Morgunblaðið - 03.04.1992, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 03.04.1992, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1992 27 Nýr forsætisráðherra í Frakklandi: Sjálfmenntaði hagspekingnrími treyst- ir flutningabílum betur en hagtölum PIERRE Beregovoy, fjármálaráðherra, var í gær skipaður forsætis- ráðherra Frakklands í kjölfar þess að Edith Cresson forsætisráð- herra sagði af sér embætti. Umskiptin eru sláandi. Þau Beregovoy, sem oftast er kallaður hinu vinalega viðurnefni „Bere“, og Cres- son, sem hefur þurft að láta sér lynda að vera uppnefnd „Frú nítj- án prósent“, eru um flest algjörar andstæður. Cresson hvöss og ill- skeytt en Bere rólegur, bangsalegur í vexti og með milt landsföður- legt bros. Pierre Beregovoy, sem fæddist árið 1925 í smábænum Deville-les- Rouens í Normandí, er af úkraínsk- um uppruna. Ólíkt flestum öðrum ráðherrum Sósíalistaflokksins hefur hann ekki hlotið menntun sína í einhverjum af úrvalsskólum Frakk- lands heldur er hann sjálfmenntað- ur hagspekingur án nokkurrar há- skólagráðu. Foreldrar Beregovoy ráku lítið kaffihús og hann var látinn byija vinna í verksmiðju er hann var sext- án ára gamall. Hann vann við járn- brautastörf meðan á síðari heims- styijöldinni stóð og tók þátt í starfi andspyrnuhreyfingarinnar gegn nasistum. Sagt er að Beregovoy, eins og margir sjálfmenntaðir menn, treysti oft betur á eigin eðlisávísun en ráð- gjafa sína. Þannig telji hann fjölda flutningabíla sem hann mæti er hann heldur um helgar til borg- arinnar Nevers í Búrgúndý-héraði, þar sem hann er borgarstjóri, vera betri vísbendingu um ástand efna- hagslífsins heldur en flóð af hag- tölum. Bere hefur verið sósíalisti alla sína ævi og var árið 1958 einn áf stofnendum lítils sósíalistaflokks. Hann vann sig síðan upp innan Sósíalistaflokksins og gegndi þar æðstu embættum á áttunda ára- tugnum. Þegar Francois Mitterrand vann forsetakosningarnar 1981 gerði hann Beregovoy að skrifstofu- stjóra sínum I Elysée-forsetahöll- inni. Skömmu síðar tók hann við embætti félagsmálaráðherra og 1984 varð Beregovoy að fjármála- ráðherra. Hann hafði þá um skeið verið orðaður sem líklegur arftaki Pierre Mauroys forsætisráðherra en I staðinn varð það hlutskipti hans að endurskipuleggja efnahags- stefnu stjórnarinnar frá grunni. Undir hans stjórn var horfið frá þeirri hreinu sósíalísku stefnu sem Jacques Delors, forveri hans í emb- ætti fjármálaráðherra, hafði fylgt og leitt hafði til fjármagnsflótta og hruns í frönsku efnahagslífi. Be- tegovoy varð einn af frumkvöðlum nýs hugsunarháttar meðal sósíal- ista: Auðinn varð að skapa áður en hægt var að dreifa honum. Hann auðveldaði m.a. aðgang að lánsfé fyrir iðnaðinn og aflétti ýnísum hömlum á gjaldeyrisviðskipti sem Delors hafði komið á. Árið 1986 í marsmánuði unnu hægrimenn sigur í þingkosningum og Edouard Balladur tók við stjórn efnahagsmála. Beregovoy fékk aft- ur á móti gamla starfið á ný í maí 1988 eftir kosningasigur sósíalista. Hann hafði verið kosningastjóri Mitterrands í forsetakosningunum skömmu áður og áttu margir von á að honum yrði launað með emb- ætti forsætisráðherra. Það féll hins vegar flestum að óvörum í skaut Michel Rocard. Helsta markmið hans síðustu árin hefur verið að halda franska frankanum stöðugum og ná niður verðbólgu. Það hefur tekist með eindæmum vel og er verðbólga í Frakklandi nú lægri en í Þýska- landi. Þessi árangur hefur hins veg- ar verið keyptur dýru verði. At- vinnuleysi er 9,3% og vextir mjög háir. Þá undirritaði Beregovoy, sem í upphafi síðasta áratugar varði þjóðnýtingarstefnu sósíalista, til- skipun í apríl í fyrra þess efnis að einkafyrirtækjum yrði leyft að eign- ast riiinnihluta í ríkisfyrirtækjum. Það var ekki síst festan og stöð- ugleikinn sem einkennt hafa efna- hagsstjórn Beregovovy sem gerði það að verkum að fjármálamenn misstu ekki traust á Frakklandi þann tíma sem Cresson var við völd. Gamli sósíálistinn Beregovoy er samt þrátt fyrir allt ekki orðinn að heittrúuðum stuðningsmanni hins alfijálsa markaðskerfis heldui' segist enn trúa á hið „blandaða hagkerfi“. Hann vill sæmilega stórt ríkiskerfi og ríkisvald sem hefur vald til að koma í veg fyrir „öfga hins fijálsa markaðar". DEMPARAR I MARGAR GERÐIR BÍLA VERÐ FRÁ KR. 1.366.- rtrtr KAUPSTADUR // )>/«//// H ú hefur yfirbragði nokkurra Miklagarðsverstana verið breytt og verða þær framvegis reknar undir heiti KAUPSTAÐAR. Þetta er gert í framhaldi af breytingum á rekstri Miklagarðs við Sund. í Kaupstað munum við bjóða alla heimilisvöru á stórmarkaðsverði. Glæsileg kjötborö, góð þjónusta. Úrvais ávextir og grænmeti. bað er gott að hafa góðan stórmarkað heima við. 3 KAUPSTAÐUR MIÐVANGI HAFNARFIRÐI VESTUR í BÆ (JL- HÚSINU) ÍMJÓDD

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.