Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 17
MOIIGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1992 17 Um móðurmálskennslu í Fósturskóla Islands eftir Gyðu Jóhannsdóttur í Morgunblaðinu hinn 27. mars sl. er fjallað um móðurmáls- kennslu í Fósturskóla Íslands. í umræddri grein er vitnað í ályktun Samtaka móðurmálskennara frá því í nóvember sl. Þar er átalið að móðurmálskennari sé _ ekki í fullu starfi í Fósturskóla íslands. Af greininni má jafnframt draga þá ályktun að það myndi bæta íslenskukennslu í skólanum ef um heila stöðu væri að ræða. í greininni er að öðru leyti nokk- uð óljós umræða um að auka, efla og bæta kennslu án þess að ljóst sé-við hvað er átt. Nema þá helst að tengja þessi atriði stöðugildi íslenskukennara við skólann. Undirrituð telur nauðsynlegt að greina frá nokkrum atriðum er •snerta þetta mál ef það mætti verða til þess að varpa nokkru ljósi á umræðuna. Lítið samband er á milli starfshlutfalls kennara og kennslumagns á nemanda annarsvegar og gæða kennslunnar hins vegar Að mati undirritaðrar er erfitt að tengja starfshlutfall og kennsl- umagn á nemanda. Kennari í fullu starfi kennir 26 tíma á viku á starfsári skóla. Kennslustunda- ljöldi hans á nemanda fer eftir íjölda nemendahópa. Ef þeir eru margir fá þeir færri stundir, ef þeir eru fáir fá þeir fleiri stundir. Því er hæpið að álykta að starfs- hlutfall segi eitthvað til um kennsl- umagn á nemanda. Því síður er hægt að nota starfshlutfall sem viðmiðun um gæði kennslu. Til að meta gæði hennar þai'f allt aðra viðmiðun og eru þau þar að auki vandfundin og umdeild. Sérmenntaður íslenskukennari er ekki í fullu starfi Það er rétt að sérmenntaður íslenskukennari er því miður ekki í fullu starfi. Starfshlutfall hefur þó aukist á undanförnum árum og er starfshlutfall hans núna u.þ.b. 80-85%. Hins vegar er hann ekki skipaður nema í 2/3 úr stöðu þar sem ekki er skipað í stöðuhlut- fall á milli 2/3 úr stöðu og heillar stöðu. Móðurmálskennsla takmarkast ekki við kennslu sérmenntaðs íslenskukennara Móðurmálskennsla í Fóstur- skóla íslands er hins vegar meiri „Vonandi skilja lesend- ur þessar athugasemdir ekki á þann veg að und- irritaðri þyki nóg að gert í móðurmáls- kennslu við skólann. Síður en svo. Auðvitað er brýn nauðsyn að efla og þróa kennslu sér- menntaðs íslensku- kennara og vonandi tekst það innan skamms þrátt fyrir niðurskurð.“ en starfshlutfall sérmenntaðs ís- lenskukennara gefur til kynna. Fósturskóli Islands er starfs- menntunarskóli. Kennsla er að vissu marki greinabundin fyrstu tvö árin s.s. íslenska, sálfræði, vistfræði, tónmennt og myndíð. Hins vegar er reynt eftir mætti að tengja hinar ýmsu greinar á mismunandi vegu, þannig að nem- andi fái heildstæðari mynd af við- fangsefnum leikskóla. Slík sam- þætting námsgreina felst stundum í samvinnu kennara þvert á náms- greinar. Tveir eða fleiri kennarar vinna sameiginlega með nemend- um að sérstöku verkefni. Sem dæmi má taka umhverfisverkefni (samstarf kennara í vistfræði, myndíð, leikrænni tjáningu og tón- mennt). í Fósturskólanum er hluti af móðurmálskennslu í höndum ýmissa annarra kennara en sér- menntaðs íslenskukennara. Hér á eftir fara nokkur dæmi: Tón- mennt. Tónmenntakennari skól- ans hefur á undanförnum árum samið sérstakt námsefni fyrir verðandi fóstrur. M.a. hefur hann tekið saman söngvasafn, en þar eru textar íslenskrar tónlistarhefð- ar, s.s. þjóðvísur, stökur og þulur. I tónmennt er því lögð áhersla á hlutverk fóstru sem miðlara ís- lensks menningararfs. Þessir text- ar sem ég nefni falla undir tónlist- arkennslu þar sem þeir verða vart slitnir úr samhengi við þjóðlög og hrynjandi. Þessi hluti tónmennta- kennslu fellur undir móðurmáls- kennslu. Framsögn og raddbeit- ing. Fóstra er sérlega mikilvæg málfarsleg fyrirmynd. Hún þarf að hafa góð tök á íslenskri tungu og tala vandað mál. Nauðsynlegt er að vanda framburð og tala skýrt, þar sem hún þarf að ná til Sigrún Eðvaldsdótt- ir leikur á tónleikum SIGRÚN Eðvaldsdóttir heldur tónleika á vegum Tónlistarskól- ans í Keflavík laugardaginn 11. apríl. Tónleikarnir verða í Ytri- Njarðvíkurkirkju og hefst kl. 17.00. Með Sigrúnu leikur Selma Guðmundsdóttir á píanó. Sigrún er nýkomin heim úr al- þjóðlegri keppni fiðluleikara, sem haldin var á Nýfundnalandi og þar lenti hún í þriðja sæti af rúmlega 40 keppendum. Þar lék Sigrún á nýju fiðluna sína en sem kunnugt er er hún þessa dagana að kaupá dýra en góða fiðlu til að vera sam- keppnishæf í harðri baráttu fremstu einleikara heims um tækifærin. Tónleikarnir eru haldnir til styrktar fiðlusjóði hennar og rennur að- gangseyrir óskiptur í hann. Nemendur tónlistarskólanna fá ókeypis aðgang. Á fjölbreyttri efn- isskrá verða sígild verk sem allir barnahóps og einstakra barna. Jafnframt þarf hún að þjálfa radd- beitingu og framburð barnanna. Verðandi fóstrur fá töluverða þjálfun á þessu sviði. Um árabil hafa kennarar í raddbeitingu og framsögn verið sóttir í raðir sér- menntaðra leikara og leiklistar- kennara. Viðfangsefni í þessari þjálfun er meðal annars upplestur íslenskra bókmenntaverka, bæði í bundnu og óbundnú máli. Þessi þjálfun ætti m.a. að nýtast fóstrum í starfi þegar þær lesa sögur fyrir börn að ógleymdri þeirri list að segja sögur frá eigin brjósti og ná athygli barnahóps. Lærðir leik- Gyða Jóhannsdóttir arar eru öðrum stéttum þjálfaðri hvað þetta atriði snertir. Þetta er fagmennska þeirra. Þessi náms- þáttur er óumdeilanlega þáttur af móðurmálskennslu. Verknámskennsla. Hluti af móðurmálskennslu fellur í verka- hring verknámskennara. Hann fjallar t.d. að hluta til um barna- bókmenntir og gildi þeirra í leik- skólastarfi. Þessi þáttur er unninn í fullu samráði við sérmenntaðan íslenskukennara skólans. Dæmin eru fleiri en þetta ætti að nægja sem rök fyrir því að móðurmálskennsla er mun viða- meiri en stöðuhlutfall sérmenntaðs íslenskukennara gefur til kynna. Vonandi skilja lesendur þessar athugasemdir ekki á þann veg að undirritaðri þyki nóg að gert í móðurmálskennslu við skólann. Síður en svo. Auðvitað er brýn nauðsyn til að efla ogþróa kennslu sérmenntaðs íslenskukennara og vonandi tekst það innan skamms þrátt fyrir niðurskurð. Seint verð- ur nægilega hamrað á mikilvægi móðurmálskennslu í öllum skólum. Höfundur er skólastjórí Fósturskóla íslands. VERKSMIDJUSALA I húsi Sgóklseðagerðar íslands hf. Skúlagötu 5I Mikið úrval allskonar hlíföarfata á allan aldur Útlitsgallaá - Eldri og yngri geráir: Regnfatnaður - barna - lcvenna - karla Sportfatnaður - öndunarefni o.fl. £< Kappfatnaður - á allan aldur '< Kuldafatnaður - loðfóðrað - vattfóðraö úV Sportkuldafatnaður fyrir vélsleðamenn '< Vinnufatnaður - Samfestingar - buxur - jakkar - sloppar £< Vinnuvettlingar - ótal gerbir Allt vandaður fatnaður Opið virka daga 10-18 Laugardaga 10-14 Lítið við og sunnfærist! 66'N SEXTIUœSEX NORÐUR Sigrún Eðvaldsdóttir. ættu að geta notið og vonast að- standendur tónleikanna til þess að sem flestir nýti sér þetta tækifæri. Félag sjálfstæðismanna í Háaleitishverfi Borgarafundur Félagið efnir til Borgarafundar um málefni Háaleitishverfis. Fundurinn verður haldinn laugardaginn 11. apríl kl. 14.00 í S.E.M.-salnum á Sléttuvegi 1-3. Sléttuvegur 1-3 er nýtt hús við götu sem er framhald af suðurenda Háaleitisbrautar vestan megin. Fundarefni: Heilsugæslu-, félags- og skipulagsmál í Háaleitishverfi. Dagskrá: Fundarsetning: Þórarínn Sveinsson formaður Félags sjálfstæðismanna í Háaleitishverfi. Ávörp flytja: Gyða Jóhannesdóttir formaður samstarfsnefndar félaga aldraðra í Reykjavík; Magnús H. Magnússon formaður Samtaka aldraðra; Viðir Þorsteinsson formaður S.E.M., Samtök endurhæfðra mænuskaddaðra; Ásgeir Hallsson formaður Sóknarnefndar Grensássóknar. Erindi borgarfulltrúa: Guðrún Zoéga, um félagsmálin, meðal annars með tilliti til aldraðra og öryrkja; Katrín Fjeldsted, um stöðu heilsugæslu- og heilbrigðismála í hvérfinu; VUhjálmur Þ. Vilhjálmsson, um skipulagsmál með tilliti til aldursskiptingar í hverfinu. Samantekt: Markús Öm Antonsson borgarstjóri. Almennar umræður: Á fundinum gefst tækifæri til að gera fyrirspumir til borgarstjóra og borgarfulltrúa sem eru í forystu fyrir áðurnefnda málaflokka. Lokaorð: Markús Öm Antonsson borgarstjóri. Allir velkomnir!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.