Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1992 11 La Bohéme _________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Óperan La Bohéme eftir Pucc- ini var flutt í Borgarleikhúsinu sl. miðvikudagskvöld og er þetta, eftir því sem undirritaður veit best, þriðja uppfærslan á þessari vinsælu óperu hér á landi. Óperu- smiðjan stóð fyrir sýningunni, sem tókst hið besta í alla staði. A sínum tíma þegar Þjóðleikhús- ið var opnað, sáu margir fyrir sér niðurlag á sögu Leikfélags Reykjavíkur. Sem betur fór gekk sú hrakspá ekki eftir og ekki nóg með það að tvö leikhús störfuðu samtímis í Reykjavík, heldur voru stofnaðir litlir leikhópar, sem sumir hverjir bættu miklu við leikhússögu íslands. Það er svo með alla nýbreytni í athafna- semi mannsins, að hún getur vakið marga af dásvefni sinnu- leysis, verið fólki kennsla og eflt því áræði til að takast sjálft á við erfið verkefni. Óperusmiðjan er eðlilegt framhald á því starfi, sem unnið hefur verið varðandi menntun og vinnuaðstöðu söngvara og sönnun á þeim mikla viðgangi, sem einkennt hefur tónlistarlíf á Islandi undanfarna áratugi og birtist meðal annars í margþættu tónleikahaldi. Uppfærsla á la Bohéme er að mörgu leyti góð, vel æfð og því jöfn að gæðum, þrátt fyrir að saman starfi þar reyndir og óvanir hlið við hlið. Söngurinn og leikurinn hjá Keith Reed, í hlutverki málarans Marcello, var hápunktur sýningarinar. Þarna réði miklu öryggi „atvinnu- mannsins“ bæði raddlega og hvað leik snertir, en Marcello fær ekki til meðferðar neina „aríu“ en skemmtilegar senur með fé- lögunum, þar sem Keith Reed var frábær og einnig sem her- bergisfélagi Rodolfos í fyrsta og fjórða þætti. Annar hápunktur sýningar- innar var frammistaða Þorgeirs J. Andréssonar, í hlutverki Ro- dolfo og kom hann verulega á óvart í þessu erfiða hlutverki. Þorgeir hefur vaxið sem söng- vari við hvert nýtt hlutverk. Það er reyndar mikilvægt fyrir söngvara að fá tækifæri til að aga sig sem listamann í átökum við stór og erfið viðfangsefni og það hefur Þorgeir gert og tekið miklum framförum, bæði sögu- lega og í leik. Aríurnar og sam- söngsatriðin í fyrsta og þriðja þætti voru glæsilega sungnar og túlkun hans á tilfinningum Ro- dolfo til Mímíar í þriðja þætti, eftirminnileg. Nýliðarnir í sýningunni voru Ingibjörg Guðjónsdóttir, Jó- hanna Linnet, Jóhann Smári Sævarsson og Ragnar Davíðs- son. Ingibjörg í hlutverki Mím- íar, sýndi að hún ræður yfir góðri tækni og er líkleg til stórræða í framtíðinni. Samsöngur hennar og Þorgeirs var víða mjög góð- ur, t.d. í fyrsta þætti, í aríunni „Ég heiti Mímí“, sýndi Ingibjörg að hún er.efnileg söngkona. Fín- legur söngur hennar féll vel að hlutverkinu og leikur hennar var fallega útfærður í þriðja og fjórða þætti. Þarna er á ferðinni söngkona, sem á sér mikla fram- tíð. Jóhanna Linnet, í hlutverki Musettu kom einnig á óvart, sér- staklega í kaffihúsasenunni, þar sem hún syngur eina frægustu aríu óperunnar. Ragnar, sem fór með hlutverk Shaunard, er enn í námi og er efnilegur söngvari. Hann sýndi og góðan leik í kát- legum tiltektum félaganna. Sá af nýgræðingunum, sem „kom sá og sigraði“, var Jóhann Smári, í hlutverki heimspekingsins Colline. Þar er á ferðinni mikið söngvaraefni og söng hann t.d. „frakkakveðjuna" mjög vel. Kristinn Hallsson, sem hús- eigandinn Benoit og Eiður Á. Gunnarsson, sem Alcindoro, við- hald Musettu, skiluðu sínum litlu hlutverkum mjög vel, enda gam- alreyndir óperusöngvarar. Leikstjórn Bríetar Héðinsdótt- ur er í heild góð, þó undirritaður vilji setja fyrirvara á flatsæng- ina, sem er mikilvægt „húsgagn“ í lokaþætti óperunnar og stað- setningu kórsins í kaffihúsinu í öðrum þætti. Kórinn er hafðu nokkuð aftarlega, fyrir utan kaffihúsið, í stað þess að setja þá senu upp sem götukaffihús. Kórinn og krakkarnir sungu og léku af miklu fjöri. í þessum þætti riðlaðist samsöngurinn svolíitð, einkum þar sem kór- raddirnar víxlast ört, sem má að nokkru rekja til fjarlægðarinnar á milli kórsins og hljómsveit- arinnar. Sviðsmynd og búningar vohj vel unnir en þar átti Mess- iana Tómasdóttir aðild að og lýs- ingin, sem Lárus Björnsson sá um, féll mjög vel að sviðsgerð- inni. Guðmundur Oli Gunnarsson stórnaði hljómsveitinni, sem lék mjög vel. Í heild var sýningin nokkuð hægferðug og ekki eins tilfinningalega þrungin og hún mætti vera, en í góðu jafnvægi. Þetta var frumraun Guðmundar sem óperustjórnanda og þó það hafi lengi verið vitað, að þar er á ferðinni efnilegur hljómsveitar- stjóri, er frammistaða hans eitt það eftirtektarverðasta við þessa ágætu sýningu. SPRENGIMARKADUR BÍLDSHÖF Opnunartími: Fðstudaga kl. 13-19 Laugardaga kl. 10-16 Aðradagakl. 13-18 Frftt kaffi Myndbandahorn lyrir börn ILLRl SIBUSni DAGAR1DAG0 Dömuherra- og barnafatnaður Skór á alla fjölskylduna Hljómplötur - diskar - kassettur Gjafavara - Efni - gluggatjöld Blóm o.m.fl. GÓÐAR VORUR - GOn VERDIII

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.