Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1992
Mannréttindasamtökin Amnesty
International vilja vekja athygli
þína á þeim mannréttindabrotum
sem sagt er frá hér að neðan og
vonar að þú sjáir þér fært að skrifa
bréf til hjálpar fórnarlömbum þess-
ara mannréttindabrota.
Þú getur lagt fram þinn skerf
til þess að samviskufangi verði lát-
inn laus eða að pyndingum verði
hætt. Boðskapur þinn getur fært
fórnarlömbum „mannshvarfa"
frelsi. Þú getur komið í veg fyrir
aftöku. Fórnarlömbin eru mörg og
mannréttindabrotin margvísleg, en
hvert bréf skiptir máli.
íslandsdeild Amnesty gefur
einnig út póstkort til stuðnings því
fólki sem hér er sagt frá, og krefst
einungis undirskriftar þinnar.
Hægt er að gerast áskrifandi að
þessum kortum með því að hringja
á skrifstofu samtakanna í Hafnar-
stræti 15, virka daga frá kl. 16-18
í síma 16940 eða senda okkur línu
í pósthólf 618, 121 Reykajvík.
Gvatemala
jtt Axel Majía er starfsmaður
Covenant Hous athvarfsins fyrir
heimilislaus börn í Gvatemalaborg.
Hann hefur verið áreittur, barinn
og fengið hótanir frá því í nóvem-
ber 1990 þegar hann gerði tilraun
til að hindra 13 starfsmenn Borgar-
legu öryggissveitanna (SIPROCI)
við barsmíðar á þrem heimilislaus-
um börnum.
í SIPROCI eni einnig meðlimir
úr þjóðarlögreglunni, fjármáialög-
reglunni og herlögreglunni.
Atburðurinn í nóvember 1990
gerðist fyrir utan Covenant House
athvarfið, sem hefur verið í farar-
broddi í að rannsaka glæpi lögregl-
unnar gagnvart heimilislausum
börnum. Þar er m.a. um að ræða
áreitni, pyndingar, óútskýrð
mannshvörf og dráp. Axel Mejía
þekkti tvo árásarmennina sem
meðlimi í þjóðarlögreglunni og fjár-
málalögreglunni.
Mánuði síðar, reyndu fimm vopn-
aðir menn, þar af einn sem var
íklæddur grænni herpeysu, að ræna
Axel Mejía er hann var á leið heim
til sín í Gvatemalaborg. Fjölskylda
hans skarst í leikinn og kom í veg
fyrir brottnám hans.
Axel Majía var aðalvitni í rann-
sókn, sem fram fór um miðjan apríl
1991, á misþyrmingum barnanna
þriggja. Tveim vikum seinna bárust
honum nafnlausar hótanir í gegn-
um síma. í maí var hann orðinn
svo hræddur um líf sitt að hann
flutti frá Gvatemala til Mexíkó.
Hann sneri aftur heim í ágúst og
byijaði strax að vinna í Covenant
House við endurhæfingu eiturly-
fjaneytenda í San Mateo Milpas
Auas sem er stjórnsýslulegur hluti
Antígua Guatemala, Sacatepéquez
deildar. Hinn 10. nóvember 1991
komu tveir óþekktir menn að
endurhæfingarstöðinni og spurðu
eftir Axel Mejía. Þegar þeir voru
spurðir að nafni sögðu þeir: „Axel
veit hveijir við erum,“ og fóru svo.
Amnesty International hefur ríka
ástæðu til að óttast um öryggi
Axel Mejía.
Vinsamlegast sendið kurteisleg
bréf og farið fram á að allar nauð-
synlegar ráðstafanir verði gerðar
til að tryggja öryggi Axel Mejía
og koma í veg fyrir hefndaraðgerð-
ir gegn honum fyrir þátt hans í
að veija heimilislaus börn gegn
mannréttindabrotum.
Skrifið til:
Presidente Jorge Serrano
Elías,
Presidente de la República
de Guatemala,
Palacio Nacional,
Guatemala.
Mjanmar
U Nu, hinn 85 ára gamli fyrrver-
andi forsætisráðherra Mjanmar
(áður Búrma) var settur í stofu-
fangelsi 29. desember 1989 af
Ríkisstofnuninni um endurreisn
laga — og reglna (SLORC) sem eru
ríkjándi hernaðarleg yfirvöld í
Mjanmar.
U Nu var handtekinn fyrir að
neita að segja af sér sem félagi í
táknrænni samsteypustjórn sem
hann og stuðningsmenn hans
mynduðu í september 1988, á há-
tindi þjóðaruppreisnar gegn 26 ára
herstjórn í landinu. U Nu lýsti því
yfir að hann væri enn lögmætur
forsætisráðherra Búrma, eftir sigur
í kosningum sem voru haldnar
1960. Árið 1962 var hann handtek-
inn í uppreisn hersins sem hers-
höfðingi Ne Win leiddi, og sat í
fangelsi í 4 ár. Hann hefur staðfast-
lega neitað að segja af sér sem
forsætisráðherra samsteypustjórn-
arinnar, nema hershöfðinginn Ne
Win viðurkenni að hann hafi haft
rangt fyrir sér þegar hann rændi
völdum.
Eftir að U Nu var sleppt úr haldi,
dvaldist hann 11 ár í útlegð en
sneri aftur til Mjanmar árið 1980
þegar fyrirskipað var almenn sak-
aruppgjöf. Þegar að hreyfing lýð-
ræðssinna var sem sterkust árið
1988, stofnaði U Nu Bandalagið
fyrir lýðræði og friði. Var band-
alagið löglega skráður stjórnmála-
flokkur í byijun, en lýst ólöglegt
af SLORC í febrúar 1991. U Nu
var einnig meinað að taka þátt í
kosningunum í maí 1990, þar sem
Þjóðarbandalag lýðræðissinna vann
sigur. Samt sem áður hefur SLORC
ekki enn afsalað sér völdum til rétt
kjörinna ríkisstjórnar landsins.
U Nu er haldið í stofufangelsi
án undangenginna réttarhalda né
ákæru á hendur honum, samkvæmt
lögum frá árinu 1975. Samkvæmt
4
m
msa&nhf
akranesi
M
METRÓ
MÖGNUD VERSLUN f MJÓDD
Álfabakka 16 @670050
G.Á. Uöðvursson hf.
SELFOSSI
Nú er rétti tíminn til að mála inni !
og við bjóðum málningu þessa viku á sérstöku
tilboðsverði sem þú verður að athuga.
Sadolin l§
djofn)
V^Ð 4.850,- V^° 4.782,-
VERD O QQn _ NU 0.39U, v^° 920,-
Jíaxpa^
VuÐ 4.460
VERÐ
4.870,
þeim er leyfilegt að halda einstak-
lingi í allt að 5 ára gæsluvarð-
haldi. U Nu sem er búddisti er
haldið í einangrun, ásamt konú
sinni, á heimili þeirra í Rangún.
Vinsmlegast sendið kurteisleg
bréf og farið fram á að U Nu verði
látinn laus nú þegar og án nokk-
urra skilyrða.
Skrifið til:
Senior General Saw Maung,
Chairman,
State Law and Order Restor-
ation Council,
Yangon,
Union of Myanmar.
Máritanía
Sow Abou Mamadou, er 33 ára
gamall undirforingi í sjóhernum,
frá Djéol í suðurhluta Mauritaniu,
sem „hvarf“ eftir að hann var hand-
tekinn í desember 1990 og var síð-
an haidið í einangrunarvarðhaldi í
höfuðborginni Nouakchott. Sam-
kvæmt-sumum heimildum er jafn-
vel talið að hann hafi látist af völd-
um pyndinga í varðhaldinu.
Sow Abou Mamadou er einn
þúsunda svartra Máritaníumanna,
sem handteknir voru í nóvember
og desember 1990, flestir af Hal-
Pulaar — eða Fulaættbálki. Þetta
gerðist í kjölfar tiiraunar sem gerð
var til þess að kollvarpa ríkisstjórn-
inni sém er stýrt af þjóðernishópi
Mára. Yfirvöld hafa þó ekki getað
lagt fram neinar sannanir um að
raunverulegt valdarán hafi verið í
undirbúningi og er ástæða tii að
ætla að handtökurnar hafi verið
framkvæmdar vegna þjóðernis
þeirra sem voru handteknir.
Fangarnir voru pyndaðir í bæki-
stöðvum hersins og á lögreglu-
stöðvum. Voru margir hengdir með
fæturna upp í loft og barðir á iljarn-
ar. Aðrir fengu rafmagnsstraum í
kynfærin eða hold þeirra brennt.
Enn aðrir voru grafnir lifandi eða
hengdir án nokkurra réttarhalda.
Svipað ferli pyndinga og aftakna
án réttarhalda hefur verið þekkt í
Máritaníu síðan 1986. Amnesty
International hefur upplýsingar um
nöfn 339 fanga sem hafa „horfið“
eða verið drepnir.
Ríkisstjórnin tilkynnti í apríl
1991 að öllum þeim, sem handtekn-
ir voru í nóvember og desember
1990, hefði verið sleppt. Samt sem
áður var Sow Abou Mamadou og
hundruðum annarra pólitískra
fanga ekki sleppt og eru mál þeirra
óleyst. Ríkisstjórnin lét stofna
nefnd til þess að rannsaka
kringumstæður við handtökur
þeirra, ástæðurnar fyrir þeim og
meðferð fanganna í varðhaldi. Ein-
göngu starfsmenn hersins eiga að
sögn sæti í nefndinni þ. á m. nokkr-
ir sem grunaðir eru um að hafa
tekið þátt í yfirheyrslu fanganna
eftir handtöku. Störfum nefndar-
innar er að öllum líkindum lokið
þó enn hafi engar niðurstöður rann-
sóknarinnar verið gerðar opinberar.
Vinsamlegast sendið kurteisleg
bréf, ef hægt er á frönsku eða arab-
ísku, og farið þess á leit að hafin
verði rannsókn á afdrifum Sow
Abou Mamadou og hundruð ann-
arra „horfinna", og að þeir sem
gefið hafi út fyrirskipanir eða fram-
kvæmt pyndingar, eða aftökur án
dóms og laga, verði leiddir fyrir
dómstóla.
Skrifið til:
Son Exellence Monsieur le
Colonel
Maaoya Ould Sid’ Ahmed
Taya
Président du Comité militaire
de salut national
Clief de l’Etat
BP 184
Nouakchott
Mauritanie
-------»- -» ♦-----
■ TÓNLEIKAR verða í Torf-
unni við Lækjargötu í kvöld,
föstudaginn 3. apríl. Fiðluleikarinn
Laufey Sigurðardóttir og Páll
Eyjólfsson gítarleikari flytja verk
sitt eftir ýmsa höfunda.
Þú svalar lestrarþörf dagsins