Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1992 21 Atak fyrir Afríku 27 millj. horfast í augn við huiigurdauða HJÁLPARSTOFNUN kirkjunnar efnir til söfnunarátaks til styrktar hungruðum í Afríku dagana 10.-30. apríl. Ágóðinn verður framlag Islendinga til Norræns átaks en ætlunin er að senda skip hlaðið matvælum til Afríku. Fólk er sérstaklega minnt á gíróseðla Hjálparstofnunarinnar í öllum bönkum á meðan á söfnuninni stendur en ekki verður sérstaklega gengið í hús. Stefnt er að því að safna 2-3 milljónum króna og hefur verið sótt um álíka hátt mótframlag frá ríkisstjórninni. Frá Bórana í Suður-Eþíópíu. 6 af 50 millj. íbúum þarfnast hjálpar. Hjálparstofnun kirkjunnar: Forráðamenn kirkjuhjálpar stofnana á Norðurlöndunum segja að ástandið í Afríku sé það alvarlegt að grípa verði til að- gerða strax. Þurrkar og upp- skerubrestur valdi því að um það bil 27 milljónir manna í nokkrum Afríkulöndum horfist í augu við hungurdauða. Sé það einkum í Austur- og Suðaustur Afríku. Auk uppskerubrests hafa inn- anlandsátök, borgarastríð og gífurlegur fjöldi flóttamanna gert ástandið enn verra í sumum löndum, sérstaklega Sómalíu, Djibúti og Eþíópíu. Um það bil ein milljón manna hefur flúið heimalönd sín og yfir sjö milljón- ir eru á flótta í eigin landi sam- kvæmt upplýsingum frá Flótta- mannastofnun Sameinuðu þjóð- anna. Lönd sem um árabil hafa getað flutt út kornvörur, svo sem Kenýa, Malawi og Zimbawe eru nú hjálpar þurfi. Kornhlöður þeirra eru tómar. Reiknað er með að skip Norðurlandanna leggi úr höfn með 3-400 milljóna króna farm strax eftir páska. Þess má geta að lútherska heimssambandið undirbýr einnig aðgerðir með sérstökum stuðningi Evrópu- landa. Ný útgáfa af Lilju, Eysteins munks VAKA-HELGAFELL hefur sent frá sér nýja bók, Lilju eftir Ey- stein munk í aðgengilegri út- gáfu fyrir almenning. „Lilja er frægasta helgikvæði sem ort hefur verið á íslenska tungu. Hrifning manna á kvæðinu var slík á sínum tíma að svo var sagt að „allir vildu Lilju kveðið hafa.“ Kvæðinu fylgja formáli og ítarlegar skýringar, en Pétur Már Ólafsson bókmenntafræðingur hafði umsjón með útgáfunni. Lilja er þriðja verkið í nýjum flokki lítilla gjafabóka sem Vaka-Helgafell hóf útgáfu á í tilefni af tiu ára afmæli forlagsins. Hinar tvær eru í skugga lárviðar, ljóð eftir Hóras, höfuð- skáld Rómveija, og Úr sagna- brunni, þjóðsögur, sagnir og ævin- týri Ásdísar Ólafsdóttur. Lilja er helgikvæði frá miðri fjór- tándu öld, byggt upp sem drápa í hundrað erindum. Tungutak kvæð- isins markar tímamót í íslenskum kveðskap því að höfundur hennar hafnaði að yfirlögðu ráði hinu forna kenningastagli og tók upp nýtt og auðskiljanlegt mál. Efni Lilju var einnig nýlunda. Hún íjallar um sjálft drama veraldarsögunnar frá sköpuninni til dómsins. Meginefni hennar er barátta góðs og ills, Krists og hins færaglögga fjanda, og er skáldið sjálft í orrustunni miðri því að hún stendur um sálu þess.“ Lilja er 152 bls. að stærð, prent- uð og bundin í Prentsmiðjunni Odda hf. HREINLÆTI = ÖRYGGI Einföld, þœgileg, hnéstýrð blöndunartœki. Þar sem ýtrasta hreinlœtis er gœtt. Hagstœtt verð. ^ VATNSVIRKINN HF. SSSaRMULA 21 SIMAR 686455 6B5966 Söngvarinn Bobby Kimball * skemmtir á Hótel Islandi BOBBY Kimball fyrrum söngvari bandarísku hljómsveitarinnar TOTO er væntanlegur hingað til lands í dag og mun skemmta á Hótel Islandi í kvöld og annað kvöld. Bobby er einn af stofnendum TOTO og söng hann með sveitinni árin 1976 til 1984 þegar TOTO gerði garðinn frægan með lögum á borð við Rosanna, Africa og I won't hold you back. Þekktasta plata TOTO meðan ársins. Bobby var enn með sveitinni var Eftir að Bobby skildi við TOTO TOTO IV sem kom út 1984. Fyrir 1984 hefur hann unnið víða á eigin hana hlaut TOTO sex Grammyverð- vegum og nú er í smíðum ný plata laun, meðal annars var platan kosin hjá honum þar sem hann syngur plata ársins Bandaríkjunum og lag- eigin lög. ið Rosanne á henni var kosið lag Bobby Kimball fyrrum söngvari TOTO skemmtir á Hótel íslandi. RSherwood Hljómflutningssamstæðan sem sló í gegn í Ameríku THVALIN.. Sherwood hljómtækin hafa svo sannarlega gert garðinn frægan í henni Ameríku, frábærir dómar og gríðarleg sala á þeim segir meira en mörg orð. Góðar viðtökur hér á íslandi hafa sýnt okkur að hægt er að mæla með MC 1200 hljómflutningssamstæðunni. ÚTVARPSTÆKIÐ Grafískur skjár, 30 stöðva minni, sjálfvirkur leitari og fínstilling. MAGNARINN Mjög öflugur, 2x100 músik Wött. 5 banda grafískur tón- jafnari (Équalizer). Mótordrif- inn styrkstillir. Aukainngangur fyrir videó og sjónvarp. TVÖFALT SEGULBAND Frábær hljómgæði (Dolby B). Tvöfaldur upptökuhraði. Sjálf- virk spilun á spólu beggja vegna. (Auto Rev.) Sjálfvirk upptökustilling. Sjálfvirk stöðvun á.enda. GEISLASPILARINN Fullkominn lagaleitari. 20 laga minni. Grafískur skjár. Hægt er að láta sama lagið eða lögin hljóma endalaust. Tekur bæði 5 og 3ja tommu diska. HÁTALARARNIR Þriggja-átta lokaðir hátatarar með bassa „Woofer“. FJARSTÝRINGIN Mjög fullkomin fjarstýring sem gefur þér möguleika á að sitja í rólegheitum í hæfilegri fjar- lægðog stýraöllum aðgerðum. PLÖTUSPILARINN Hálfsjálfvirkur, tveggja hraða 45 og 33 snún. Verð kr. 7.890,- Heimilistæki hf OG SÆTUNl 8 SIMI691515« KRINGLUNNI SÍMI691520 Traust þjónusta í 30 ár. V/S4 E

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.