Morgunblaðið - 10.04.1992, Síða 1

Morgunblaðið - 10.04.1992, Síða 1
72 SIÐUR B/C/D 85. tbl. 80. árg. FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Þingkosningarnar í Bretiandi: Snörp fylgissveifla sviptir Verkamannaflokkinn sigri Áframhaldandi stjórn íhaldsmanna talin tryggð - Fylgisaukning í lykilkjördæmum ófullnægjandi fyrir Verkamannaflokkinn Lundúnum. Frá Ásgeiri Sverrissyni, blaðamanni Morgunblaðsins. ÍHALDSFLOKKURINN, undir forystu Johns Majors forsætisráð- herra, vann í nótt sögulegan sigur í tvísýnustu þingkosningum sem fram hafa farið í Bretlandi í áratugi. Þegar atkvæði höfðu verið talin í um 500 kjördæmum kváðu spár sjónvarpsstöðva á um að íhalds- menn næðu naumum meirihluta á þingi þar sem 651 þingmaður sit- ur. Kannanir tvo síðustu sólarhringana höfðu gefið til kynna umtals- verða fylgisaukningu íhaldsmanna miðað við eldri skoðanakannanir og var hún staðfest í kosningunum. Þó var talið hugsanlegt í nótt að flokkurinn næði ekki hreinum meirihluta. Talið er að útkoma Verkamannaflokksins kunni að leiða til þess að Neil Kinnock, leið- togi flokksins, verði að segja af sér á næstu mánuðum. John Major forsætisráðherra og eiginkona hans, Norma, á kjörstað í Huntingdon í gær. Reut«r Forsetar Rússlands og Ukraínu: Sátta leitað í deilunni um Svartahafsflotann Skoðanakannanir höfðu gefið til kynna að búast_ mætti við 6-7% fylgissveiflu frá íhaldsflokknum til Verkamannaflokksins, sem trúlega hefði getið af sér minnihlutastjórn Neils Kinnocks. En úrslit í nótt og spár breskra sjónvarpsstöðva gáfu til kynna að sveiflan væri að jafn- aði mun minni eða um 3-4%. Sýnt þótti einnig að Verkamannaflokk- urinn myndi ekki vinna þá sigra sem flokkurinn vænti í mikilvægustu kjördæmunum. Þannig var talið að flokkurinn myndi einungis vinna ellefu sæti hér í Lundúnum af þeim 24 sem að var stefnt. A landsvísu bentu kosningaspár til að Verka- mannaflokkurinn myndi hljóta 36-37% atkvæða en skoðanakann- anir sem gerðar voru fyrir kjördag bentu til að flokkurinn fengi tæp 40%. Var litið svo á að málflutning- ur íhaldsmanna síðustu dagana fyr- ir kosningar þar sem þeir lögðu einkum áherslu á skattahækkun- aráform flokks Kinnocks og vænt- anlegan efnahagsbata í Bretlandi hefði skilað árangri. Um leið og kjörfundi lauk kl. 21 í gærkvöldi að íslenskum.tíma voru birtar skoðanakannanir sem teknar voru á kjörstöðum í völdum kjör- dæmum. Niðurstaða þeirra var að enginn einn flokkur fengi hreinan meirihluta á þingi. Samkvæmt könnun bresku sjónvarpsstöðvar- innar BBC fengi íhaldsflokkurinn 301 þingsæti, Verkamannaflokkur- inn 298, Fijálslyndi demókrata- flokkurinn 24 og aðrir 28 þingsæti. Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra, var einn af fyrstu stjórnmálamönnunum sem tjáðu sig um þessar tölur. Sagðist hún telja að þegar talið yrði upp úr kjörköss- unum kæmi í ljós að straumur at- kvæða til Verkamannaflokksins væri ekki eins mikill og kannanir bentu til. Tölur úr fyrstu kjördæm- unum staðfestu þetta. Fyrstu úrslit- in í einstöku kjördæmi sem komu verulega á óvart voru að Chris Patten, formaður íhaldsflokksins, missti þingsæti sitt í Bath. Paddy Ashdown, formaður Fijálslynda demókrataflokksins, hélt sæti sínu í Yeovil, fékk 52% atkvæða og jók fylgi sitt lítillega. Tæplega 44 milljónir manna voru á kjörskrá en alls voru 2.925 manns í framboði í 651 kjördæmi. Kosn- ingaþátttaka þótti með miklum ágætum og höfðu starfsmenn á nokkrum kjörstöðum hér í Lundún- um á orði að góða veðrið hefði ekki orðið til þess að draga úr henni. Kíev, Moskvu, Brussel. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, og Leoníd Kravtsjúk, forseti Ukraínu, náðu í gær samkomu- lagi um að tilskipunum þeirra um yfirráð yfir Svartahafsflotan- um yrði ekki framfylgt á meðan reynt yrði að leysa deiluna með samningaviðræðum. Mikilvæg nefnd rússneska fulltrúaþingsins hafnaði í gær tillögu um að af- nema sérstök völd Jeltsíns til að stjórna með tilskipunum og er litið á það sem sigur fyrir forset- ann. Alexej Bazarov, herfylkishöfð- ingi og þingmaður, sagði blaða- mönnum á rússneska fulltrúaþing- inu að Jeltsín og Kravtsjúk hefðu rætt deiluna um Svartahafsflotann í síma og ákveðið að skipa nefnd til að ræða hana. Þeir myndu sjálf- ir taka þátt í viðræðunum síðar. Talsmaður rússneska utanríkis- ráðuneytisins sagði að j>að hefði boðið utanríkisráðherra Ukraínu tii viðræðna í Moskvu á morgun, laug- ardag. Jeltsín hafði gefið út tilskipun um að Rússar réðu yfir Svartahafs- flotanum og svaraði þannig tilskip- un frá Kravtsjúk um að allur her- afli, sem væri á úkraínsku land- svæði, þar með talinn Svartahafs- flotinn, tilheyrði Úkraínu. Bazarov sagði að forsetarnir hefðu ákveðið að afturkalla þessar tilskipanir á meðan gerð yrði úrslitatilraun til að leysa deiíuna. Talsmaður Úkra- ínuforseta sagði hins vegar að því hefði aðeins verið frestað að fram- fylgja tilskipununum. Embættismenn í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins sögðust í gær hafa „miklar áhyggjur“ af þeirri ákvörðun Úkraínumanna að hætta að flytja kjarnorkuvopn til niðúrrifs í Rússlandi. Málið var rætt í Atlantshafsráðinu, sem hvatti Úkraínumenn til að ljúka flutning- unum fyrir 1. júlí, eins og ráðgert var í upphafi. Þing Úkraínu stað- festi hins vegar stefnu stjórnarinnar í þessum efnum síðdegis í gær. Þingnefndin, sem hafnaði tillög- unni um að takmarka völd Jeltsíns, er að leggja drög að ályktun um efnahagsstefnu rússnesku stjórnar- innar. Þótt hugsanlegt sé að tillag- an verði lögð fram á þinginu þykir það sigur fyrir Jeltsín að nefndin skyldi ekki mæla með henni. Nefndin lagði til að rússneska fulltrúaþingið skikkaði Jeltsín til að tilnefna mann í embætti forsætis- ráðherra Rússlands áður en full- trúaþinginu yrði slitið eftir níu daga. Jeltsín gegnir nú embættinu sjálfur. Jegor Gajdar aðstoðarforsætis- ráðherra, sem stjórnar framkvæmd efnahagsstefnu stjórnarinnar, varði aðgerðir sínar á þinginu og sagði að tekist hefði að minnka fjáriaga- hallann niður í 1,5% af vergri þjóð- arframleiðslu á fyrsta fjórðungi árs- ins, miðað við 18% í fyrra. „Ef þetta eru misheppnaðar aðgerðir þá veit ég ekki hvað góður árangur er,“ sagði hann. Bandaríkin: Noriega sakfelldur Miami. Reuter. KVIÐDÓMUR í máli Manuels Noriega, fyrrum einræðisherra Panama, komst í gær að þeirri niðurstöðu að Noriega væri sekur um átta af þeim tíu ákæruatriðum sem bandarísk yfirvöld sökuðu hann um. Var hann m.a. sakaður um að hafa þegið milljónir Bandaríkjadollara frá eiturlyfjaframleiðendum í Medellin í Kól- umbíu gegn því að halda verndarhendi yfir eiturlyfjasendingum til Flórída. Noriega, sem handtekinn var í kjölfar innrásar Bandaríkjamanna í Panama fyrir rúmlega tveimur árum, lét ekki í ljós nein viðbrögð er kviðdómurinn kvað upp úrskurð sinn. Fjölskylda hans var einnig stödd í dómsalnum i Miami á Flórída og brast ein þriggja dætra hans í grát er hún heyrði dóminn. George Bush Bandaríkjaforseti sagði úrskurð kviðdómsins vera „stórbrotinn sigur í baráttunni við eiturlyfjabarónana" og sagðist vona að þetta yrðu skýr skilaboð til eiturlyfjasala um allan heim um að þeim yrði refsað ef þeir héldu áfram að eitra líf ungmenna í Bandaríkjunum eða annars stað- ar í heiminum. „Nú þegar búið er að sakfella hann tel ég vera við hæfi að segja að réttlætinu hafi verið framfylgt,“ sagði Banda- ríkjaforseti. Réttarhöldin yfir Noriega hafa tekið sjö mánuði og hafði kvið- dómurinn fundað í 35 klukku- stundir á síðustu fimm dögum áður en hann komst að niðurstöðu sinni. Að sögn dómarans í málinu verður kveðið á um refsinguna 10. júlí og á Noriega yfir höfði sér allt að 120 ára fangelsisdóm. Noriega

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.