Morgunblaðið - 03.04.1992, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3 APRÍL 1992
41
Minning:
Anna Stefánsdóttir
kennari, Laugum
Fædd 31. maí 1901
Dáin 27.mars 1992
í dag er til moldar borin kær
frænka, Anna Stefánsdóttir, móð-
ursystir konu minnar. Anna var
fædd á Eyjardalsá í Bárðardal,
yngst 6 systkina og eru þau nú öll
látin. Foreldrar þeirra voru hjónin
Stefán Jónsson og Anna Jónsdóttir
sem þar bjuggu.
Fyrstu minningar mínar um
Önnu eru frá þeim tíma þegar við
hjónin vorum að draga okkur saman
og ég móðgaði konuefni mitt stór-
lega þegar ég notaði kröftugt sjó-
aramál til að lýsa ágæti Önnu
frænku, en Anna sá strax húmorinn
í því og bjargaði mér úr klípunni.
Okkur varð strax gott til vina og
hún varð jafnframt frænka mín eins
og barna okkar hjónanna.
Systkini Önnu voru Aðalbjörg og
Jónína, löngu látnar fyrir mín kynni
af þessari ágætu fjölskyldu, en ég
naut þess að kynnast Jóni og
Guðnýju sem bjuggu saman á Eyj-
ardalsá. Sumardvöl þar með börnin
var fastur viðburður jafnvel eftir
að við höfðum flutt utan til riáms.
Guðný varð bráðkvödd heima á
Eyjardalsá árið 1971. Næstyngst
systkinanna var Sigrún tengdamóð-
ir mín, sem lést 1986.
Anna var á yngri árum mjög
glæsileg kona og var enn mikil reisn
yfir henni þegar ég kynntist henni,
hún þá komin um sextugt. Hún var
víðsýn og gædd mjög léttri lund.
Ef lýsa ætti Önnu í stuttu máli
koma einkum í huga fórnfýsi henn-
ar og umhyggja fyrir öðrum og
snilld hennar við hannyrðir og hæfi-
leiki til kennslu. Anna aflaði sér
menntunar í hannyrðum bæði með
námi hér heima og tvisvar með
dvöl í Svíþjóð.
Minning:
Leifur Vilhjálmsson
Fæddur 23. ágúst 1946
Dáinn 23. mars 1992
Því gæti það ekki verið
vilji Höfundarins -
tilgangur
sem oss tekst aldrei að skilja
að hver maður sofni
svefninum endalausa
hverfi til þagnarinnar
þaðan sem hann kom?
Hví skyidi vera merkingarlaust
að mynnast út í þögnina
þá dularfullu þögn
sem drýpur af stjörnunum?
(Hannes Pétursson)
Þegar við heimsóttum Leif á
Bergþórugötuna síðastliðið sumar
grunaði okkur ekki að þetta yrði
okkar síðasta samverustund. Hann
var þá að sýna okkur málverk sem
hann var að vinna að. Þetta voru
kraftmikil og björt málverk sem
lofuðu góðu um framhaldið. En það
átti ekki fyrir honum að liggja að
sýna þessi verk opinberlega því kær
skólabróðir hefur nú kvatt þetta líf.
Leiðir okkar lágu fyrst saman
haustið 1981 er við hófum nám við
Myndlista- og handíðaskólann. Eft-
ir forskólanámið völdum við mál-
aradeild og upphófst þá vinskapur
og samstarf okkar í milli sem hald-
ist hefur síðan og veitti okkur öllum
stuðning. Eftir lífleg og lærdómsrík
skólaár ákváðum við ijögur að
halda hópinn og stíga saman fyrstu
skrefin í.sýningarhaldi. Fyrstu sam-
sýninguna héldum við í febrúar
1986 í Gallerí íslensk list á Vestur-
götunni. Næst leiddum við saman
verk okkar á Kjarvaisstöðum í apríl
1988. Nú vorum við farin að huga
að þriðju samsýningunni en ekki fer
allt eins og ætlað er.
Leifur var ákaflega skemmtilegt
„element" í hópnum. Hann ar til-
finningaríkur en dulur, skapmikill
en hæglátur. Ljúflingur sem gjarn-
an skaut inn meinfyndnum athuga-
semdum á hárréttum augnablikum.
Hann var gæddur góðri frásagnar-
gáfu svo oft var hrein unun að vera
áheyrandi að sögum hans.
Leifur var kraftmikill málari og
í myndum hans var sterk tjáning
sem snerti áhorfandann. Þetta voru
ástríðufullar myndir sem spegluðu
þá ólgu og þann kraft sem undir
hæglátu yfirborði málarans bjuggu.
Leifur var alltaf tilbúinn að sækja
okkur heim eða á vinnustofur okkar
til að ræða málin, bæði er lutu að
myndlist almennt sem og glímu
okkar við form og liti. Þessar heim-
sóknir reyndust okkur oft ómetan-
legur stuðningur og það er sár stað-
reynd að þurfa að sætta sig við
það, að Leifur sé ekki lengur á
meðal okkar.
Ingu, börnum hans og öðrum
ástvinum vottum við okkar dýpstu
samúð.
Megi Leifur hvíla í friði.
Guðbjörg Lind Jónsdóttir,
Sara Vilbergsdóttir og
Svanborg Matthíasdóttir.
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara.’ Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek-
in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til-
vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar
getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning-
argreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl-
isfréttir með mynd I dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikill örlagaatburður í lífi hennar
var þegar systir hennar Jónína
veiktist af lömunarveiki og lést frá
ungri dóttur sinni sem einnig hafði
veikst af lömunarveiki. Stúlkan var
einnig skírð Anna. Frænka hennar
Anna Stefánsdóttir, tók hana að sér
og annaðist hana í erfiðum veikind-
um jafnframt því sem hún sjálf
aflaði sér menntunar og sá þeim
farborða við ýmis störf. Systurdótt-
ir hennar var mikið fötluð líkamlega
eftir lömunai-veikina en lauk námi
frá Handíða- og myndlistarskólan-
um. Hún lést úr lungnabólgu í
Kaupmannahöfn 24 ára gömul, á
fyrsta vetri sínum við frekara nám
í listum.
Anna Stefánsdóttir vann í fyrstu
við kennslu í vefnaði og hannyrðum
í sveituin á vegum Kvenféiagasam-
bands Islands, en var síðar við
kennslu á Reykjaskóla uns skóla-
hald lagðist þar niður við hernámið.
Eftir það réðst hún sem kennslu-
kona að Laugum í Þingeyjarsýslu
til loka starfsdags eða um þriggja
áratuga skeið og er mörgum kunn
vegna þess starfs. Á Laugum sinnti
hún ekki aðeins kennslu heldur
annaðist einnig oft um nemendur í
veikindum þeirra. Varð hún þannig
hægri hönd læknisins I skólanum
og hafði orðið góðan skilning á sjúk-
dómum og umönnun sjúkra. Végna
tengsla hennar þar leysti ég héraðs-
lækninn af í tvö sumur sem mér
varð ánægjulegur reynslutími og
batt mig nánari böndum við hérað-
ið og íbúa þess. í skólafríum dvaldi
Anna lengst af á Eyjardalsá og
aðstoðaði systkini sín við búskap-
inn. Anna unni mjög skógrækt og
gaf talsvert fé til skógræktar í
Suður-Þingeyjarsýslu.
Anna heimsótti okkur hjónin
tvisvar til Bandaríkjanna. Tengsl
hennar við það land voru óvanaleg
en Anna hafði gert tvo gripi sem
sýndir voru I íslandsdeild Heims-
sýningarinnar í New York árið 1939
sem dæmi um íslenska hannyrða-
list. Voru það tvö teppi, annað
saumað, hitt ofið. Bandið var af
völdu fé af ættjörðinni Eyjardalsá
og höfðu hún, faðir hennar og móð-
ir valið það og unnið. Ofna teppið
seldist fyrir talsverða íjárhæð en
hitt glataðist.
Eftir að Anna hætti kennslu-
störfum að Laugum keypti hún sér
raðhús á Akureyri. Bjuggu oft hjá
henni fyrri nemendur frá Laugum
sem voru þar við framhaldsnám,
en hún naut þess að halda tengslum
við unga fólkið og heimsbyggðir
þess. Heimili hennar á Akureyri var
sem heimili okkar fjölskyldu norð-
anlands og gagnkvæmar heimsókn-
ir voru tíðar.
Síðustu árin dvaldi hún á Dvalar-
heimilinu Hlíð við góða umönnun.
Útför hennar verður gerð frá Akur-
eyrarkirkju en hún mun að eigin
ósk fá hinsta hvíldarstað við hlið
systkina sinna í heimabyggð sinni.
Birgir Guðjónsson.
)fefy\INl^URENr
Kynning
á nýju vor- og sumarlitunum í
Hamraborg 14a
Þórunn Jónsdóttir, förðunarfræðingur, veitir ráðgjöf
um förðun og liti.
í dag, föstudag, frá kl. 12-18 og
á morgun, laugardag, frá kl. 10-14.
Tekið er við ti'mapöntunum í síma 43700 ef óskað er.
JtR
Rauði 0% miðinn á KÓPAL málningu er trygging
fyrir því að í málningunni séu engin lífræn leysiefni.
Málningín er nær iyktarlaus og gæði hennar
og verð eni fyllilega sambærileg við aðra málningu.
Sýndu lit og málaðu með umhverfisvænni málningu
því að umhverfisvemd
er mál mál ar anna.
wm i
Gim'AJy
J
málninghlf
- það segir sig sjdlft -