Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1992 „í jötu var hann lagður því það var eigi rúm fyrir þau .. FÆÐINGARÞ JÓNUSTA í NAUÐVÖRN FYRR OG NÚ eftir Elínborgu Jónsdóttur „Hræddar hreppsnefndir og hug- rakkar húsfreyjur" er fyrirsögn á kafla í bókinni íslenskar Ijósmæður sem kom út í Reykjavík ánð 1984, en þar segir: „Hreppsnefndir virðast hafa verið við fátt hræddari en sveitaþyngsli. Einkum stóð þeim mikil ógn af van- færum vinnukonum. Víða má lesa frásagnir af því og hvílíkar hörm- ungar þessar konur áttu við að stríða á meðgöngutímanum og við barnsburð, að ekki sé minnst á erfið- leikana síðar. Hér er þáttur úr sann- sögulegri skáldsögu. „Snemma vors flaug sú frétt um hreppinn að þar væri innrásarvon. Og þó að allt inn- rásarliðið væri aðeins eitt bam sem var enn í móðurkviði, var hættan svo ægileg að þeir sem kjörnir voru til að vaka yfir velferð hreppsfélags- ins sáu að ekki mátti láta reka á reiðanum, kölluðu saman fund til að ráða ráðum sínum og bægja hættunni frá, því ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Á fundinum voru saman komnir allir hreppsnefndar- menn og voru allir sammála um að reka hina verðandi móður úr hreppnum áður en hún yrði léttari, til að bjarga sveitinni frá ómegð í fjarlægri framtíð." Þessi aldagamla sívinsæla hug- mynda(fá)fræði um spamað svífur nú enn yfir vötnunum og lokun Fæðingarheimilis Reykjavíkur sem fæðingarstofnun blasir við. I öðrum kafla sömu bókar undir fyrirsögninni „Erlendar fréttir — tæknivæddar fæðingar" segir meðal annars: „Tæknivæðingin við fæð- ingar á stofnunum hefur nú gengið svo langt, að konur víða um lönd eru farnar að rísa upp gegn henni og krefjast þess að þurfa ekki Ieng- ur að ala börn sín „í sálarlausu tæknivæddu umhverfi eins og á færibandi". Stofnuð hafa verið al- þjóðasamtök, sem hafa það að markmiði að afnema ýmsar venjur sem um langt skeið hafa verið við- hafðar á fæðingarstofnunum." Víða um lönd starfa hreyfingar á landsvísu sem vinna að þessu markmiði og má t.d. nefna hreyf- ingu í Noregi, Födsel í fokus, en sjónvarpið sýndi þátt um þá starf- semi fyrir fáum árum. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin gaf árið 1985 út ráðleggingar af svipuðum toga undir fyrirsögninni „Fæðing er enginn sjúkdómur". „Fyrir tilkomu Fæðingarheimilis Reykjavikur árið 1960 var ástandið þannig að manni sortnaði fyrir aug- um af tilhugsuninni. Þá fæddu kon- ur á göngum, skrifstofum og skot- um og lágu allt upp í sólarhring á sjúkravögnum eftir fæðinguna, að ég nú ekki nefni eitt „verelsið" sem ósjaldan reyndist óhjákvæmilega fæðingarstofa." Segir í áðurnefndri bók. Persónulega þekki ég til konu sem árið 1957 var ein af þremur konum sem máttu þola þá niðurlæg- ingu að fæða frammi á gangi Fæð- ingardeildarinnar, eins og sýningar- gripir, því ekki voru einu sinni til skjóltjöld til að tjalda í kringum rúmin. Hún lá síðan á þriðja sólar- hring á sjúkravagni, hörðum og mjóum. Eftir það fæddi hún sín börn heima. Svipað hefur ástandið oft verið síðustu ár og þá sérstaklega yfír sumartímann, þegar Fæðingarheim- ilið var lokað, en sumarlokunum var hætt árið 1990. í september 1988 sendu ljósmæð- ur Fæðingardeildar Landspítalans yfirlýsingu til ráðamanna þar sem þær lýstu því yfir að þær gætu ekki tryggt öryggi móður og barns í fæðingu við þáverandi aðstæður. Fæðingardeild Landspítalans var byggð fyrir u.þ.b. 2.200 fæðingar á ári en fæðingar á höfuðborgarsvæð- inu voru árið 1990 u.þ.b. 3.200. Þrengslin eru þar þegar og þörf á rými fyrir aðra starfsemi en fæðing- ar. Nýjasta dæmið er gervifrjóvgun- ardeildin og vökudeildin hefur stækkað og þarf meira rými. Talað hefur verið um skort á aðstöðu fyr- ir fleiri undirsérgreinar kvensjúk- dómafræðinnar. Rætt hefur verið um að taka setustofur sjúklinga undir starfsemi sem skortir rými. Áhersla á litlar einingar Fæðingum á Fæðingarheimilinu hefur ljölgað umtalsvert síðustu tvö árin og voru á síðasta ári 464. Þetta minnkar að sjálfsögðu álag á Fæð- ingardeild Landspítalans. Á þessu ári hafa farið fram gagngerar end- urbætur á húsnæðinu og aðstaða öll batnað til muna bæði fyrir for- eldra og starfsfólk. Nýjar áherslur hafa leitt til hagræðingar í rekstri á ýmsum sviðum. Lögð hefur verið áhersla á auknar samvistir móður og barns, svo og allrar fjölskyldunn- ar. Starfsemi er nú með miklum blóma, bæði hvað öryggi og „mýkt“ varðar. Framfarir, hagræðing, end- urbætur, aukinn áhugi almennings, hér hafa blásið frískir vindar í takt við tímann. Benda má á þróun í öðrum lönd- um, þar sem mikil áhersla er að verða á náttúrulegar fæðingarað- ferðir og sumir nefna aldahvörf í því samhengi. Skilningur er að verða almennur á þýðingu umhverfisins fyrir eðlilegan framgang fæðingar. Umhyggja, hlýja og mannleg nánd gera konur öruggari, hún verður næmari á hvað gera skuli til að auðvelda fæðinguna og treystir bet- ur á eigin getu. Ráðamenn hafa uppskorið að- dáun fyrir skilning og stuðning við Elínborg Jónsdóttir „Þessi síðasta aðför að Fæðingarheimili Reykjavíkur er að- ferðafræðilega sú gróf- asta sem um getur og þó víðar væri leitað. A meðan markvisst er unnið að því að flytja fæðingarnar yfir á Fæðingardeild Land- spítalans er fólki sagt beint út og blygðunar- laust að ekki sé verið að leggja Fæðingar- heimilið niður sem fæð- ingarstofnun.“ málstaðinn og undirrituð hefur gort- að af valdhöfum sem skynja kall tímans, annað var ekki að skilja á máli manna úr ræðustóli á afmælis- hátíð Fæðingarheimilisins í ágúst 1990. Fæðingarheimili Reykjavíkur er komið til að vera, sögðu menn. Afmælisgjöfin frá borginni var stytta, „Móðir og barn“ eftir lista- konuna Tove Ólafsson. Þetta fallega listaverk var steypt niður í garðinn fyrir framan heimilið og töldum við að með henni væri Fæðingarheimil- ið formlega fest í sessi og sú óvissa sem ríkt hefur undanfarin ár um framtíð þess úr sögunni. Á 'síðasta ári skoðuðu tvær ís- lenskar ljósmæður fæðingarstofnun á Möltu. Þar var búið að loka ölluin litlum einingum og steypa saman í eina stóra. Þar var álagið slíkt að ljósmæðumar þar sögðu að ekki væri hægt að bjóða upp á eðlilegar fæðingar, til þess væri ekki tími né pláss og konur væru í stórum stíl keyrðar áfram með hríðaraukandi lyfjum til þess að koma þeim sem hraðast í gegnum deildina. Kvartanir af svipuðum toga verða æ háværari í nágrannalöndum okk- ar því sparnaðaraðgerðum líkt og á Möltu hefur víða verið beitt. Þetta er ógnvænleg þróun og við henni verður að sporna. Það er tíma- skekkja að stækka fæðingardeildir. Áherslan er á litlar heimilislegar einingar. Guðbergur Bergsson sagði eitt sinn í útvarpserindi að það þyrfti að fara að binda það í lög að börn ættu rétt til að eiga foreldra, og sá sem ekki hefði aðgang að föður réðist gegn föðurímynd sem væri föðurlandið, yrðu hryðjuverkamenn. Að sama skapi réðust þeir sem ekki hefði aðgang að móður, að því sem stæði fyrir móðurímyndinni, þ.e. móður náttúru, eða móður jörð og ysu úr gnægtarbrunnum hennar, tæmdu miskunnarlaust auðlindir hennar. Þess vegna gætu fóstrur og stofnanir aldrei komið í stað for- eldra. En ég spyr, hvernig getur barn haft aðgang að raunverulegri móður þegar móðirin hefur ekki aðgang að eðli sínu? Frumkraftar konunnar koma ■ - ? ‘l l ’>œ 1 K|| I I g I 1 HHKSnHHHHm 14” Atari stereo litaskjár á svifilfœti TÖLVA: ATAR11040 STE með íslenskri ritvinnslu, stýrikerfi / og handbók. Stereo hljóð - /■ 4096 litir - innb. drif - 1 1 1 TTrr*— ÍOLVs sjónvarpstengi - mús - ofJ: A ATARI UMBOÐIÐ SUÐURLANDSBRAUT 50 VIÐ FÁKARÉN SÍMI 682 /70 nrrr: BORGARKRINGLU SÍMI 688819 Kynning í Borgarkringlunni émém RÝMINGARSALA Blússur 4.«0O.- 885.- UllarjaKkar 12í9ö0,- 2.900.- Kjólar 12;900.- 2.500,- KÁPUSALAN, VEGNA Buxur 5S00.- 885.- Víðir jakkar 1Z900.- 6.900.- Pils 885.- Borgartúni 22, FLUTNINGS Peysur WMf.- 2.000.- Tweed- kapur 2LOOO.- 3.900.- Kápur 2LOOÖ,- 14.000.- sími 624362.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.