Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 5
5 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1992 Formleg opnun Ráðhússms: 1.500 manns boð- ið til gestamóttöku 5 milljónir í aukakostnað fyrir opnun TVÆR móttökur verða haldnar á vegum Reykjavíkurborgar þegar Ráðhúsið verður formlega tekið í notkun og hefur uni fimmtánhundr- uð manns verið boðið að taka þátt í hátíðarhöldunum. Áætlaður kostnað- ur vegna veislufanga er 1,2 milljónir króna. Að sögn Stefáns Her- mannssonar aðstoðarborgarverkfræðings, er aukakostnaður við að halda áætlun, svo húsið verði tilbúið 5 milljónir króna. Hljómskálakvintettinn mun leika við móttöku gesta þriðjudaginn 14. apríl kl. 15 og Karlakór Reykjavík- ur, syngur nokkur lög. Að því loknu verður fyrsti fundur borgarstjórnar haldinn í nýjum borgarstjórnarsal að viðstöddum gestum, en um 750 manns hefur verið boðið að vera við- staddir. Það eru borgarstjóri og borgar- Opið almenn- ingi um páska UM HELGINA verður lokið við að flylja gögn og búnað af borg- arskrifstofunum í Austurstræti og í Pósthússtræti yfir í Ráðhús- ið. Að sögn Ólafs Jónssonar upp- lýsingafulltrúa borgarinnar, verða skrifstofurnar lokaðar mánudaginn 13. apríl og þriðju- daginn 14. apríl en fyrirspurnum verður svarað í síma. Fimmtudaginn 16. apríl, skírdag, verður Ráðhúsið opið til sýnis fyrir almenning frá klukkan 12 til 18, einnig laugardaginn 18. apríl á sama tíma og 20._ apríl, sem er annar í páskum. í Tjarnarsal á neðstu hæð hússins verður íslands- líkanið sýnt auk þess, sem komið verður upp sýningu, þar sem rakin er byggingarsaga hússins. hmn 14. apríl, óverulegur eða um stjórn sem standa fyrir móttökunum. Meðal gesta í móttökunni á þriðjudag eru aðal- og varafulltrúar í borgar- stjórn, forstöðumenn borgarstofn- ana, ríkisstjórn íslands, þingmenn Reykvíkinga, forseti íslands og hand- hafar forsetavalds, rektor Háskóia íslands, biskupinn yfir íslandi, full- trúar höfuðborga á Norðurlöndum, sendiherrar erlendra ríkja, 30 fulltrú- ar kaupstaða af landsbyggðinni,. fyrrverandi borgarráðsfulltrúar, allt starfsfólk borgarskrifstofu og Ráð- hússins, fulltrúar fjölmiðla, forsvars- menn ýmissa samtaka í Reykjavík; svo sem íbúasamtaka, hverfafélaga, Samfoks, íþróttabandalags Reykja: víkur, Bandalags ísl. listamanna, ASÍ og BSRB. Gestir eru boðnir með mökum og er reiknað með um 360 til 370 manns. Vegna fulltrúanna sex frá höfuðborgum Norðurlanda, sem koma hingað ásamt mökum, greiðir Reykjavíkurborg gistingu og uppi- hald í tvo daga. Daginn eftir er móttaka fyrir verk- taka hússins, hönnuði, tækni- og iðn- aðarmenn ásamt mökum. i móttök- unum báða dagana verður boðið upp á snittur og drykki og er kostnaður við veisluföng hvorn dag um 600 þúsund krónur. Inni í þeirri upphæð et' ekki kostnaður vegna blóma- skre^rtinga eða vinna starfsfólks, að sögn Ólafs Jórissonar upplýsingafull- trúa. Morgunblaðið/Emilía Kesara A. Jónsson og Þorsteinn Tómasson undirbúa bragðpróf- anir á brauði úr melkorni. Á diskunum er melfræ, með hýði, afhýðað og malað, ásamt hveiti. Á borðinu eru brauð bökuð úr mismunandi blöndum af melkorni, eitt þeirra er svo til ein- göngu úr melkorni. Melgresi notað við hveitikynbætur KESARA Anamthawat-Jónsson, doktor í plöntuerfðafræði, er að rannsaka melgresi með það í huga hvort hægt sé að nota eigin- leika þess við kynbætur á hveiti. Hún hefur hlotið styrk Vísinda- sjóðs til að vinna að þessu verkefni og hefur aðstöðu hjá Rannsókn- astofnun landbúnaðarins á Keldnaholti. Þorsteinn Tómasson plöntuerfð- afræðingur, forstjóri RALA, segir að melgresi sé mikilvæg upp- græðsluplanta sem áður fyrr hafi verið notuð til korntekju. Hann segir verkefnið mjög áhugavert og ef vel tækist til gæti það orðið samstarfsverkefni með erlendum aðilum, til dæmis Evrópubanda- laginu. Hann segir að með erfða- tækninni hafi aukist mjög flutn- ingur á erfðaeiginleikum milli tegunda og að kynbætur á korni hafi seinni árin mikið byggst á flutningi á erfðaefnum úr öðrum plöntum. Þorsteinn segir að rannsóknirn- ar beinast meðal annars að því athuga hvort vetrarþol melgresis- ins geti komið að gagni við kyn- bætur á hveiti. Hægt væri að sá vetrarafbrigðum í akrana á haust- in, að lokinni sumaruppskeru. Þá væri skoðaður hæfileiki melgresis- ins til að mynda hliðarskot og ná næringu úr ófijóum jarðvegi. Jafn- framt þyrfti að kanna bökunargildi og bragðgæði melkornsins. Þor- steinn segir það einnig í myndinni að athuga hvort bæta megi melgr- esið með flutningi eiginleika úr hveiti. Umhverfisráðu- neytið flytur; Vorum orðn- ir aðþrengd- ir með pláss - segir aðstoðarmað- ur umhverfisráðherra Umhverfisráðuneytið flytur í nýtt húsnæði í Vonarstræti 4 um helgina. Mun það fá aðstöðu þar sem áður voru skrifstofur Félagsmálastofnunar Reykja- víkur, en ráðuneytið tekur hús- næði þetta á Ieigu hjá Reykja- víkurborg. Við flutningana eykst skrifstofurými ráðuneyt- isins um 100 fm. Magnús Jó- hannesson aðstoðarmaður um- hverfisráðherra segir að flutn- ingarnir séu tilkomnir sökum þess að ráðuneytið var orðið mjög aðþrengt með pláss á nú- verandi stað sínum við Sölv- hólsgötu. „Það hefur verið töluvert sótt í húsnæðið hér við Sölvhólsgötuna af menntamálaráðuneytinu og við sáum enga möguleika á því að hýsa áfram þá starfsemi okkar sem hér er að óbreyttu," segir Magnús. „Með flutningunum í Vonarstræti sjáum við fram á framtíðarlausn á þessum hús- næðisvandræðum okkar." Umhverfismálaráðuneytið hef- ur leigt af menntamálaráðuneyt- inu um 300 fm skrifstofurými á Sölvhólsgötu og vildi fá viðbót við það en fékk ekki. í húsnæðinu að Vonarstræti verður skrifstofurým- ið um 400 fm undir 16 fastráðna starfsmenn ráðuneytisins. ÍSLENDINGAR sýnum samstöðu setjum ÍSLENSKT í öndvegi! Þegarþú kaupir ís/enska vöru skaparþú atvinnu í iandinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.