Morgunblaðið - 03.04.1992, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1992
Halldóra Eiríks-
dóttír - Minning
Fædd 28. ágúst 1913
Dáin 27. mars 1992
Enn fækkar í hópi gömlu samferð-
armannanna úr þessari stuttu veg-
ferð sem manni sýnist að baki þegar
maður kemst á svonefnd efri ár. Nú
er það Halldóra Eiríksdóttir, ekkja
Þórodds Guðmundssonar alþingis-
manns, bæjarfulltrúa og verkalýðs-
foringja á Siglufirði, sem er kvödd
við vegamótin þar sem leiðir skilja
endanlega.
* Dóra Eiríks, eins og hún var
venjulega köiluð, var Vestfirðingur,
fædd 26. ágúst 1913, dóttir Eiríks
Bóassonar og Elínar Engilbertsdótt-
ur sem bjuggu á Sandeyri á Snæ-
fjallaströnd, en mun hafa alist upp
í Súðavík. Hún barst til Siglufjarðar
í þeim harða straumi fólks sem þang-
að barst á kreppuárunum í leit að
betri atvinnu, betri kjörum og betra
lífi en kostur sýndist á í heimahögun-
um.
Á Siglufirði kynntist ég henni
fyrst 1944, rúmlega þrítugri glæsi-
legri húsmóður á rausnar- og mynd-
arheimili þar sem vinum og félögum
var alltaf tekið eins og sérstökum
heiðursgestum hvenær sem þeim
þóknaðist að líta inn. Fljótlega fórum
við að starfa saman í Sósíalistafélag-
inu og ég komst að því að þessi
unga kona átti að baki margra ára
starf í verkalýðssamtökunum á
Siglufirði og í Kommúnistaflokknum
sem fór fyrir hreyfingunni af mikili
reisn á kreppuárunum. Þóroddur var
búinn að vera landskunnur í mörg
ár; hann var alltaf einn þeirra sem
harðast sóttu fram.
Hjá þeim dvaldist móðir Þórodds,
Sigríður Sigurðardóttir, frumhefji
og forustukona í verkakvennasam-
tökunum. Meðal nánustu heimilis-
vina var systir Dóru, Ríkey Eiríks-
dóttir, líka baráttu- og forustukona
í verkalýðshreyfingunni. Á þetta
heimili gat nýliði í vinstri hreyfing-
unni mikinn fróðleik sótt.
Dóra sat í stjórn verkakvennafé-
lagsins Brynju á Siglufirði í níu ár
og áratugi í öðrum trúnaðarstörfum
fyrir verkakvennasamtökin.
Eftir lát Þórodds 1970 fluttist
Dóra til Reykjavíkur og átti þar
heima upp frá því.
Þessi orð eru ekki hugsuð sem
æviminning um hina mætu konu sem
nú er kvödd. Þau eru aðeins kveðja
til góðs félaga, með virðingu og
þakklæti fyrir samfylgd og kynni.
Benedikt Sigurðsson.
Fyrir skömmu sagði við mig gáf-
uð og menntuð kona, að sorgleg-
asta við það að eldast og ná háum
aldri væri það hve marga vini og
samferðamenn þyrfti að kveðja
hinstu kveðju.
Ástæðan fyrir þessum orðum var
sú, að ég var að segja henni lát
aldraðrar vinkonu og sveitunga
okkar, Halldóru Eiríksdóttur frá
Súðavík.
Þegar ég kom til Siglufjarðar í
október 1943, þá tvítugur ungling-
ur, þekkti ég fáa þar, bróðir minn
var þar búsettur og þær systur
Halldóra og Ríkey Eiríksdætur.
Það fór þó svo, að leiðir okkar
Dóru lágu fíjótlega saman í félags-
málastarfi sósíalista og verkalýðs-
hreyfingar. Þau hjónin Dóra og
Þóroddur voru þar í forystu, virk
og vinsæl meðal samheija. Dóra
vakti athygli hvar sem hún fór, bar
sig með reisn og myndugleika, fork-
ur dugleg til verka og húsmóðir var
hún með afbrigðum mikilhæf, enda
reyndi oft á það. Þau Þóroddur
voru sérlega gestrisin og heimilið
opið í þágu flokks og verkalýðs-
hreyfingar. Mörg voru þau ráð sem
ráðin voru yfir kaffibolla heima hjá
þeim Dóru og Dodda.
Tímans elfur áfram rennur.
Langt er síðan bæjarsamfélagið á
Siglufirði sá á bak þeim hjónum.
Fyrst Þóroddi yfir móðuna miklu,
seinna Dóru sem flutti búferlum til
Reykjavíkur þar sem hún átti heim
allmörg síðustu árin. Ég hugsa hlýtt
til þeirra ára sem við áttum sam-
starf í þágu okkar sameiginlegu
hugsjónar um frelsi, jafnrétti og
bræðralag allra manna.
Með þessum fáu og fátæklegu
kveðjuorðum verður ekki mikil saga
rakin. En að leiðarlokum finnst mér
ljúft að minnast margra góðra
stunda í félagsskap Dóru og hennar
mæta manns. Og með hlýjum huga
hugsa- ég til Dóru á kveðjustund.
Börnum hennar og fjölskyldum
þeirra votta ég dýpstu samúð og
hluttekningu.
Blessuð sé minning hennar.
Einar M. Albertsson.
Þeim fækkar nú óðum sem settu
svip sinn á Siglufjörð og siglfirskt
mannlíf á fyrrihluta og um miðbik
þessarar aldar. Fólkinu sem valdist
til forystu í verkalýðsmálum á þeim
stað á landinu þar sem stéttaátökin
voru hvað hörðust, byltingin í at-
vinnuháttum örust, óvissan um af-
komu og vinnu ótryggust en félags-
andinn og samhjálpin órækust.
í þessum hóp var Halldóra Eiríks-
dóttir sem ung valdist til foiystu í
samtökum verkakvenna á Siglufirði
og átti m.a. sæti í stjórn Brynju
um nokkurra ára skeið. Áhugi og
skoðanir Halldóru á verkalýðsmál-
um og stjórnmálum var alla tíð af-
dráttarlaus og hún fór ekki í laun-
kofa með eða skammaðist sín fyrir
að hún var sósíalisti. Sigrar verka-
lýðshreyfingarinnai' og barátta
hennar fyrir bættum kjörum og
réttlátara þjóðfélagi, verkföll og
átök, voru í hennar huga ekki neitt
sem þurfti að endurskoða, fela eða
fyrirverða sig fyrir. Barátta og
fórnir Þórodds manns hennar, Rík-
eyjar systur hennar og Sigríðar
tengdamóður hennar auk allra ann-
arra samheija og vina færðu bæði
siglfirskri verkalýðsstétt og öllu
vinnandi fólki á landinu bætt kjör
og aukið réttlæti. Störf þessa fólks
alls færði okkur nær því þjóðfélagi.
jöfnuðar, frelsis og réttlætis sem
hugsjón okkar stendur til. Ábyrgð
okkar er sú að varðveita þessa sögu
og minninguna um fólkið sem af
ósérplægni og dirfsku braut leiðina.
Þar hlýtur minningin um Dóru og
Þórodd að lifa meðal okkar sem
voru svo lánsöm að kynnast þeim
og reyndar öllum þeim sem láta sig
sögu verkalýðsbaráttunnar ein-
hveiju varða.
Sá sem þetta ritar var svo lán-
samui’ að kynnast Dóru og Þóroddi
fyrir næstum 30 árum þegar hann
eitt sumar fór að venja komur sínar
á Laugaveg 7. ína Illugadóttir
dvaldi þá hjá þeim hjónum og vann
á stöðinni hjá Þóroddi. Kunnings-
skapur og vinátta var með foreldr-
um hennar og þeim Dóru frá fornu
fari, en móðir ínu var þá nýlega
látin. Það er skemmst frá því að
segja að Dóra og Þóroddur tóku
mér vel og lögðu til gott orð. Sann-
ast að segja tók Dóra að sér tengda-
móðurhlutverkið en Þóroddur lagði
inn pólitíkina og ómældan og dýr-
mætan sjóð fróðleiks frá átakatím-
um í siglfirskri sögu. Þegar við íná
hófum búskap á Siglufirði áttum
við til þeirra margt að sækja enda
ekki laust við að við fyndum að þau
Dóra bæru hag okkar og búskapar-
basl nokkuð fyrir brjósti.
Á heimili þeirra Þórodds og Dóru
var búið af rausn og myndarskap
enda þau samhent í höfðingsbrag.
Þangað áttu margir erindi sem
tengdust stjórnmálum, bæjarpóli-
tík, verkalýðsmálum og atvinnu-
rekstri á Siglufirði. Þar var líka
glatt á hjalla og skemmtan góð.
Eftir að beinum afskiptum Dóru
af verkalýðsmálum lauk tók hún
fullan þátt í umsvifum og félags-
störfum Þórodds. Skoðanir hennar
á mönnum og málefnum komu
skýrt og skilmerkilega til skila í
fjörugum samræðum við allan þann
hóp sem átti leið á Laugaveginn.
Hún hafði þá reisn og djörfung í
framkomu og málflutningi sem
urðu til þess að eftir örðum hennar
var tekið. Hún hafði alist upp við
kröpp kjör og harða lífsbaráttu en
hún dró líka ályktanir af eigin
reynslu og samheija sinna og fór
ekki dult með hver sú niðurstaða
var. Hugsjón hennar um betra
manniíf var skýr og klár. Þannig
var og hugsaði Dóra til síðasta
dags. Margt er í heiminum hverfult
er hugsjónirnar lifa og hún var
sannarlega merkisberi göfugra
hugsjóna.
Við ína minnumst nú góðra
stunda frá árunum sem við áttum
með Dóru og Þóroddi á Siglufirði
enda eigum viö þeim margt að
þakka.
Hugur okkar er hjá börnum
þeirra, Margréti, Eiríki, Guðmundi
og Steinþóri, þau hafa mikils misst.
En minning um Þórodd og Dóru
lifir meðal allra þeirra sem virða
verk og baráttufólksins sem ruddu
brautina, fórnuðu og börðust til
þess að frelsi, jafnrétti og bræðra-
lag mætti verða hlutskipti alþýðu
manna. í þeirra hópi var Halldóra
Eiríksdóttir, þess vegna mun hún
lifa.
Gunnar Rafn Sigurbjörnsson.
+
Elskulegur eiginmaður minn,
EINAR GUNNAR GUÐMUNDSSON,
Víðimel 52,
andaðist miðvikudaginn 1. apríl.
Margrét S. Ágústsdóttir.
Móðursystir okkar,
GUÐLAUG PÉTURSDÓTTIR,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli 1. apríl.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þóra Ólafsdóttir,
Pétur O. Nikulásson.
+
Elsku systir okkar,
JÓNÍNA INGIBJÖRG TÓMASDÓTTIR WILMOT,
4 Penmoor Close,
Hibhwycombe,
Englandi,
lést 31. mars sl. í sjúkrahúsi í Englandi.
Laufey Tómasdóttir,
Unnur T ómasdóttir Jensen.
+
Ástkaer móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Ketilsstöðum í Hörðudal,
Reynimel 35,
Reykjavík,
lést í Landspítalanum fimmtudaginn 2. apríl.
Hans Kristján Guðmundsson, Sólveig Georgsdóttir,
Gunnar Ólafur Hansson, Ásdís Þórhallsdóttir,
Elfsabet Gunnarsdóttir.
+
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
RAGNHEIÐUR B. BJÖRNSDÓTTIR,
Gnoðarvogi 60,
andaðist á heimili sínu 1. apríl.
Eggert Kristinsson,
Hrafnhildur Harðardóttir, Njáll Helgason,
Hafdís E. Eggertsdóttir,
Bryndis E. Eggertsdóttir, Stefán Egilsson,
Björn S. Eggertsson, Ásgerður Júlíusdóttir
og barnabörn.
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir
og amma,
HANNA G. HALLDÓRSDÓTTIR,
Kumbaravogi,
Stokkseyri,
verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju í dag, föstudaginn
3. apríl, kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristján Friðbergsson.
+
Útför mannsins míns,
JÓNS HELGA JÓNSSONAR
rennismíðameistara,
Kveldúlfsgötu 3,
Borgarnesi,
fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 4. apríl kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag
íslands eða Sjúkrahús Akranesa.
Guðný B. Sigvaldadóttir.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi,
AÐALBJÖRN ELÍAS GUÐMUNDSSON
frá Gelti
i Súgandafirði,
er andaðist 28. mars, verður jarðsunginn frá Suðureyrarkirkju
laugardaginn 4. apríl kl. 14.00.
Sigurbjörg Pétursdóttir,
Sigríður E. Aðalbjörnsdóttir,
Ólöf Aðalbjörnsdóttir,
Kristjana S. Aðalbjörnsdóttir,
Jóhannes S. Aðalbjörnsson,
Eydís Aðalbjörnsdóttir,
Ósk Axelsdóttir,
Þórir Axelsson,
Guðmundur Svavarsson,
Sigurgeir Arngrímsson,
og afabörn.
Þorkell L. Steinsson,
Guðmundur Skarphéðinsson,
Guðrún Ásgeirsdóttir
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út-
för eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ÓLAFSG. HALLDÓRSSONAR
fyrrv. skrifstofustjóra,
Tjarnargötu 10c.
Sérstakar þakkir færum við læknum og öllu starfsfólki öldrunar-
deildar Landspítalans, Hátúni 10B, 4. hæð, fyrir góða umönnun
og hlýju síðustu árin. Einnig viljum við þakka frímúrarabræðrum
fyrir virðingu sem honum var sýnd.
Guðrún Halldórsson,
Hildur Ólafsdóttir, Pétur M. Gestsson,
Guðrún Ólafsdóttir, Björn Helgason,
barnabörn og barnabarnabörn.