Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1992 Minning: Sigurbjörg Sigurðar- dóttir frá Skuld Fædd 2. febrúar 1917 Dáin 4. apríl 1992 Hún Sibba er dáin. Það er svo erfitt að trúa því. Á slíkum stund- um hrannast minningarnar upp. Það er svo stutt síðan við áttum saman yndislega kvöldstund og var hún þá svo hress og kát. Sibba var yndisleg manneskja. Hún var einstaklega jákvæð og gat alltaf _séð björtu hliðarnar á málunum. Ég dáðist að þeim eigin- leika hennar. Glaðlyndi hennar var einstakt, hláturinn smitandi og kátínan skein úr augum hennar. Hún var mikill vinur vina sinna. Hún Sibba var í alla staði mjög gefandi kona. Tilfinningar mínar til Sibbu tóku á sig nýja mynd fyrir nítján árum. Er ég minnist þess get ég ekki annað en talað í sömu andránni um Guðmund J. Gíslason, eigin- mann hennar, sem lést 10. maí 1988. Þau Sibba og Guðmundur höfðu alla tíð reynst foreldrum mínum og okkur systkinunum miklir og traustir vinir. Er dauðinn kvaddi fyrii’varalaust dyra hjá ijöl- skyldu minni fyrir nítján árum kom enn einu sinni í ljós hversu miklir vinir þau voru og hve stórt hjarta þau höfðu. Þau veittu okkur ómet- anlega aðstoð og styrk með nær- veru sinni. Frá og með þessu kvöldi urðu Sibba og Guðmundur mér annað og meira en áður. Tilfinn- ingum mínum til þejrra verður ekki með orðum lýst. Ég mun alla tíð muna og ylja mér við hlýjuna sem streymdi frá þeim í minn garð. Elsku Erna Björk. Ég votta þér, systkinum þínum og fjölskyldum ykkar mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Sigurbjargar Sigurðar- dóttur. Guðrún Jóhannsdóttir. í dag verður elskuleg amma mín og nafna, Sigurbjörg Sigurðardótt- ir frá Skuld í Vestmannaeyjum, jarðsett frá Bústaðakirkju. Orð virðast fátækleg á stundum sem þessari, en margs er að minn- ast. Það verður skrýtið að koma til Reykjavíkur og vera ekki hjá henni. Hún tók alltaf svo vel á móti mér þegar ég var að koma úr Eyjum. Ég og vinir mínir vorum ávallt svo velkomin til hennar. Mér verður líka hugsað til allra yndislegu stundanna, sem við öll fjölskyldan og vinir höfum átt uppi í sumarbústað með ömmu og afa, þegar hann var á lífi. Það voru góðir dagar. Amma undi sér vel í bústaðnum og þar vildi hún helst vera. Hún var mjög gestrisin og ánægðust, þegar bústaðurinn var fullur af gestum. Veturinn 1990, þegar ég var í skóla í Reykjavík, var ég til húsa Hermundur Þórðar- son - Minning Fæddur 12. ágúst 1903 Dáinn 4. apríl 1992 I dag kveðjum við elskulegan tengdaföður minn, Hermund Þórðarson, sem andaðist í Sólvangi, Hafnarfirði, laugardaginn 4. apríl sl., 88 ára að aidri, og langar mig að minnast hans í fáum orðum. Hermundur fæddist 12. ágúst 1903 á Neðra-Hóli í Staðarsveit og voru foreldrar hans hjónin Herdís Jónsdóttir og Þórður Bjarnason bóndi. Aðeins tveggja ára gamall missir Hermundur móður sína, og er hon- um komið í fóstur til Hafnárfjarðar til sæmdarhjónanna Kristínar Bjarnadóttur sem var föðursystir hans, og Sigurðar Sigurðssonar, sem hann mat ávallt mikils og var afar kært með þeim og vitnaði hann oft í fóstru sína. 17. júní 1933 kvæntist hann elsk- ulegri eiginkonu sinni, Sólveigu Siguijónsdóttur, og eignuðust þau fjóra syni: Sigurdór Sævar, f. 2. febrúar 1934, maki Sigrún Ólafs- dóttir; Bjarni Birgir, f. 11. ágúst 1935, maki undirrituð; Hermundur Hafsteinn, f. 8. október 1938, lést 6 mánaða; Sigurður Kristinn, f. 26. maí 1944, maki Ingibjörg Jónsdótt- ir. Allir eru þeir búsettir í Hafnar- firði. Barnabörnin eru fimm og barnabarnabörnin eru orðin níu. Sólveig og Hermundur bjuggu allan sinn búskap við Norðurbraut í Hafnarfirði, og var alltaf einstak- lega notalegt og gott að koma til þeirra og raunbetra fólki hefi ég ekki kynnst, ávallt boðin og búin til að hlúa að öðrum. Sóiveig tengdamóðir mín lést snögglega 8. febrúar 1980 og var það okkur öllum mikið áfall og sökn- uður Hermundar mikill og náði hann sér aldrei eftir það, og hafa eflaust orðið fagnaðarfundir hjá þeim hjón- um og syninum unga þegar þau hittust á ný. Hermundur var alveg sérlega barngóður og hændust öll börn að honum, og var hann barna- börnum sínum elskulegur afi meðan hann var og hafði heilsu. Tengdafaðir minn var mjög hag- mæltur og eigutn við yndislega fal- leg kvæði og vísur eftir hann bæði frá fæðingum í Ijölskyldunni, ferm- ingum og afmælum, og oft þurfti ekki mikið tilefni til að laumað væri til manns fallegri vísu og geymi ég það sem perlur í minningarsjóði mínum. Ég er með litla fallega kveðju og þakklæti til hans frá lítilli vinu sem þótti svo undur vænt um hann og veit fyrir satt að það var gagn- kvæmt. Ég minnist með hlýju og þakk- læti seinasta aðfangadagskvölds, hvað það var ánægjulegt að hafa hann hér hjá okkur, hann var svo kátur og leið svo vel, lék á als oddi og gerði að gamni sínu, og eftir á að byggja hefði mátt halda að hann hefði fundið það á sér að þetta væri í síðasta sinn sem hann væri hér hjá okkur. Því kveð ég nú kæran tengdaföð- ur minn með söknuði og þakka hon- um samfylgdina og óska honum góðrar heimkomu til ástvina sinna sem á undan eru farnir. Iivíli hann í friði, og hafi þökk fyrir allt og allt. hjá ömmu. Þá kynntumst við bet- ur. Hún var í mínum augum alltaf svo jákvæð og gjafmild og vildi allt fyrir mig gera. Þó svo að heilt kynslóðabil hafi verið milli okkar, náðum við vel saman og gat ég deilt öllu mínu með henni. Mér finnst ég rík að hafa átt þennan tíma með henni. Mig langar að þakka ömmu fyr- ir góðu stundirnar sem við áttum saman. Ég mun sakna hennar sárt. Sigurbjörg. ; .Ð ÚFl SINu *jf&.tfGGJA gbuN.„ * UlKUR EINN w Vaxtalínan er fjármálaþjónusta fyrir unglinga 13-18 ára. VAXTALÍNAN RAKIÐ D/fcMI F YRIR U N G L I N G A ■k \\ 1 ^ r v w Þegar þú skráir þig í Vaxtalinuna opnast þér ýmsir möguleikar: AFSLÁTTARKORT f^*mál**0* SKÓLADAGBÓK "♦ítta***' C FJÁRMÁLANÁMSKEIÐ BÍLPRÓFSSTYRKUR LÁNA«eGuie,*L''8A«4 Félagar fá Vaxtalínubol um leið og þeir skrá sig - þeim að kostna&arlausu. iBIÍNAÐARBANKI 1ÍSLANDS Ester Hurle. VJS / QISIJH VIJAH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.