Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 48
NAMSMANNATRYGGINGAR LETTOL MORGUNBLAÐW, AÐALSTRÆTl 6, 101 REYKJA VÍK Slm 091100, SÍMBRÉF 091181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 FOSTUDAGUR 10. APRIL 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Frumvarp um S-Afríku: Heimildtil -að aflétta viðsldpta- banninu Ríkisstjórnin hefur lagt fram lagafrumvarp á Alþingi um að fella úr gildi viðskiptabann á Suður-Afríku. Samkvæmt frum- varpinu á utanríkisráðherra að ákveða hvenær lögin öðlast gildi og verði það komið undir áfram- haldandi lýðræðisþróun í landinu. í greinargerð með frumvarpinu segir að rétt þyki að afnema við- -—--íkiptabannið til þess að staðfesta að raunveruleg framþróun hafi orð- ið í átt til lýðræðislegra stjórnar- hátta og afnáms kynþáttaaðskilnað- arstefnunnar og veita þeim stjórn- málaöflum stuðning, sem vilja að áfram verði haldið á sömu braut og raunverulegu lýðræði komið á í Suður-Afríku. Alþingi setti lög um bann gegn viðskiptum við Suður-Afríku og Namibíu í maí 1988 en viðskipta- bannið á Namibíu var afnumið 1990. Endumýjaði ekki og varð af DAS-húsi ÞEGAR dregið var í happ- drætti DAS á þriðjudag kom í Ijós að aðalvinningurinn, DAS-húsið, hafði fallið á miða sem seldur var í umboði happ- drættisins á Akureyri. Sá sem miðann átti fær hins vegar ekkert húsið; miðinn hafði ekki verið endurnýjaður. Húsið kom upp á miða númer 26237, en hann hafði verið seld- ur í umboðinu á Akureyri. Þar sem eigandi miðans hafði ekki endumýjað verður hann af hús- inu, en um er að ræða parhús með bílskúr við Aflagranda 25 í Reykavík og er verðmæti þ'ess 15 milljónir króna. Happdrættið mun selja húsið og rennur andvirði þess i bygg- ingarsjóð DAS, en fjölmörg verkefni Iiggja fyrir, m.a. upp- bygging nýrra deilda við Hrafn- istu í Hafnarfirði og húsnæði fyrir fólk sem hlotið hefur heila- skaða. Sýslað við páskaskraut Morgunblaðið/Árni Sæberg Óðum styttist í páska og eflaust eru margir farnir að huga að því að skreyta húsakynni sín við hæfi fyrir hátíðina. Við slíka iðju kemst fólk í hátíðarskap eins og þessar litlu -telpur hafa eflaust komist að. Þær heita (f.v.) Júlía Kristjánsdóttir, María Helga Guðmundsdóttir og Ólöf Skaftadóttir og eru á barnaheimilinu Tjarnarborg. Sumarvinna fyrir námsmenn: Yfir 1.800 skráðu sig í fyrstu vikuimi hjá Reykjavíkurborg Rúmlega tvö þúsund skráðu sig á tveimur mánuðum í fyrra YFIR 1.800 skólanemendur 16 ára og eldri höfðu látið skrá sig hjá Ráðningarstofu Reykjavík- urborgar vegna sumarvinnu á miðvikudag þegar vika var liðin frá því að skráning hófst. Það er rúmlega þrefalt fleiri en höfðu skráð sig fyrstu vikuna í fyrra þegar 504 skráðu sig, en þá skráðu rúmlega tvö þúsund skólanemendur sig í apríl og maí. 462 sóttu um sumarvinnu hjá Kópavogskaupstað saman- borið við um 303 í fyrra og er verið að ganga frá ráðningu 120 þeirra um þessar mundir. Könn- un á atvinnuhorfum skólafólks í sumar er í gangi í Hafnarfirði Fiskeldisfyrirtækið ÍSNO hf. óskar gj aldþ r otaskipta STJÓRN ÍSNO hf., sem er eitt af elstu og stærstu fiskeldisfyrirtækj- um landsins, hefur óskað eftir því við sýslumanninn í Árnessýslu að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Skuldir eru taldar um 700 milljónir kr. og eru Landsbanki Islands og ýmsir opinberir sjóðir stærstu einstöku lánardrottnarnir. Verðmæti eigna er óvíst, bær eru bókfærðar á 400 milljónir kr. í reikningum félagsins. •-andsbankiim á veð í eldisfiski og segir Eyjólfur Konráð Jónsson, stjórnarformaður ÍSNO, að bankinn muni nú þegar taka við eldinu til að tryggja veðið og að áður hafi verið samið við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna um sölu á 100 tonnum af laxi sem slátra þurfi nú þegar þar sem eldisker fyrirtækisins í Lónum í Kelduhverfi séu orðin yfirfull af fiski. Á stjórnarfundi ÍSNO hf. í fyrra- kvöld var samþykkt að óska eftir gjaldþrotaskiptum ef Landsbankinn myndi ekki veita fyrirtækinu áfram- haldandi rekstrarlán. Eftir fundi með ráðherrum og fleiri fulltrúum stjórnvalda fyrr um daginn lá fyrir að Tryggingasjóður fiskeldislána myndi ekki veita fyrirgreiðslu. Þar sem Landsbankinn synjaði erindi félagsins í gær var beiðni um gjald- þrotaskipti lögð fram. í bréfinu til sýslumanns segir að ÍSNO hf. hafi átt við verulega rekstrarerfiðleika að stríða síðustu misserin, aðallega vegna verðhruns á laxi, en einnig vegna óveðurstjóna sem fyrirtækið hafi orðið fyrir. Þrátt fyrir að allt hafi verið gert til að rétta við ljárhag félagsins að undanförnu, meðal annars með samningum við lánardrottna, verði ekki komist hjá gjaldþroti. ÍSNO hf. er með seiðaeldisstöð á Öxnalæk í Ölfusi og Lónum í Keldu- hverfi og sjókvíaeldi og hafbeit í Lónum og Vestmannaeyjum. Sjá viðtal við Eyjólf Konráð Jónsson á bls. 20. og hefst skráning þar ekki fvrr en niðurstöður liggja fyrir. Rúmlega 600 manns hafa skráð sig hjá Atvinnumiðlun náms- manna. Um 850 skráðu sig fyrsta dag mánaðarins hjá Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar og síðan hefur bæst við jafnt og þétt. Á miðviku- dag höfðu 1.864 látið skrá sig en fyrstu vikuna í fyrra skráðu 504 sig og 427 árið 1990. „Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að atvinnuleysi nú er yfir helmingi meira en í fyrra,“ sagði Gunnar Helgason, forstöðumaður Ráðn- ingarstofunnar, aðspurður hvort það væri stefna borgaryfirvalda að útvega öllum þeim skólanem- endum sumarvinnu sem sæktu um. „Það hefur verið stefna Reykjavíkurborgar að reyna að hjálpa eins mörgum og auðið er og meira getum við ekki sagt á þessu stigi málsins," sagði hann ennfremur. Gunnar sagði erfitt að segja til um hvað atvinnufyrirtæki tækju við mörgum í sumarafleysingar, en Ijóst að atvinnuástand væri allt annað en í fyrra. Nú væru 1.422 skráðir atvinnulausir i borgjnni samanborið við 654 á sama tíma í fyrra. Tekist hefði að útvega öll- um skólanemendum sumarvinnu á síðasta ári, en þá hefðu rúmlega tvö þúsund sótt um. Borgin hefði ráðið til sín um 1.300 manns og aðrir fengið vinnu annars staðar. Unnið er að könnun á atvinnu- horfum almennt í Hafnarfirði, ekki síst með tilliti til sumarvinnu námsmanna, að sögn Gunnars Rafns Sigurbjörnssonar bæjarrit- ara. Hann sagði að undanfarin ár hefði verið rekin sérstök vinnu- miðlun skólafólks og hann gerði ráð fyrir að svipaður háttur yrði hafður á í ár, en á síðasta ári tók vinnumiðlunin til starfa í maí. Vilji bæjarstjórnar væri ótvírætt sá að þegar niðurstaða lægi fyrir um atvinnuhorfurnar almennt myndi bærinn grípa tii sérstakra ráðstaf- ana í atvinnumálum eins og gert hefði verið áður. Kópavogur hefur auglýst eftir umsóknum um sumarvinnu og rann umsóknarfrestur út seinni hluta marsmánaðar. 462 sendu inn umsóknir samanborið við 303 í fyrra og ákveðið hefur verið að ráða 120 sem er sami fjöldi og á síðasta ári. Rúmlega 600 skólanemendur hafa skráð sig hjá Atvinnumiðlun námsmanna frá því hún tók til starfa 23. mars. Að sögn Ástu Snorradóttur, framkvæmdastjóra Atvinnumiðlunarinnar, hefur ekk- ert af störfum komið inn ennþá. Hún sagði að ástandið á vinnu- markaði virtist mjög erfitt nú. Atvinnumiðlunin verður opin fram í júlímánuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.