Morgunblaðið - 25.01.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992
13
Ingólfur Guðbrandsson
„Af þessum litríka
heimshluta heyrast fá-
ar fréttir á Islandi,
enda lífið þar að mestu
ljúft og of friðsamlegt
til að teljast fréttnæmt,
ef frá eru taldar róstur
í Perú og eiturlyfja-
framleiðslan í Kólumb-
íu. Saga Nýja heimsins
er engu að síður áhuga-
verð og spennandi.“
borgum Spánar, sem veglegast
halda upp á 500 ára afmæli Nýja
heimsins á þessu ári, önnur með
Ólympíuleikum, hin með heimssýn-
ingu, þar sem flestar sjálfstæðar
þjóðir heims skipa sér á bekk nema
Islendingar.
Stolt ítala og Spánverja
Bæði ítalir og Spánverjar eigna
sér heiðurinn af sögu og afrekum
Kólumbusar og hafa reist honum
ótal minnismerki og styttur á fögr-
um torgum ( borgum sínum, en sjálf-
ur dó hann fátækur og vinalaus í
Valladolid á Spáni árið 1506, þrátt
fyrir metorðin, sem honum hafði
verið lofað og allan auðinn, sem
fannst í Nýja heiminum og varð
grundvöllur að heimsveldi Spánvetja
á sinni tíð. í fyrstu litu Spánverjar
ekki við Norður-Ameríku, sem þeim
fannst „gagnslaust iand og einskis
nýtt“. Auðurinn var í Mexíkó og
Suður-Ameríku, og þaðan komu
digrir sjóðir og kistur fullar af gulli,
silfri og dýrum steinum. Gróska
náttúrunnar þótti með ólíkindum,
og nú kynntust Evrópumenn í fyrsta
sinn maís, kartöflum, tómötum og
tóbaki, en fluttu með sér í Nýja
heiminn hesta, nautgripi og svín,
sem ekki voru þar fyrir, svo og
tækniþekkingu og ritmál, en indíán-
ar þekktu hvorki hjólið né áttu þeir
neinar ritaðar heimildir. Sögur far-
manna voru hentar á lofti af húsum
úr skíragulli, götum lögðum silfur-
hellum og af fögrum meyjum á borð
við þær, sem Múhammed spámaður
lofaði völdum vinum sínum við kom-
una í Paradís. Ekki sætir furðu að
Evrópumenn fýsti að flytjast þangað
í von um sældarlíf og skjótfenginn
gróða. Einn þeirra lýsti landinu svo:
„Þessi nýi heimur er fegursti,
auðugasti og undursamlegasti part-
urinn- af jörð vorri. Sá, sem ekki sér
hann, þekkir ekki heiminn."
Af þessum litríka heimshluta hey-
rast fáar fréttir á íslandi, enda lífíð
þar að mestu ijúft og of friðsamlegt
til að teljast fréttnæmt, ef frá eru
taldar róstur í Perú og eiturlyija-
framleiðslan í Kólumbíu. Saga Nýja
heimsins er engu að síður áhugaverð
og spennandi. Því er ástæða til að
vekja athygli þeirra, sem langar að
kynnast henni, á erindi Sigurðar
Hjartarsonar kennara og sagnfræð-
ings um sögu Nýja heimsins á Hótel
Sögu, sunnudaginn 26. janúar kl.
16.00. Sérsvið Sigurðar er saga róm-
önsku Ameríku. Hann hefur ferðast
um álfuna alla og kann frá mörgu
að segja. Erindi hans er haldið að
tilhlutan Heimsklúbbs Ingólfs og er
þáttur í fræðslustarfsemi klúbbsins
um Qarlæg lönd og framandi þjóðir.
Aðgangur er ókeypis.
Höfundur er ferðamálafrömuður.
BÓKAMARKAÐUR ARNAR OG ÖRLYGS • BÓKAMARKAÐUR ARNAR OG ÖRLYGS • BÓKAMARKAÐUR ARNAR OG ÖRLYGS
ArnarogOrlygs
EINSTAKT 25 ÁRA AFMÆLISTILBOÐ
ARNAR 06 ÖRLYGS
77. JANÚAR TIL 1. FEBRÚAR 0M
NÚ ER TÆKIFÆRIÐ TIL ÞES5 AÐ LEGGJA
GRUNN AÐ GÓÐU HEIMILISBÓKASAFNI.
0PIÐ MANUDAGA TIL F0STUDAGA KL9-I9
LAUGARDAGA KL I0-I8OG SUNNUDAGA KLII-16
Pantanasími: 91-684866 Pantanafax: 91-683995
BÓKAPAKKAR: j
Við vekjum sérstaka athygli á girnilegum bókapökkum
fyrir unga og aldna, á aldeilis ótrúlegu verði.
ÚTLITSGÖLLUÐ ÖNDVEGISVERK
Einnig bjóðum við nokkur aföndvegisverkum okkar
með útlitsgöllum, á sérstökum vildarkjörum. 1
[ITTHVAD ÓVANTÁ HVÍRJUM DIGI: I
Til þess að hleypa auknu lífi í tilveruna munum við, meðan á m
sem t.d. verða boðin 10 eintök afeinhverjum okkar
eftirsóknaverðu verka á mjög svo góðu verði.
Við höfum gefið út ÖNDVEGISklT í ALDARFJÓÐUNG og nú gefstþér
tækifæri til þess að moða úr þeim.
ÖRN OG ÖRLYCUR
URVALIÐ ÍYKST MEÐ ARIHVIRJU
ORN OG ($j ORLYGUR
SÍÐUMÚLA 11 SÍMI Ó84866
BÓKAMARKAÐUR ARNAR 06 ÖRLYGS BÓKAMARKAÐUR ARNAR OG ÖRLYGS BÓKAMARKAÐUR ARNAR OG ÖRLYGS
KIUMPUR