Morgunblaðið - 03.04.1992, Side 14

Morgunblaðið - 03.04.1992, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1992 EES - Hvað gerist næst? eftir Pál Ásgrímsson Eins og gefur að skilja eru flestir hættir að botna nokkuð í gangi samningaviðræðna Evrópubanda- lagsins (EB) og EFTA um Evrópska efnahagssvæðið (EES). í tvígang hafa samningamenn skálað í dýrind- is kampavíni til að fagna lokum við- ræðnanna en samt er samningurinn enn ekki í höfn. Von er að menn spyrji hvetju þetta sætir. EB er engin venjuleg stofnun. Bandalagið sker sig frá öðrum al- þjóðastofnunum að því leyti, að hvergi annars staðar hafa aðildar- ríki framselt jafn miklu af sjálfs- ákvörðunarrétti sínum í hendur slíkra stofnana. Tiltölulega flókin uppbygging EB og hinar ýmsu regl- ur um verkaskiptingu milli einstakra stofnana þess er bein afleiðing þessa framsals. Allt frá stofnun EB hefur verið til staðar togstreita milli Evrópu- þingsins, Ráðherraráðsins og Fram- kvæmdastjórnarinnar um það hvernig skuli farið með þetta fram- selda vald. Með nokkurri einföldun er unnt að segja að framkvæmdar- valdið sé í höndum Framkvæmda- stjórnarinnar, löggjafarvaldið sé hjá Ráðherraráðinu (og Evrópuþinginu í takmarkaðra mæli) og dómsvaldið í höndum Evrópudómstólsins. Með þessar forsendur í huga skal nú hugað að EES-samningnum. Um samninga á borð við EES-samning- inn er fjallað í 238. gr og 228 gr. Rómarsamningsins, stofnsamningi EB. í 238. gr. segir að samningar þessir skuli til lykta leiddir í Ráð- inu, sem tekur samhljóða ákvörðun, að fengnu samþykki Evrópuþings- ins, sem tekur ákvörðun með ein- földum meirihluta þingmanna. Tek- ið skal fram að hér er átt við meiri- hluta þingmanna, ekki meirihtuta atkvæða, sem aftur þýðir að þeir sem sitja hjá teljast greiða atkvæði gegn samningnum. „ Reyndar tel ég líkur á því að bæði EB-dóm- stóllinn og Evrópuþing- ið láti minni hagsmuni víkja fyrir meiri og staðfesti uppkast það að-EES-samningnum sem nú liggur fyrir.“ í .228. gr. segir að afla megi fyrir- fram álits Evrópudómstólsins á því hvort fyrirhugaður samningur sam- ræmist ákvæðum Rómarsamnings. Það er einnig tekið fram að Fram- kvæmdastjórnin skuli vera í fyrir- svari við samningsgerðina. í stuttu máli er það því Fram- kvæmdastjórnin sem er í fyrirsvari við samningsgerðina, í umboði Ráðsins, sem leiðir samningana til lykta, að fengnu samþykki Þingsins og EB-dómstólsins, sé til hans leit- að. Nú hefur það gerst að eftir erfitt samningaþref tókst að ná sam- komulagi um dómstólaskipan EES. Áður hafði Evrópudómstóllinn, sem kunnugt er, lýst yfir því áliti sínu að eldra samningsuppkast að dóms- aflanufn bryti í bága við Rómar- samninginn. Bæði Ráðið og Framkvæmda- stjórnin gáfu út yfirlýsingar um að óþarft væri að leita til Evrópudóm- stófsins öðru sinni og málið virtist í höfn. Þá kemur til sögunnar Evr- ópuþingið og krefst þess að málinu skuli vísað til dómstólsins á nýjan leik. Þetta setti Framkvæmdastjórn- ina og Ráðið í erfiða aðstöðu. Ef vilji þingsins hefði verið virtur að vettugi hefði það getað leitt til úlfúð- ar í þinginu og samningurinn hugs- anlega felldur þar. Því var ekkert annað hægt í stöðunni en að fara að vilja Þingsins og vísa málinu á ný til EB-dómstólsins. Erfitt er að fullyrða um þá niður- stöðu sem EB-dómstóllinn kemst að. Fréttir af innihaldi samkom- ulagsins gefa þó tilefni til almennra vangaveltna. Margt bendir til þess að með fyrirhugaðri dómstólaskipan verði erfitt að tryggja samræmda túlkun EES-reglna á svæðinu. Stafar þetta af því að nokkrir úrskurðaraðilar koma til með að fjalla um reglurnar í stað sérstaks EES-dómstóls, eins og gert var ráð fyrir í eldra uppkast- Páll Ásgrímsson inu. Að auki er nú lögð ríkari áhersla á að fundnar verði pólítískar lausnir deilumála, sem býður heim hættunni á mismunandi túlkun í málum sem eru efnislega sambærileg en hafa misjafnt pólitískt vægi. Reyndar má gera ráð fyrir því að í samningn- um sé að finna ákvæði sem stefni að samræmdri túlkun en ég tel álita- mál hvort það dugi til. Fari svo að álit dómstólsins verði neikvætt er enn á ný vandi á hönd- um. í fréttum hefur verið haft eftir talsmönnum EB að ekki sé útilokað að ákveðið verði að ganga frá samn- ingum þrátt fyrir neikvæða umsögn EB dómstólsins. Þetta tel ég afar ólíklegt, enda kemur það skýrt fram í Rómarsamningnum að verði álit dómstólsins neikvætt getur samn- ingurinn aðeins öðlast gildi eftir að Rómarsamningnum sjálfum hefur verið breytt. Það að breyta Rómar- samningnum sjálfum er ekkert áhlaupsverk, þungt í vöfum og tíma- frekt. Miðað við allt sem á undan er gengið í samningaviðræðum, og að menn eru nú að falla á tíma, tel ég að neikvætt álit dómstólsins myndi ríða samningnum að fullu. Á hinn bóginn er rétt að geta þess að Evrópudómstóllinn styðst í ríkum mæli við stefnumið í úrlausn- um sínum, þ.e. kemst að þeirri niðurstöðu sem helst tryggir þau markmið sem bandalagið stefnir að. Það er almennt viðurkennt að það yrði bandalaginu mikill álitshnekkir ef því tekst ekki að koma EES- samningnum í örugga höfn. Bent hefur verið á, áð takist EB ekki að ná samkomulagi við hin iðnvæddu EFTA-ríki, þá er ekki við miklu að búast í samskiptum þess við vanþró- aðri ríki Mið- og Austur-Evrópu. Með þetta í huga tel ég verulegar líkur á að dómstóllinn hengi sig ekki á nýjan leik í lagatæknilegum atriðum heldur komist að þeirri niðurstöðu sem er EB hagkvæmust í stöðunni, þ.e. staðfesti samning- inn. Enn verða þó nokkur ljón í vegin- um áður en samningurinn tekur gildi. Eftir er að staðfesta hann í þjóðþingum allra aðildarríkja samn- ingsins, 19 talsins. Þá liggur fyrir, eins og áður sagði, að Evrópuþingið á eftir að leggja blessun sina yfir samningana. Hvað varðar afdrif samningsins innan EFTA-ríkjanna ríkir nokkur óvissa um Noreg og Sviss. í norska Stórþinginu þarf V4 atkvæða til að samþykkja samning- inn, en Evrópumál hafa löngum verið stórpólitískt hitamál í Noregi, og í Sviss fer að öllum líkindum fram þjóðaratkvæðagreiðsla. Til fróðleiks má geta þess að í október sl. voru 53% aðspurðra fylgjandi inngöngu í EB í skoðanakönnun sem fram fór í Sviss. Af ofansögðu ætti lesendum að vera Ijóst að það er ekki einfalt verk fyrir svokölluð þriðju ríki að standa í samningum við EB. Flókin stofnanauppbygging og valdatog- streita stofnana EB bætir þar ekki úr skák. Það er trú undirritaðs að þessi valdabarátta verði ekki til þess að setja samninginn í uppnám. Reyndar tel ég líkur á því að bæði EB-dómstóllinn og Evrópuþingið láti minni hagsmuni víkja fyrir meiri og staðfesti uppkast það að EES- samningnum sem nú liggur fyrir. Uöfundur cr lögfræðingur og hcfur lokið framhnldsnámi í Evrópurétti. RETTU FLÍSALISTARNIR ALLT TIL FLÍSALAGNA úthorn sEALASTB'P aðKarið 0g ’SSou""" tíuetbe° TröpP' uWstar ®0-A20 cm- Gæöaflísar á góðu verði Stórhöfða 17, við Gullinbrú sími 67 48 44 GOLFDIMR 92 gólfdúkalínan íferfe® NOVILON Nýir litir, nova viva bella ný mynstur. 2m, 3m og 4m breidd. Má leggja laust. Verð sem gerir útsölu óþarfa. KJARAN Gólf búnabur SlÐUMÚLA 14 • SlMI (91) 813022 VORUHUS K.A. STÓRMARKAÐUR í ALFARALEIÐ Sunnlendingar - feröamenn. Páskaegg, hátíöarmatur, tjöld,w grillkol, svefnpokar. Allt hjá okkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.