Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1992 t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUNNAR BJÖRNSSON bifvélavirkjameistari, Funafold 1, lést að morgni 9. aprfl. Sigríður Ólafsdóttir, Birna Gunnarsdóttir, Sturla Karlsson, Erna Gunnarsdóttir, Gunnar Hámundarson, Þórunn Gunnarsdóttir, Guðmundur Guðjónsson, Ólafur Gunnarsson, Guðrún Jakobsdóttir og barnabörn. & t Elskulegur sonur minn, KRISTJÁN JÓNSSON, Erluhrauni 11, Hafnarfirði, lést af slysförum 8. apríl sl. Petrína Hjörleifsdóttir. t Ástkær fóstra mín og amma okkar, GUÐLAUG JÓNSDÓTTIR frá Keflavfk, ’■ andaðist fimmtudaginn 9. apríl í Hrafnistu í Hafnarfirði. Lilja Friðriksdóttir, Guðlaug Rún Margeirsdóttir, Hanna Dis Margeirsdóttir. t Ástkær móðir mín, amma okkar og langamma, HULDA BJARNADÓTTIR, Kleppsvegi 50, Reykjavik, andaðist 7. apríl í Borgarspítalanum. Ómar Konráðsson, Hafdís H. Ómarsdóttir, Ásta Ómarsdóttir, Rikhard E. Ómarsson, , Hrund Ómarsdóttir og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR, Kárastíg 3, Hofsósi, sem andaðist í Héraðssjúkrahúsi Skagfirðinga, Sauðárkróki, 3. apríl sl. verður jarðsungin frá Hofsóskirkju laugardaginn 11. apríl nk. kl. 14.00. Hulda Jónsdóttir Stören, Gunnar Stören, Sigríður Friðriksdóttir, Sverrir Símonarson, Snorri Friðriksson, Steinunn H. Ársælsdóttir, Marteinn Friðriksson, Ragnheiður Bjarman, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, LÁRA STEINSDÓTTIR, Lönguhlíð 3, áðurtil heimilis i Bergstaðastræti 28, andaðist í Landspítalanum aðfaranótt 1. apríl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd ættingja, Alda Berg. Óskarsdóttir, Karl V. Stefánsson, Guðný Stefánsdóttir Fountain. Bagnheiður Blöndal Bjömsdóttir - Minning Fyrrverandi tengdamóðir mín, Ragnheiður Blöndai Bjömsdóttir, er látin eftir þungbær veikindi. Mig langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Ragga, en það var hún alltaf kölluð, fæddist 1. október 1921 á Hergilsey, foreldr- ar hennar voru Björn Blöndal Bjarnason og Jóhanna Jónasar- dóttir. Það er komið að skilnaðar- stundu, minningarnar hrannast upp. Efst í huga mér er þakklæti fyrir árin okkar á Kríuhólum, þeg- ar ég 18 ára gömul flutti að heim- an til Röggu og Eggerts til að búa með Bjössa syni þeirra. Það var tekið vel á móti mér þar líkt og ég væri þeirra eigið barn. Þar sem við Ragga voram mikið tvær einar myndaðist fljótlega mjög_ sterkt samband á milli okkar. A þeim árum var Eggert mikið á sjó og Bjössi farinn til Bandaríkjanna í nám. Átti ég elsta son minn, Björn, meðan ég bjó hjá þeim hjónum. Ragga var falleg kona, fíngerð og mjög snyrtileg. Einn stóran kost átti hún sem ég mat ætíð mikils, það var hve auðvelt hún átti ætíð með að sjá skoplegu hliðarnar á lífinu og hjálpaði það henni örugg- lega í gegnum erfiðleika hennar, því ekki slapp hún við að fá sinn skammt af þeim frekar en hver annar. Við sátum oft og hlógum að alvarleika lífsins og skemmtum okkur vel. Ekkert aumt mátti- hún sjá, kom þá hennar innri maður í ljós, eins og einu sinni þegar ég kom í Gnoðarvoginn; þá var hún að gefa einhverri kisu fisk og mjólk, ég hélt fyrst að hún væri búin að fá sér kött - nei, nei þá vorkenndi hún henni svo mikið. Kom þessi kisa oft til hennar eftir þetta. Var hún ætíð góð þeim sem minna máttu sín í lífinu, hvort sem voru dýr eða manneskjur. Veit ég að hún tók skilnað okkar Bjössa mjög nærri sér en ég veit líka að í hjarta sínu var hún ætíð því þakk- lát hvað við Bjössi höfum alla tíð verið góðir vinir. Á hann nú um sárt að binda vegna þeirra nánu tengsla sem vora á milli þeirra og einnig Eggert, Hrafnhildur, Edda og Bryndís. Þau eiga virkilegt þakklæti skilið fyrir hvað þau voru einhuga í veikindum Röggu og ein- settu sér að leyfa henni að dvelja heima þar til yfir lauk. Ég votta þeim öllum mína dýpstu samúð, einnig tengdabörnum og barna- börnum og öllum öðrum vinum og ættingjum, Bubbi biður fyrir kveðju og þakkar ömmu sinni allt það sem hún var honum. Blessuð sé minn- ing hennar. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem) Björg Gísladóttir. Mig langar að minnast elsku- legrar mágkonu minnar, Ragn- heiðar Blöndal Björnsdóttur, með fáeinum orðum. Hún fæddist 1. október 1921 í Hergilsey. Foreldrar hennar voru Jóhanna Jónasdóttir og Björn Bjarnason. Ragnheiður ólst upp á Hreggsstöðum á Barðaströnd hjá þeim Bjarna Jónssyni og Jónfríði Helgadóttur í stórum skyldmenna- hópi. Átján ára að aldri fluttist Ragnheiður til Reykjavíkur og vann hún þar við ýmis störf eins og þá gerðist. Hún var í vist og starfaði á saumastofum. Á þessum árum kynntist hún bróður mínum, Eggert Kristins- syni, eftirlifandi eiginmanni sínum. Þeim varð þriggja barna auðið. Þau eru Hafdís Edda, hjúkrunarfræð- ingur í Reykjavík, Bryndís Erla, húsmóðir í Grindavík, og Björn Sævar, flugvirki í Nuuk í Græn- landi. Eina dóttur, Hrafnhildi, átti Ragnheiður áður en hún giftist og barnabörnin era orðin mörg. Mér er Ragga minnisstæð frá fyrstu tíð, er hún kom inn á æsku- heimili mitt. Hún var hugljúf og hæglát og vann sér traust og vin- áttu foreldra minna og systkina. Hógværð og ljúfmennska eiri- kenndu hana alla ævi og hún vildi aldrei láta fara mikið fyrir sér, en fjölskyldu sinni vann hún allt sem hún gat til hinstu stundar. Ragga kvaddi þennan heim eins og hún hafði lifað lífinu, á hljóðlátan hátt og æðrulaust. Seint á síðasta ári kenndi hún þess meins, sem á örfá- um mánuðum dró hana til dauða, og hún naut góðrar umönnunar eiginmanns barna, tengdabarna og barnabarna á heimili sínu að Gnoð- arvogi 60. Við Guðlaugur, börnin okkar og fjölskyldur þeirra, sendum Eggert bróður mínurn og- allri íjölskyld- unni innilegar samúðarkveðjur. Minningin um góða konu lifir, þótt hún sé nú horfin okkur úr þessu jarðlífi. Kristín H. Kristinsdóttir. Minning: Árni E. Sigmundsson frá Suðureyri Fæddur 22. júlí 1937 Dáinn 1. apríl 1992 Sú hörmungarfregn barst okkur tjl eyrna að tengdaföður míns, Áma Erlings Sigmundssonar, væri saknað eftir að hafnsögubátnum Þjóti frá Akranesi hvolfdi við Grundartanga. Ólýsanlegan óhug setti að okkur konunni minni. Þetta gat ekki verið satt. Daginn eftir fannst hann Iátinn. Mikil tómieika- tilfinning og söknuður heltóku hjartað. Mikill er missir tengda- móður minnar, hennar Laugu, og uppkominna systkinanna fimm sem sjá nú á bak ástríkum eigin- manni og föður, það skarð sem hann skilur eftir sig verður seint fyllt. Miskunnarleysi tilgangs- leysisins virðast engin takmörk sett þegar sjóvanur maður á besta aldri fellur fyrir hrammi Ægis í blíðskaparveðri. En mönnunum eru búin örlög sem enginn sér fyrir, eftir sitja syrgjendur í leit að til- gangi og svörum við spurningum sem á hugann leita. Dádi, eins og hann var oftast kallaður, var hæglátur og djúp- hygginn maður. Hann öðlaðist hvarvetna ósjálfrátt virðingu sam- ferðamanna sinna er til hans þekktu. Lundarfarið og hátternið báru vott um þolgæði og seiglu þess manns sem út'inn særinn skóp. Hann var og ákaflega verklaginn hvort sem borið var niður við smíð- ar, pípulagnir eða múrverk. Þessi þúsundþjalasmiður byggði sitt eig- :ið hús fyrir um 30 árum á Suður- eyri, þá voru iðnaðarmenn ekki kvaddir á vettvang heldur var hyggjuvitið látið ráða og reyndist það honum ávallt best. Fyrir um einu ári fékk ég notið liðveislu þessa hagleiksmanns við smíði hússins okkar, það var unun að sjá hann vinna. Vandvirknin var hans aðalsmerki, afraksturinn ber völundinum gott vitni, eftir situr kær minning sem ómetanlega ljúft. er að hafa í kringum sig um ókomna tíð. Bókhneigð hans var rík, hann var bæði næmur og fundvís á góð- ar bókmenntir. Sérstakt dálæti hafði hann á íslendingasögunum og Sturlungu, stundum var eins og eiginleikar hans samsömuðust þeim eigindum er bestar þóttu á þeim tíma. Þá var hann uppfullur af skemmtilegum sögum af mönn- um og atburðum á Suðureyri. Hann hafði gaman af að segja mér frá er við sátum tveir saman að spjalli fram á rauðanótt. Þeir tímar eru mér dýrmætir og Iíða seint úr minni. Dádi háði marga hildina við Ægi og kunni vel glímutökin þegar veður gerðust válynd. Hann reri frá Suðureyri fram til ársins 1970 er hann fluttist á Akranes og stundaði sjóinn þaðan. Þá var hann um tíma stýrimaður á millilanda- skipi. Hann þótti fengsæll skip- stjóri og gjörþekkti miðin umhverf- is landið. Landgrunn, strauinar og veðurfar voru strengir í slaghörpu þessa glögga manns. Hann unni hafinu og átti sér þá ósk heitasta að róa á lítilli kænu til fiskjar, eftir að hann gerð- ist hafnsögumaður á Akranesi. Sumrin skyldu nýtt, draumurinn átti að rætast. Undirbúningurinn var ærinn við bátinn, lóðirnar og skakrúllurnar, allt var þetta að smella saman. En áður en kinnung- arnir megnuðu að strjúka hinum röku dætrum Ránar kom kallið. Nú siglir hann á önnur ókunn mið á vit feðra sinna sem líka unnu hafinu. Góður Guð varðveiti minningu tengdaföður míns og veiti syrgj- endum styrk. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alia daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega. Þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson) Magnús Örn Friðjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.