Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1992 47 KORFUKNATTLEIKUR/ URSLITAKEPPNIN Valur-IBK 56:78 Hlíðarendi, fjórði úrslitaleikurinn á Islandsmótinu í körfuknattleik, Japis- deild, fimmtudaginn 9. mars 1992. Gangur leiksins: 0:11, 6:19, 8:28, 19:40, 30:51, 35:63, 50:72, 56:78. Stig Vals: Franc Booker 28, Svali Björgvinsson 7, Magnús Matthíasson 5, Ari Gunnarsson 4, Síinon Ólafsson 4, Lárus Pálsson 4, Matthías Matthí- asson 2, Tómas Hoiton 2. Stig ÍBK: Jón Kr. Gíslason 17, Jonat- han Bow 12, Sigurður Ingimundarson 11, Kristinn Friðriksson 10, Nökkvi Már Jónsson 9, Júlíus Friðriksson 6, Hjörtur Harðarson 5, Albert Óskars- son 4, Brynjar Harðarson 2, Guðjón Skúlason 2. Áhorfendur: Um 1.400 Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Krist- ján Möller. Dæmdu ágætlega en ekki eins vel og þeir hafa gert hingað til í úrslitakeppninni. Dómgæsla: Fimm vilja fá FIBA- rétftindi FIMM íslenskir körfuknatt- leiksdómarar sækjast eftir al- þjóðlegum dómararéttindum, en KKÍ sendir aðeins tvo á námskeið sem haldið verður í Moregi í tengslum við Norður- landamótið. Alþjóðlegt dómaranámskeið verður haldið í Noregi í tengslum við Norðurlandamótið dagna 6. til 11. maí og fimm ís- lenskir dómarar hafa áhuga á að sækja það námskeið. Bergur Stein- grímsson, Helgi Bragason, Kristinn Oskarsson, Kristján Möller og Leif- ur Garðarsson hafa allir hug á að komast á námskeiðið — en aðeins tveir komast. Dómararnir eru því þessa dagana að lesa reglurnar enn betur en þeir gera daglega því KKÍ mun halda úrtökupróf fyrir þá og tveir efstu úr því fara á námskeiðið. Prófíð verður bóklegt og einnig verður myndbandapróf FIBA notað. Þá eru sýnd atriði úr leikjum, myndbandið stoppað og dómararnir spurðir hvað eigi að dæma, eða hvort eitthvað eigi að dæma. Þeir sem fara til Noregs munu væntanlega dæma einhveija leiki á Norðurlandamótinu því það verður hluti af prófínu. Kristinn Albertsson er eini virki FIBA dómarinn hér á landi en nú stendur greinilega til að ljölga þeim um tvo. BLAK Kvennalandslið- iðtil Gíbraltar Kvennalandsliðið í blaki heldur til Gíbraltar í dag til að taka þátt í smáþjóðamóti í blaki. Island leikur í riðli með Færeyjum og Kýpur. Fyrsti leikur íslenska liðsins verður við það færeyska á sunnu- daginn en síðan leikur liðið við Kýpur á mánudaginn. Fyrirfram er búist við því að möguleikar íslands verði ekki miklir gegn Kýpur en allt verður lagt í sölurnar til að ná sigri gegn Færeyingum. I hinum riðlinum eru lið Lúxem- borgar, San Marino og Gíbraltar en þar er búist við sigri landsliðs Lúxemborgar. Úrslitakeppnin verð- ur með því sniði að tvö efstu liðin úr hvorum riðli leika saman sam- kvæmt krossafyrirkomulagi þannig að þau lið sem sigra þar leika til úrslita. L Ikvöld Handknattleikur Úrslitakeppni kvenna: Víkin, Víkingur - Fram.....20 Heimsókn færcyska landsliðsins: I.augardalshöll, U-18 - Færeyjar...21 Aðgangur ókeypis Körfuknattleikur Úrslitakeppni 1. deildar: Seljaskóli, ÍR- UBK.......20 Fjórði úrslitaleikur Islandsmótsins i körfuknattleik í Valsheimilinu 9. april 1992 21/6 Víti 16/10 23/4 3ja stiga 11/2 36 Fráköst 40 19 (varnar) 29 17 (sóknar) 11 3 3olta náð 9 12 Bolta tapað 13 2 Stoðsendingar 22 Jón Kr. Magnús Morgunblaðið/Sverrir • Gíslason skorar hér af öryggi umkringdur Valsmönnum. Símon Ólafsson gerir tilraun til að stöðva Jón en Matthíasson og Ragnar Jónsson fylgjst vonlitlir með. ■ GUÐNI Hafsteinsson lék ekki með Val í gær. Hann var dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd fyrir að veitast að Albert Oskars- syni í þriðja leik liðanna í Keflavík á þriðjudaginn. Guðni leikur því ekki héldur með á morgun. ■ VALSMENN voru ekki líkir sjálfum sér í gær. Þeim tókst ekki að skora fyrr en eftir fímm mínútna leik! Þegar 10 mínútur voru liðnar höfðu þeir aðeins gert 6 stig! ' ■ KEFL VÍKINGAR léku góða vörn, en sókn Vals var svo slök að þeir þurftu ekki að bijóta á þeim. Keflvíkingar fengu fyrstu villuna eftir 10 mínútna leik. ■ DÆMDAR voru 5 villur á Val í fyrri hálfleik en 10 á Keflvíkinga. ■ SÍMON Ólafsson fékk fimmtu villu sína þegar rúmar 13 mínútur voru eftir af leiknum. Jonathan Bow þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum og Franc Booker einnig. ■ ALLIR leikmenn ÍBK skoruðu í gærkvöldi. ■ ÞAÐ má segja að setið hafi verið í hveiju horni í Valsheimilinu að Hlíðarenda. Búið var að bæta^" við sætum sem fengin voru í Laug- ardalshöll. Þegar ein og hálf klukkustund var þar til leikurinn átti að hefjast var anddyri Vals- hússins troðfullt af fólki sem ætl- aði á leikinn. 50 stiga sveifla! Valsmenn gerðu aðeins 19 stig í fyrri hálfleik og aldrei möguleika á heimavellL KEFLVÍKINGAR ollu aðdáendum sínum ekki vonbrigðum igær- kvöldi og sýndu að þeir geta ennþá leikið vel, ef einhver skyldi hafa dregið það í efa. Valsmenn voru hins vegar heillum horfnir — og þá er vægt til orða tekið — þeir gerðu aðeins 19 stig í fyrri hálfleik og hefur það örugglega aldrei gerst áður í körfu- knattleik í bestu deild hér á landi og varla í heiminum. Keflvíking- ar kafsigldu Valsmenn, á svipaðan hátt og Valsmenn kjöldrógu Keflvíkinga á dögunum. Lokatölur urðu 56:78, eða 22ja stiga munur. Valur vann á dögunum með 28 stiga mun og sveiflan á milli leikja er því 50 stig! Það varð strax ljóst í hvað stefndi. Keflvíkingar voru ör- yggið uppmálað frá byijun en Vals- menn hræðilega Skúli Unnar slakir, svo slakir að Sveinsson varla var annað skrifar hægt en að vor- kenna þeim. Sókn- arleikur IBK var yfirvegaður og skynsamur. Lið Keflvíkinga lék ekki ósvipað og Valsmenn hafa gert í hinum leikjunum, nýtti tímann og beið eftir góðu skotfæri. „Við náðum upp góðri einbeit- ingu fyrir leikinn og vissum að það var að duga eða drepast fyrir okk- ur. Við höfðum mikinn vilja til að sigra og lékum sóknina skynsam- lega og það leiddi af sér sterka vörn,“ sagði Jón Kr. Gíslason þjálf- ari og leikmaður ÍBK við Morgun- biaðið. Vörn Keflvikinga var sterk, en ekki svona sterk! Þegar Valsmenn fengu upplögð færi til að skora hittu þeir ekki og það nær náttúrlega ekki nokkurri átt að gera bara 19 stig í heilum hálfleik. Tölurnar sýna betur en mörg orð hversu máttlítil sókn Vals var. Og ennfrekar sýna villurnar sem liðið fékk í fyrri hálf- leik að Valsmenn voru ekki að reyna neitt. Þeir fengu aðeins dæmdar á sig fimm villur í fyrri hálfleik. Valsmenn klóruðu aðeins í bakk- ann í upphafi síðari hálfleiks en síðan ekki söguna meir. Yfirburðir Keflvíkinga voru algjörir á öllum sviðum. Sem dæmi má nefna að stoðsendingar þeirra voru 22 í leiknum en Valsmenn áttu aðeins tvær slíkar. „Taugarnar eiga sjálfsagt ein- hvern þátt í hversu lélegir við vor- um. Keflvíkingar tóku okkur eigin- lega á okkar eigin bragði, léku af yfirvegun og skynsemi. Það greip einhver öi’vænting okkur eins og hjá þeim í síðasta leik. Það var virki- lega gaman að sjá svona marga Valsmenn samankomna í húsinu og leiðinlegt að geta ekki sýnt þeim betri leik,“ sagði Tómas Holtan þjálfari og leikmaður Vals. Hreinn úrslitaleikur verður á laugardaginn kl. 16 í Keflavík og höfðu körfuknattleiksunnendur á orði að vonandi næðu bæði lið að leika vel þá, ekki bara annað í einu eins og verið hefur. „Nú er pressan jöfn á liðunum en við höfum 1.000 manns með okkur og það vegur þungt og gæti gert gæfumuninn,“ sagði Jón Kr. Gíslason. „Við verðum búnir að lagfæra það sem miður fór hjá okkur í kvöld. Það hafa verið gríðarlegar sveiflur í þessum leikjum og ef til vill verður úrslitaleikurinn jafn og spennandi," sagði Tómas Holton. Það var gríðarlega sterk liðsheild ÍBK sem skóp sigurinn. Allir léku^ veþeinn fyrir alla og allir fyrir einn. Vörnin var góð og sóknin leikin af mikilli skynsemi. Það var sama hveijir voru inná — munurinn hélst og yngri og óreyndari leikmenn liðs- ins áttu í fullu tré við byijunarlið Vals. Enginn lék vel hjá Val. Franc, Booker gerði reyndar 28 stig, eða helming stiga liðsins en nýtingin var ekki til að hrópa húrra fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.