Morgunblaðið - 25.01.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992
5
Þjóðleikhúsið:
Söngleikur
felldur nið-
ur vegna
sparnaðar
ÁKVEÐIÐ hefur verið að fella
niður fyrirhugaða sýningu
Þjóðleikhússins á söngleiknum,
„Nú er allt leyft“, sem fyrirhug-
að var að frumsýna í vor. Að
sögn Stefáns Baldurssonar
þjóðleikhússljóra, er gripið til
þessa í sparnaðarskyni eftir að
ljóst varð að framlag ríkisins
til Þjóðleikhússin yrði 254 millj-
ónir árið 1992 en ekki 309 millj-
ónir eins og farið var fram á.
Stefán sagði, að öll áætlanagerð
leikhússins fram í tímann væri
erfið, þar sem miðað er við leikár
frá hausti og fram á vor en fjárlög
fylgja almannaksári. „Þetta hefur
verið vandi leikhússins í 40 ár þeg-
ar í ljós kemur í lok desember
hvert framlag ríkisins verður fyrir
árið,“ sagði Stefán. „Þá er leikhús-
ið búið að skipuleggja seinni hluta
leikársins sem er fyrrihluti tjár-
lagaársins. Að þessu sinni er um
verulegan niðurskurð að ræða.
Farið var fram á 309 milljónir en
við fáum 254 milljónir."
Greitt hefur verið fyrir þýðingu
söngleiksins og sýningarrétt til
tveggja ára en ekki hafði verið
gengið frá ráðningarsamningum
eða lagt í annan kostnað. Stefán
sagði, að verkið yrði ekki flutt yfir
á næsta leikár. Það yrði að bíða
síðari tíma. Söngleikir væru dýrir
í uppsetningu og nefndi hann sem
dæmi að þrátt fyrir góða aðsókn
að „Söngvaseið" á síðasta leikári,
þá fékkst ekki inn fyrir stofnkostn-
aði við uppsetninguna.
Sent hefur verið bréf til allra
korthafa og þeim boðið að velja
um fjóra kosti. Miða á fjölskyldu-
sýninguna „Emil í Kattholti“ og
hafa þeir forkaupsrétt að sýning-
um áður en sala miða hefst; miða
á „Ég heiti ísbjörg, ég er ljón“,
eða ótímabundið gjafakort á sýn-
ingu í húsinu og loks er boðið upp
á að endurgreiða miðana.
Halldór Blöndal sam-
gönguráðherra:
Viðskipta-
leynd gildir
í Flugráði
HALLDÓR Blöndal samgöngu-
ráðherra segir að viðskiptaleynd
eigi að gilda í Flugráði og þeir
sem þar sitji eigi ekki að koma
að málum, sem þeir séu ekki
hæfir til að fjalla um. Atlantsflug
hf. hefur neitað að leggja rekstr-
aráætlanir sínar fyrir Flugráð til
stuðnings umsókn sinni um end-
urnýjað flugrekstrarleyfi, vegna
þess að þar situr sem formaður
Leifur Magnússon, einn af fram-
kvæmdastjórum Flugleiða.
„Bæði í samgönguráðuneyti og
Flugráði á að gæta viðskiptaleynd-
ar,“ sagði Halldór Blöndal er Morg-
unblaðið spurði hvort hann teldi eðli-
legt að fulltrúi stærsta hagsmunaað-
ilans í flugrekstri sæti í Flugráði,
sem meðal annars fjallar um um-
sóknir samkeppnisaðila Flugleiða
um flugrekstrarleyfi. „Auðvitað eiga
einstakir menn, jafnt í Flugráði sem
annars staðar, sem eru vanhæfir til
að fjalia um mál vegna viðskipta-
legra hagsmuna, ekki að koma að
málinu.“
Ráðherra sagði að ekki stæði til
að breyta skipan Flugráðs. „Við
breytum ekki ráðinu út af Atlants-
flugi,“ sagði hann.
--------------
Lækkun tolla
milli Islands
og Bandaríkj-
anna rædd
JÓN Sigurðsson viðskiptaráð-
herra átti í gær viðræður við
Rockwell A. Schnabel, starfandi
viðskiptaráðherra Bandaríkjanna.
Jón minnti á mikiiva'gi viðskipta
við Bandaríkin fyrir íslendinga
og ræddi möguleika á að lækka
tolla milli landanna.
Ráðherrarnir ræddu um stöðu við-
ræðna milli íslands og Bandaríkj-
anna um tollalækkanir í tengslum
við Uruguay-viðræðurnar innan vé-
banda GATT-samningsins. Þar er til
umræðu að lækka tolla á sjávaraf-
urðum, ullarvörum og íslenskum
búnaði fyrir sjávarútveg. Einnig var
rætt um þjónustuviðskipti og mun
ísland leggja fram beiðni um bættan
markaðsaðgang fyrir íslensk skipafé-
lög í Bandaríkjunum.
Morgunblaðið/RAX
Slasaða skipveijanum hjálpað í land í gær. Bak við hann stendur Þorgeir Axel Örlygsson.
Brazilíumannsins enn
leitað við Þorlákshöfn
PLASTPOKAR
POTTABRETTI
GARÐPLÖNTUPOTTAR
ALLSK. FYLGIHLUTIR
FRJO Wf HEILDVERSLUN
FOSSHÁLSI 13-15, 110 REYKJAVÍK
SÍMI: 91-67 78 60 - FAX: 91-67 78 63
LEIT stendur enn yfir að brazil-
ískum farmanni, sem tók út af
þýzka vöruflutningaskipinu Gerd
Schepers úti af Hafnarnesi í fyrra-
kvöld. Björgunarsveitarmenn frá
Þorlákshöfn, Eyrarbakka og
Stokkseyri gengu fjörur i ná-
grenni Þorlákshafnar í gær, en
þyrla Landhelgisgæzlunnar var
notuð til leitar úr lofti. Annar
skipverji slasaðist lítils háttar er
brotið reið yfir og var hann flutt-
ur á sjúkrahús er skipið kom til
Hafnarfjarðar í gær.
Aðdragandi slyssins var sá, að
verið var að sjóbúa skipið í slæmu
veðri eftir losun á salti í Þorlákshöfn
þegar landfestar slitnuðu að framan.
Var gripið til þess ráðs, að leysa
aðrar landfestar og sigla skipinu úr
höfninni án tafar, til þess að koma
í veg fyrir að það skemmdist, þrátt
fyrir að það væri ekki að fullu sjó-
búið. Er skipið var statt um eina og
hálfa sjómílu austur af Hafnarnesi
reið brot yfir það með þeim afleiðing-
um að Brazilíumanninn tók út og
annar skipveiji slasaðist.
Þorgeir Axel Orlygsson farmstjóri
Eimskipafélagsins, leigutaka Gerd
Schepers, kom um borð í skipið í
Þorlákshöfn og var í brúnni er slysið
varð. Hann segir að skipið hafi verið
á fullri ferð og holskefla riðið yfir
Tveir björgunarsveitarmenn við leit í nágrenni Þorlákshafnar í gær.
er það steyptist af öldutoppi í öldud-
al og við það hafi sjór flætt yfir lest-
arlúgur þess. Þá komst sjór niður í
vélarúm skipsins með þeim afleiðing-
um að ljósavél þess og siglingatæki
urðu óvirk og það missti afl.
Ms. Stuðlafoss, sem var í grennd
við slysstað, kom Gerd Schepers til
hjálpar og leiðbeindi því áleiðis til
Hafnarfjarðar. Um fjögurleytið um
morguninn tókst að koma GPS stað-
setningartækjum þýzka skipsins í
gagnið og var þá hægt að sigla því
hjálparlaust til Hafnarfjarðar.
Að sögn Sigurðar Sigurgeirssonar,
fulltrúa hjá stórflutningadeild Eim-
skips, var brazilíski skipveijinn í
stefni skipsins þegar brotið reið yfir.
„Hann var frammi á bakka að draga
slitnar landfestar um borð þegar
holskeflan reið yfir og tók hann út.
Hinn skipvetjinn, sem er þýzkur, var
á dekki skipsins og hlaut slæma
tognun. Hann er þó á batavegi og
mun að öllum líkindum sigla með
skipinu héðan í næstu viku,“ sagði
Sigurður.
Ljóst er að skipið sjálft er lítið sem
ekkert skemmt og farmur þess hefur
ekki spillzt. Viðgerð á siglingatækj-
um og rafkerfi Gerd Schepers mun
fara fram í Hafnarfirði, en síðan
verður því siglt að Rifi á Snæfells-
nesi þar sem salti verður skipað á
land. Að því loknu verður mjöl lestað
í skipið á Austfjarðahöfnum, sem
losað verður í Finnlandi.
Fulltrúi Eimskipafélagsins vildi
ekki greina frá nafni mannsins að
svo stöddu.
fagnar FRJ0 Wt
heildverslun
sem nýjum söluaðila
á gæðavörum
frá
Bulso
Yfirlýsing for-
manna læknaráða
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
ist eftirfarandi yfirlýsing form-
anna læknaráða Borgarspítala,
Landakotsspítala og Landspít-
ala:
„Við undirritaðir formenn
læknaráða Borgarspítala, Landa-
kotsspítala og Landspítala, fáum
ekki annað séð en að hinn mikli
niðurskurður á rekstarfé sjúkra-
húsanna, sem ákveðinn er í fjárlög-
um, hljóti óhjákvæmilega að leiða
til svo mikils samdráttar i þjónustu
að hreint öngþveiti muni hljótast
af. Svo miklum samdrætti verður
ekki mætt nema með lokun nok-
kurra sjúkradeilda. Þessir spítalar
geta með engu móti vikið sér und-
an því að sinna bráðveikum sjúkl-
ingum en þjónusta við þá mun
versna. Fækkun sjúkrarúma mun
þó einkum bitna á öðrum hópum,
svo sem sjúklingum á biðlistum og
öldruðum.
Samdráttur í starfsemi sjúkra-
húsa utan Reykjavíkur mun enn
auka álagið. Þegar geta þeirra til
að sinna mikið veikum sjúklingum
minnkar verður fleirum vísað á
sjúkrahúsin í Reykjavík. Þetta
ástand mun versna þegar kemur
fram á sumarið og minni sjúkra-
húsin fara að loka vegna sumar-
leyfa.
Varðandi fólk á biðlistum hefur.
margoft verið sýnt fram á að óhóf-
leg bið eftir læknisþjónustu veldur
einstaklingum iðulega skaða og
þjáningum. Samfélagið verður fyrir
tjóni þar sem sjúklingar verða leng-
ur óvinnufærir auk þess sem sjúk-
dómar geta versnað við langa bið
og orðið erfiðari og dýrari í með-
ferð.
Fækkun sjúkrarúma bætir
hvorki heilbrigði þjóðarinnar né
fækkar þeim sem þurfa aðhlynn-
ingar með. Niðurskurður á einum
stað í heilbrigðiskerfinu veldur oft-
ast auknum kostnaði annars staðar
og því er sparnaður oft enginn ef
á heildina er litið.
Niðurskurðarhnífurinn er tví-
eggjaður og ber að meðhöndla hann
af mikilli varúð.
Jóhannes M. Gunnarsson,
formaður læknaráðs Borgar-
spítalans.
Olafur Örn Arnarson,
formaður læknaráðs Landa-
kotsspítala.
Þorvaldur Veigar Guðmunds-
son, formaður læknaráðs
Land spítalans.