Morgunblaðið - 25.01.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.01.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992 Minning: Ólafur H. Stefáns- son, Stykkishólmi Fæddur 1. mars 1973 Dáinn 18. janúar 1992 Legg ég nú bæði líf og önd ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H. Pétursson.) Okkur langar með nokkrum fá- tæklegum orðum að minnast Óla, sem kom eins og sólargeisli inn í líf okkar, alltaf hress og kátur og stutt var í brosið sem lýsti upp og skein úr andlitinu. Orð fá ekki lýst þeim mikla harmi sem nú grúfir yfir þeim stóra ástvinahópi er að baki honum stóð. Hann er horfinn sjónum okkar og hefur kvatt okkur um sinn, því Guð, hinn hæsti höfuð- smiður himins og jarðar, hefur kall- að hann á sinn fund. Hver er tilgangurinn með að leggja svo miklar þrautir á ungt fólk eins og lagðar voru á Óla. Þessu er erfítt að svara en við trú- um því að Drottinn hafí ætlað hon- um stórt hlutverk annars staðar. Aldrei gafst hann upp og alltaf fram á síðasta dag var hann með framtíð- arplön í gangi. Þessi orð, ef ég get, heyrðust aldrei. Óli sagði þegar ég get þá ætla ég, þannig var Öli. Við hjónin minnumst oft .ferðar í Hólminn með fjölskyldu Óla á gaml- ársdag 1990 þegar Óli kom af spít- ala í Reykjavík til að eyða áramót- unum heima og var veikur alla leið í Hólminn. Var það hans fyrsta verk, þrátt fyrir veikindinn, er heim kom að moka bílinn sinn úr stærðar snjóskafli, slíkur var krafturinn. Hann lét ekkert aftra sér frá því að geta spilað með Busunum þá um kvöldið, en þá var betra að hafa bílinn til að skjótast á milli. Tónlistin var hans stærsta og mesta áhugamál og var gítarinn alltaf við höndina. Óli var sannur og heill í allri umgengni og öðrum til fyrirmynd- ar. Góður Guð gefi foreldrum hans, unnustu og systkinum allan þann kraft sem fyrirfinnst, til að axla þá byrði sem lögð hefur verið á herðar og hug þeirra. Biðjum við góðan Guð að gæta Óla og varðveita. Anna og Benni. Það er napur sunnudagsmorgunn þegar mér barst sú sorgarfregn að vinur minn, Ólafur Hjörtur Stefáns- son, hefði látist kvöldið áður, eftir langa og hetjulega baráttu við erfið- an sjúkdóm. Mig setti hljóða. Óli, eins og hann var jafnan kall- aður, vakti athygli hvar sem hann fór, prúður og kurteis, með fallegt bros og glampa í augum. Hann átti hug og hjörtu allra, sem hann þekkti. Ég man fyrst eftir Óla spilandi á gítar með félögum sínum á stúku- fundi í bamastúkunni Björk í Stykkishólmi, þá tíu ára gömlum. Seinna stofnuðu þessir strákar hljómsveitina Busana sem lék víða, m.a. á Bindindismótinu á Galtalæk við góðan orðstír. Félagsskapur strákanna í hljómsveitinni var Óla mikils virði í veikindum hans. Þeir voru bestu vinir hans og félagar og stóðu saman í gegnum súrt og sætt. Aldrei mun síðasta sumar líða mér úr minni. Allar stundimar sem við krakkamir áttum saman, grill- veislunar hjá Óla, ballferðimar og 3Íðast en ekki síst ferðin okkar til Flateyjar þar sem Busamir spiluðu allir saman í síðasta sinn þar sem ainn félagi þeirra hélt til Bandaríkj- anna til ársdvalar. í haust hittumst við Óli á fömum vegi hér í Reykjavík. Bæði nýbyijuð í skóla. Óli stundaði nám í Iðnskól- anum og fetaði þar í fótspör föður síns og lærði rafeindavirkjun. Óli sýndi mér stoltur bílinn sinn sem hann var nýbúinn að kaupa. Við ræddum saman dágóða stund og hann sagði mér þá frá því að sjúk- dómurinn hefði tekið sig upp aftur og aðgerðin, sem hann gekkst und- ir í Svíþjóð um vorið, hefði ekki borið þann árangur sem vonir stóðu til. Vonbrigði hans vom augljós, en hann bar sig vel og var ákveðinn í því að takast á við erfíðleikana sem blöstu við. Nú um áramót spiluðu þeir strák- amir langt fram á morgun á nýárs- dansleik í Félagsheimili Stykkis- hólms. Óli lék þar á gítarinn sinn og bar sig eins og herforingi, þótt hann væri fárveikur. Ég efa að margir lékju þann leik eftir. Það var ekki vani Óla að gefast upp þótt móti blési, hann barðist áfram af þolinmæði og von sem hann átti nóg af. Ég þakka fyrir að hafa feng- ið að kynnast Óla. • Astvinum Ólafs Hjartar votta ég mína dýpstu samúð. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) Ásthildur Sturludóttir. Við sonur minn viljum þakka fyrir að h_afa fengið tækifæri til að kynnast Óla. Það er þroskandi og mannbætandi að tala við ungan mann sem er ekki bara greindur og hæfileikaríkur, heldur hefur meiri lífsreynslu en harðfullorðin manneskja og meiri lífsþrótt en flestir þeir sem em við hestaheilsu. Við kynntumst Óla fyrir rúmu ári, en þá lá sonur minn á fullorðins- deild á Landspítalanum þó ungur sé og langaði skiljanlega í félags- skap jafnaldra. Einn daginn þegar hann var að spila á gítarinn sinn kom hjúkrunarkona og færði hon- um þ'ær fréttir að á barnadeildinni lægi strákur sem ekki aðeins spil- aði á gítar, heldur væri í hljóm- sveit. Þetta þóttu Fróða heldur bet- ur tíðindi og um leið og hann fékk leyfí til var rokið upp á næstu hæð til að hitta hinn strákinn, kanna hvemig tónlist hann hefði áhuga á og hvort hann væri góður á gítar- inn. 1 Þetta varð langt tónlistarspjall og ekki held ég að þeir hafí eytt mörgum orðum í veikindatal. Eftir það hittust þeir eins oft og þeir gátu, stundum kom Óli niður á full- orðinsdeildina, en oftar fór Fróði upp og alltaf kom hann glaður og hress til baka. Svo skilja leiðir um stund, en aldrei verður það frá manni tekið að hafa kynnst bjartsýnum, dug- miklum og góðum dreng. Við Fróði vottum Ingibjörgu, Stefáni og öðram ættingjum Ola samúð okkar. Edda Þórarinsdóttir. I dag kveðjum við ungan og hjartnæman vin okkar, hann Ólaf Hjört, sem lést eftir langan og erf- iða baráttu við krabbamein. Okkur setur hljóðan, hver er til- gangurinn? Hann hlýtur að vera einhver, að minnsta kosti viljum við trúa því. Þegar svona ungur og lífs- glaður drengur er horfínn á brott í blóma lífsins. Honum hlýtur að vera ætlað eitthvað mikilvægara hlutverk. Já, það er sárt að þurfa að horfa á eftir svona yndislegum dreng eins og Óli var, án þess að geta nokkuð að gert. Hetjan hann Óli barðist við þenn- an illkynja sjúkdóm í fjögur og hálft ár. Hvert áfallið dundi yfír en samt lét hann hvergi bugast, hann barðist til síðustu stundar. Lífsvilj- inn og dugnaðurinn í Óla var ólýs- anlegur. Um jólin var hann órðin mjög veikur, þegar hann að | eigin ósk dvaldi heima hjá foreldrum sínum í Stykkishólmi. Þar hjúkraði mamma hans honum, af mikilli alúð og hlýju sem fyrr. Ekki vildi óli hlusta á neina vor- kunnsemi, hann kaus frekar að horfa á björtu hliðarnar og valda ekki öðram óþarfa áhyggjum. Sem dæmi um það sagði Jóa okkur að hún hefði verið að tala við Jón lækn- inn hans Óla í síma, um það hvem- ig Óla liði og dró ekkert undan. Svo vildi til að Óli hlustaði á símtalið, að því loknu skammaði hann mömmu sína fyrir að segja Jóni alveg hvernig honum liði, nú myndi honum líða svo illa. Þessi lýsing er dæmigerð fyrir það hvernig Óli hugsaði. Við töluðum um dugnaðinn í Óla, hann átti ekki langt að sækja hann. Foreldrar hans hafa verið ótrúlega dugleg í gegnum veikindi hans. Okkur vinum þeirra kveið oft fyrir því að tala við þau þegar áföll- in dundu yfír, en það var óþarfí, þau töluðu mjög raunsætt um sjúk- dóminn og vora opin, sem auðveld- aði okkur að umgangast þau. Fjöl- skyldan hefur verið mjög samhent. Jóa fylgdi Óla alltaf í gegnum allar hans meðferðir og Stebbi alltaf þegar hann mögulega gat. Annars hugsaði hann um hin börnin og heimilið. Systkini óla litu upp til hans, enda var hann þeim góð fyrirmynd með dugnaði sínum og lífsgleði, sem hreif þau með sér. Voru þau sannar- lega virkir þátttakendur í baráttu hans. Mikill Ijósgeisli kom inn í líf Óla þegar hann kynnist Særúnu unn- ustu sinni, það var aðdáunarvert að sjá hversu vel hún studdi hann þegar mest á reyndi. Oli var mjög músíkalskur, stytti það honum oft stundirnar að grípa til gítarsins og spila hvort sem var á gleði eða sorgar stundum. Hann var einn af meðlimum hljómsveitar- innar Busamir, sá félagsskapur gaf honum mikið. Um áramótin síðustu spilaði hann með hljómsveitinni fyr- ir dansi í síðasta sinn, meira af vilja en mætti. Við sitjum hér vinirnir og minn- ingamar hrannast upp. Það fyrsta sem kemur upp í huga er mynd af Óla nokkurra mánaða, sitjandi í bamastól uppi á eldhúsborði heima hjá Ástu frænku hans. Stóra bláu augun, löngu augnhárin og dillandi hláturinn bræddu hvers manns hjarta. Óla gleymum við aldrei. Elsku Jóa, Stebbi, Eyfi, Guð- björg, Sandra Sif og Særún. Guð blessi ykkur og styrki í sorginni. Þín náðin, Drottinn nóg mér er þvi nýja veröld gafstu mér. Þótt jarðnesk gæfa glatist öll, ég glaður horfi á lífsins Qöll. (E.H. Kvaran) Gróa, Gummi, Solla og Böddi. Englar drottins yfir þér vaki enginn svo þig skaði saki, verði þér ætíð vært og rótt. Sá er krossinn bar á baki, blessi þig og að sér taki. Guð gefi þér góða nótt. (Gamalt vers.) Nú kveðjum við góðan vin okk- ar, Óla, eftir allt of stutta samveru. Það er erfítt að sætta sig við það og manni finnst það ekki réttlátt þegar bundinn er endi á líf 18 ára drengs. Við tökum líka öllu sem sjálfsögðum hlut, ekki síst því sem okkur þykir vænst um. Við getum samt huggað okkur við það að nú er hann á góðum stað og mun ávallt líða vel. Ég sé hann fyrir mér tvístígandi með krosslagðar hendur og með bros á vör. Eða með gítarinn sinn, einbeittan á svip og með hattinn sinn sem hann bar svo vel. Hann passaði líka alltaf upp á sitt og var ávallt búinn að skipu- leggja hlutina vel áður en hann hófst handa. Óli kenndi mér, og án efa okkur öllum, að lífíð er ekki bara eitthvað sem er sjálfsagt. Það er svo margt að lifa fyrir. Hann kenndi mér að gefast aldr- ei upp þótt hlutirnir gengju ekki vel, þá var bara að reyna aftur. Hann kenndi mér að trúa og halda ávallt í vonina því sjálfur komst hann svo langt á því. Nokkr- um dögum áður en hann skildi við töluðum við Særún um dauðann. Ég sagði henni að hann hræddi mig ekki ef um gamalt og lasburða fólk væri að ræða, en aftur á móti hræddi hann mig mjög eins og hann kemur að ungu fólki. En ég held að ég geti ekki hræðst dauðann eins og hann kom að Óla. Ég veit að hann hefur öragglega séð eitthvað fallegt og fengið góðar móttökur. Hann lá liðinn með bros á vör og þjáningarsvipurinn var horflnn. Hann hafði fengið friðinn. Það vantar mikið í vinahópinn okkar núna, en við vitum að Óli heldur samt áfram að vera með okkur um alla framtíð. Það verður oft sem við minnumst hans og uppátækjanna okkar sam- an. Við eigum margar góðar minn- ingar um frábæran vin. Þær ætlum við að hjálpást að við að geyma og rifja upp í framtíðinni. Ég mun aldr- ei gleyma Óla sem barðist fram á síðustu stundu og skilur svo óend- anlega margt eftir sig sem við get- um haft að leiðarljósi og lært af. Elsku Særún mín, sem hjálpaðir honum svo mikið og varst honum svo mikill stuðningur. Mundu allar góðu stundimar ykkar og hvað honum þótti vænt um þig. Þú veist að hann er alltaf hjá okkur. Það er líka gott að trúa á endurfund. Elsku Jóhann, Stebbi, Eyvi, Guð- björg og Sandra Sif, ykkur sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur og bið Guð að styrkja ykkur. Að lokum vil ég kveðja Óla og þakka honum yndislegar samvera- stundir. Jófríður. Margs er að rainnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Mig langar til að minnast í fáum orðum elskulegs frænda míns, Óla, eins og hann var alltaf kallaður, sem jarðsettur verður í dag frá Stykkishólmskirkju. Óli var elsta bam foreldra sinna Jóhönnu Guðbrandsdóttur og Stef- áns Ólafssonar, systkini hans era Eyjólfur Rúnar, fæddur 2. mars 1976, Guðbjörg, fædd 31. október 1979 og Sandra Sif, fædd 25. febrú- ar 1990. Það var sumarið 1987 sem móð- ir Jóhönnú (uppeldismóðir mín) hringdi í mig og sagði mér að Óli væri með hvítblæði. Mig setti hljóða, þessu fannst manni erfítt að trúa, af hveiju hann þessi fjör- ugi og myndarlegi strákur væri veikur. Við fáum víst engu við ráð- ið. Honum hefur verið ætlað annað og stærra hlutverk hjá Guði, mál- tækið segir: „Þeir deyja ungir sem guðirnir elska." Ég er sannfærð um að vel hafí verið tekið á móti honum og nú líði honum vel í faðmi Ólafs afa, Guð- rúnar langömmu og Guðbrands lan- gafa. Óli barðist hetjulega við þennan illvíga sjúkdóm og var alltaf bjart- sýnn og ákveðinn. Hann ætlaði að gera svo margt og stóðu foreldrar hans ásamt góðum vinum fast við hliðina á honum öll þessi ár. Móðir hans stóð við hlið hans, hvort held- ur var á Landspítalanum eða sjúkrahúsinu í Stykkishólmi. Ekki síst þegar hann fór út til Svíþjóðar í mergskipti nú í vor. Hún hætti tímabundið í sinni vinnu. Hún er sjúkraliði. Á hún hrós skilið fyrir frammistöðuna. Hún var Óla mikil stoð. Óli lá núna síðasta hálfa mán- uðinn á Landspítalanum og vakti hún yfír honum allan sólarhringinn má segja. Unnusta Óla, Særún Sig- urðardóttir, var hjá honum síðustu dagana. Á hún nú um sárt að binda. Óli flutti ungur með foreldram sínum og systkinum í Stykkishólm, lauk þar skólagöngu þrátt fyrir veikindin. Eftir skyldunám settist hann á skólabekk í Iðnskólanum og hugði á nám í rafiðnaði. Hann hafði unnið á sumrin með föður sínum í sambandi við það. Ekki var hann búinn að vera lengi í Iðnskól- anum þegar hann þurfti að hætta vegna sjúkdómsins. Ekki gafst hann upp heldur settist aftur á skólabekk í haust þegar birti til en hann varð að hætta brátt aftur. Óli var ekki hár í loftinu þegar hann byijaði að spila á gítar og stofnaði hljómsveitina Busarnir með vinum sínum og áttu þeir hug og hjörtu margra þeirra sem hafa verið í Galtarlækjarskógi um versl- unarmannahelgar undanfarin ár. Óli lagði mikið kapp á að komast heim fyrir jólin til að þeir gætu spilað saman félagarnir á áramóta- dansleik í félgsheimilinu í Stykkis- hólmi, sem hann gerði og tókst með ágætum. Besta jólagjöfin sem nokkur getur öskað sér fékk fjöl- skyldan um jólin, að hafa Óla heima. Allan þann tíma sem hann þurfti að leita sér lækninga hér í bænum var hans athvarf og fjölskyldunnar hjá móðurforeldram í Búðargerði 5, og vora þau boðin og búin að hjálpa á alla lund og ófá vora þau sporin hans afa niður á Lándspítala til að vera hjá afastráknum sínum. Ég verð að viðurkenna hér og nú að ég hafði ekki kjark í mér til að heimsækja Óla eins oft og ég hefði viljað. Oft var hugurinn þar. Vona ég að mér sé það fyrirgefíð. í dag er búið að höggva stórt skarð í fjölskylduna okkar og eftir standa minningar um fjöragan og ungan dreng. Vil ég og fjölskylda mín votta öllum ættingjum og vin- um okkar dýpstu samúð. Elsku Særún, Jóhanna, Stebbi, Eyfí, Guðbjörg og Sandra. Megi góður Guð styrkja ykkur og blessa í ykkar sorg og veram minnug allra góðu stundanna. Guð blessi ykkur. ; Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs engiar saman í hring sænginni yfir minni. Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð í faðmi þínum. (Sálmur) Jóna, Villi, Villi Ragnar, Björgvin og Ingibjörg. Hann Óli Hjörtur frændi minn óg vinur er dáinn. Aftur og aftur velti ég þessari óraunveralegu stað- reynd fyrir mér. Því gátum við ekki fengið að hafa hann lengur hjá okkur? Hann þráði lífið og var tilbú- inn að ganga í gegnum allar þær þrautir er fylgja sjúkdómnum vonda, því að hann trúði því svo heitt að bráðum yrði hann sá sem sigraði. En þó að hann hafí ekki sigrað á þessum vígvelli þá er það hann sem stendur uppi sem hetja. Ég man svo vel eftir honum sem litlum heilbrigðum og blíðum hnokka með yndislega blá augu og dillandi hlátur. Sumarið 1975 bjó ég á Höfn í Hornafírði hjá foreldrum hans sem dvöldu þar um tíma. Óli Hjörtur var þá á þriðja ári. Stundum fóram við saman í göngutúr og komum þá oft við á vinnustað mín- um á hótelinu. Þar átti hann nokkra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.