Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1992 Gamla þjóðleiðín milli Hafna og Grindavíkur eftir Ólaf Sigurgeirsson Þegar gamla þjóðleiðin milli Hafna og Grindavíkur er farin úr Höfnum, liggur leiðin frá Kalmans- tjöm um Hafnarsand fyrir norðan Presthól og um Kinn þar sem far- ið er ofan í sigdalinn upp af stóru Sandvík, þaðan hjá Haugum og yfir Haugsvörðugjá og síðan með rótum Sandfellshæðar og fylgir gatan þar hraunjaðri Eldvarpa- hrauns þar til kemur á móts við Rauðhól, en þar er farið yfir hraun- haft að hólnum og síðan hjá Eld- vörpum og yfir Hrafnagjá og það- an að Húsatóftum í Staðarhverfi. Öll þessi leið er vel vörðuð og ber þess merki að þar hefur verið íjölfarið um aldir, víða sést hvar umferðin hefir markað alldjúpar götur í hraunið og lausagijót hefír verið tínt úr götunni og lagt til hliðar. Þetta var aðalleið vermanna af Suðurlandi sem sóttu sjó frá Höfn- um og af Romshvalsnesi, og þar hafa skreiðarlestir verið á ferð. Eins hafa Grindvíkingar lagt leið sína þar um á þeim tíma sem þeir þurftu að sækja verslun til Bás- enda, þótt þeir hafi einnig farið sjóleiðina, en á sautjándu og átjándu öld urðu þeir að sæta því í nokkra áratugi að sækja verslun þangað, sökum þess að kaupmenn treystu sér ekki til að sigla til Grindavíkur vegna skipskaða sem urðu þar fyrri part sautjándu ald- ar. Þá hefur Sigvaldi Sæmundsson póstur verið þarna á ferð, á leið sinni milli Básenda og Grindavík- ur, en hann var fyrsti póstur sem ráðinn var með skriflegum samn- ingi til póstferða árið 1785. Hafnir voru fyrr á öldum blóm- legur útgerðarstaður og var þar stundaður umfangsmikill búskapur bæði til lands og lagar. Vermenn a I « BIACKSDEOKER PR0FESSI0NAL Slípirokkur P 55 -12 • 900 Wött • 125 mm skífa • 10.000 snúningar á mínútu ------------------ Sölustaöir um land allt Verö 11.686 kr. _ , . , ___ -sterkur í verki BORGARTÚNI 31 ■ SlMI 6272 22 P 57- 2 • 1800 Wött • 180 mm skífa • 8000 snúningar á mínútu verð: 16.356 kr fjölmenntu þangað á vertíðum og eru sagnir til um stórfellda útgerð Ketils Ketilssonar í Kotvogi, en hann gerði út þtjú skip, á árunum 1870-1880, og voru þá um 50 sjó- menn á hans vegum auk 22 ann- arra heimilismanna. Ketill var meðal auðugustu manna landsins á sínum tíma, hann byggði stein- kirkju þá á Hvalsnesi sem enn stendur, en Ketill átti meðal ann- ars alla Hvalsnestorfuna og Járn- gerðarstaði í Grindavík. Landkostum hafa á síðari öldum hrakað mjög í Höfnum vegna sand- ágangs og margir bæir farið í eyði af þeim sökum, þar á meðal Haug- sendar sem snemma fóru í eyði, en Haugsendar voru á milli Kirkju- vogs og Merkiness, voru tún þar mikil, vegleg húsaskipan og mynd- arlega búið. Sagnir um mannlíf þar lifir í gömlum húsgangi: Á Haugsendum er húsavist sem höldar iofa. Þar hefur margur glaður gist, og gleymt að sofa. Ég hefi stundum heyrt þessa fornu þjóðleið nefnda Prestastíg en hvergi hefi ég fundið það nafn í þeim bókum sem ég hefi séð. Geir Bachmann lýsir þeim þjóðleiðum sem frá Grindavík liggja, í sóknar- lýsingu frá 1840. Hann nefnir með nafni fyrstu þrjá aðalvegi yfir hraunin en segir svo: „Sá fjórði og síðasti vegur sem úr sókninni liggur og alþjóðarvegur má kall- ast, liggur upp frá Húsatóttum í útnorður ofan í Hafnirnar og er hann sá eini sem héðan farinn verður þangað.“ Þetta er eini veg- urinn frá Grindavík sem Geir nefn- ir ekki með nafni. Ferðafélag Islands fyrirhugar gönguferð um þessa fornu þjóðleið frá Höfnum til Grindavíkur sunnu- daginn 12. apríl og hefst gangan við Kalmanstjörn og lýkur hjá Húsatóftum í Staðarhverfi. Gang- an tekur um 5 klukkustundir og er þá rólega farið. Höfundur er verslunurmaður. Tónljóðmyndir í Perlunni OPNUÐ verður sýning sunnudaginn 12. apríl á myndum Gríms Marínós Steindórssonar í Perlunni. Myndirnar eru unnar úr málmum, steinum og pappír. Á sýningunni verða einnig ljóð eftir Hrafn Andrés Harðarson og flutt tónlist eftir Gunnar Reyni Sveinsson en þessir þrír hafa unnið saman undanfarna mánuði og kveikt hugmyndir hver hjá öðrum. Þá kemur út bók í tilefni af Hrafns Andrésar og nótum Gunn- þessari sýningu með ljósmyndum ars Reynis Sveinssonar og verður af verkum Gríms Marínós, Ijóðum hún til sölu í Perlunni. Bókin er prentuð í Prentstofu G. Ben. í Kópavogi. Ljósmyndir tók Ragnar Th. Sigurðsson. Hönnuður bókar er Birgir Andrésson. Sýningin hefst kl. 17.00 sunnu- daginn 12. apríl og mun standa til 18. maí. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir að njóta tóna, mynda og ljóða. Afmæli: Jón Þ. Sigurðs- son 80 ára Hann afi minn, Jón Þ. Sigurðs- son, er 80 ára í dag. Hann er orð- inn svo gamall að hann er orðinn langalangaafi og á glás af afkom- endum. Samt var hann hjólandi út um allt hverfi með lappirnar á stýri þegar hann kom til Noregs í fyrra. Hann vinnur á fínasta veitinga- staðnum í bænum sem móttöku- stjóri og útkastari upp á hvern ein- asta dag. Það er synd að segja að hann afi sé ekki með á nótunum þegar viðkemur fréttum og eru stjórnmálin ofarlega á baugi. Skemmtilegustu sendingamar sem við fáum frá Islandi eru segul- bandsspólur frá „Studíó Elló“, sem eru troðfullar af allskonar heima- tilbúnum sögum, þjóðlegri tónlist, upptökum úr fréttatímum og ómildum túlkunum afa á stjórn- málaástandinu. Hann afi hugsar um bílinn sinn eins og sautján ára unglingur ný komin með bílpróf. Jeppinn er bú- inn ýmsum græjum og útbúnaði ' sem afi hefur búið til sjálfur. Stór- merkilegur jeppi! Ég óska þér innilega til ham- ingju með afmælið, elsku „afi í banka“. Sjáumst í sumar. Þóra litla Tómasdóttir í Noregi. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.