Morgunblaðið - 25.01.1992, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992
Svíþjóð:
Deilt um kafbáta-
ferðir á ný eftir yfir-
lýsingar flotaforingja
Stokkhólmi. Frá Erik Lidén, fréttaritara Morgunblaðsins.
MIKIL umræða hefur blossað upp í Svíþjóð um sovéskar kafbátaferð-
ir í sænskri lögsögn á síðasta áratug eftir að Karl Andersson, flota-
foringi í Karlskrona, Iýsti því yfir að flestar hinna meintu kafbáta-
ferða hefðu einungis átt sér stað í hugarórum almennings og hersins.
hann var einn þeirra er stjórnuðu
kafbátaleitinni. Leiðarahöfundar
Karl Andersson, sem var yfirmað-
ur flotastöðvarinnar í Karlskrona á
níunda áratugnum, sagðist alltaf
hafa haft efasemdir um meintar so-
véskar kafbátaferðir eftir að kafbát-
urinn U 137 strandaði í sænska
skeijagarðinum árið 1981. „Við
erum búnir að elta og reyna að
sprengja kafbáta í mörg ár. Ekkert
hefur komið fram sem bendir til að
við höfum haft á réttu að standa
varðandi vísvitandi lögsögubrot af
hálfu Sovétmanna. Þegar hafðar eru
í huga þær miklu fjárfestingar í
mannafla og tækjum sem lagt hefur
verið í í þessu sambandi er eðlilegt
að ætla að einhverjar sannanir hefðu
átt að koma fram. Ég hef enga trú
á sporum á hafsbotni. Þau gætu
allt eins verið ummerki eftir akkeri-
skeðjur. Það er búið að misnota
fjármuni skattgreiðenda í mörg ár,“
sagði Andersson.
Carl Bildt forsætisráðherra hefur
vísað staðhæfingum Anderssons á
bug og segist sem leiðtogi stjómar-
andstöðunnar og fulltrúi í kafbáta-
nefnd þingsins hafa fylgst grannt
með starfsemi flotans á síðasta ára-
tug. Yfirmaður hersins hefði einnig
reglulega gefið jafnt ríkisstjórn sem
utanríkismálanefnd þingsins grein-
ingu á stöðunni sem hann hefði enga
ástæðu til að draga í efa.
Margir starfsbræðra Karls And-
ersons líta nú nánast á hann sem
svikara. Enda hafa yfírlýsingar hans
vakið mikla athygli í Svíþjóð þar sem
■ PARÍS - Michel Debre,
einn af höfundum stjómarskrár
fimmta lýðveldisins 1958 og fyrsti
forsætisráðherra þess, sagði af
sér starfí borgarfulltrúa í Indre-
et-Loire í gær og sagði af stjóm-
málaafskiptum sínum væri þar
með lokið. Debre var einn af leið-
togum frönsku andspymunnar í
seinna stríðinu gegndi ráðherras-
trafi á ámnum 1966-73, fyrst sem
dómsmálaráðherra en síðar sem
fjármála- og loks vamarmálaráð-
herra.
dagblaðanna era einnig ósammála
um fullyrðingar Andersons. Blaðið
Dagens Nyheter, sem ávallt hefur
verið verið á varðbergi gagnvart
uppistandinu í kringum kafbátana
fagnar þessari gagnrýni háttsetts
yfirmanns í hernum. Það sama má
segja um mörg þau blöð er styðja
Jafnaðarmannaflokkinn. Blöð til
hægri hafa hins vegar mörg hver
gagnrýnt flotaforingjann fyrir
„óvarkárar yfirlýsingar".
Sovéski kafbáturinn á strandstað við Landskrona.
Rússland:
Efnahagsaðgerðir stjómar-
innar samþykktar á þinginu
Moskvu. Reuter.
ÞING Rússlands samþykkti í gær fjárlagafrumvarp stjórnarinnar
fyrir fyrsta fjórðung ársins, en þar er gert ráð fyrir ströngum sparn-
aðaraðgerðum og aðhaldi í peningamálum til að afstýra yfirvofandi
efnahagshruni.
Jegor Gaidar aðstoðarforsætis-
ráðherra, sem hefur mótað efna-
hagsstefnu stjórnarinnar, mælti
fyrir framvarpinu og sagði að ef
það yrði fellt væri efnahagshran
óhjákvæmilegt. „Ég er ekki að
reyna að hræða ykkur. Ég er að-
eins að segja ykkur frá raunveru-
leikanum,“ bætti hann við.
Gaidar sagði að Rússar væra
háðir innfluttu komi, sem þeir
myndu ekki hafa efni á nema með
stuðningi erlendra lánardrottna og
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Stuðn-
ingur erlendra ríkja og alþjóðlegra
fjármálastofnana væri háður því að
rússnesk stjómvöld kæmu á umbót-
um og þar skiptu mestu máli að
afnema verðstýringu og draga úr
gífurlegum rekstrarhalla ríkisins.
Hækkandi laun og auknar niður-
greiðslur vegna óðaverðbólgu hafa
einkum stuðlað að rekstrarhallan-
um. Stjórnin áætlar að verðbólgan
á fyrsta fjórðungi ársins verði um
400% o g hagfræðingar segja að hún
hafi verið rúm 100% i fyrra.
í fjárlögunum er gert ráð fyrir
að stjórnin dragi mjög úr seðla-
prentuninni og taki upp strangt
aðhald í peningamálum. Þá hyggst
stjórnin draga stórlega úr útgjöld-
um til vamarmála, þannig að þau
nemi 4,5% af vergri þjóðarfram-
leiðslu. Útgjöld vegna vopnafram-
leiðslu námu um fímmtungi allra
ríkisútgjaldanna í fyrra.
Forseti þingsins, Rúslan Khas-
búlatov, sem hefur gagnrýnt efna-
hagsaðgerðir stjórnarinnar harð-
Iega, virtist sáttur við niðurstöðu
atkvæðagreiðslunnar um fjárlögin.
„Við sýndum stjórninni og forsetan-
um mikið traust,“ sagði hann.
Nokkrir þingmenn hafa hvatt til
þess að meira fé verði varið til að
greiða niður landbúnaðarafurðir og
bæta kjör þeirra sem verða verst
fyrir barðinu á verðbólgunni. Gaidar
sagði að stjórnin myndi kanna hvort
slíkt yrði hægt en ólíklegt væri að
svigrúm gæfíst til þess. „Við verð-
um að átta okkur á að við misstum
efnahagslegt sjálfstæði okkar fyrir
nokkram árum,“ sagði hann.
Evrópska efnahagssvæðið:
Yfirsamninganefnd-
ir funda á mánudag
Brusscl. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgublaðsins.
ENN hafa engar formlegar til-
Iögur um nýskipan dómstóla í
samningunum um Evrópska
efnahagssvæðið (EES) komið
fram. Hannes Hafstein, sendi-
herra og aðalsamningamaður
Stasi-skjölin opnuð:
Kunnir austur-þýskir stjórn-
málamenn í vandræðum
Fyrrum yfirmaður Stasi fyrir rétt 10. febrúar
Berlín. Reuter.
KRISTILEGIR demókratar í Þýringalandi (Thiiringen) í austur-
hluta Þýskalands leita nú logand ljósi að heppilegum arftaka
Josefs Duchacs sem varð að segja af sér embætti forsætisráð-
herra vegna ásakana um að hann hefði haft náin tengsl við
austur-þýska kommúnistaflokkinn og jafnvel unnið fyrir austur-
þýsku öryggislögregluna Stasi.
Opnun leyniskjala Stasi um
áramótin hefur valdið miklu fjaðr-
afoki og er Duchac sá síðasti sem
þarf að víkja vegna þessa. Hann
sagði af sér á fimmtudagskvöld
eftir að þrír ráðherrar í ríkisstjórn
Þýringalands sögðust ekki treysta
honum lengur og hótuðu að segja
af sér. Duchac var háttsettur
embættismaður í Kristilega demó-
krataflokknum í Austur-Þýska-
landi, sem var hollur bandamaður
kommúnistaflokksins. Þótti hann
trúr opinberri stefnu stjómvalda
í hvívetna og fór oft með gaman-
mál í sumarbúðum Stasi.
Athyglin hefur beinst að fleiri
kunnum austur-þýskum stjórn-
málamönnum að undanfömu.
Gregor Gysi, formaður Flokks
hins lýðræðislega sósíalisma, hef-
ur ekki getað hreinsað sig af grun
um að hann hafí unnið fyrir Stasi.
Jafnaðarmaðurinn Manfred
Stolpe, forsætisráðherra í Brand-
enburg, skrifaði langa grein í vik-
uritið Der Spiegel, sem birtist sl.
mánudag um tengsl sín við Stasi
og valdakerfíð. Segist hann ekki
hafa starfað fyrir Stasi heldur
hafí hann starfs síns vegna — en
hann var lögfræðingur sem vann
fyrir kirkjuna — þurft að eiga
mikil samskipti við stjómvöld.
, Einnig vildi hann reyna að bæta
kerfið innan frá. Alls segist Stolpe
hafa átt u.þ.b. þúsund fundi með
Stasi-mönnum og embættismönn-
um á þremur áratugum, sumir
þeirra hafí verið haldnir í leynileg-
um íbúðum Stasi. Grein Stolpes
hefur verið skýrð svo að hann
vilji leggja spilin á borðið áður en
upplýsingar um hann komi í ljós
í Stasi-skjölunum. „Flótti fram á
við,“ kalla starfsmenn stofnunar-
innar, sem sér um skjölin, greinar-
skrif Stolpes.
Á fímmtudag var tilkynnt að
réttarhöld yfír Erich Mielke, fyrr-
um yfirmanni Stasi, hefyist 10.
febrúar næstkomandi. Mielke er
ákærður fyrir að hafa myrt tvo
lögreglumenn í Berlín árið 1931
fyrir utan höfuðstöðvar kommúni-
staflokksins. Mielke viðurkenndi
þennan glæp á sínum tíma en lög-
fræðingur hans segir að sú játning
sé ekki gild því hún hafí verið
gefín til að veija frammámenn í
kommúnistaflokknum sem einnig
voru sakaðir um morðin. Austur-
þýsk lög verða lögð til grundvallar
þegar Mielke-málið verður tekið
fyrir. Þar era ákvæði um fymingu
saka af þessu tagi en saksóknari
heldur því fram að þau eigi ekki
við því Mielke hafi falið málskjöl-
in þegar hann komst í aðstöðu til
þess eftir að Þýska alþýðulýðveld-
ið var stofnað.
Jafnframt er Mielke sakaður
um mannréttindabrot í starfí sínu
sem yfírmaður Stasi. T.d. hafí
hann fyrirskipað að settar yrðu
upp gildrur við landamæri Austur-
Þýskalands sem urðu mörgum,
er freistuðu þess að flýja land,
að bana.
jwv'.xrig''‘'ixmv."á'
Fríverslunarbandalags Evrópu
(EFTA) um þessar mundir, gerði
samningamönnum Evrópubanda-
lagsins (EB) grein fyrir hug-
myndum EFTA-ríkjanna um
hugsanlegar lausnir í vikunni.
Af hálfu EFTA verður lögð
áhersla á að niðurstaða liggi fyr-
ir í næstu viku.
Samkvæmt heimildum í Brussel
era EFTA-ríkin reiðubúin til að
endurskrifa dómstólakafla EES-
samningsins þar sem hugmyndum
um sameiginlegan dómstól yrði
sleppt að mestu. Gert yrði ráð fyrir
sem mest óbreyttu fyrirkomulagi á
þeim sviðum sem varða samkeppni
og hlutverk sameiginlegrar stjórn-
amefndar EES við úrskurð ágrein-
ingsmála yrði aukið að mun.
Það er að öllum líkindum frá-
gangssök af hálfu EFTA að samn-
ingurinn geri ráð fyrir dómstól, sem
vísa megi meiriháttar ágreiningi um
framkvæmd samningsins til. Evr-
ópubandalagið leggur að sögn
áherslu á að sem minnst sé aðhafst
í þessum efnum og taka verði mið
af því að hvorki skerðist sjálfstæði
Evrópudómstólsins né framkvæmd-
astjómarinnar. Að sama skapi era
EFTA ríkin engan veginn tilbúin
til að skerða fullveldi sitt með því
að samþykkja lögsögu Evrópudóm-
stólsins yfír samningnum. Hvað
samkeppnisreglur varðar yrði sama
fyrirkomulag í gildi og verið hefur
í samskiptum aðildarríkja band-
alaganna til þessa. Samninganefnd-
ir beggja bandalaganna eru sam-
mála um að tíminn sé að renna út
og þess vegna er talið líklegt að
fundurinn á mánudag geti ráðið
úrslitum um örlög samningsins um
EES.