranes: HK - Völsungur ...kl. 15:16
Frjálsíþróttir
Meistaramót íslands í atrennulaus-
um stökkum fer fram í dag, laugar-
dag. Mótið verður í Réttarholtsskóla
og hefst kl. 14. Keppnisgreinar eru
hefðbundnar, langstökk, þrístökk og
hástökk án atrennu. Keppt verður í
karla og kvennaflokkum.
BFlestir keppendur eru í langstökki
karla, 15 talsins. Keppendur verða
30 frá níu félögum.
Keila
Fjölmiðlamótið í keilu fer fram i
Öskjuhlíð í dag og á morgun og hefst
kl. 12 báða dagana. Lærlingar verða
með Öskjuhlíðarmótið í kvöld kl. 20.
Íshokkí
Skautafélag Akureyrar og Björninn
leika í Bauer-deildinni í íshokkí á
Akureyri í dag kl. 16. Þetta er síð-
asti leikur 1. umferðar og átti upphaf-
lega að fara fram 7. desember og síð-
an 18. janúar, en var frestað vegna
lofthita.