Morgunblaðið - 03.04.1992, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 03.04.1992, Qupperneq 9
9 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1992 Alúðarþakkir til allra, er glöddu mig á afmœli mínu þann 26. mars. Lifið heil. Þóra Einarsdóttir. RMINGARGJÁFIR í ÚRVALI r HLDÆMIS: HANDSMÍÐAÐIR14 K HRINGIR MEÐ PERLU 6.900 HRINGIR MEÐ STEM 7.900 V. J Jön Slpuniisson Skartgripaverzlun LAUGAVEG5-101 REYKJAVÍK SÍMI 13383 SÆTRE FYRIR SÆLKERANN Kaptein kexiö gerir lífið léttara þegar allt annað bregst Hæfir öllu áleggi. ÞATTTAKA LÍFEYRISSJÓÐANNA ER FORSENDA EINKAVÆÐINGAR - SÍCIR CUDMUNOUR H. GARÐARSSON, FRAFARANM FORMAÐUR LÍFIYRISSJÓÐS VERSLUNARMANNA OG NUVERANW STJÓRNARMAÐUR f Einkavæðing, lífeyris- sjóðir og hlutabréf Það þrenrit, sem yfirskriftin spannar, er umræðuefni tímaritsins Frjálsrar verzlun- ar og Guðmundar Fl. Garðarssonar, til skamms tíma formanns Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, í nýjasta eintaki FV. Staksteinar gefa lesendum sínum kost á kynnast viðhorfum Guðmundar með til- vitnunum í viðtalið. Ríkisfyrirtæki seld fyrir tugi milljarða? Guðmundur H. Garð- arsson segir í viðtali við límaritið Frjálsa verzlun: „Ef einkavæðingai'- áform stjómvalda ganga eftir verða hugsanlega sett á markað ríkisfyrir- læki fyrir tugi milljarða króna á næstu missemm. Það er alveg ljóst að eft- irspurn eftii' þessu við- bótarframboði hluta- bréfa verður ekki fyrir hendi nema lifeyrissjóðir taki myndarlega þátt í kaupunum. Aður en ákvarðanir um sölu ríkis- fyrirtækja í stómm stíl verða teknar er óhjá- kvæmilegt að fá fram afstöðu lífeyrissjóðanna til þessara mála. Stjórn- völd verða að gera sér fullkonma grein fyrir því hvernig eigi að selja þau hlutíibréf, sem boðin verða til kaups. Einka- væðing verður ekki að veruleika nema hluta- bréfin seljist ... Guðmundur segir að skipta megi hugsanleg- um kaupendum hluta- bréfa á íslenzkum mark- aði í fjóra hópa: Lífeyris- sjóði, almenning, íslenzk fyrirtæki og útlendinga." Skattahvatn- ing skert. — Hvað um er- lent áhættu- fjármagn? „Stjómvöld hafa ekki gert almennilega upp við sig livort þau ætli að halda áfram að livetja almenning til þátttöku með skattahvatningu eða ekki. Nú er búið að skerða skattaafslátt vegna hlutabréfíikaupa og tel ég það mjög mið- ur. Þessi hvatning hefði þurft að haldast óskert að minnsta kosti í nokkur ár ineðan verið er að koma fótunum undir þennan ófullkonma hlutabréfamarkað okkar sem nú slítur bamsskón- um. Stjórnvöld þurfa líka að gera upp við sig hvort við eigum að freista þess að fá erlent áhættuijár- magn imi í landið í veru- legum inæli til almennra hlutabréfakaupa og þá livaða reglur eigi að gilda. Eg t.el að við eigum að vera ófeimnir við er- lent fjármagn en það verður að sjálfsögöu aö setja eðlilegar vinnuregl- ur vegna smæðar þjóðar- innar ...“ Lífeyrissjóður sem blómstrar „Um síðustu áramót nam hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyi'is 22.339 m.kr. og liafði aukizt um 4.274 m.kr. á árinu. Sjóðsfélögum fjölgaði um 4,6% á árinu og með- alaldur þeirra er 31 ár... Á síðasta ári nam ráð- stöfunarfé Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um 4,3 milljöröum króna. Fjár- muiium sjóðsins var var- tð til skuldabréfakaupa að mestu leyti eða rúin- um 4 milljöröum. Þá voru keypt hlutabréf fyrir 227 m.kr. Þannig var uni 5% ráðstöfunarfjár sjóðsins varið til hlutabréfakaupa en samkvæmt reglugerð hans er heimilt að vei'ja allt að 10% af ráðstöfun- arfé til hlutabréfakaupa. Að þcssu sinni voru fjár- munatekjur sjóðsms íviö liærri fjárhæð en ið- gjaldatekjur ársins. Fjár- munatckjur námu 2.023 m.kr. en iðgjöld voru 2.004 m.kr ... Því midur hefur efna- hagslegt; og stjórimiála- legt umhverfi á Islandi veriö lífeyrissjóðunum oft á tíðum óhagstætt, en þrátt fyrir það hefur tek- izt að halda svo á málutn að samkvæmt trygginga- fræðilegri úttekt sem gerð var í árslok 1987 þurfti til þess að ná jöfn- uöi á milli skuldbindinga og eigna að ná 3,6% raun- ávöxtun á eignir sjóðsins næstu áratugina umfram hækkun launa, eða, mið- að við að 3% raunávöxtun náist, að hækka iðgjald til sjóðsins í 10,8%. Frá þessum tíma hefur raun- ávöxtun sjóðsins umfram liækkun launa numið að meðaltali 7,4% þannig að staða sjóðsins gagnvart framtíðinni hefur styrkzt Lífeyrissjóður verzlun- armanna er sá íslenzkra lífeyrissjóða sem lang- mest hefur fjárfest í hlutabréfum. Bókfært verð hlutabréfa var í árs- lok 1991 933 m.kr. hjá sjóðnum sem er einungis 4% af beildareignum sjóðsins. Á síðasta ári fjárfesti sjódurinn i hlutabréfum í 13 félög- um og á nú liluti í 19 félögum ...“ Heildararð- semi af hluta- bréfaeign 13,7% „Stjórn Lifeyrissjóðs verzlunarmanna hefur farið mjög varlega í fjár- festingum á hlutabréfa- markaði þó svo við höf- um gengið á undan öðr- um lífeyrissjóðum í því efni. Fjárfestingarnar hafa í öllum aðalatriðum heppnast vel. Þannig hef- ur heildararðsemi af hlutabréfaeign sjóðsins á árabilinu 1980 til 1992 numið 13,7% á ári sem er langt umfram heildar- ai'ðsemi sjóðsins. Engar ákvarðanir eru teknar um kaup á liluta- bréfum ncma stjóm sjóðsins hafi farið mjög vandlega yfir alliu' for- sendm' málsins og leitað eftir ráðgjöf og áliti fær- ustu manna. I stjóni sjóðsins eru menn úr at- vinnulífinu sem fiytja inn á okkar vettvang mikils- verða þekkingu og reynslu. Við gerum okk- ur fai' um að skoða vand- lega þá möguleika, sem koma til greina, og svo kemst stjórniu að fag- legri niðurstöðu." SlMINN er 689400 BYGGT & BÚIÐ KRINGLUNNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.