Morgunblaðið - 25.01.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.01.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992 í Sigríður Eiríksdóttír Hansen — Minning Fædd 13. janúar 1907 Dáin 16. janúar 1992 I dag verður til grafar borin á Sauðaárkróki Sigríður Eiríksdóttir Hansen, en hún lést í Sauðár- króksspítala á 86. aldursári hinn 16. dag þessa mánaðar. Nú þegar stjúpmóðir mín er látin er mér ljúft að minnast hennar nokkrum orðum. Sigríður var síðari kona föður míns, Friðriks Hansens kennara á Sauðárkróki, en hann lést á árinu 1952. Hún hafði því verið ekkja í nær 40 ár, er andlát hennar bar að höndum. Sigríður var frá Djúpadal í Blönduhlíð og dóttir heiðurshjónanna, Eiríks Jónssonar og Sigríðar Hannesdóttur, er þar bjuggu lengi. Eg mun hafa verið á 13. ári þeg- ar Sigríður giftist föður mínum og tók við búsforráðum á heimili hans á Sauðárkróki. Þá þegar höfðu þau eignast tvö böm, Sigurð, sem ólst upp í Djúpadal og nú er loðdýra- bóndi á Kringlumýri þar í grennd, og Jósefínu, sem ber nafn móður minnar. Hún er nú yfirkennari við Ölduselsskóla í Reykjavík. Síðar eignuðust þau Eirík sem er banka- starfsmaður á Sauðárkróki og Frið- rik sem einnig er búsettur á Sauðár- króki. Þar sem ég var yngstur af átta börnum föður míns af fyrra hjónabandi hans, mun ég hafa dval- ist lengur á því stóra heimili sem þarna var til stofnað en þau alsystk-. ini mín sem eldri voru. Eftir á að hyggja gerði ég mér ljóst að hlut- verk Sigríðar á þessum árum hlýtur að hafa verið vandasamt og erfitt á stundum. Ekki minnist ég þó , neinna atvika eða árekstra sem varpa skugga á samskipti mín við stjúpmóður mína og vil ég þakka það m.a. þeirri glaðværð og ljúf- mennsku sem voru einkennandi þættir í skapferli hennar. Á heimili þeirra Friðriks og Sig- ríðar var oft gestkvæmt því bæði voru þau hjón vinsæl og löðuðu að sér gesti. Kom þar til hvort tveggja að frændgarður Sigríðar í Skaga- firði var stór, hin svonefnda Djúpa- dalsætt, og Friðrik eignaðist marga vini og kunningja í sambandi við störf sín í þágu Sauðárkrókshrepps, þar sem hann var oddviti hrepps- nefndar um skeið, m.a. á fyrstu hjúskaparárum þeirra og fram til þess tíma er Sauðárkrókur hlaut kaupstaðarréttindi 1948. Samvistarár Friðriks og Sigríðar urðu ekki mörg, aðeins tíu, ef mið- að er við giftingarár þeirra, þar sem faðir minn féll frá 1952 eins og áður greinir. Þá voru börn þeirra ung og smá, yngsti drengurinn að- eins fimm ára og ekki heilsuhraust- ur, og ljóst var að Sigríður varð að standa ein að uppeldi barnanna og því mörg erfið ár framundan. Það hlutverk leysti hún vel af hendi. Sigríður hafði sterkar taugar til æskustöðva sinna. Er því við hæfí að ég ljúki þessum orðum mnum með ljóði um þær, sem hún hafði miklar mætur á, eftir Friðrik Han- sen: Hver gleymir, bjarta Blönduhlíð, blámanum þinna Qalla? Hver man ekki og þráir á sumrin síð sólskinsblettina alla? Hver vill ekki eiga vorin frið, þar sem vötn þín að bökkum falla? Blessuð sé minning hennar. Guðmundur Hansen. 9 í dag er til moldar borin Sigríður Eiríksdóttir Hansen tengdamóðir mín. Mér er ljúft að minnast henn- ar fáum orðum og þakka henni rúmlega 30 ár samfylgd. Sigríður fæddist í Djúpadal í Blönduhlíð, 13. janúar 1907. For- eldrar hennar voru Eiríkur Jónsson trésmiður og bóndi í Djúpadal og Sigríður Hannesdóttir kona hans. Bæði voru þau komin af traustum og dugmiklum bændaættum, voru raunar bæði af Djúpadalsætt, sem búið hefur hátt á þriðju öld í Djúpadal. Er margt merkra karla og kvenna af Dalsættinni komið og um hana hefur rithöfundurinn Elín- borg Lárusdóttir skrifað fjögurra binda ættarsögu. Systkini Sigríðar voru sex, elstur var Stefán, sem fór til Kanada, starfaði þar fram á efri ár, en kom þá heim og dvaldist í Djúpadal til dauðadags. Jón bóndi í Djúpadal, Valgerður húsfreyja í Sólheimum í Blönduhlíð, Eiríkur trésmíðameist- ari í Reykjavík, Ingibjörg húsmóðir á Sauðárkróki og yngstur Skarp- héðinn bóndi í Djúpadal. Nú eru þeir Eiríkur og Skarphéðinn einir á lífi af þeim systkinum. Frá Djúpadal er fagurt útsýni yfir Skagafjörðinn, þar sem vötnin liðast um héraðið, og Tindastóll og Mælifellshnjúkur varða fjörðinn í norðri og suðri. Við bæjarvegginn rís Glóðafeykir og Dalsáin niðar við' túnfótinn. Á myndarlegu og fjöl- mennu heimili ólst Sigríður upp í stórum og glaðværum systkina- hópi, og voru rætur hennar til Djúpadals æ síðari mjög sterkar. Hún og bræður hennar völdust oft á Reynistað hjá föðursystur þeirra Sigríði, sem var gift Sigurði óðals- bónda þar, og hafði hún alla tíð miklar mætur á frænku sinni og því heimili. Flest systkinanna' sóttu skóla umfram venjulega skólagöngu, og um tvítugt dvaldist Sigríður ásamt Ingibjörgu systur sinni á Hvítár- bakkaskóla. Kynntust þær fólki víða að af landinu og áttu góðar minningar frá þessari skóladvöl. Sigríður var eftir þetta við ýmis sveitastörf í Djúpadal og á Reyni- stað, og á þessum tíma veiktist hún af berklum og dvaldist á Kristnes- hæli. Um tíma var hún við heimilis- hjálp hjá Lovísu ísleifsdóttur, afa- systur minni á Stýrimannastíg 9 í Reykjavík. Þar naut hún mikils dálætis ijölskyldunnar, og þar kynntist hún m.a. Þórbergi Þórðar- syni, sem þar var í húsnæði, og kunni hún margar skemmtilegar sögur af samskiptum við hann. Alls staðar þar sem hún dvaldist vann hún hug og hjörtu samferðafólks síns. Seint á 4. áratugnum kynntist hún Friðriki Hansen kennara, odd- vita og vegavinnuverkstjóra á Sauð- árkróki (f. 1891). Friðrik var þá ekkill, hafði misst konu sína Jósef- ínu Erlendsdóttur frá átta börnum. Sigríður og Friðrik giftust 1942. Börn þeirra urðu fjögur: Sigurður bóndi í Kringlumýri, f. 1939, kvæntur Maríu Guðmundsdóttur hárgreiðslumeistara og eiga þau tvö böm, Sigríði og Esther, sem þau hafa alið upp saman. Jósefína, f. 1942, aðstoðarskólastjóri í Reykja- vík, gift Guðmundi B. Jóhannssyni lækni. Böm þeirra eru Sigurður Hrafn og Helga Salbjörg. Eiríkur, f. 1945, deildarstjóri í Búnaðar- banka Islands á Sauðárkróki, kvæntur Kristínu Björnsdóttur hús- móður. Börn þeirra eru Friðrik Smári, Atli Björn og Birna. Kristín átti áður dótturina Hebu, sem þau misstu 5 ára gamla. Friðrik, f. 1947, ókvæntur og barnlaus, bjó hjá móð- ur sinni á Sauðárkróki. Sigríður tók við húsmóðurhlut- verki á stóru heimili, þar sem mikið var umleikis. Friðrik var störfum hlaðinn, því að auk kennslu var hann oddviti Sauðárkrókshrepps og síðar bæjarfulltrúi. Skrifstofa hreppsins var á heimilinu, og fylgdi þvi mikill erill, og auk þess voru þau hjón vinmörg og frændgarður stór. Oft komu skáldbræður Frið- riks í heimsókn, og var oft ort og skeggrætt fram á nætur. A vorin fór Friðrik vestur í Húna- vatnssýslu oft með einhver eldri barnanna sem unnu þar með hon- um, og fór Sigríður þá fram í Djúpadal með yngri börnin og dvaldist þar sumarlangt. Ekki unni forsjónin þeim Sigríði og Friðriki langra samvista, því að árið 1951 kenndi Friðrik sér þess meins er dró hann til dauða 27. mars 1952. Stóð Sigríður þá ein uppi með börn sín og veikindi í fjöl- skyldunni ekki á enda, því að yngsti sonur hennar, Friðrik, var mikill sjúklingur frá fæðingu, veiktist æ ofan í æ af ókennilegum sjúkdómi og vakti hún oft yfir honum meira og minna vikum saman. Um það leyti sem hún missti mann sinn veiktist einnig Eiríkur, næst yngsta barnið, og fór hún með drengina til Reykjavíkur, þar sem þeir lágu hvor á sínum spítalanum tímum saman. Var Sigríði þá mikil stoð að bróður sínum Eiríki og Helgu konu hans. ' Vegna þessara veikinda gat Sig- ríður ekki unnið frá heimilinu en þess í stað hafði hún leigjendur og kostgangara á heimilinu. Alltaf hélt hún ró sinni, og sáu fáir henni bregða, og vissu raunar fáir, sem ekki þekktu mjög vel til hve erfitt hlutverk hennar var. Heimilið var þó alltaf opið og fijálslegt, vinir bama hennar ætíð velkomnir, og safnaðist oft stór hópur þar saman við leiki og spil. iíleööur ■■ L ■■ ■ ■ ' ■■ ;:lrír ;• á IÉI111É® morgun ÍJl| m Guðspjall dagsins: Matt. 8.: Jesús gekk ofan af fjallinu. ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Munið kirkjubílinn. Kaffi eftir messu. Fimmtudag: Biblíulestur í safnað- arheimilinu kl. 20.30. Guðspjall og önnur rit Jóhannesar kynnt. Allir velkomnir. Árni Bergur Sigur- björnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa og almenn guðsþjónusta kl. 11. Athugið breyttan messutíma. Org- anisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organisti Mar- teinn H. Friðriksson. Sr. Hjalti Guðmundsson. Barnasamkoma í safnaðarheimilinu á sama tíma í umsjá Báru Elíasdóttur. Bæna- guðsþjónusta kl. 17. Sr. Hjalti Guð- mundsson. Miðvikudag: Kl. 12.10. Hádegisbænir í kirkjunni. Léttur málsverður á kirkjuloftinu. Kl. 13.30-16.30: Samvera aldraðra í safnaðarheimilinu. Tekið í spil. Kaffiborð, söngur, spjall og helgi- stund. ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðsþjón- usta kl. 10. Sr. Magnús Gunnars- son. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. 6 ára börn og eldri og foreldrar þeirra uppi. Vngri börnin niðri. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Halldór G. Gröndal. Organisti Árni Arinbjarnarson. Fyr- irbænir eftir messu og heitt á könnunni. Kvöldmessa kl. 20.30. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Tónlist annast sönghópurinn „Án skilyrða" undir stjórn Þorvaldar Halldórssonar. Þriðjudag: Kyrrðar- stund kl. 12.00. Orgelleikur í 10 mínútur. Fyrirbænir, altarisganga og léttur hádegisverður og biblíu- lestur og kirkjukaffi kl. 14. Sr. Hall- dór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Barnasam- koma og messa kl. 11. Altaris- ganga. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Kl. 17. „Við krossins djúpa hreina harm“. Dagskrá á vegum listvina- félags Hallgrímskirkju um sálma- skáldið dr. Sigurbjörn Einarsson biskup. Sr. Bolli Gústafsson vígslu- biskup tekur saman. Sungnir verða sálmar eftir Sigurbjörn. Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Morgunmessa kl. 10. Sr. Arngrímur Jónsson. Bar- naguðsþjcnusta kl. 11. Kirkjubíll- inn fer frá Suðurhlíðum um Hlíð- arnar fyrir barnaguðsþjónustuna. Messa kl. 14. Sr. Tómas Sveins- son. Mánudag: Biblíulestur kl. 21.00. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Óskastund barn- anna kl. 11. Söngur, sögur, fræðsla. Umsjón sr. Flóki Kristins- son. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Langholtskirkju flytur stólvers. Organisti Jón Stefánsson. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Kaffi að guðs- þjónustu lokinni. Aftansöngur alla virka daga kl. 18 í umsjá sr. Flóka Kristinssonar. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Ronald Turner. Sr. Jón D. Hróbjartsson. Barnastarf á sama tíma í umsjá Þórarins Björns- sonar. Heitt á könnunni eftir guðs- þjónustu. Fimmtudag: Kyrrðar- stund kl. 12. Orgelleikur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur máls- verður í safnaðarheimilinu að stundinni lokinni. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Guðmundur Óskar Ólafsson. Guðsþjónusta kl. 14. Munið kirkju- bílinn. Sr. Frank M. Halldórsson. Miðvikudag: Bænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. Fimmtudag: Biblíulestur kl. 20 í safnaðarheimilinu í umsjá Sr. Franks M. Halidórssonar. SELTJARNARNESKIRKJA: Fjöl- skyldumessa kl. 11. Organisti Þóra Guðmundsdóttir. Prestur sr. Sol- veig Lára Guðmundsdóttir. Barna- starf á sama tíma í umsjá Eirnýjar og Báru. Miðvikudag: Kyrrðar- stund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu og samkoma kl. 20.30 á vegum Seltjarnarneskirkju og sönghópsins „Án skilyrða" und- ir stjórn Þorvaldar Halldórssonar. Söngur, prédikun fyrirbænir. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Sunnu- dag: Guðsþjónusta kl. 14. Miðviku- dag: Morgunandakt kl. 7.30. Or- gelleikari: Pavel Smio. Sr. Cecil Haraldsson. ÁRBÆJARKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11 árdegis. Kirkjubíll- inn gengur um Ártúnsholt og Efri Selás. Guðsþjónusta kl. 14. Altar- isganga. Ath. breyttan messutíma. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Halla Jónasdóttir syngur einsöng. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra í messunni. Fyrirbænaguðsþjónusta miðviku- dag kl. 16.30. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 14 með þátttöku ferm- ingarbarna og barnakórsins. Org- anisti Þorvaldur Björnsson. Að lok- inni guðsþjónustu verður kaffisala kirkjukórsins. Bænaguðsþjónusta þriðjudag kl. 18.30. Sr. Gísli Jónas- son. DIGRANESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þor- bergur Kristjánsson. FELLA- OG Hólakirkja: Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Guðný M. Magnúsdóttir. Barnastarf á sama tíma. Fyrirbænir í Fella- og Hóla- kirkju mánudag kl. 18. Prestarnir. GRAFARVOGSSÓKN: Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í fé- lagsmiðstöðinni Fjörgyn. Organisti Ingimar Pálsson. Skólabíllinn fer frá Hamrahverfi kl. 10.30 og fer venjulega skólaleið. Nýr sunnu- dagspóstur, Valgerður, Katrín og Hans Þormar aðstoða. Kirkjukór- inn syngur við guðsþjónusta í Skál- holtsdómkirkju kl. 14 að loknu kóranámskeiði. Organisti Sigur- björg Helgadóttir. Vigfús ÞórÁrna- son. HJALLAPRESTAKALL: Messusal- ur Hjallasóknar Digranesskóla. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Húsið opnað kl. 10.30. Messa kl. 14. Alt- arisganga. Magnús Þorleifsson flytur stólræðu og kynnir m.a. starf Gídeonfélagsins. Félagar úr Gíde- onfélaginu annast ritningarlestra. Organisti Oddný Jóna Þorsteins- dóttir. Kristján Einar Þorvarðar- son. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- starf í safnaðarheimilinu Borgum sunnudag kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Fjórir nem- endur úr Tónlistarskóla Kópavogs leika á fiðlur og cello í guðsþjón- ustunni. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Molasopi eftir guðsþjónustuna. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 10.30. Messa kl. 14. Áðalsafnaðarfundur og kaffi eftir messu. KRISTSKIRKJA Landakoti: Messa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30 og messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardag messa kl. 14 og ensk kl. 20. Aðra rúmhelga daga kl. 18. MARÍUKIRKJA Breiðholti: Messa kl. 11. Laugardaga kl. 14, fimmtu- dag kl. 19.30. Aðra rúmhelga daga kl. 18. KFUM/KFUK, kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58: Kveðjusam- koma fyrir kristniboðana Kari og Jóhannes Ólafsson sem eru á för- um til Eþíópíu. Sunnudagaskóli kl. 11. Bænastund mánudagskvöld á Holtavegi kl. 17.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN Filadelf- ía: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðu- maður Einar Gíslason. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. HJÁLPRÆDISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 14. Hjálpræðissam- koma kl. 20. Ingibjörg og Óskar Jónsson stjórna. FÆREYSKA sjómannaheimilið: Samkoma kl. 17. Ræðumaður: Louisa Nicklason. Organisti Eiríkur Skála. GARÐASÓKN: Guðsþjónusta í Garðakirkju kl. 14. Kór kirkjunnar syngur. Organisti Ferenc Utassy. Fundur Æskulýðsfélag í Kirkjuhvoli nk. þriðjudagskvöld kl. 20. Gestur fundarins verður Hjalti Árnason Úrsus. Sr. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Víðisstaðasóknar syngur. Organisti Úlrik Ólason. Sr. Sigurð- ur Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11.00. Guðs- p ti » ! > i s 1 f E I 1 r E E E ( l< c V I 1 r r H C f f v c K f 1 l c E k J l t C f E c 1 r t t c fc t i< S E c í fc fc

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.