Morgunblaðið - 03.04.1992, Qupperneq 43
Mig langar til að kveðja elskulega
tengdamóður mína með þekktu versi
Hallgríms Péturssonar úr bænahefti
sem hún gaf Hönnu Guðrúnu litlu:
Dauðans stríð af þín heilög hönd
hjálpi mér vel að þreyja,
meðtak þá, faðir, rnína önd,
mun ég svo glaður deyja.
Minn Jesús, andlátsorðið þitt
í mínu hjarta’ ég geymi,
sé það og líka síðast mitt,
þá sofna’ ég burt úr heimi.
(H.P.)
Karólína Fabína Söebech.
Jafndægur á vori voru rétt liðin.
Þau minntu á þau sannindi að sól
er að hækka á lofti og langir sumar-
dagar fara í hönd. Og það líf sem
er dauðanum æðra að vakna á ný
eftir vetrardvala. Þá berst sú fregn
að Hanna á Kumbaravogi sé látin.
Hetjulegu stíði aðeins sextugrar
konu við sláttumanninn slynga var
þar með lokið. Um nokkurt skeið
hafði verið sýnt að hverju fór. Þótt
fregnin kæmi í sjálfu sér ekki með
öllu á óvart var samt sem tíminn
staðnaði um stund. Minningar nán-
ast þriggja áratuga leituðu á hug-
ann sem er langur tími af mínu lífi,
lífi hennar og þeirra Kumbaravogs-
hjóna. Minningar um Hönnu og
mann hennar Kristján Friðbergsson
ieituðu á hugann. Asamt minning-
um um þetta sérstæða lífsstarf
þeirra. Um börnin öll á Kumbara-
vogi sem voru eins og útum allt og
allt um kring. Og síðar gamla fólk-
ið sem kom til að vera þessum börn-
um ömmur og afar og voru það
meðan báðir hóparnir gátu átt þar
samleið og samastað í tilverunni.
Mér fannst það einkennileg tilviljun
að það var eins og þjóðin væri ein-
mitt á þessu augnabliki að vakna
af dvala og til vitundar um að hún
ætti vegalaus börn. Börn sem hún
hefði skyldur og ábyrgð við. Án
þess að ég vílji á nokkurn halla
fínnst mér oft að ég hafi fáa þekkt
sem vissu eins vel hvað það er að
vera vegalaust barn og velkjast í
kaldri veröld. Auk kjarks, hjarta-
hlýju og góðs vilja þarf miklu að
fórna til að gefa vegalausu barni
gott heimili. Og það var það sem
Hanna og Kristján gerðu. Þau gáfu
þessum barnaskara sitt eigið líf.
Verkefni sem í eðli sínu getur aldrei
tekið enda og enginn endi verður
bundjnn á fyrr en þá dauðinn skilur
að. Eg vissi það að stundum var
Iangt gengið, mikið lagt undir og
mikið á sig lagt til að rétta þessum
blessuðu börnum hjálparhönd. Þau
höfðu af einhveijum eða ýmsum
sökum farið á mis við það sem börn-
um ber. Með góðlátlegu brosi eða
glettnislegu svari var því svarað
þegar maður lét í ljós efasemdir.
Eins var um þegar maður lýsti því
að það væri utan manns skilnings
Minningar hrannast upp þegar
gróður drengur fellur í valinn, en
til að rekja þær verður manni orð-
fátt. Leiðir okkar Ingvars lágu fyrst
saman fyrir tólf árum og hann tók
mér strax opnum örmum. Hann var
ávallt glaður í bragði, sérlega næm-
ur á broslegar hliðar lífsins og því
hlógum við ósjaldan dátt saman.
Honum var eiginlegt að líta tilver-
una björtum augum og því fannst
mér löngum sem lýsti af degi þegar
fundum okkar bar saman.
Veraldlegt andstreymi okkar
samferðamanna hans flestra var
MORGUNBLA.ÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1992
og skynsviðs hvers vegna þau legðu
þetta á sig. Að létta barni böl var
hugsjón. Hugsjón sem átti rætur í
trú og manngildi. Um lof eða laun
var alls ekki hirt. Trúin spyr sjaldn-
ast um slíka hluti, því hún er „full-
vissa um það, sem menn vona, sann-
færing um þá hluti, sem eigi er
auðið að sjá“. (Hebr. 11, 1.) Nú
reynir á það hve sú trú er hlý sem
kennir að lífið sé annað og meira
en tilgangslaust ráp á valdi blindra
náttúruafla. Það mun verða vini
mínum Kristjáni og barnahópnum
huggun í harmi.
Hanna var fædd í Vestmannaeyj-
um. Foreldrar hennar voru Jónína
Ingibjörg Gísladóttir og Halldór
Magnússon yfirverkstjóri þar. Þau
eru bæði látin. Um ættir hennar
veit ég fátt annað en að hún var
Sunnlendingur í húð og hár eins og
títt er um Vestmanneyinga. Hitt
fann ég að hún kom úr trúuðu og
heiðvirðu umhverfi sem bar lotningu
fyrir lífi skapara sínum og um-
hverfi. Ung að árum var hún komin
til lands. Settist m.a. í Hlíðardals-
skóla og þar munu kynni þeirra
Kristjáns fyrst hafa tekist. Þau
gengu ung í hjónaband, á gamlárs-
dag 1953. Þau höfðu eignast soninn
Guðna Geir árið 1953, hann er MA
í guðfræði, nú framkvæmdastjóri
Dvalar- og hjúkrunarheimilisins á
Kumbaravogi, kvæntur og 4 barna
faðir. Og tveimur árum síðar eign-
uðust þau soninn Halldór Jón, lög-
fræðing, nú bankastjóri við Evrópu-
bankann í Lundúnum, kvæntur og
2 barna faðir. í 5 ár voru þessi
ungu hjón búsett í Vestmannaeyjum
en um 1960 taka þau sig upp og
flytjast til Kaupmannahafnar. Heim
komu þau aftur 1963 og það er ein-
mitt þá sem kynni mín hefjast af
þeim og vinátta. Kristján kannaðist
ég við áður úr Kleppsholtinu og
þekkti fólkið hans þar. Erindi þeirra
til Kaupmannahafnar var nánast
eitt. Kristján og þau bæði raunar
fór þar í nám. Þessi ungu, samrýndu
og samhentu hjón áttu sér draum
sem ekki var af lakara taginu. Það
var hugsjónin að forða börnum og
ungmennum af glapstigum. Þau
trúðu því þá og hafa gert alla tíð
að forða megi börnum úr vegleysum
með því að búa þeim sómasamlegt
heimili. Skömmu eftir að heim var
komið hófst heimilisreksturinn á
Kumbaravogi. Af trú og bjartsýni
var ýtt úr höfn. Nóg var af efasemd-
um og úrtölum. En þau voru svo
samtaka í að láta þennan draum
rætast. Vinnan miðaðist ekki við 8
stundir á sólarhring. Hún var sólar-
hringurinn allur ef því var að skipta.
Hvorugt vænti daglauna að kveldi.
E.t.v. engra launa eða nokkurs fyr-
ir sjálft sig. Launin voru þau að
uppeldið tækist og blessunarlega
lifði Hanna það að sjá árangur erfið-
is síns og ástúðar. Eg minnist þess
að hafa heyrt töluna 30 þegar börn-
in voru flest og það er eftirtektar-
vert að a.m.k. 14 barnanna á Kumb-
aravogi óskuðu þess sjálf að verða
ættleidd af þeim hjónum og mun
svo hafa verið gert Hönnu og
Kristjáni til mikillar gleði.
Þegar heimilið hafði verið starf-
rækt í á annan áratug tóku þau þá
ákvörðun að taka við aldurhnignu
fólki og var hugmyndin sú að það
yrði börnunum eins og ömmur og
afar á staðnum. Sú hugmynd þróað-
ist í það þegar börnin uxu úr grasi
að heimilið breyttist og er nú starf-
rækt þar dvalar- og hjúkrunarheim-
ili fyrir aldraða. Það málefni lét hún
sig varða jafnt og heimili barnanna.
Það var henni eðlislægt að leggja
lóð góðvildar á vogarskálar. Og nú
er hún gengin þessi kona, hægláta
kona og hógværa sem helgaði sig
með mikilli reisn göl'ugasta verki
sem nokkur kona getur fundið sér.
Með sinni auðmjúku dyggð var hún
brynja, skjöldur og skjól þeirra sem
eiga bágt. Trú Hönnu Halldórsdótt-
ur og framganga í lífinu var mér
og öðrum geðþekk og hlýtur ætíð
að verða minnisstæð sem ímynd
mannlegrar tignar og virðuleika í
viðleitni sinni til að leggja göfugum
málum lið. Heim að Kumbaravogi
leitar hugur hluttekningar.
Olafur Jens Sigurðsson.
„I dag er borin til grafar langtíma
kunningjakona mín og sérstakur
vinur, Hanna G. Halldórsdóttir frá
Kumbaravogi, Stokkseyri. Hún var
ein meðal hinna allra hugulsömustu,
nærfærnustu og hlýjustu kristinna
kvenna, sem ég hef þekkt. Sjálfsagt
var það hin djúpa tónlistarþrá henn-
ar og tónlistartilfinning, sem orsak-
aði hve oft og stöðuglega hún skar
sig úr í því að þakka starf mitt sem
organista og píanóleikara, en ég
hef, ásamt öðrum, sinnt því starfi
um áraraðir sem sjálfboðastarfi.
Eitt sinn, að loknum söng og
hljóðfæraleik kom hún til mín og
sagði: „Þetta er aðeins smáþakklæt-
isvottur fyrir (og tneð sterkri
áherslu) öll árin, sem þú ert búin
að spila fyrir okkur.“ Eðlilega færð-
ist ég undan að taka við nokkru,
því við spilum ólaunað fyrir hugsjón
tónlistarinnar og þörf safnaðarins.
En hvernig sem ég dró úr, hvikaði
hún hvergi frá ásetningi sínum.
Þessi frásögn er virðingarorð mitt
við hana á þessum sáru tímamót-
um.“
Já, ég tek undir ofanskráð orð
eiginkonu minnar, Sólveigar, því
þau eru sannmæli. Raunar tjá þau
allt, sem við þyrftum og vildum
segja, utan það eitt, að mörg ár
þekkti ég Hönnu heitna áður en
iéiðir þeirra lágu saman. Fyrst í
Vestmannaeyjum sem unglings-
stúlku. Síðar, þegar hún kom sem
nemandi að Hlíðardalsskólanum,
kynntist ég henni nánar til að þekkja
hana í raun og sann. Nánust, opn-
ust og dýpst voru kynni okkar í
söngstarfinu. Með tónhreinni
sópranrödd sinni og góðri tónheyrn
var hún sjálfkjörin í sópranraddir
skólakórsins og söng í honum innan
skólans og á opinberum tónleikum.
Þetta samstarf var þó ekki einungis
bundið skólaárunum hennar, heldur
hefur það staðið öll árin síðan.
Ætti að safna liði til söngs, var allt-
af sjálfsagt að kalla á Hönnu.
1 tónrænni innlifun, túlkun og
tjáningu leggur söngurinn hald á
alla eðliskosti og eiginleika þess, er
syngur, og opinberar hann eins og
hann er — allt til innstu inna þann-
ig, að gjörkynning á sér stað...
Söngurinn er innri maður, opinber-
aður í tjáningu túlkunar sinnar. Það
var einmitt á þessu sviði og á þenn-
an hátt að ég kynntist henni best.
Hanna var alltaf boðin og búin
og örlát á sjálfa sig, ekki þó aðeins
í söngnum, heldur og í allri fram-
göngu sinni og lífsstarfi. Ráðandi
eiginleikar í persónugerð, viðmóti
og dagfari hennar voru hæverska,
yfirlætisleysi, stilling, prúðmennska
og hjartahlýja ásamt staðfestu og
hljóðlega yfirveguðum ásetningi.
Þessir eðliskostir sameinuðust hjá
henni undir aðalsmerki mannelsk-
unnar... Mannelskunnar, sem
Kumbaravogsheimilið er staðfesting
á... þetta heimili, sem hún stofnaði
með eftirlifandi eiginmanni sínum,
Kristjáni Friðbergssyni. Á þessu
heimili var Hanna ekki einungis
móðir eigin barna, heldur allra ann-
arra barna, sem þau máttu þar hýsa
og umvafði þau mannelsku sinni og
kærleika. Ég bæði sá það sjálfur
og heyrði. Það hefur sérstakan og
alsérstæðan hljómblæ að heyra
börn, unglinga og fullvaxið fólk
segja „mamrna" og „pabbi“ við
mann og konu, sem eru þeim þó
engum ætternisböndum bundin.
Þetta sá ég einnig og heyrði.
Síðari árin hefur þetta heimili
verið starfrækt sem öldrunarheimili
með . sjúkradeild. Þar var sama
mannelska Hönnu að verki við hina
öldruðu — orðna börn annað sinn.
Hún mátti ekkert aumt sjá, enda
virtu hana og elskuðu allir.
Að öllum, sem þekktu hana, er
sár harmur kveðinn við að sjá hana
burt kvadda á svo ótímabærum
aldri.
Kæru vinir, Kristján, Guðni, Hall-
dór og allir aðrir ástvinir og ættingj-
ar. Við hjónin og börnin okkar send-
um ykkur allra innilegustu hlut-
tekningarkveðjur og biðjum Guð að
styrkja ykkur í sorginni. Látið hinar
Ijúfu minningar lyfta ykkur ofar
öllum harmi, allt til eilífra endur-
funda.
Blessuð veri minning okkar kæru
Hönnu. Með djúpri þökk og virð-
ingu.,
Sólveig, Jón Hjörleifur Jóns-
son og börnin.
sem hjóm eitt í samanburði við þær
byrðar sem á hann voru lagðar.
En hann bar þær með aðdáunar-
verðri reisn sem seint líður úr minni.
Auður Ingvars var glaðværð og
manngæska meiri en öllum þorra
manna er gefin. Hann bað mann
sjaldan bónar. Þó átti hann til að
segja: „Þið skuluð ekki syrgja mig.“
Mér segir svo hugur að hann hafi
ávallt metið gleði meira en sorg.
Hafðu svo þakkir
og haltu för
áfram um undraheima.
Týnast má allt,
sem var tál og hjóm.
Aðeins gullið skal geyma.
(Grétar Fells)
Vandamönnum votta ég samúð
mína.
Jón Arnarr.
í dag, föstudaginn 3. apríl, verð-
ur jarðsunginn frá Fossvogskirkju
elskulegur bróðir minn og frændi
okkar, Ingvar Ellert Óskarsson, f.
11. september 1944 og lést langt
fyrir aldur fram 24. mars 1992.
Foreldrar hans voru Óskar Ing-
varsson og Elma Ingvarsson en þau
eru bæði látin.
Ingvar Ellert var sterkur í trúnni
á Guð og allt hið góða og mátti
ekki neitt aumt sjá.
Við höfum þá trú að öll höfum
við okkar hlutverki að gegna í lífinu
og var Ingvar Ellert svo sannarlega
búinn að takast á við sitt hlutverk
af hetjuskap. í lífsins ólgusjó hafði
hann ávallt Guð sér við hlið. Hann
var mjög barngóður og talaði um
hvað börn væru fallegt fólk.
Mér er minnisstætt, þegar jólin
nálguðust, þá var hans aðalum-
hugsunarefni að gleðja börnin og
varði tíma til að hugsa um með
hvetju hann gæti glatt þau.
Ingvar Ellert var orðheppinn
maður. Þegar setið var í góðra vina
hóp og ákveðið málefni tekið fyrir,
þá átti hann það til að sitja hljóður
og gæti virst sem svo að hann
væri jafnvel ekki að hlusta, en þí
skyndilega stóð hann upp og sagð
nokkur vel valin orð um það mál-
efni og það vakti hlátur, því alltai
var stutt í hláturinn hjá honum.
Hann fékkst um tíma við að
mála myndir sem við munum varð-
veita, því listhneigður var hann.
Það er sárt að þurfa að kveðja
og hafa ekki fengið meiri tíma til
að gera þá hluti sem voru í hugum
okkar.
Ég leitaði blárra blóma
að binda þér dálítinn sveig
en fölleit kom nóttin og frostið kalt
á fegurstu blómin hneig.
(Tómas Guðmundsson)
Þessi orð koma í huga okkar er
við kveðjunr Ingvar Ellert bróður
minn og frænda okkar. Hann skilur
margar góðar minningar eftir og
við þökkum Guði fyrir að hafa átt
hann sem frænda og bróður.
Okkur langar að þakka öllum
þeim sem önnuðust hann á deild
25 og biðjum Guð að hugga okkur
öll í okkar sorg.
0, faðir, gjör mig siyrkan staf
að styðja hvern sen: þarf,
unz allt það pund, sem Guð mér gaf,
ég gef sem bróðurarf.
Blessuð sé minning hans.
Halldóra Björk og börn.
Gerum góða veislu betri:
veislubrauð
veislumatur
veisluþjónusta
ÓÐINSVÉ
Oðinstorgi, 101 Rvk.
símar 20490 & 621934
43
Giafaverð
Kertastjakar
3 stærðir
Svartir kr. 3.200,-
Gylltir kr. 4.500,-
SMIÐJUVEGI 2
200 KÓPAVOGUR
SÍMI 46600
Þú svalar lestrarþörf dagsins