Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1992 31 JOFUR Gijótið - nýr rokk- staður GRJÓTIÐ er nýr veitingastaður sem opnar í kvöld, föstudag, í Tryggvagötu 25. Þetta er veitingastaður fyrir aila þá sem hlusta á rokk af öllum gerð- um og frá öllum tímum. Staðnum hefur verið breytt mikið, allar inn- réttingar og skreytingar eru þannig að staðurinn stendur fyllilega undir nafni sem samastaður rokkara. Eins og gefur auga leið er um stórt stökk og mikla tilbreytingu í skemmtana- lífi borgarinnar að ræða þar sem staðurinn er innréttaður með því til- liti að þar verði spilað rokk. Hljómsveitin Gildran ríður á vaðið og spilar föstudags- og laugardags- kvöld. ----» ♦ ♦--- Ræðukeppni JC-hreyf- ingarinnar Mælsku- og rökræðukeppni JC- hreyfingarinnar verður haldin í Hamraborg 11, 3. hæð, Kópavogi. Það eigast við aðildarfélögin JC-Bros og JC-Nes. Keppnin hefst kl. 20.30 og eru allir velkomnir. Þorbjörg Þórðardóttir sýnir myndvefnað í Norræna húsinu NÝBÝLAVEGI 2 • SÍMI 42600 OPNUÐ verður sýning á mynd- vefnaði eftir Þorbjörgu Þórðar- dóttur veflistarkonu í sýningar- sölum Norræna hússins laugar- daginn 11. apríl. Þorbjörg stundaði nám við Myndl- ista- og handíðaskóla Islands 1968-72 og lauk myndmenntakenn- araprófi þaðan 1972. Síðan stundaði hún framhaldsnám við Konstfack- skolan í Stokkhólmi 1972-74. Hún starfaði sem kennari við Textíldeild Myndlista- og handíðaskóla íslands á árunum 1975-87. Þorbjörg er einn af stofnendum Gallerís Sólon ísland- us sem rekin var af nokkrum mynd- listarmönnum og var til húsa í Aðal- stræti 8. Hún er einnig ein af stofn- endum Gallerís Langbrókar sem rek- ið var um árabil af hópi myndlistar- kvenna og var til húsa við Vitastíg og síðar á Bernhöftstorfu. Þetta er fyrsta einkasýning Þor- bjargar en hún hefur tekið þátt í íjölda samsýninga hér heima, á Norðurlöndum og Bandaríkjunum. Þorbjörg verður ein af þátttakendum í farandsýningunni Form Island II sem hefur göngu sína í Bergen sem hluti af íslenskrar menningarviku Eitt atriði úr myndinni Banvæn blekking. Bíóhöllin sýnir mynd- ina Banvæn blekking BIOHOLLIN hefur hafið sýningar á myndinni Banvæn blekking. Með aðalhlutverk fara Richard Gere og Kim Basinger. Leikstjóri er Phil Joanou. Myndin segir frá sáifræðingi sem aðstoð hans vegna ákveðins vanda- Richard Gere leikur. Hann kynnist máls sem reynist heldur vafasamt tveimur aðlaðandi en jafnframt dul- 0g kemur honum í mikla klípu. arfullum systrum. Biðja þær um og tengist „Bergenfestivalen" í maí nk. A sýningu Þorbjargar í Norræna húsinu eru 15 verk unnin á síðustu þremur árum, þau eru öll ofin úr ull, hör og handspunnu hrosshári. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14-19 og lýkur sunnudaginn 26. apríl. Það verður glæsileg bflalest sem heldur uppá Akranes um helgina. Fremstur og alls staðar í sérflokki fer Cherokee; jeppi og glæsivagn sem gerir þér kleift að takast á við tvo heima samtímis. Fast á hæla hans koma hinir lipru og kraftmiklu bræður, Peugeot 405 sem er búinn öllum þægindum og öryggi fyrir eldh'nu umferðarinnar og Peugeot 106, spameytni bfllinn með stóru kostina. Síðast en ekki síst skal telja hina rúmgóðu Skoda Favorit og Forman, kniftmikla bíla sem fara vel á vegi. Konidu við hjá Bflveri sf., Akursbraut 13, Akranesi um helgina. Þar finnur þú örugglega bfl við þitt hæfl. Opið fóstudag kl. 10-19, laugardag kl. 10-17 og sunnudagkl. 13-17. Þorbjörg Þórðardóttir veflistakona. BÍLVER SF. AKURSBRAUT13 AKRANESI • SÍM111985 Kreiglusporti, stærstu sportvöruverslun landsins, færðu góðar fermingargjafir á hagstæðu verði. Við bjóðum nú sérstakt fermingar- tilboð og þú færð svefnpoka á aðeins 6.900.* Auk þess veitum við 30% afslátt af öllum skiðabúnaði. I Kringlusporti er landsins mesta úrval af sport- og útivistarvörum og hjá okkur getur þú valið úr meira en 100 tegundum af íþróttaskóm. Þá höfum við á boðstólum gott úrval af gönguskóm, veiðibúnaði hvers konar, viðlegubúnaði og fleiru og fleiru. KRINGLU Þú finnur örugglega fermingargjöfina í Kringlusporti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.