Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1992 Tekjur ríkíssjóðs af virðisaukaskatti Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Er eitthvað að gerast? Við höfum vitað frá því síðla sumars 1991, að þröngt yrði í búi á þessu ári m.a. vegna aflaskerðingar. Margir mánuðir eru liðnir frá því að ljóst var orðið, að undirbúning- ur að nýju álveri myndi ekki hefjast á þessu ári. Frá miðju ári 1988 eða í nálægt fjögur ár höfum við verið í alvarlegum efnahagslegum öldudal. Þessi kreppa, sem á sér bæði rætur í okkar eigin efnahagskerfi en er einnig komin til vegna áhrifa af samdrætti í efna- hagsmálum á Vesturlöndum, hefur leitt til mikillar kjara- skerðingar og nú á þessu ári til verulegs atvinnuleysis. Á undanförnum árum hafagjald- þrot orðið nánast daglegt brauð og í sumum þeirra hafa miklir íjármunir tapast. Bank- ar, sparisjóðir og fjárfesting- arlánasjóðir leggja mikla áherzlu á að safna fé í afskrift- arsjóði til þess að mæta töpuð- um útlánum, sem eru orðin mikil og eiga eftir að verða mun meiri á næstu árum. En hvað er að gerast í fram- haldi af þessari neikvæðu þró- un? Einkafyrirtækin hafa allt frá árinu 1988 unnið mark- visst að hagræðingu í rekstri, fækkað stárfsfólki og dregið úr kostnaði. Þau einkafyrir- tæki, sem þetta hafa gert standa á traustum grunni þrátt fyrir fjögurra ára kreppu. Sveitarfélögin hafa lítið sinnt hagræðingu og sparnaði og sum hver lagt í gífurlegar fjár- festingar, sem þau hafa ekki haft efni á og þar með stofnað til mikilla skulda, sem þau eiga í erfiðleikum með að komast út úr. Stundum mætti ætla, að kreppan hefði farið fram hjá ríkiskerfinu a.m.k., ef marka má aðgerðir stjórnmálamanna. Útgjaldaaukning ríkissjóðs hefur verið stöðug og halla- rekstur mikill. Ný ríkisstjórn greip til aðgerða fyrir tæpu ári til þess að stöðva þessa þróun eða hægja a.m.k. á henni en þegar upp var staðið í árslok hafði hún nánast eng- um árangri náð. Við gerð fjár- laga fyrir yfirstandandi ár var efnt til meiriháttar pólitískra átaka til þess að ná fram niður- skurði eða stöðvun útgjalda- aukningar í ríkiskerfinu. Raunverulegur árangur verður ekki ljós fyrr en í árslok. En hvaða aðgerðir eru í gangi til þess að snúa þessari öfugþróun í atvinnumálum við? Þær eru vart sjáanlegar. Þegar sl. haust var ljóst, að það þurfti að herða á aðgerðum til þess að auka hagræðingu í sjávarútvegi, fækka skipum á veiðum og fiskverkunarhúsum í rekstrj. Er eitthvað að gerast sem máli skiptir á þeim víg- stöðvum? Hver eru viðbrögðin við þeirri ákvörðun Atlantsál- fyrirtækjanna að fresta fram- kvæmdum við nýtt álver um óákveðinn tíma? Hafa stjórn- völd gert ráðstafanir til þess að kanna hug annarra álfyrir- tækja til framkvæmda? Eru yfirleitt nokkrar tilraunir í gangi til þess að selja ónotaða orku og orku nýrra virkjana? Er einhver viðleitni á ferðinni til þess að leita að nýjum vaxt- arbroddum í atvinnulífi okkar og ýta undir þá? Það verður ekki séð, að nokkrar aðgerðir af nokkru tagi séu í undirbúningi til þess að efla íslenzkt atvinnulíf. Ef ríkisstjórnin er þeirrar skoðun- ar, að þetta ástand komi henni ekki við og að það sé atvinnu- lífsins að sjá um sig, þá er sú afstaða á misskilningi byggð. Atvinnulífið hér er svo veik- burða og vanmáttugt að það þarf stuðning og þá er ekki átt við að dæla í það pening- um, sem ekki eru til. Það dug- ar ekki að sitja og bíða eftir því að þorskurinn komi eða álverið komi. Við verðum að vera virk í því að leita nýrra leiða og nýrra tækifæra. Auðvitað eiga sömu aðferðir ekki við nú og beitt var í krepp- unni 1967 til 1969. En þá var efnt til mikilla umsvifa í at- vinnumálum, sém leiddu af sér vaxtarbrodda í atvinnulífinu, sem í sumum tilvikum hafa vaxið og dafnað. Ef við gerum ekki tilraun til þess að bjarga okkur út úr þessari kreppu náum við engum árangri. Staðreyndin er sú, að hér er nánast ekkert að gerast. Kjörin versna. Atvinnuástand er slæmt og á eftir að versna þegar skólafólk kemur á vinnumarkaðinn og fleiri og fleiri huga að því að flytjast til annarra landa. Hvort sem ríkisstjórninni líkar betur eða verr, er horft til hennar um forystu á þessum krepputím- um. Þá forystu verður hún að veita. eftir Friðrik Sophusson Að undanförnu hefur átt sér stað nokkur umræða um skattsvik og skii skatta til ríkissjóðs. Augu manna hafa öðru fremur beinst að virðis- aukaskattinum (VSK), enda er hér um veigamesta tekjustofn ríkissjóðs að ræða og skatt sem snertir flesta landsmenn með einum eða öðrum hætti. í Morgunblaðinu 25. mars sl. ger- ir Magnús Finnsson, framkvæmda- stjóri Kaupmannasamtaka íslands, virðisaukaskattinn að umtalsefni og tveimur dögum síðar skrifar Marta Árnadóttir í blaðið um sama mál. Ástæða er til að fagna ábendingum þeirra og árvekni sem þau sýna. Hér á eftir mun ég reifa virðis- aukaskattsmálin eins og þau horfa við fjármálaráðuneytinu nú í byijun apríl þegar skatturinn hefur verið við lýði í rúm tvö ár. Þess má geta, að um þessar mundir er unnið að skoðun á reynslunni af skattinum og úrtaksathugun á skattskýrslum einstakra atvinnugreina. Þegar niðurstöður liggja fyrir verður betur hægt en nú er, að gera sér grein fyrir hvernig til hafi tekist og hvort um sjáanlega misnotkun sé að ræða. Fjárlög 1991 í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1991 sem lagt var fram í október 1990 kemur fram að tekjur af-VSK séu áætlaðar um 40,5 milljarðar króna. í athugasemdum með frumvarpinu segir: „Þegar haft er í huga að einn og sami skattur, þ.e. VSK, stendur und- ir allt að helmingi allra skatttekna ríkissjóðs er Ijóst að jafnvel minni- háttar breytingar í greiðsluflæði jafnt innskatts sem útskatts og inn- heimtu VSK í tolli, geta leitt til veru- legrar röskunar á tekjum og þar með afkomu ríkissjóðs. I raun má segja að innheimtuferill VSK sé enn óþekkt stærð enda skammur tími liðinn frá upptöku hans. Þetta skap- ar óhjákvæmilega nokkra óvissu við gerð tekjuáætlunar nú og ber að skoða tölurnar fyrir 1990 og 1991 með þeim fyrirvara." Eins og sjá má af þessari tilvitnun gerðu menn sér glögga grein fyrir því að erfitt væri að áætla með ná- kvæmni tekjur af VSK á árinu 1991. í meðförum Alþingis við afgreiðslu fjárlaga 1991, var áætlunin um tekj- ur hækkuð um einn milljarð króna eða í 4,5 milljarða króna. Hækkunin var skýrð með tvennum hætti. Ann- ars vegar að minni innheimta á síð- ustu mánuðum 1990 gæfi tilefni til þess að ætla að hún skilaði sér eftir áramótin 1990/1991 og hins vegar að með sérstöku innheimtuátaki mætti auka tekjur um 4-500 m.kr. Þessi sérstaka hækkun sýnist þó fyrst og fremst hafa verið gerð til að snyrta niðurstöðutölur fjárlag- anna fremur en að rök hafi verið fyrir henni. Framan af ári og til hausts 1991 taldi fjármálaráðuneytið ekki tilefni til þess að breyta_ áætlun um skil tekna á árinu öllu. í greinargerð fjár- málaráðuneytisins sem lögð var fyrir Alþingi í maí 1991 segir að skil af VSK (tímabilið jan.-apríl) hafi verið minni en áætlað var þrátt fyrir merki um aukin umsvif í þjóðarbúskapnum. Sú þróun hefði að óbreyttu átt að skila ríkissjóði viðbótartekjum. En reyndin varð önnur. Meginskýríng þess er talin að frádráttur vegna innskatts, þ.e. endurgreiddur VSK af aðföngum og fjárfestingu í at- vinnurekstri, virðist hafa aukist meira en útskattur, þ.e. endanlegur skattur af eiginlegri veltu. Hér voru ekki talin efni til að lækka áætlun um tekjur þrátt fyrir áframhaldandi óvissu um skil. í fjárlagafrumvarpi ársins 1992 frá því í október 1991 voru tekjuhorf- urnar af VSK á árinu 1991 enn endurmetnar og var þá fyrri áætlun lækkuð örlítið. Þessi lækkun hefði ef til vill átt að vera meiri með til- liti til óvissu um skii skattsins og þess að endurskoðunin byggði aðeins á reynslutölum ársins 1990 og hluta árs 1991, en VSK leysti söluskattinn af hólmi í ársbyijun 1990 eins og menn muna. Því hefur verið haldið fram að innheimta og eftirlit hafi brugðist- í veigamiklum atriðum síðari hluta árs 1991. Hér liggja að baki flóknari skýringar. Hafa þarf m.a. í huga að skattstjórar annast eftirlit með álagningu en innheimtumenn ríkis- sjóðs sjá um innheimtu á álögðum VSK. Álagning skattsins er eitt - skil í ríkissjóð á fjár- lagaári annað Áætlun um skil VSK í ríkissjóð á árinu 1991 víkur frá niðurstöðu um 2,5 milljarða króna og þarfnast að sjálfsögðu skýringar. Hvort tveggja kemur þar til álita, að forsendur tekjuáætlunar um skil í ríkissjóð hafi brugðist og/eða að á skattfram- kvæmdinni hafi slaknað og undan- dráttur frá skattinum aukist. I upphafi er rétt að glöggva sig á samhengi álagningar og skila á VSK í ríkissjóð. Alagning virðisauka- skattsins, þ.e.a.s. álagning í inn- flutningi og af innlendri starfsemi og innskattur eins og hann fellur til á hvetju tímabili, er eitt og skil skattsins í ríkissjóð á hlutaðeigandi Ijárlagaári annað. Álagning skattsins og endur- greiðslur voru, skv. gögnum ríkis- skattstjóra, 1990 og 1991 sem hér segir: Álagning 1.-6. tímabils % breyting Milljarðarkróna 1990 1991 Heildarálagning 115,3 131,3 13,8 þ.a. innflutningur 20,3 24,0 18,1 þ.a. innlend viðskipti 95,0 107,2 12,9 Innskattur til frádráttar 76,3 86,1 12,8 Álagning, nettó 39,0 45,2 15,8 - Endurgreiðslur 2,3 2,3' - Krafatil ríkissjóðs 36,7 42,9 ' Bráðabirgðatala. Yfirlitið ber það glöggt með sér, að tiltölulega lítil hlutfallsbreyting á skattskyldri veltu er mjög afgerandi fyrir virðisaukaskattinn sem til inn- heimtu kemur. Sama máli gegnir ef breyting á innskatti frá einu tíma- bili til annars víkur verulega frá breytingu heildarálagningarinnar. Endurgreiðslur eftir nettó álagningu eru aftur á móti vegna íbúðarhús- næðis, sveitarfélaga og matvöru. Samkvæmt þessum tölum hækkaði álagning á innflutning um 18,1% og af sölu innanlands um 12,9%, að meðtöldum áætlunum um skatt á þau fyrirtæki sem ekki skila skatt- skýrslum. Þessar tölur sýna að inn- flutningur hefur aukist meira en inn- lend viðskiptavelta. Innskatturinn, þ.e. frádráttarbær virðisaukaskattur af aðföngum, er í áætlun talinn hafa hækkað um 12,8% en hefði eðli máls samkvæmt mátt vænta að hækkaði meira vegna aukins inn- flutnings, enda var það reyndin framan af ári. Af þessu leiðir að lieildarálagning VSK á öllu árinu 1991 er 15,8% hærri en var árið áður. Þess ber þó að gæta að áætlun skattstjóra á fyrirtæki sem ekki skila skýrslu 1991 ýkir nokkuð mun milli ára. Með tilliti til þess má gera ráð fyrir að hækkun milli ára verði minni þegar öll kurl eru komin til grafar. Þegar álagning og innskattur er aftur á moti skoðuð eftir skatttíma- bilum innan ársins 1991, kemur í ljós að á 5. og 6. tímabili' (sept,- des.) er hækkun mun minni en á fyrri tímabilum ársins. Þannig hækk- aði álagning á innflutning einungis um 5,8% milli áranna, útskattur af innlendri starfsemi um 8,6% og inn- skattur um 3,6%. Samdrátturinn í efnahagslífínu er þá að koma fram með tilheyrandi áhrifum á álagningu VSK. Af sömu ástæðu og ekki síst vegna áhrifa frá innflutningi dregur úr hækkun innskatts síðustu mánuði ársins. Að því er tekur til krafna um endurgreiðslur vegna matvöru, við- halds íbúðarhúsnæðis og til sveitar- félaga og ríkisstofnana, þá eru fjár- hæðirnar þær sömu 1990 og 1991 eða 2,3 milljarðar króna. Endur- greiðslukröfur á VSK vegna ársins 1991 munu þó væntanlega hækka þar sem þær eru ekki allar komnar fram. Hér að framan hefur eingöngu verið fjallað um álagningu VSK án tillits til skila á fjármunum í ríkissjóð á ijárlagaárinu, en slíkt er nauðsyn- legt til skýringar á samhengi álagn- ingar og skila. Skil virðisaukaskatts í ríkissjóð Skil tekna í ríkissjóð af veltu hækkuðu um 5% milli áranna 1990 og 1991. Skilin urðu minni en gert hafði verið ráð fyrir og búast mátti við í ljósi almennra veltu- og verð- breytinga. Þá ber að hafa í huga að á árinu 1990 samanstóð innheimtan bæði af VSK fyrir 1.-5. skatttíma- bil og söluskatti fyrir síðustu mánuði ársins 1989. Einkaneysla er talin hafa aukist um 5,5% og verðlagsbreyting milli áranna er metin um 7%, en einka- neyslan ræður lang mestu um tekjur ríkissjóðs af VSK. Auk neyslu og verðlagsbreytinga eru önnur atriði sem skýra mismunandi skil á skatti 1990 og 1991 og frávik frá áætlun. I fyrsta lagi byggjast skil skatts- ins á íjárlagaárinu á álagningu VSK á 6., þ.e. síðasta tímabili næstliðins árs, og 1.-5. tímabili fjárlagaársins auk innheimtu eftirstöðva frá fyrri tímabilum. Af þessu leiðir að breyt- ingar á innflutningi, viðskiptaveltu innanlands, innskatti eða endur- greiðslum á 6. tímabili næstliðins árs, koma fram í tekjum ríkissjóðs árið eftir. Framan af árinu 1991 jókst innflutningur umfram innlenda viðskíptaveltu og sömuleiðis inn- skatturinn þó úr þessu hafi dregið síðar á árinu. Ætla má að tekjuskil- in hafi orðið nokkru lægri 1991 af þeim sökum, en áætlanir gerðu ráð fyrir. Einnig reyndist innskattur fiskverkenda, sláturleyfishafa og bænda hærri en áætlað hafði verið á árinu 1991 sem væntanlega skilar sér þó í hærri útskatti 1992. Þetta er m.a. skýring á minni skilum á síðustu skatttímabilum ársins 1991. I öðru lagi virðist sem eftirstöðv- ar álagðs VSK hækki milli ára. í lok 1.-4. tímabils 1991 voru eftirstöðvar til innheimtu af veltu án innflutnings um 250-300 m. kr. hærri en árið áður. Vaxandi eftirstöðvar gætu bent til þess að innheimta hafi verið tregari m.a. vegna lakari afkomu fyrirtækja. Athugun gefur vísbend- ingu um að skil í ríkissjóð kunni að hafa slaknað um 1-2%. Áætlanir skattstjóra á fyrirtæki sem ekki skila skýrslum eru þó ávallt nokkrar. Nokkur hluti þeirra áætlana gengur alla jafna til baka innan fárra vikna frá gjalddaga. Því skal alveg ósagt látið hvort umrædd álagning skilar sér í endanlegri innheimtu á árinu 1992. Hér getur verið um tímatöf að ræða en ekki að álagning sé glöt- uð._ í þriðja lagi reyndust endur- greiðslur VSK af matvöru, íbúðar- húsnæði og til sveitarfélaga mun hærri 1991 en 1990. Að hluta til skýrist hækkunin af því að á árinu 1990 komu eingöngu 5 skatttímabil til útborgunar en 6 tímabil 1991. Að auki má geta þess að kröfur um endurgreiðslur voru óvenju háar á 6. tímabili 1990 einkum vegna við- halds húsa, en sú fjárhæð kom til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.