Morgunblaðið - 25.01.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.01.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992 biöjumst VÍS velvirðingar á þeim leiðu mistökum sem áttu sér stað hjá Pósti og síma þegar bera átti út litlar gjafaöskjur af Vespré Silhouettes dömubindum. I stað þess að öskjurnar væru bornar heim til viðtakenda, eins og samið var um, fengu um 5% þeirra tilkynningu þess efnis að pakki biði þeirra á pósthús- inu. Við biðjumst enn og aftur velvirð- ingar á þessum leiðu mistökum og biðjum þær konur sem urðu fyrir óþægindum af þessum sökum að hafa samband við okkur sem fyrst í síma 681555. <rVespté SI LHOU ETTES G/obusf Lágmúla 5-108 Reykjavík Fimmhundruð ára saga nvja heimsins eftir Ingólf Guðbrandsson Nú er þess minnst báðum megin Atlantshafsins að 500 ár eru liðin frá fundi Ameríku hið seinna sinnið. Bæði íslendingar og Norðmenn eigna sér Leif Eiríksson heppna og heiðurinn af landafundi hans í Norð- ur-Ameríku fyrir nærri 1000 árum, en sú saga komst aldrei í hámæli og féll í gröf gleymskunnar. Öðru máli gegndi um fund Kólumbusar árið 1492, að fréttin flaug um heims- byggðina, enda Gutenberg búinn að finna upp prentlistina, og Ameríka byggðist Evrópumönnum, sem ruddu burt hinum rauðbrúnu frum- byggjum, indíánum og sérstæðri menningu þeirra. Enginn einstakur atburður mannkynssögunnar hefur breytt heimsmyndinni jafnmikið og landafundur Kólumbusar, sem ætl- aði að sanna þá kenningu, að hægt væri að komast austur með því að sigla í vestur. Ferðinni var heitið til Indlands, og þar taldi hann sig hafa tekið land, er hann kastaði akkerum við San Salvador í fyrstu ferð sinni, en Santo Domingo fékk nafnið Hi- spaniola og eyjarnar kallast enn Vestur-Indíur. Sonur vefarans í Genua Kólumbus var þráhyggjumaður, sem eyddi blóma ævinnar í árang- urslausar tilraunir við að sannfæra konunga Portúgals, Spánar og Eng- lands um réttmæti „vísindalegrar, landfræðilegrar niðurstöðu" sinnar um að hægt væri að komast austur til Indlands með því að sigla í vestur- átt, en þá var sjóleiðin til Indlands enn ófundin þótt bæði Diaz og Vasco da Gama hefðu komist fyrir suður- odda Afríku nokkru fyrr. ítalir voru engin siglingaþjóð í samanburði við Portúgali, sem urðu forystuþjóð á hafinu, eftir að prins Hinrik stofnaði siglingaskólann árið 1415 og gjörbreytti skipasmíði og siglingatækninni. Kólumbus varð ekki spámaður í föðurlandi sínu fyrr en eftir dauða sinn fremur en títt er um mikilmenni. Hann var fæddur í Genúa árið 1451 og vart af barns- Taino-indíánarnir voru fyrstu frumbyggjarnir, sem Kólumbus komst í kynni við. aldri, þegar hann lagðist í siglingar sem vikapiltur um borð í kaupförum um Miðjarðarhafið. Þannig kynntist hann sjónum og siglingum, en lærði kaupmennsku og vefaralist af föður sínum. Um 10 ára skeið dvaldist hann í Portúgal, eftir að verða skip- reika, og hefur að líkindum forfram- ast þar í siglingalistinni, en Portúg- alar voru allra sægarpa snjallastir. Hann gekk að eiga portúgalska konu, bjó um skeið í Lissabon og síðar á Porto Santo, smáeyju undan Madeira. í fámenninu og einsemd- inni þar, lengst úti í Atlantshafi, er talið að hugmyndin um að sigla í vestur til að komast austur hafi fest rætur í sinni hans, og hann losnaði ekki við hana. Ekki tókst honum að sannfæra portúgölsku hirðina um ágæti hugmynda sinna og leitaði þá á náðir spænsku konungshjónanna hinna kaþólsku, Ferdinands annars og ísabellu drottningar. í sex ár elti hann farandhirð þeirra á röndum um Spán án nokkurs árangurs. Hann bjó við þröngan kost og var hafður að háði og spotti við hirðina. Það var fyrst í sigurvímunni eftir fall máranna í Granada í janúar 1492, að konungshjónin sáu aumur á honum og hétu að styrkja hann til ferðarinnar og leggja honum til þtjú lítil skip, Santa Maria, Ninja og Pinta. Hann sneri aftur úr fyrstu siglingu sinni eftir fund Nýja heims- ins í apríl 1493 og var hylltur sem hetja í Sevilla og Barcelona, þeim Dómur hæstaréttar í máli bænda gegn Kaupfélagi Dýrfirðinga Bændur gátu krafist uppgjörs strax á grundvelli búvörulaga HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm undirréttar og dæmt Kaupfélag Dýrfirðinga til að greiða bætur vegna uppgjörs eftir haustslátrun. Þegar tveir bændur óskuðu uppgjörs frá kaupfélaginu, miðað við gjald- daga sem tilteknir voru í búvörulögum frá 1985, í stað þess að greiðsl- ur yrði inntar af hendi með sama hætti og árin á undan, var því hafn- að af hálfu kaupfélagsins. Tveir bændur, bræður, stefndu kaupfélaginu og byggðu kröfugerð sína á því, að kauþfélaginu hefði borið að gera upp skuldir sínar við þá í samræmi við ákvæði búvörulaga nr. 46/1985, þannig að 75% inneign- ar væru greidd fyrir 15. október 1987 og 25% fyrir 15. desember 1987. Síðari hluta nóvembermánaðar það ár hafi þeir óskað uppgjörs, en kaupfélagsstjórinn tjáð þeim, að til þess væru engir fjármunir handbær- ir. Eftir að lögmaður þeirra hafði ritað kaupfélagsstjóranum kröfubréf 7. desember var svar kaupfélagsins, dagsett 17. saman mánaðar, á þá leið, að skuldin væri ekki gjaldfallin, en bændunum boðið að fá greiðslur út af viðskiptareikningi á þremur til fjórum mánuðum, þannig að skuldin yrði að fullu greidd í mars-apríl 1988. Eftir að lögmaður bændanna hafði ítrekað kröfur þeirra greiddi kaup- félagið tæplega 1,6 milljónir í einni greiðslu, þann 12. apríl ’88. Bænd- umir höfðuðu mál og kröfðust þess að greiðsla Kaupfélagins yrði, með dráttarvöxtum og kostnaði, samtals rúmlega 1,8 milljónir. Kaupfélag Dýrfirðinga krafðist sýknu i málinu og hélt því fram að bræðurnir hefðu ekki átt gjaldfallna kröfu á hendur sér í nóvember 1987. Kaupfélagið hefði efnt greiðslu- skyldu sína með því að greiða inn á viðskiptareikning bræðranna sam- kvæmt langri venju og vaxtareikna íjárhæðina með almennum innláns- vöxtum, enda hefðu bræðurnir ekki borið fram óskir um breytingar eða haft fyrirvara á, þegar fé þeirra var leitt til slátrunar haustið 1987. Þeir hefðu því með aðgerðarleysi firrt sig rétti til að krefjast uppgjörs með þeim hætti, sem þeir gerðu. Héraðsdómur féllst ekki á sjón- armið Kaupfélagsins og sagði óum- deilt, að enginn sérstakur samningur hefði verið milli aðila um annan hátt á greiðslum fyrir sláturafurðir en greinir í lögum nr. 46/1985. Með hliðsjón af skýrum uppgjörsreglum þessara laga og ótvíræðum tilgangi þeirra yrði ekki talið, að bændurnir hafi þurft að setja fram einhveija sérstaka fyrirvara um, að þeir myndu krefjast greiðslu á grundvelli lag- anna. Þá yrði ekki heldur talið, að milli aðila hafi verið einhvers konar samningsígildi um uppgjör sam- kvæmt áralangri venju, sem skapað- ist og viðhaldið var við allt aðrar aðstæður í löggjöf en nú voru orðn- ar. Það skipti ekki máli, þó bændurn- ir hefðu ekki nýtt sér rétt sinn fyrstu tvö árin eftir gildistöku hinna nýju búvörulaga. Þá sé ekki hægt að taka til greina sýknukröfu kaupfélagsins, byggðri á því, að ríkisvaldið hafi með vanefndum sínum gagnvart kaup- félaginu varðandi afurðalán gert því ókleift að greiða út í hönd á til- teknum dögum verðmæti innlagðrar búvöru. Héraðsdómur sagði að krafa bændanna hefði öll verið fallin í gjalddaga 15. desember 1987, þó vaxta væri ekki krafist fyrr en frá 1. janúar 1988. Kaupfélaginu beri því að greiða rúmlega IV2 milljón, auk dráttarvaxta og kostnaðar, sam- tals um 1,8 milljón. Þar frá dregst tæplega 1,6 milljón, sem Kaupfélagið hafði greitt. Þá var Kaupfélagið einn- ig dæmt til að greiða 120 þúsund í málskostnað í héraði og 75 þúsund fyrir hæstarétti. Dón hæstaréttar, sem staðfesti dóm héraðsdóms, kváðu upp hæsta- réttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guð- mundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.