Morgunblaðið - 03.04.1992, Page 17
17
MORGUNESLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1992
Eitt fyrir en ann-
að eftir kosningar
eftir Svavar
Gestsson
Fyrirsögnin á þessari grein gæti
verið slagorð ríkisstjórnarinnar.
Það er sama hvar borið er niður.
Hún ætlaði ekki að hækka skatta
í heild en skattar hafa hækkað.
Hún gerði ekki ráð fyrir stórfelld-
um niðurskurði í skólamálum og
heilbrigðismálum en hún sker nið-
ur í skólamálum og heilbrigðismál-
um. Það er sjálfsagt að spara þeg-
ar erfiðleikar eru í þjóðarbúinu en
í stað sparnaðar er um að ræða
grófar lokanir og tilræði við vel-
ferðarkerfið í heild.
Ihaldið lofar öllu fögru!
Eitt skýrasta dæmið um ómerki-
legan málflutning Sjálfstæðis-
flokksins fyrir og eftir kosningar
er sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar
að loka Fæðingarheimili Reykja-
víkurborgar sem fæðingarheimili.
í rúman áratug hefur Sjálfstæðis-
flokkurinn gert rekstur Fæðingar-
heimilis Reykjavíkurborgar að bar-
áttumáli og aðalmáli í kosningum
eftir Guðrúnu
Agnarsdóttur
í nýlegri skýrslu Sameinuðu
þjóðanna sem nefnist „Konur
heimsins" er að finna margvíslegar
tölfræðilegar upplýsingar um þróun
í málefnum kvenna frá 1970 til
1990.
Þar kemur m.a. fram að þótt
konur hafi hvergi átt greiðan að-
gang að stefnumótun eða forystu-
hlutverkum t.d.- í stjórnmálum eru
þær mjög virkar um allan heim í
ýmsum grasrótarhreyfingum og
fijálsum félagasamtökum. Þar hafa
þær oft náð verulegum áhrifum og
árangri. Meðal þeirra mála sem
konur hafa einna helst beitt sér
fyrir eru umhverfis- og friðarmál.
Auk þess Sem konur eru fjölmennar
í samtökum um slík málefni eru þær
oft í fararbroddi við að vekja fólk
til vitundar um mikilvægi þeirra.
Mjór er mikils vísir
Mörg dæmi má nefna um ötula
baráttu kvenna gegn mengun og
umhverfisspjöllum. Skógræktar-
hreyfingar — eins og Græna beltið
(Green Belt Movement) í dreifbýli
Kenya og Chipko-Andola hreyfing-
in á Indlandi — byrjuð með fram-
taki nokkurra fátækra sveita-
kvenna sem björguðu fáeinum
trjám en urðu síðar að áhrifamiklum
hagsmunasamtökum. Heimavinn-
ándi húsmæður úr röðum verka-
fólks knúðu Bandaríkjastjórn til að
hreinsa upp hættulega mengunar-
staði sem höfðu haft heilsuspillandi
áhrif á íbúa nálægt Love Canal.
Margir málsvarar umhverfis-
verndarhreyfinga eru konur en fáar
þeirra eru þekktar eða viðurkennd-
ar. Umhverfisverndaráætlun Sam-
einuðu þjóðanna hefur veitt 750
viðurkenningar vegna umhverfis-
verndarverkefna — aðeins 12 þeirra
hafa verið til kvenna.
U mhverfismálaráðstef na
Þessu skeytingarleysi stjórnvalda
gagnvatl sjónarmiðum kvenna una
konur illa og í nóvember á sl. ári
var haldin alþjóðleg ráðstefna
kvenna um umhverfismál (World
aftur og aftur. Auðvelt er að rekja
ótal ræður Davíðs Oddssonar um
þetta mál í borgarstjórn og annars
staðar.
Fyrir síðustu kosningar voru
fyrirheitin enn gefin í löngum
blaðagreinum eftir borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins. Þeir lofuðu
starfsmönnum Fæðingarheimilis-
ins því að borgin myndi leggja
aukið fjármagn til stofnunarinnar
meðal annars með því að gera upp
húsnæði heimilisins og með því að
ráða þar viðbótarlækni. Hvort
tveggja var gert - að öðru leyti
en því að borgin borgaði ekki við-
gerðirnar á heimilinu heldur rekst-
ur Borgarspítalans. Og viðgerðun-
um varð ekki lokið - þær voru
stöðvaðar á sl. ári þegar aðeins
um það bil einnar viku vinna var
eftir við viðgerðirnar! Og þá hófst
jafnframt nýr kafli.
íhaldið svíkur öll fyrirheitin
Því Davíð Oddsson var ekki fyrr
tekinn við starfi forsætisráðherra
en hann ákvað að ganga á bak
allra fyrirheitanna sem myndu
fylla heilar möppur og þykkar ef
Guðrún Agnarsdóttir
„íslenskar konur hafa
látið umhverfismál sig
varða. Geta íslensk
stjórnvöld komist af án
sjónarmiða kvenna í
umhverfismálum?
Munu raddir íslenskra
kvenna hljóma í Ríó í
júní? Hve margar kon-
ur verða erindrekar Is-
iendinga þar?“
Women’s Congress for a Healthy
Planet) í Miami í Flórída. Þangað
mættu urn 1.500 konur frá 65 þjóð-
löndum og þinguðu í 5 daga um
umhverfis- og þróunarmái.
Þær skipulögðu réttarhöld þar
sem dómarar hlýddu á vitnisburð
15 kvenna víðsvegar að um ýmsa
þætti þeirrar vistkreppu sem við
okkur blasir. í lok ráðstefnunnar
var síðan samin framkvæmdaáætl-
un kvenna fyrir 21. öldina (Wom-
en’s Action Agenda 21) og á síð-
asta degi ráðstefnunnar var hún
afhent Maurice Strong, aðalfram-
úrklippunum væri safnað saman.
Sanrkvæmt fyrirskipun heilbrigðis-
ráðherra Davíðs Oddssonar á að
loka fæðingarheimilinu frá og með
næstu áramótum!
Heilbrigðisráðherrann Sighvat-
ur Björgvinsson sagði að vísu ekk-
ert fyrir kosningar um það hvort
fæðingarheimilið ætti að reka
áfram eða ekki. En hann sagði það
eftir kosningar. Nánar tiltekið í
fjárlagaumræðum greindi hann frá
því að Fæðingarheimilið yrði starf-
rækt áfram.
Ekki var fjárlagaafgreiðslunni
fyrr lokið en.draugagangur fór af
stað í heilbrigðiskerfinu og nienn
fréttu af því á skotspónum að
Fæðingarheimilinu ætti að loka.
Borgarstórnaríhaldið var í vanda.
Borgarfulltrúar þess höfðu frum-
kvæði að samþykkt tillögu um að
óbreyttur rekstur Fæðingarheimil-
isins væri skilyrði fyrir því að ríkið
yfirtæki stofnunina. En síðan ekki
söguna meir og enn var haldið
áfram neðanjarðar við að undirbúa
yfirtöku ríkisins á Fæðingarheimil-
inu jafnframt ákvörðun um að loka
því frá og með næstu áramótum.
kvæmdastjóra umhverfismálaráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna sem
haldin verður í Ríó de Janeiro í júní
nk. Hann hrósaði framkvæmda-
áætluninni mjög.
Sérstök ályktun var samþykkt á
kvennaráðstefnunni í Miami og
undirrituð af 25 núverandi og fyrr-
verandi þingkonum á ýmsum þjóð-
þingum. Þar vat' m.a. skorað á þing-
menn og ríkisstjórnir allra landa
að tryggja það að konur sem bera
umhverfis- og þróunarmál fyrir
bijósti verði sendar sem erindrekar
landa sinna á umhverfismálaráð-
stefnu SÞ í Brasilíu. í framkvæmda-
áætlun kvennanna er þess krafist
að hlutdeild hvors kyns verði ekki
meiri en 60% og ekki minni en 40%
af sendinefndum aðildarlanda SÞ á
ráðstefnunni.
Hverjir verða erindrekar
Islendinga?
Konurnar vitna til samþykkta
undirbúningsnefndar umhvet'fis-
málaráðstefnu SÞ þar sem rík
áhersla er lögð á lykilhlutverk
kvenna í sjálfbærri þróun. Mælt er
með því að ævinlega verði tekið
mið af þessu hlutverki og mikilvæg-
is þess verði gætt við umfjöllun á
öllum sviðum ráðstefnunnar. Enn-
fremur er hvatt til þess að stuðn-
ings verði leitað á alþjóðlegum vett-
vangi og í heimalðndum til að auð-
velda konum þátttöku í ráðstefn-
unni.
lslendingar eiga eins og aðrar
þjóðir mikið í húfi að dregið verði
úr hættu á umhverfisspjöllum og
takast megi alþjóðlegt samstarf um
umhvefisvernd. Nokkurt undirbún-
ingsstarf hefur þegar verið unnið
hér á landi vegna þátttöku í um-
hverfismálaráðstefnunni í Brasilíu
og munu stjórnvöld hafa í huga að
senda þangað fulltrúa sína.
islenskar konur hafa látið um-
hverfismál sig varða. Geta íslensk
stjórnvöld komist af án sjónarmiða
kvenna í umhverfismálum? Munu
raddir íslenskra kvenna hljóma í
Ríó í júní? Hve margar konur verða
erindrekar íslendinga þar?
Höftmdur er læknir og
fyrrverandi alþingismaður.
Svavar Gestsson
„Fæðingarheimilið hef-
ur verið eitt aðalmál
borgarstj órnaríhalds-
ins í Reykjavík um ára-
tugaskeið. Nú er komið
á enda.“
Þó var eins og heilbrigðisráðherr-
ann væri feiminn við að kveða upp
úr með það. í staðinn ætlaði hann
að láta stjórnarnefnd Ríkisspítala
fá heimilið til rekstrar - án pen-
inga og starfsmanna. Stjórnar-
nefndin neitaði því auðvitað í raun
með viðbrögðum sínum. Þá flaug
fyrir að breytingafé til kvenna-
deildarinnar ætti að nota til þess
að reka Fæðingarheimilið - sam-
tals um 10 millj. kr. Ráðherrann
heyktist líka á því. Loksins, 20.
mars, skrifaði hann svo bréf þar
sem hann stundi því upp að starf-
semi Fæðingarheimilis Reykjavík-
urborgar ætti að leggja niður frá
og með næstu áramótum.
Með 12 tíma fyrirvara!
í bréfinu segir ráðherrann að
breyta eigi húsnæði fæðingadeild-
arinnar á Landspítalanum „ til að
gera þeirri deild mögulegt að sinna
jafnframt þeim fæðingum er fara
fram á Fæðingarheimilinu.“
Og: „Ráðuneytið leggur áherslu
á að Ríkisspítalar yfiitaki rekstur
Fæðingarheimilisins sem fyrst og
eigi síðar en 1. apríl.“
Og: Gert er ráð fyrir því að
breytingum verði lokið þannig að
„hagræðingu (les: starfsemi Fæð-
ingarheimilisins) vegna yfirtöku
Fæðingarheimilisins verði að fullu
náð frá næstu áramótum“!
Þar með þarf ekki ftekari vitn-
anna við:
1. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar
hefur skipað Ríkisspítölunum að
yfirtaka rekstur Fæðingarheimilis
Reykjavíkurborgar.
2. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar
hefur lagt svo fyrir að þar verði
ekki um að ræða fæðingaraðstöðu
frá og með næstu áramótum.
Og stjórnarnefnd Ríkisspítal-
anna fékk hálfan sólarhring til
þess að framkvæma þessa gerræð-
islegu fyrirskipun: Stjórnarnefnd-
arfundur var boðaður að morgni
31. mars. Stjórnarnefndin átti að
taka við rekstri Fæðingarheimilis-
ins frá og með miðnætti 1. apríl,
12 tímum seinna.
Tæmandi dæmi og endanlegt
Fæðingarheimilið hefur verið
eitt aðalmál borgarstjórnaríhalds-
ins í Reykjavík um áratugaskeið.
Nú er komið á enda. Samfelldur
slóði svikinna fyrirheita blasir við.
Og fólkið sem starfað hefur á
Fæðingarheimilinu ,er selt á fæti
ókeypis í hendur stóru-mömmu rík-
ísins sem að þessu sinni vill ekki
en er neydd til að taka við. Fólkið
sem starfað hefur á Fæðingar-
heimilinu hefur tekið á móti 500
börnum á ári. Þeirri starfsemi á
að loka rétt eins og starfið sé einsk-
is virði sem þar hefur verið unnið.
Hver var að tala um skort á
virðingu fyrir ákvörðunum stjórn-
málamanna? Þegar þeir haga sér
með þeim hætti sem þeir gera for-
sætisráðherra og heilbrigðisráð-
herra - er þá nema von að fólki
blöskri? Vissulega er Fæðingar-
heimilismálið ekki stórt á landsvísu
eða heimsvísu en það er skýrt
dæmi og tæmandi um óheiðarleg
vinnubrögð þeirra manna sem nú
stjórna þessu landi. Þjóðin á betra
skilið.
Höfundur er alþingismaður og á
sæti í stjórnarnefnd Ríkisspítala.
ÍSLENSKA óperan
---11111 GAMLA BÍÓ INGÓLFSSTRÆTI
E!N SÝNING EFTIR!
Láttu ekki einn helsta listviðburð ársins
framhjá þér fara!
Sýning laugardag 4. apríl kl. 20.00. SÍÐASTA SINN.
Miðasalan er opin frá kl. 15.00-19.00 daglega og til kl. 20.00
sýningardaga. Grciðslukortaþjónusta. Sími 1 1475.
Munu raddir íslenskra
kvenna hljóma í Ríó?