Morgunblaðið - 25.01.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.01.1992, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992 34 Þorvarður Áki Ei- ríksson — Minning Fæddur 22. febrúar 1931 Dáinn 14. janúar 1992 Á undanfömum mánuðum hafa stór skörð verið höggvin í vinahóp minn. Nú síðast, þriðjudaginn 14. jan- úar, lést að heimili sínu í Kópavogi, frændi minn og æskuvinur Þorvarð- ur Áki Eiríksson. Hann fæddist 22. febrúar 1931 og vantaði því tæpan mánuð í 61. árs aldurinn. Okkur sem fylgst höfðum með sjúkdómsbaráttu hans undanfarin ár kom fráfail'hans ekki svo mjög á óvart, þó varð ég felmtri sleginn við harmafregnina. Áki var sonur hjónanna Maríu Þorvarðardóttur Þorvarðarsonar prentara í Reykjavík og Eiríks Kristjánssonar Gíslasonar kaup- manns á Sauðárkróki. Eiríkur faðir Áka var lengi kaupmaður og iðnrek- andi á Akureyri. Áki var yngstur fjögurra sona þeirra hjóna, hinir eru Kristján, sem nú er látinn, Sigurður og Öm. Eina hálfsystur, samfeðra áttu þeir bræður, Emu Eiríksdóttur á Akureyri. Þorvarður Áki ólst upp við mikið ástríki foreldra sinna og bræðra. Hann var glæsimenni og ljúf- mennska og góðvild í alla garð ein- kenndu framgöngu hans alla, hvort heldur var við vinnu eða á vinafund- um og hvar sem leiðir hans lágu. Við Áki kynntumst þegar báðir vor- um við nám í Gagnfræðaskóla Akur- eyrar. Við urðum strax kunningjar og fljótlega vinir. Eg hreifst af gjörv- ileika þessa frænda mins, hlýlegu viðmóti og velvild. Það er þó ekki svo að skilja að Áki var skaplaus, honum gat hlaupið kapp í kinn og sjálfsfylgni skorti ekki, ef því var að skipta. Það fengum við að reyna, sem lékum á móti honum í hand- bolta, þar var Áki vinur minn ekki allra að leika við. Við vomm báðir á þess tíma mælikvarða liðtækir handbolta- og leikfímismenn og tals- verður metnaður í báðum, þegar við hvor í sínu liðinu börðust um sigur. Þessi barátta og metnaður bar þó aldrei skugga á vináttu okkar. Að leik loknum fórum við saman í sund- laugina. Í sundlauginni var ekki um neina keppni að ræða. Áki var sund- maður í betra lagi, en ég amlóði samanborið við hann. Áki hafði næmt tóneyra og lék dável á fiygilinn hennar móður sinn- ar, sem stóð gljáfagur í stofunni á heimili þeirra. Húsið foreidrar hans þótti nú virðulegt á að sjá, þar sem það stóð á homi Eyrarlandsvegar og Hrafnagilsstrætis, á syðri brekk- unni. Á gagnfræðaskólaárunum var ég tíður gestur heima hjá Áka og þáði þá mikið af mjólk og góðbakstri hjá Maríu móður hans. Eftir að hafa dmkkið' og borðað okkur metta, fór- um við tíðum inn í stofu. Áki settist við flygilinn og djassaði af hjartans list. Eg settist við stofugiuggann og hlustaði á djassinn um leið og ég naut útsýnis yfír Pollinn, Vaðlaheið- ina og allt út að Höfða, með fjallið Kaldbak í baksýn. Þetta voru unaðs- stundir og áhyggjur víðsfjarri. Þess- um stundum gleymi ég ekki meðan ég lifí. Við Áki lukum brottfararprófí frá Gagnfræðaskólanúm á Ákureyri vorið 1948. Eftir það fór alvara lífs- ins að gera meira vart við sig. Vina- hópurinn dreifðist og sttjálla varð um vinafundi. Áki nam sælgætisgerð heima á Islandi og erlendis og ég fór á sjóinn. Þó ég nokkmm sinnum heimsækti Áka á vinnustað hans eftir að hann tók við starfa, að námi loknu, þá læt ég öðram eftir að lýsa þeim þætti í lífi hans, til þess skorti mig vitneskju. Aki vinur minn kvæntist Margréti S. Einarsdóttur, en því miður höguðu atvikin því svo að henni kynntist ég ekki, nema hvað við vomm málkunn- ug. Margrét er glæsileg kona og saman bám þau af flestum hjónum, það varð mér ljóst, þegar við hitt- umst vorið 1989 norður á Akureyri, þegar við skólasystkinin ásamt mök- um saman fögnuðum 40 ára gagn- fræðaafmælis okkar. Þau hjón Margrét og Áki eignuð- ust 4 mannvænleg börn, sem eftir aldursröð em Dóra Guðrún, Einar Öm, María og Eiríkur. Um leið og ég bið almáttugan Guð, að styrkja Margréti, bömin og aðra sem um sárt eiga að binda vegna fráfalls Þorvarðar Áka æsku- vinar míns bið ég honum Guðs bless- unar- Kristján Gíslason. Vinur minn, Þorvarður Áki Eiríksson, er látinn eftir hartnær fjögurra ára baráttu við þann, sem engu eirir. Eftir stöndum við vinir og vanda- menn, hnípin og fáum ekki rönd við reist. Vitrir menn segja okkur að vera þakklát fyrir ófullkomleika okk- ar. Og víst er um það, að komi maðurinn auga á almætti Drottins {gegnum ófullkomleika sinn, er hon- um borgið. Þennan vísdóm átti Þorvarður vin- ur minn. Fullvissa hans var slík, að hann gat miðlað öðmm af styrk sín- um, þrátt fyrir þjáningar sínar. Hans er því sárt saknað. Áki eins og hann var kallaður í vina hóp var sonur hjónanna Maríu Þorvarðardóttur frá Reykjavík og Eiríks Kristjánssonar, kaupmanns frá Sauðárkróki. Þau hjónin bjuggu á Akureyri, en þar rak Eiríkur versl- un Eiríks Kristjánssonar og síðar ýmiss konar iðnaðarframleiðslu. Böm þeirra hjóna vom fjórir syn- ir og ein hálfsystir, sem öll slitu bamsskónum á Akureyri. Ég kynntist Áka á menntaskólaá- mm mínum á Akureyri í kringum 1950. Þá var hann atkvæðamikill sóknarmaður í handknattleiksliði KA, markmaður í fótbolta og góður í fijálsum íþróttum og glímu. Þessi upptalning lýsir vel, hve hæfíleika- mikill íþróttamaður Áki var. Áki hleypti heimdraganum og fór til Kaupmannahafnar til náms í sælgætisgerð. Þar næst lá leiðin til Reykjavíkur og hóf hann störf sín hjá sælgætisgerðinni Amor. Þann 11. júní 1954 steig Áki sitt stærsta gæfuspor, er hann kvæntist glæsilegri, ungri stúlku frá Reykja- vík, Margréti Einarsdóttur. Margrét og Áki þóttu með afbrigðum glæsi- legt par á götum Reykjavíkur og ekki bragðust vonir með ungu hjón- in, en samband þeirra var til fyrir- myndar á öllum sviðum. Börnin 4 bera þess öll merki, að þau em böm frá heimili, þar sem kærleikurinn situr í fyrirrúmi. Áki og Margrét fluttu í Kópavog árið 1966. Áki rak þá sælgætisgerð- ina Aladdín. Fyrirtækið gekk vel og vömr frá Aladdín vom rómaðar um allt land og seldust vel. Árið 1970 var HK í Kópavogi stofnað og var Áki formaður félagsins fyrstu 12 árin. Þar nutu forystuhæfíleikar Áka sín vel. Heimili þeirra Margrétar stóð öllu unga fólkinu opið og þar komu upp mörg beztu handknatt- leiksefni þjóðarinnar. Tónlistarsmekkur Áka var breiður og þess má geta, að hann var ágæt- ur píanóleikari og gladdi fólk oft með leik sínum. Fleiri listgreinar áttu hug Áka og sótti hann söfn sér tii ánægju ekki sízt á ferðum sínum erlendis. Áki var virkur í Sjálfstæðisflokkn- um í Kópavogi og var þar ráðagóður og sáttfús í öllum málum. Áki átti einnig sæti í safnaðar- nefnd Kópavogskirkju, en kirkju sína studdí hann af öllum mætti og var einn af dyggustu gestum kirkjunnar. Áki unni landi sínu heitt og studdi öll mál, sem efldu hag fólksins í land- inu. Ungu fóiki vildi hann vel, og það fann unga fólkið og laðaðist að heillandi og kærleiksríkum persónu- leika hans. Hann geislaði af fögnuði og friði í sámstu þjáningu og ef til vill miðlaði hann ekki sízt þá, okkur öllum, sem í kringum hann stóðum, af örlæti sálar sinnar. Drottinn blessi minningu góðs drengs og gefí eftir- lifandi, yndislegri konu hans, börn- um, tengdabörnum og barnabörnum þrek til þess að standast þessa raun. Sigurður Helgason. Hann gaf sig ekki fyrr en í fulla hnefana og barðist til hinztu stundar eins og stríðshetja. Hann yfirgaf þessa veröld eins og höfðingja sæm- ir með reisn í heimaranni sínum án þess að sýna á sér nokkum bilbug. Veikindastríðið var hans einkamál, og svo mikið sálrænt eða andlegt snyrtimenni var hann og svo mikil var sjálfsvirðing hans í þjáningum hans, að hann kom fram dags dag- lega eins og ekkert amaði að. Það fann undirskráður hvað greinilegast síðustu tvö skiptin sem hann var hittur að máli, í fyrra skiptið um verzlunarmannahelgina í sumar er leið, á málverkasýningu greinarhöf- undar í Eden, þar sem hann mætti með léttleik ásamt með hluta af sinni geðþekku fiölskyldu og síðara skipt- ið og hið seinasta, var í haust við útför Kristins Finnbogasonar í erfí- drykkju á Hótel Sögu, en sonur hans og eiginkonu hans Margrétar Einar Þorvarðarson, landsliðsmaðurinn þekkti í handbolta, er tengdasonur Kristins heitins. Þar í Eden sló Þor- varður Áki á glens við frænda sinn, sem þetta ritar. Hann var karlmenni. Þorvarður Áki Eiríksson frændi vár og vinur var alla tíð gæfumað- ur, átti góða konu og vel gerð börn. Hann var hlýr og góðgjarn með heppilegt lundemi fyrir heiminn, en trúlega hefur hann verið með við- kvæma sál eða svo segja þeir, sem þekktu hann gerst. Hann varðveitti þessa léttu lund, þessa guðsgjöf sína, fram í andlát. Svili hans heimsótti hann örstuttu áður en hann lézt og dáðist að þessum lífsstíl hans. Hann hélt áfram að gefa af sér þetta já- kvæða viðmót, þessa notalegu nær- veru, unz yfír lauk. Afi Þorvarðar Áka í föðurlegg sem var af al-húnvetnskum uppmna, fæddur og alinn upp á Eyvindarstöð- um í Blöndudal í Á-Hún, var systur- sonur Erlendar Pálmasonar, hrepp- stjóra og dannebrogsmanns í Tungu- nesi í Langadal, en Erlendur var langafí þess, er þetta ritar, svo að faðir Þorvarðar Áka, Eiríkur Kristj- ánsson, kaupmaður á Akureyri og Sigurður Guðmundsson, skólameist- ari við MA, vom þremenningar að frændsemi. Kristján Gíslason var kaupmaður í háa herrans tíð á Sauð- árkróki. Hann var hár maður vexti og svaraði sér vel, höfðingi heim að sækja, enda var mikið um gestakom- ur á heimili hans. Þeir Guðmundur í Mjóadal, sonur Erlendar í Tungu- nesi, móðurbróður kaupmannsins á Króknum og Kristján náfrændi hans vom aldavinir og hittust oft að forn- um sið. Það hefur verið sagt um afa Þorvarðar Áka, að hann hafí þótt bæði greindur og skemmtilegur og í ofanálag ráðdeildarsamur kaup- sýslumaður. Afí greinarhöfundar Guðmundur í Mjóadal verzlaði ekki við neinn annan en Kristján frænda sinn. Kristján Gíslason er sagður hafa flutt músíkina inn í Skagafjörðinn. Hann hafði mikið yndi af söng og hljóðfæraslætti. Sjálfur lék hann á harmoníum. Hann var fyrsti organ- isti Sauðárkrókskirkju 1892, er hún var reist. í ættinni húnvetnsku (frá Eyvindarstöðum og Tungunesi) eru bullandi músikantar: Jón Leifs, son- arsonur Erlendar Pálmasonar; Árni Elfar, dóttursonur Kristjáns Gísla- sonar; Þorsteinn Jónsson frá Eyvind- arstöðum, dáinn fyrir mörgum ámm, lengi sýsluskrifari á Blönduósi, al- hliða tónlistarmaður, tónskáld og kórstjóri; sonur hans Þorsteinn Hængur, tannlæknir í Reykjavík, lék lengi í hljómsveitum, og svona mætti lengi telja. Náinn ættingi, læknir, segir að ofurnæmt taugakerfí og afar sér- stætt sálarfar einkenni þá frændur alla. Náinn frændi Þorvarðar Áka, bræðmngur við hann, Páll Axelsson, sem áður var kaupmaður á Ak. en nú búsettur í Kaupmannahöfn, þótti svo glæsilegur, að enn er um það talað, einkum meðal kvenna. Hins vegar er Páll einhver ómontnasti maður, sem fyrirfínnst. Hann er ljóð- rænn og yrkir sonnettur, naut en- skrar yfirstéttarmenntunar, en er alls ósnobbaður eins og sönnum fyr- irmanni ber. „Þessi svokallaða glæsi- mennska mín, ef nokkur er,“ sagði hann eitt sinn, „hefur fyrst og fremst verið mitt „handicap“.“ Hann átti við að slíkt hefði verið honum þránd- ur í götu eins og einhvers konar fötlun. Hann var alla tíð laus við að verzla með sína töfra, hann Páll Axelsson. Sagt er, að Þorvarður Áki og Palli Axels hafí löngum þótt lík- astir þeirra frænda, einkum að lund-. erni. Þorvarður Áki ólst upp á Akur- eyri, sonur hjónanna Maríu Þorvarð- ardóttur (úr Reykjavík) og Eiríks Kristjánssonar, kaupmanns. Þau bjuggu fyrst í Bótinni á Akureyri (í miðbænum), en fluttu síðan upp á Syðri-Brekkuna í svokallað Hlíðars- hús, sem var kennt við Sigurð Hlíð- ar dýralækni og alþingismann. Þetta hús átti síðar Brynleifur Tobíasson yfirkennari við MA og nú síðast Kaþólska kirkjan á íslandi. Þar er nú bæði kirkja og íbúð kaþólskra sálusorgara. Þetta hús stendur á bláhominu á Hrafnagilsstræti, þar sem það sker Eyrarlandsveg og þyk- ir geysi-fagurt hús, sem túristar taka vel eftir og jafnvel ljósmynda í hrifni sinni. Þegar Eiríksfjölskyld- an, flutti upp á Syðri-Brekku, sem mun hafa verið um 1940, var ekki lengur fjörður milli frænda né vík milli vina. Dummi bróðir lék knatt- spymu í KA (í meistaraflokki meira að segja) með Kristjáni heitnum hrl. frænda sínum (honum Bússa). Næstelztur þeirra bræðra, Sigurð- ur, fyrmm bókhaldsmeistari hjá Flugleiðum, var snemma sérstakur persónuleiki, sem lét til sín taka í félagsmálum á Akureyri. Hann var formaður Knattspymufélags Akur- eyrar um hríð, afreksmaður í sundi, einkum í skriðsundi, og segja sumir, að hann hafi haft svipaðan stíl og. Johnny Weissmuller, sem lék Tarzan á þeim ámm. Örn Eiríksson (Bassi) einn bræðr- anna og greinarhöfundur elduðu eitt sinn grátt silfur eftir æsilegt dansi- ball á Hótel Norðurlandi. Ekkert erft á hvomgan bóginn (óskráð lög), engin austurhúnvetnsk vendetta í það sinnið! Lyktaði hins vegar með vináttu og meiri frændrækni en nokkm sinni fyrr. „Þessir bræður, þeir Eiríkssynir, vom eins og Hollywood-stjörnur," sagði vinkona frá Akureyri sem átti heima í námunda við þá, „og foreldr- arnir“ bætti hún við, „vom glæsileg- ustu hjónin á Akureyri." Þetta sagðj vinkonan og hafði lög að mæla. í húnvetnsku ættinni er ýmist laglegt fólk eða ófrítt fólk — guð deilir ekki jafnt eins og ailir vita. Hins vegar fínnst hvergi á íslandi frændrækn- ara fólk en þessi ættmenni, stundum minnir slíkt jafnvel á eitthvað suð- rænt. Þorvarður Áki rak sælgætisgerð- ina Alladín árum saman, hafði num- ið sælgætisgerð úti í Danmörku, hann þótti góður fagmaður. Hann bjó með konu sinni og börnum í Kópavogi. Þar starfaði hann ötullega að ýmsum félagsmálum við orðstír. Hann var hvatamaður að stofnun HK, sem er skýringin á glæsilegum íþróttaferli Einars, sonar hans og Margrétar konu hans. Sem fyrr seg- ir var Þorvarður vel giftur. Hjóna- band hans og Margétar var einkar fallegt og snurðulaust. Það lýsti af þeim, hvar sem þau fóm. Eiginkonan Margrét Sigríður Einarsdóttir er glæsileg kona, ættuð af Snæfells- nesi (undan Jökli) í föðurlegg, en húnvetnsk í móðurætt. Einar Þor- steinsson faðir hennar var bróður- sonur Jóhanns Jónssonar skálds, sem orti „Söknuður". Jóhann Frí- mann skáld og skólastjóri og Guð- mundur Frímann listamaður og skáld vom hálfbræður móður Margr- étar, Halldóru Óskar Halldórsdóttur í Langadal í A-Hún. Börn þeirra hjónanna Margrétar og Þorvarðar Áka: Dóra Guðrún, gift Grétari Sig- urðssyni, sendifulltrúa hjá SÞ í New York; Einar Örn, landsliðsmaður í handbolta og trésmiður, í sambýli við Arnrúnu Kristinsdóttur; María, í sambýli við Héðin Gilsson, sem er atvinnumaður í handbolta í Þýzka- landi; Eiríkur Kjartan háskólanemi, sem er yngstur barnanna. „Þorvarður Áki er farinn," sagði Örn bróðir hans, þegar hann hermdi lát hans. Þorvarður Áki dó klukku- stundu fyrir hádegi og mætti dauða sínum eins og Hemingway lýsir svo oft í sögum sínum, með virðuleik, keikur og upplitsdjarfur. Því mun hann alltaf lifa eins og sá, sem sigr- ar. Að Hæðardragi, Steingrímur St. Th. Sigurðsson. Ég vil hverfa langt langt inn á græna skóga inn í launhelgar tijánna og gróa þar tré gleymdur sjálfum mér, finna ró í djúpum rótum og þrótt í ungu ljósþyrstu laufi leita svo aftur með visku tijánna á vit reikulla manna (Snorri Hjartarson) Margar ólíkar tilfínningar bærast í sálum okkar er við kveðjum Þor- varð Áka Eiríksson. Hann fæddist á Akureyri, sonur hjónanna Eiríks Kristjánssonar kaupmanns og iðn- rekanda, og Maríu Þorvarðardóttur. Hann stundaði nám í sælgætisiðn í Danmörku og rak síðan um langt skeið Sælgætis- og efnagerðina Aladín hf. í Kópavogi. Sérstaklega þótti okkur gaman í æsku að fá að fara með föður okkar suður í Kópa- vog til að heimsækja Áka frænda í vinnuna. Hann fagnaði öllum þannig að þeir urðu þess áþreifanlega varir að þeir væm velkomnir. Brosið, orð- in og athöfnin endurspegluðu ein- lægni hans. Góðgæti var stungið að okkur og vinalegt klapp á öxlina fylgdi. Víst er að okkur þótti ekkert konfekt og sælgæti í líkingu við það sem Áki bjó til. Við héldum alltaf glaðari í bragði eftir að hafa hitt þennan góða frænda. Áki lét allt mannleg sig miklu varða, einkum var honum umhugað um að sem flestir gætu stundað íþróttir til upp- byggingar líkama og sálar. Hann var einn af framkvöðlum íþrótta- mála í Kópavogi, stofnaði HK og var fyrsti formaður þess. íþróttir voru hans hjartans mál, hann sat m.a. í stjórn UMSK og HSÍ um árabil. Áki gekk að eiga Margréti Sigríði Einarsdóttur píanóleikara 11. júní 1954. Böm þeirra eru: Dóra Guðrún húsmóðir sem er gift Grétari Má Sigurðssyni, fastafulltrúa íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Eiga þau tvær dætur; Einar Öm, landsliðs- maður í handknattleik og þjálfari 1. deildarliðs Selfoss í handknattleik, sambýliskona hans er Arnrún Krist- insdóttir útstillingarstjóri. Eiga þau eina dóttur og einn son; María, nemi í Þýskalandi, sambýlismaður hennar er Héðinn Gilsson, handknattleiks- maður; Eiríkur Kjartan, nemi í sjúkraþjálfun. Áki átti mikilli gæfu að fagna.N þar sem Magga og börnin vom og ekki síður tengda- og barnabörnin. Heimili þeirra bar ávallt svip lífs- gleði, einlægni, kærleika og hlýju, þar var hátt til lofts og vítt til veggja. Ógleymanlegt er öllum þeim sem sáu samheldni fjölskyldunnar og hve vel þau reyndust Áka í hinni löngu og erfíðu sjúkdómslegu uns yfir lauk 14. janúar síðastliðinn. Minningin um Áka mun lifa í hjörtum allra er honum kynntust. Þar fór mikilhæfur og tryggur mað- ur sem reyndist okkur bræðmnum góður frændi. Guð blessi Þorvarð Áka Eiríksson. Margs e að minnast, margt er hér að þakka. Guð sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Br.) Sigurður, Pétur og Eiríkur Orn Arnarsynir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.