Morgunblaðið - 25.01.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.01.1992, Blaðsíða 48
Hvalreki íÞykkvabæ Morgunblaðið/Þorkell KRISTINN Markússon bóndi í Dísukoti í Þykkvabæ fann búrhval rekinn á fjörur Þykkbæinga í gærmorgun. „Þetta er stóreflis skepna," sagði Kristinn í samtali við Morgunblaðið, „einir 12-14 metrar á lengd.“ Hann sagðist ganga fjörurnar við og við og kvaðst telja að hvalinn hefði rekið í fyrrinótt eða aðfaranótt fimmtudagsins. Sérfræðingar frá Hafrannsókna- stofnun skoða hvalinn um helgina, að sögn Jóhanns Sigurjónssonar hvala- sérfræðings Hafrannsóknarstofnunar. Jóhann sagði líklegt að um búr- hvalstarf væri að ræða og skipti þyngd hans væntanlega tugum tonna. Hann sagði búrhvalsreka nær árlegan hér við land. Kristinn Markússon sagði að kviður hvalsins væri sprunginn og lægju innyflin úti og leiddi getum að því að það stafaði af því að hræið væri að byrja að rotna. Ekki bjóst Kristinn við að hann og nágrannar hans mundu gera sér mat úr hvalrekanum og Jóhann Siguijónsson sagði að kjöt af búrhval og tannhvölum þætti ekki eins góður matur og kjöt af skíðishvölum. Sameinaðir verktakar eiga 2.280 milljónir króna í dag Hafa borgað út til hluthafa 1.540 milljónir króna á sl. fimm árum Verð á áli hækkar um v8 prósent Talið að um skammtíma- hækkun sé að ræða Heimsmarkaðsverð á áli hækk- aði um 8% í lok siðustu viku, úr 1.140 Bandaríkjadölum á tonnið og í 1.210 dali á tonnið. Að sögn dagblaðsins Financial Times er talið að þessi hækkun verði skammvinn og orsakist af spá- kaupmennsku en ekki grundvall- arbreytingu á markaðnum. í sama streng tekur Ingvar Pálsson hjá íslenzka álfélaginu. Ekki eru því neinar horfur á að rekstur ÍSAL batni á næstunni. „Þessi hækkun kemur á óvart því '^>að það er enginn grundvöllur fyrir henni eins og er. Þetta er spákaup- mennska," sagði Ingvar Pálsson, sem fer með sölumál hjá íslenzka álfélag- inu, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að hjá Evrópubandalag- inu stæði til að setja tolla á innflutt ál frá Rússlandi innan skamms, en óvíst væri hvaða áhrif sú ráðstöfun hefði á markaðinn. „Markaðirnir eru yfirfullir af áli. Þetta hefur ekkert með eftirspurn eða notkun á áli að gera. Við lítum á þetta sem smá- .^bólu, sem sennilega kemur til með 1 *%:ð hjaðna fljótlega," sagði Ingvar. Í Financial Times er frá því greint að sumir sérfræðingar telji að ál- markaðurinn sé að taka við sér, en verð á honum hefur hríðfallið vegna gífurlegs framboðs á áli frá Rúss- landi. Fleiri telja það verðið muni ekjci hækka til frambúðar og hefur blaðið eftir einum viðmælenda sinna að sennilega muni ástandið á álmark- aðnum enn versna áður en það batnar. Markmið Rússa er að flytja út um eina milljón tonna af áli á þessu ári til að ná í erlendan gjaldeyri, sem landið þarfnast sárlega. Þetta er sama magn og á síðasta ári og myndi þýða svipað ástand á heims- markaðnum og verið hefur. Fulltrúi þýzkrar viðskiptasendinefndar, sem nýlega kynnti sér áliðnað Rússa, spáir því þó í Financial Times að framleiðsla Rússa muni dragast sam- an, meðal annars vegna þess að verk- smiðjur þeirra líði fyrir skort á vara- hlutum. Þorvaldur Veigar sagðist telja að _ eina raunhæfa leiðin til að spara fé rekstri sjúkrahúsanna væri að loka til frambúðar einhverri ákveðinni ein- ingu, því sparnaður af tímabundinni lokun deilda eins og tíðkast hefði undanfarin ár væri sáralítill. „Við sjáum fram á öngþveiti ef þrengt er að öllum spítulunum í einu eins og horfur eru á, og ef Landakot ___hættir að taka bráðavaktir er fyrir- sjáanlegt að deildir með miklu minna pláss en venjulega, þurfa að taka á HLUTHAFAR Sameinaðra verk- taka hafa á undanförnum fimm árum fengið meira en einn og móti miklu fleiri bráðasjúklingum um helgar með færra starfsfólk til að annast sjúklingana. Þetta leiðir til útkalla á aukavaktir sem kostar meira fé, og þá gæti verulega aukið álag einnig einfaldlega gert það að verkum að starfsfólk hættir. Þannig gæti þetta orðið vítahringur“ sagði hann. Hann sagði að undanfarin ár hefði margoft verið leitað leiða til að spara í rekstri sjúkrahúsanna, en tíma tæki að aðlaga nýjum staðháttum hálfan milljarð skattfrjálst frá félaginu - 1540 milljónir króna, framreiknað til núvirðis. Þessi svo flókið kerfi sem þeir hefðu, og allar snöggar breytingar hefðu í för með sér mikinn vanda. „Það væri meiri þörf á að horfa á það í heild hvernig ætti að draga úr kostnaði og hvar ætti að minnka þjónustuna í stað þess að líta á einstaka þætti í flýti á þennan hátt,“ sagði Þorvald- ur Veigar. Jóhannes M. Gunnarsson, formað- ur læknaráðs Borgarspítalans, sagði að óneitanlega væri óttast að sam- drátturinn kæmi til með að bitna á sjúklingum, og því væri rétt að vekja athygli þeirra á því hverju þ iir ættu von á. Fullljóst væri að ekki væri hægt að spara svo mikið á svo stutt- um tíma án þess að það leiddi til þess að þeir fyndu verulega fyrir því sem þjónustunnar væntu. Hann sagði að á Borgarspítalanum hefði verið unnið ötullega að því að finna leiðir tala er fengin með því að leggja saman arðgreiðslur félagsins til hluthafanna og bæta þeim við þá til sparnaðar, og ábendingar í þeim efnum hefðu komið frá yfírmönnum allra deilda spítalans, og yfirleitt hefði verið reynt að miða við að sparnaðurinn bitni ekki á þjón- ustunni. „Við sjáum samt sem áður ekki fyrir endann á þessu, því okkar vandi hljóðar að minnsta kosti upp á 200 milljónir. Það liggja þó fyrir ákveðin drög, sem lögð verða fyrir aukafund stjórnar sjúkrastofnanna Reykjavík- urborgar á þriðjudaginn, en þar verð- ur væntanlega tekin ákvörðun um þær sparnaðar- og samdráttarleiðir sem farnar verða,“ sagði hann. Ekki náðist í Olaf Orn Arnarson formann læknaráðs Landakotsspít- ala í gær. Sjá yfirlýsingu formanna læknaráðanna á bls. 5. upphæð sem hluthafarnir hafa fengið með því að félagið hefur greitt þeim út andvirði jöfnun- arhlutabréfa hvert skipti sem ákvörðun hefur verið tekin um að hækka hlutaféð og færa niður aftur með útgreiðslum. Eftir þessar greiðslur til hluthaf- anna er hægt að áætla eiginfjárstöðu félagsins eins og hún er í dag, á þann veg að eigið féð frá því í árslok 1990 er framreiknað miðað 7% verð- breytingar og telst þá vera að minnsta kosti 3.266 milljónir króna. Þær útgreiðslur sem tíundaðar hafa verið á síðasta ári og núna um dag- inn eru síðan dregnar frá, eða 985 milljónir króna, og þá standa eftir um það bil 2.280 milljónir króna. í þessum útreikningi hefur ekki verið tekið tillit til þess hvað eigið fé hefur aukist vegna rekstrarafgangs fyrir árið 1991. Samkvæmt ársreikningi Samein- aðra verktaka fyrir árið 1990 var eigið fé félagsins þá 3.052 milljónir króna - liðlega þrír milljarðar króna. A síðastliðnu ári var greiddur arður að upphæð 46,5 milljónir króna, greidd út jöfnunarhlutabréf að and- virði 38 milljónir króna og loks nú fyrir fimm dögum var greidd út til hluthafanna 900 milljón króna upp- hæð, eða sama upphæð og hlutafé félagsins var hækkað og lækkað um. Sjá Af innlendum vettvangi, „Sameinaðir verktakar eiga á þriðja milijarð í eigin fé“ bls. 24-25. Formenn læknaráða sjúkrahúsanna í Reykjavík: Samdráttur í þjónustimní mim leiða til öngþveitis FORMENN læknaráða sjúkrahúsanna í Reykjavík telja að öngþveiti muni hljótast af þeim mikla samdrætti í þjónustu sjúkrahúsanna, sem óhjákvæmilega muni verða vegna niðurskurðar á rekstrarfé þeirra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem formenn læknaráðanna hafa sent frá sér. Þorvaldur Veigar Guðmundsson, formaður læknaráðs Land- spítalans, sagði í samtali við Morgunblaðið að verði bráðamóttöku á Landakoti hætt og jafnframt þrengt að rekstri hinna sjúkrahúsanna geti það leitt til uppsagna starfsfólks vegna verulega aukins álags.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.