Morgunblaðið - 25.01.1992, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992
Þroski taugakerf-
isins í fóstrum
DR. GUÐRÚN Pétursdóttir, dósent í lífeðlisfræði, flytur fyrirlestur um
rannsóknir sínar á þroska taugakerfisins og tengir hann annarri vitn-
eskju um það hvernig taugar rata rétta leið meðan taugakerfið er að
myndast á fósturskeiði. Fyrirlesturinn verður haldinn mánudaginn 27.
janúar kl. 12.15 í stofu 6 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34.
Taugakerfið er samsett úr millj-
örðum taugafruma sem eru tengdar
innbyrðist á afar nákvæman hátt.
Rétt tengsl milli þeirra eru höfurfor-
senda þess að taugakerfið starfi rétt.
Ymsar tilgátur eru uppi um hvernið
þessum tengslum er komið á. Guðrún
hefur ásamt samstarfsmönnum sín-
um við háskólann í Ósló þróað nýjar
aðferðir til að rannsaka þetta. Þau
hafa notað aðgengileg hryggdýrs-
fóstur, hænuunga, og merkt taugar
í heila þeirra með nýjum litarefnum.
Með því að nota heilann og mænuna
in vitro, þ.e. einangra vefina og halda
þeim lifandi í næringarlausn í tilskil-
inn tíma, varð þeim kleift að ná fram
mun meiri nákvæmni en áður hefur
verið möguleg. Með þessu móti hafa
þau fylgst með þroska ákveðinna
taugabrauta í heila frá því að fyrsti
vísir þeirra er sjáanlegur og þar tii
þær hafa náð fullum þroska. Niður-
stöður rannsóknanna benda til að
taugar sem vaxa frá heilastofni til
mænu velji sér rétta leið þegar í
upphafi.
I fyrirlestrinum mun Guðrún
kynna þessar rannsóknir og fjalla
almennt um helstu þætti sem talið
er að leiðbeini vaxandi taugafrumum
í fóstrum.
FISKVERÐ á UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA
25. janúar 1992
FAXAMARKAÐURINN HF. í Reykjavík
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur(sl) 109,00 95,00 106,95 1,194 127.700
Ýsá (sl.) 160,00 74,00 148,89 0,460 68.638
Grálúða 51,00 51,00 51,00 0,006 306
Hrogn 175,00 175,00 175,00 0,034 5.950
Karfi 80,00 31,00 79,20 0,800 63.440
Keila 41,00 41,00 41,00 0,193 7.913
Langa 65,00 65,00 65,00 0,196 12.740
Lúða 450,00 330,00 408,12 0,234 95.500
Skata 40,00 40,00 40,00 0,018 720
Skarkoli 80,00 75,00 78,75 1,960 154.364
Steinbítur 79,00 30,00 56,75 5,268 198.933
Ufsi 55,00 55,00 55,00 0,047 2.585
Undirmálsfiskur 85,00 72,00 80,39 1,785 143.499
Samtals 80,53 12,197 982.289
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur (ósl) 118,00 86,00 107,54 34,500 3.710.050
Ýsa (ósl.) 139,00 106,00 130,34 3.950 514.850
Ufsi 50,00 42,00 48,40 2,500 121.000
Lýsa 51,00 51,00 51,00 0,100 5.100
Karfi 52,00 52,00 0,018 0,018 936
Langa 50,00 50,00 50,00 0,018 900
Steinbítur 76,00 . 54,00 72,14 0,292 21.064
Ósundurliðað 42,00 40,00 40,63 0,131 5.322
Lúða 465,00 465,00 465,00 0,009 4.185
Skarkoli 89,00 89,00 89,00 0,039 3.471
Langlúra 55,00 55,00 55,00 1,845 101.475
Sandkoli 32,00 32,00 32,00 0,610 19.520
Skrápflúra 32,00 32,00 32,00 1,695 54.240
Undirmálsfiskur 75,00 74,00 74,56 3,053 227.625
Samtals , 98,23 48,760 4.789.738
FISKMARKAÐURINN 1 ÞORLAKSHOFN
Þorskur(sL) 120,00 96,00 98,03 1,230 120.624
Ýsa (sl.) 114,00 114,00 114,00 0,361 41.154
Hrogn 190,00 190,00 190,00 0,088 16.720
Karfi 45,00 44,00 44,68 20,701 924.988
Keila 31,00 31,00 31,00 0,033 1,023
Langa 30,00 30,00 30,00 0,018 555
Lúða 325,00 325,00 325,00 0,467 151.775
Skötuselur 260,00 260,00 260,00 0,016 4.290
Steinbítur 70,00 70,00 70,00 0,051 3.570
Ufsi 54,00 54,00 54,00 1,106 59.724
Undirmálsfiskur 54,00 54,00 54,00 0,008 432
Samtals 55,02 24,080 1.324.855
ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar
1.janúar1992 Mánaðargreiðslur
Elli / örorkulífeyrír (grunnlífeyrir) .................. 12.123
'/z hjónalífeyrir ..................................... 10.911
Full tekjutrygging ..................................... 22.305
Heimilisuppbót .......................................... 7.582
Sérstök heimilisuppbót ................................. 5.215
Barnalífeyrirv/1 barns .................................. 7.425
Meðlag v/1 barns ........................................ 7.425
Mæðralaun/feðralaun v/ 1 barns ...........................4.653
Mæðralaun/feðralaun v/2ja barna ....................... 12.191
Mæðralaun/feðralaun v/3jabarnaeðafleiri ................ 21.623
Ekkjubætur/ekkilsbætur6 mánaða ......................... 15.190
Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða ....................... 11.389
Fullurekkjulífeyrir .................................... 12.123
Dánarbætur í 8 ár (v/slysa) ............................ 15.190
Fæðingarstyrkur ........................................ 24.671
Vasapeningarvistmanna ...................................10.000
Vasapeningar v/ sjúkratrygginga .........................10.000
Daggreiðslur
Fullirfæðingardagpeningar ............................ 1.034,00
Sjúkradagpeningareinstaklings .......................... 517,40
Sjúkradagpeningarfyrir hvert barn á framfæri ........... 140,40
Slysadagpeningareinstaklings ........................... 654,60
Slysadagpeningarfyrirhvertbarnáframfæri ................ 140,40
Stórsveit Harmonikufélags Reykjavíkur.
Dagur harmonikunnar í Tónabæ
DAGUR harmonikunnar verður
haldinn í Tónabæ við Skaftahlíð
sunnudaginn 26. janúar klukkan
15 til 17.
Stórsveit Harmonikufélags
Reykjavíkur leikur þar nokkur lög
í útsetningu hljómsveitarstjórans,
Karls Jónatanssonar. Einnig koma
fram úr röðum félagsmanna HR
nokkrir einleikarar og kvintett.
Heiðursgestir dagsins verða Hörður
Kristinsson og Flosi Sigurðsson,
báðir frá Akureyri, og leika þeir
Kvenréttindafélag íslands 85 ára:
Fundur um frum-
varp til bamalaga
KVENRÉTTINDAFÉLAG íslands verður 85 ára mánudaginn 27.
janúar. Þess verður sérstaklega minnst á landsfundi KRFÍ í haust,
en á afmælisdaginn sjálfan klukkan 20 gengst félagið fyrir fundi
um „barnalögin" í Kornhlöðunni í Bankastræti.
Dagskrá fundarins verður þann-
ig, að fyrst minnist Guðrún Árna-
dóttir formaður félagsins afmælis-
ins, en síðan flytur Margrét Hauks-
dóttir erindi um frumvarp til barna-
laga, en Margrét er fulltrúi í sifja-
deild dómsmálaráðuneytisins. Því
næst tekur til máls Haraldur Jo-
hannessen formaður barnaverndar-
ráðs og fjallar um frumvarpið frá
sjónarhóli ráðsins og Gunnar Sand-
holt ræðir um frumvarpið frá sjón-
arhóli barnaverndarnefnda. Loks
kynna fulltrúar þingflokkanna sjón-
armið sín, en þeir eru: Anna Ólafs-
dóttir Björnsson kvennalista, Guð-
rún helgadóttir Alþýðubandalagi,
Sólveig Pétursdóttir Sjálfstæðis-
flokki, Unnur Stefánsdóttir Fram-
sóknarflokki og Valgerður Gunn-
arsdóttir Alþýðuflokki. Að lokum
verða almennar umræður. Fundur-
inn er öllum opinn.
Frumvarp til barnalaga var lagt
fyrir alþingi fyrir jól og er nú til
umfjöllunar í allsheijarnefnd þings-
ins. Frumvarpið var samið af sifja-
laganefnd, en í henni eiga sæti dr.
Ármann Snævarr, fyrrverandi
hæstaréttardómari, formaður,
• •
GENGISSKRÁNING
Nr. 016 24. janúar 1992
Kr. Kr. Toll-
Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala Gengi
Dollari 58.01000 58.17000 55.77000
Sierlp. 103.15300 103.43800 104.43200
Kan. dollan 49,80900 49.94600 48.10900
Dönsk kr. 9.28680 9.31240 9.43260
Norsk kr. 9.16940 9.19470 9.31830
Sænsk kr. 9.89590 9.92320 10.04410
Fi. mark 13,22470 13.26110 13.43860
Fr. franki 10.55690 10.58600 10,75650
Belg. franki 1.74860 1.75340 1,78410
Sv. franki 40.59480 40.70680 41.31110
Holl. gyllim 31.96760 32.05580 32.62360
Þýskt mark 36.02100 36.12030 36.78760
ít. lira 0.04778 0.04792 0.04850
Austurr. sch. 5.11530 5.12940 5.22190
Port. esáiudo 0.41760 0.41880 0.41310
Sp. peseti 0.56960 0.57110 0.57690
Jap. jen 0.46694 0.46823 0.44350
irskt pund 95.99200 96,25700 97,68100
SDR (Sérst.) 81.16990 81.39380 79.75330
ECU, evr.m 73.45520 73.65780 74.50870
Tollgengi tynr desember er sölugengi 30 desember.
Sjálfvirkur simsvari gengisskránmgar er 62 32 70.
Olíuverð á Rotterdam-markaði, síðustu tíu vikur, 14. nóvember - 23. janúar, dollarar hvert tonn
nokkur lög. Aðgangur er ókeypis
og eru allir velkomnir meðan hús-
rúm leyfir.
Baldur Möller fyrrverandi ráðu-
neytisstjóri, Drífa Pálsdóttir deild-
arstjóri og Guðrún Erlendsdóttir,
forseti Hæstaréttar. Ritari nefndar-
innar er Anna Guðrún Bjömsdóttir
deildarstjóri.
Björg Orv-
ar opnar
sýningn
í MENNINGARMIÐSTÖÐINNI
Gerðubergi verður opnuð mánu-
daginn 27. janúar sýning á mál-
verkum eftir Björgu Örvar. Sýn-
ingin stendur til 29. febrúar.
Björg hefur tekið þátt í samsýn-
ingum heima og erlendis en þetta
er níunda einkasýning hennar. Árið
1990 gaf hún einnig út ljóðabókina
í sveit sem er eins og aðeins fyrir
sig.
Opið er mánudaga til fimmtu-
daga kl. 10-22 og föstudaga og
laugardaga kl. 13-16.
Dómkirkjan í Reykjavík.
Dómkirkj'an:
Helgistundir
síðdegis á
sunnudögum
Síðdegisguðsþjónustur á
sunnudögum hafa verið með mis-
munandi sniði hjá okkur, en há-
messan á sunnudagsmorgnum
hefur verið helgiathöfn með föstu
sniði sem lítt hefur breyst í ár-
anna rás.
Nú í vetur sem og sl. vetur hefur
verið horfið að eldri tímasetningu
nefnilega kl. 17 í stað kl. 14 sem
verið hefur tími sídegisguðsþjón-
ustunnar í nokkuð mörg undangeng-
in ár. Þetta er gert af þeirri ástæðu
að dagfar nútímafólks hefur breyst
og líklegt að mörgum henti betur
þessi tími síðdegis en um morgun
og miðjan dag.
Við köllum þessar guðsþjónustur
bænaguðsþjónustur sem er lýsandi
um áherslu þeirra á bæn og lofgjörð
á hljóðlátum nótum, svo að við meg-
um hvílast í kyrrðinni. Við þörfn-
umst þess, nútímamenn, sem lifum
hratt en þeir sem unna friðsæld
kunna einnig slíkt að meta.
Við höfum valið einsöngvara sem
forsöngvara og njótum listar hans í
einhveiju sérstöku verki sem flutt
er í bænaguðsþjónustunni. Sálmaval
miðast við yngri sálma, svo sem úr
Sálmum 1991, nýja sálmabókarvið-
bætinum.
Við bjóðum alla þá velkomna sem
telja þetta form helgihalds henta sér
alla sunnudaga kl. 17.
Hjalti Guðmundsson,
Jakob Ágúst Hjálmarsson.
------» » ♦-----
Fundur um tón-
list við kirkju-
legar athafnir
FÉLAG íslenskra organleikarar
og helgisiðanefnd þjóðkirkjunnar
gangast fyrir ráðstefnu í safnað-
arheimili Dómkirkjunnar við
Vonarstræti mánudaginn 27. jan-
úar og hefst hún kl. 16.00. Efni
ráðstefnunnar er tónlist við kirkj-
ulegar athafnir einkum brúðkaup
og útfarir.
Biskup íslands, herra Ólafur Skúl-
ason, opnar ráðstefnuna. Sr. Kristj-
án Valur Ingólfsson flytur fyrirlestur
um málið. Stutt ávörp flytja organ-
leikararnir Glúmur Gylfason, Helgi
Bragason og Reynir Jónasson og
prestarnir sr. Arngrímur Jónsson,
sr. Karl Sigurbjörnsson og sr. Pálmi
Matthíasson. Áð loknum fyrirlestri
og ávörpum verða almennar umræð-
ur.
Öllum sem áhuga hafa er heimil
þátttaka.