Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FOSTUDAGUR 10. APRIL 1992 HANDKNATTLEIKUR Grótta niður „VIÐ sprengdum þá, breyttum um taktík og í stað þess að róa leikinn eins og síðast, keyrðum við upp hraðann og þeir ein- faldlega sprungu. Það var meiri barátta í okkur og meiri vilji til að vera í 1. deild,“ sagði fyrir- liði HK, Óskar Elvar Oskarsson, eftir 19:25 sigur á Gróttu á Nesinu í gærkvöldi. Með sigri héltHKsérM.deilden Grótta ~>fellur í2. deild. Leikurinn byrjaði af gríðarlegum krafti, hratt spil og sóknar- menn keyrðu á varnirnar en það tók tæpar fimm mínútur að skora fyrsta markið. Það gerði HK en Magnús var þá búinn að gefa tóninn með því að vetja þijú skot, þaraf eitt vítaskot. Grótta spilaði flata vörn en Óskar Elvar tók Stef- án, fyrirliða Gróttu, úr umferð. Það truflaði sóknarleik heimamanna svo sóknin varð frekar bitlaus. Stefán Stefánsson skrifar HK hélt hraðanum eftir hlé en Gróttu gekk illa að koma að skoti. Stefán Arnarson reyndi að taka besta mann HK, Michal Tonar, úr umferð en það gekk ekki sem skyldi því Michal sleit sig lausan eða Ösk- ar Elvar braust í gegn og skoraði. Um miðjan hálfleik fór að draga af heimamönnum og undir lokin misstu þeir áhugann. „Ömurlegt, einbeitingin klikkaði og við héldum að heimasigur væri sjálfgefinn“, sagði Stefán Arnar- son, fyrirliði Gróttu. „Það verða einhvetjar breytingar en við förum strax upp aftur.“ Liðið var langt frá sínu besta, þar á meðal mark- vörðurinn Alexander Revine, sem hefur átt skínandi leiki í vetur. HK var betra liðið í þessum leik, Michai Tonar var óstöðvandi, Magnús í markinu varði eins og berserkur, Hilmar Sigurgíslason hélt Páli Björnssyni föstum, Óskar Elvar reif sig lausan ef þurfti og aðrir stóðu þeim lítt að baki. . Morgunblaöiö/Júlíus Magnús Ingi Stefánsson, markvörður HK, fagnar sigrinum ásamt tveim- ur ötulustu stuðningsmönnum HK, Leifi Óskarssyni, syni fyrirliða HK, og Andrési Aðalsteinssyni. Snáðarnir, sem eru aðeins tveggja og þriggja ára, hafa mætt á alla leiki HK í vetur. Rætt við Þorberg og Einar Framkvæmdastjórn HSÍ ákvað á fundi sínum í gær að hefja formleg- ar viðræður við Þorberg Aðalsteinsson og Einar Þorvarðarson um að þeir haldi áfram sem landsliðsþjálfarar fram yfir heimsmeistara- keppnina á íslandi 1995. Þeir voru ráðnir með þann tíma í huga, en kveðið var á um að samningurinn yrði endurskoðaður eftir B-keppn- ina. Landsliðsnefnd HSÍ lagði til við framkvæmdastjórnina að þeir félagar yrðu endurráðnir og þeir hafa einnig sýnt áhuga á að halda áfram með liðið. Kvennaliðinu boðið sæti í B-keppninni Alþjóða handknattleikssam- bandið hefur boðið HSÍ að senda landslið kvenna í B-keppnina, sem verður haldin í Litháen um mánaðarmótin nóvember desember næstkomandi. íslenska liðið náði ekki að tryggja sér farseðilinn í B-keppnina í síð- ustu C-keppni, en er fyrsta varaþjóð Evrópu. Únigimy ng Paragrtay hættu við þátttöku og aðrar þjóðir afþökkuðu sæti og því var íslandi boðið. HSÍ hefur ákveðið að þyggj boð- ið með þeim fyrirvara að IHF stað- festi þátttökuna fyrir sumarið og fjámiögnun verði tryggð, en talið er að kostnaður verði um þtjár milljónir. URSLIT Golf Bandaríska meistarakeppnin [US Mast- ers] hófst í gær í Augusta í Georgíu. Efstu menn eftir fyrsta keppnisdag eru eftirtaldir (Bandaríkjamenn nema annað sé tekið fram): 65 Jeff Slumn, Lanny Wadkins 68 Wayne Grady (Ástralíu), Mike Hulbert og Davis I/)Ve. 69 Ian Woosnam (Bretlandi), Jodie Mudd, Jack Nicklaus, Raymond Floyd, Bem- hard Langer (Þýskalandi), Bruce Li- etzke, John Huston, Fulton Allem (Suð- ur Afríku), Steve Elkingtson (Ástralíu), Steven Richardson (Bretlandi). 70 Manny Zerman (Suður Afríku), Rocco Mediate, Craig Stadler, Ian Baker-Finch (Ástralíu), Greg Norman (Ástralíu), Nick Price (Zimbabwe), Manny Zerman (Suður Afríku, áhugamaður) • Skor nokkurra þekktra kylfinga: Nick Faldo Bretlandi 71, Sandy Lyle, Bretlandi, og Hale Irwin 72, Mark Calcavecchia 73, Jose-Maria Olazabal, Spáni, 76. ■Nick Price, sem lék á 70 höggum í gær, á vallarmetið á Augusta National-veliinum, ogerþað 64 högg. Hann setti metið 1986. SUND / MEISTARAMOTIÐ INNANHUSS Reynt við ólympíulágmörk MEISTARAMOTISLANDS í sundi innanhúss fer fram i Vestmannaeyjum um helgina og verður sett í dag. 111 kepp- endur frá 16 félögum taka þátt og eru skráningar 380 talsins. Keppt verður í 32 greinum og markmið sumra er að synda undir lágmörkum vegna Ólympíuleikanna í Barcelona í sumar. Þetta er í fimmta sinn, sem ís- landsmótið fer fram í Eyjum og hafa mörg met fallið á mótun- um. 1986 voru sett sjö íslandsmet, 1988 15 met, 1990 tvö met og í fyrra sex met. Flest besta sumlfólk landsins tek- ur þátt nema Magnús Már Ólafs- son, Eðvarð Þór Eðvarðsson og Arnþór Ragnarson, sem ætla að reyna við ólympíulágmörk á sund- móti í Edinborg í Skotlandi í næstu viku. Ragnheiður Runólfsdóttir og Helga Sigurðardóttir koma gagn- gert frá Bandaríkjunum til að taka þátt í mótinu og einnig verður Ingi- björg Arnardóttir á meðal kepp- enda, en hún hefur æft í Þýska- landi frá síðustu áramótum. Lokahóf mótsins verður á sunnu- dagskvöld og verða þau, sem flest stig hljóta samkvæmt alþjóða stiga- töflu, sérstaklega verðlaunuð. Þá velja þjálfararnir efnilegasta sund- fólkið. Ragnheiður Runólfsdóttir GETRAUNIR BADMINTON / EVROPUMOTIÐ fs. Heimaleikir frá 1979 1 X 2 Mörk —/fW— Djurgárden : Trelleborgs FF 0 0 0 0-0 GAIS : Örebro 0 0 3 1-4 Malmö FF : Öster 4 3 1 13-7 Norrköping : AIK 3 3 1 10-5 V. Frölunda : IFK Göteborg 0 2 1 2-7 Arsenal : Crystal Palace 3 1 0 12-4 Aston Villa : Liverpool 1 6 4 12-19 Everton : Sheffield Utd. 0 0 1 1-2 Leeds : Chelsea 1 2 1 8-7 Notts County : Coventry 3 0 0 9-3 QPR : Tottenham 5 2 1 14-9 Sheffield Wed. ; Manchester City 3 1 0 7-3 West Ham : Norwich 3 1 2 4-4 Úrslit Mín spá 1 x 2 Stefnt að 2. deild ÍSLENSKA landsliðið í badmin- ton fer til Skotlands á morgun til að taka þátt í Evrópumeist- aramótinu, bæði Miðakeppni sem og einstaklingskeppni. ís- land leikur í þriðju deild og keppir að þvf að komast upp í 2. deild. |sland er í F-riðli með Austurríki og Frakklandi, en í hinum riðli 3. deildar, E-riðli, eru Belgía, Tékkó- slóvakía og Búlgaría. Sigurvegarar riðlanna leika um sæti í 2. deild. Á mánudag verða leikirnir í riðlin- um, en á þriðjudag verður leikið um sæti. Einstaklingskeppnin hefst á sunnudag. I landsliðinu eru Broddi Kristjáns- son, Árni Þór Hallgrímsson, Jón P. Ziemsen, Elsa Nielsen, Ása Pálsdótt- ir og Þórdís Edwald, öll úr TBR. Mike Brown er landsliðsþjálfari. Grótta-HK 19:25 íþróttahúsið Seltjarnarnesi, íslandsmótið í handknattleik, úrslitaleikur um sæti í 1. deild karia, fimmtudaginn 9. apríl 1992. Gangur leiksins: 0:1, 2:2, 2:5, 5:6, 7:9, 8:10, 8:12, 11:15, 13:19, 15:21, 16:24, 18:25, 19:25. Mörk Gróttu: Guðmundur Albertsson 12/7, Kristján Brooks 4, Páll Björns- son 1, Gunnar Gíslason 1, Svafar Magnússon 1. Varin skot: Alexander Revine 7. Utan vallar: 12 mínútur. Mörk HK: Michal Tonar 11/2, Óskar Elvar Óskarsson 5, Rúnar Einarsson 4, Ásmundur Guðmundsson 3, Gunnar Gíslason 2. Varin skot: Magnús I. Stefánsson 24, þaraf 2 vítaskot. Utan vallar: 12 mínútur. Dómarar: Guðmundur Sigurbjörns- son og Jón Hermannsson komust ágætlega frá erfiðum leik. Áhorfendur: 400 og mjög virkir. Haukar - Færeyjar 27:28 íþróttahúsið við Strandgötu í Hafnarfirði, vináttuleikur í handknattleik, fimmtudaginn 9. apríl 1992. Mörk Hauka: Páll Ólafsson 6, Óskar Sig- urðsson 6, Petr Baumruk 4, Pétur Vilberg Guðnason 4, Jón Örn Stefánsson 2, Halldór Ingólfsson 1, Sigurður Sigurðsson 1, Svein- berg vGíslason 1, Gunnar Sigutjónsson 1, Aron Kristjánsson 1. Mörk Færeyja: Andreas Hansen 7, Hannes Wardum 6, Ingi Olsen 6, Jóan Olsen 3, Dia Midfjord 1, Jonleif Sólsker 1, John Petersen 1, Pétur Petersen 1. SKÍÐI Svíar fjöl- menna á fis-mótin 53 erlendir skíðamenn frá sjö þjóðum hafa skráð sig til keppni á alþjóðlegu stigamót- unum sem hefjast á Akureyri um helgina. 25 keppendur koma frá Svíþjóð, 18 karlar og sjö konur. Guðmundur Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Skíðasam- bandsins, sagði í samtali við Morg- unbiaðið íið mikið hefði verið að gera á skrifstofu sambandsins við að svara fyrirspurnum erlendis frá um mótið. „Nú er svo komið að við erum að sprengja kvótann. Það er greinilega mjög mikill áhugi fyrir mótunum," sagði Guðmundur. í gær höfðu 33 etiendir keppend- ur skráð sig til keppni í karlaflokki og 20 í kvennaflokki. Auk þess verða um 20 íslenskir skíðamenn sem taka þátt og þar á meðal er Ólafsfirðingurinn, Kristinn Björns- son. 25 keppendur koma frá Sví- þjóð, 9 frá Danmörku, 8 frá Bret- landi, 6 frá Noregi, 2 frá Ungverja- landi og einn frá Kanada og Astral- íu. Fis-mótin verða sex að þessu sinni. Fyrstu þt'jú mótin verða á Akureyri. Keppt verður í svigi á laugardag og síðan stórsvigi á sunnudag og mánudag. Þá verður farið til Isafjarðar og keppt í tveim- ur svigmótum á miðvikudag og fimmtudag. Mótaröðinni lýkur með svigi í Bláfjöllum laugardaginn 18. apríl. Keppt verður um Visa-bikar- inn, sem er veittur fyrir besta sam- anlagðan árangur í mótunum sex. KORFUKNATTLEIKUR / BANDARISKA HASKOLAKEPPNIN Háskólinn í Duke varði titilinn Þjálf ari óskast íþróttafélagið Höróur á Patreksfiröi óskar að ráóa þjálfara í sumar. Um er að ræða fótbolta og frjálsar íþróttir. I boói eru góó laun og frítt húsnæói. Framtíóarmöguleikar fyrir íþróttakennara vió vetrarkennslu. Upplýsingar gefur Kristín Gísladóttir í síma 94-1481 eftirkl. 16.00. HÁSKÓLINN í Duke varði titil- inn íbandarísku háskólakeppn- inni á dögunum. Duke sigraði Michigan 71:51 íhreinum úr- slitaleik í Minneapolis fyrir framan51 þúsund áhorfendur. Þetta var í fyrsta sinn sem lið íháskólakeppninni nærað verja titilinn í 20 ár. Leikurinn var mjög jafn og spennandi fram í hálfleik, en Michigan hafði þá eins stigs for- Frá Gunnari Vaigeírssyni i Bandaríkjunum ystu, 31:30. Lið Duke tók síðan leik- inn í sínar hendur og keyrði yftr lið Michigan og sigraði örugglega. Michigan gerði aðeins 20 stig í síðari hálfeik og segir það allt um stórgóðan varnarleik Duke liðsins. Þetta var í fyrsta sinn sem lið í háskólakeppninni næt' að vetja titil- inn í 20 ár. Þar áður var það UCLA sem sigraði í háskólakeppninni ell- efu sinnum á 12 árum. 360 háskóla- lið tóku þátt í deildarkeppninni og komust 64 þeirra í úrslitakeppnina sjálfa. Falur Harðarson og samhetj- ar í Charleston Southern háskóla voru nálægt því að tryggja sér sæti á meðal þessara 64 liða, en töpuðu í úrslitaleik. Eftir leikinn í Minneapolis kom til átaka milli 5.000 stúdenta í Mic- higan sem tóku tapinu illa og lög- reglu, sem varð að nota táragas til að stilla til friðar. Hins vegar var mikill fögnuður í Norður-Karoiínu. i i í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.