Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1992 29 Beiðni um gjaldþrotaskipti POB: Landsbankinn tryggir rekstur fyrst um sinn Guðný og drengirnir syngjaá samkomum UM HELGINA verður á Akur- eyri og Húsavík hljómsveit sem kallar sig Guðný og drengirnir. Hljómsveitina skipa meðlimir úr Hvítasunnukirkjunni, Hjálp- ræðishernum og Veginum og hafa þeir sungið á ýmsum stöðum og ferðast um með séra Halldóri Gröndal. í för með þeim að þessu sinni verður Hafliði Kristinsson, forstöðumaður Fíladelfíusafnaðar- ins í Reykjavík. Hljómsveitin syngur og leikur sálma í léttum dúr. Samkomur verða haldnar í Hvítasunnukirkj- unni við Skarðshlíð í kvöld, föstu- dagskvöld, kl. 20.30 og á sunnu- dag, 12. apríl, kl. 15.30 og í sam- komuhúsinu á Húsavík laugar- dagskvöldið 11 apríl kl. 20.30. (Fréttatilkynning) --------------- Karlakórinn Heimir: Tvennir tón- leikar haldnir á laugardag KARLAKÓRINN Heimir úr Skagafirði heldur tvenna tón- leika um helgina, í Hlíðarbæ og í Ydölum. Fyrri tónleikarnir verða í Hlíð- arbæ á morgun, laugardaginn 11. apríl, og hefjast þeir kl. 15, en hinir seinrti, í Ýdölum, verða haldn- ir á laugardagskvöld kl. 21. Söngstjóri er Stefán R. Gísla- son, undirleikari Tómas Higger- son, en einsöngvarar með kórnum eru Björn Sveinsson, Einar Hall- dórsson, Pétur Pétursson og Sig- fús Pétursson. Söngskrá tónleik- anna verður mjög fjölbreytt, en söngfélagar eru um 60 talsins. LÖGÐ VAR í gær fram hjá skiptaráðanda bæjarfógetans á Akureyri beiðni um að Prent- verk Odds Björnssonar, POB, yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Gert er ráð fyrir að úrskurður um gjaldþrot fyrirtækisins liggi fyrir í dag, föstudag. Beiðnin var lögð fram af lögfræðingi Landsbanka Islands, en bankinn á langstærstu kröfurnar á hend- ur fyrirtækinu. Gunnar Sólnes lögfræðingur Landsbanka íslands á Akureyri sagði að ekki hefði verið um annað að ræða, en óska eftir gjaldþrota- skiptum þar sem augljóst hefði verið að rekstur fyrirtækisins gengi ekki upp. Hann sagði að Landsbankinn kæmi til með að verða langstærsti kröfuhafinn í búið, en ekki hefði tekist að inn- heimta tug milljóna króna kröfur sem bankinn átti inni hjá Prent- verkinu. Gunnar sagði að gert væri ráð fyrir að rekstri fyrirtækisins yrði haldið áfram til að byija með, bankinn myndi tryggja reksturinn með svipuðum hætti og gert var við gjaldþrot Álafoss hf. á síðasta ári. Hann sagði að væntanlega yrði samið um þau mál við bú- stjóra þrotabúsins er hann yrði ráðinn. Prentverk Odds Bjömssonar var stofnað árið 1901, en Bókaforlag Odds Björnssonar sem rekið er samhliða Prentverkinu er eidra, stofnað 1887. Félagið rak prent- smiðju, bókaforlag, sem gefíð hef- ur út fjölda bóka, og þá var tíma- ritið Heima er best einnig gefið út hjá fyrirtækinu. Grágæs- in komin Ytri-Tjörnum. GRÁGÆSAHÓPUR sást á túni í Eyjafjarðarsveit í gærdag og eru þær með fyrstu farfuglunum á þessu vori. Sýnist mönnum sem þessum fuglum fari fjölgandi ár-w'' frá ári. Gæsin verpir í töluverðum mæli á Staðabyggðamýrum og eru egg kom- in í fyrstu hreiðrin viku af maí. I hveiju hreiðri eru 4 til 12 egg, dúðuð í gráan dún. Eitthvað er um að menn taki egg úr hreiðrunum til neyslu og þykir mörgum þau mesta hnossgæti. Einnig kemur fyrir að fólki taki grá- gæsarunga, enda hænast þeir auð- veldlega að mönnum og má stundum sjá þessa fugla á vappi í hlaðvarpan- um. Séu flugfjaðrir ekki klipptar hverfa þeir frá bæjum að haustinu og geta þar af leiðandi orðið auðveld bráð veiðimanna. - Benjamín Sjallinn: Omar, Pálmi og Manna- korn á ferð HLJÓMSVEITIN Mannakorn leikur í Sjallanum í kvöld mcð^. Pálma Gunnarsson í broddi fylkingar. Mannakorn eru að ljúka við nýja plötu sem kemur út í sumar og munu þeir félag- ar leika lög af þeirri plötu í bland við eldra efni. Á laugardagskvöld kemur Ómar Ragnarsson í heimsókn og flytur Sjallagestum glænýja skemmti- dagskrá sem hann hefur verið að setja saman síðustu misseri. Hon- um til aðstoðar verða Haukur Heiðar, Pálmi Gunnarsson og Mannakorn. Boðið verður upp á þríréttaðan kvöldverð, skemmtun og dansleik með hljómsveitinni Mannakorn á laugardagskvöldið. Umgangspest- ir hafa hrjáð um 700 manns LUNGNABÓLGA stakk sér niður á Akureyri í síðasta mánuði og voru 52 lungnabólgutilfelli skráð í skýrslu um smitsjúkdóma á svæði Heilsugæslustöðvarinnar á Akur- eyri. Þá voru margir sem máttu þola umgangspestir af ýmsu tagi, 547 voru þjakaðir af kvefi, hálsbólgu eða með vírus og 104 fengu inflúensu, en sú pest hefur verið skæð nú sl útmánuðum. Þá voru skráð 53 til- felli þar sem magakveisa gerði mönn- um lífið leitt. Þannig leituðu um 700 manns á svæðinu til lækna vegna þessara pesta í síðasta mánuði. Morgunblaðið/Sigurður Björnsson Bjarni KR. Grímsson bæjarstjóri og Jóhann Helgason, formaður Leifturs, undirrita samning um samstarf við byggingu íþrótta- húss í kaffisamsæti sem haldið var af tilefni undirritunar þriggja samninga við íþróttahreyfinguna í bænum. Olafsfjarðarbær semur við íþróttahreyfinerma Ólafsfirði. ■*“ ^ ^—* SÍÐASTLIÐINN miðvikudag bauð bæjarstjórn Ólafsfjarðar for- ustumönnum íþróttahreyfingarinnar í Ólafsfirði til kaffisamsætis og var tilefnið undirritun þriggja samninga sem Ólafsfjarðarbær liefur gert við íþróttahreyfinguna í bænum. Um er að ræða samstarfssamn- loks samning við aðalstjórn íþrótt- ing við Ungmenna- og íþrótta- afélagsins Léifturs um samvinnu bandalag Ólafsfjarðar, samning um byggingu á nýju fullkomnu við knattspyrnudeild Leifturs um íþróttahúsi. uppbyggingu vallarmannvirkja og SB Knattspyrnufélag Akureyrar Þau félög, sem óska að taka þátt í knattspyrnumóti KA fyrir A-, B-, C- og D-lið í 5. flokki karla, tilkynni þátttöku á símrita KA (96) 11839 eða í pósthólf 16 á Akureyri fyrir 14. apríl nk. Staðfestingargjald kr. 15.000 á hvert lið viðkomandi félags greiðist í síðasta lagi 21. apríl nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.