Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1992 37 Minning: Sigurður Sigurðsson kennari, Núpum Þeim fækkar nú óðum, alda- mótamönnunum, sem héldu uppi uppfræðslu og menningarstörfum barna og unglinga í okkar sveitum frá aldamótum og fram um 1960. Einn þeirra var Sigurður Sig- urðsson kennari á Núpum, sem lést 3. mars síðastliðinn, 94 ára að aldri. Sigurður kennari, en þannig var hann ætíð nefndur í minni sveit, var fæddur í Ystahvammi í Aðal- dal 14. nóvember 1897. Hann var sonur Guðfinnu Sigurveigar Jóns- dóttur frá Kraunastöðum og Sigurðar Guðmundssonar frá Litluströnd í Mývatnssveit. Þau höfðu búsetu í Ystahvammi skamma hríð en fluttu síðar í Mið- hvamm. Guðfinna og Sigurður Guðmundsson voru miklir dugnað- arforkar og atorkufólk. Snemma hneigðist hugur Sigurðar að því að mennta sig og þvi fór hann í Ljósavatnsskóla einn vetur og síðar til Reykjavíkur. Þar settist hann í Kennaraskóla íslands undir handleiðslu Magnúsar Helgasonar er þá stjórnaði þeim skóla. Minntist Sigurður oft þeirrar góðu kennslu er Magnús hafði veitt. Sigurður útskrifaðist og lauk kennaraprófi árið 1920. Hafði hann þá fengist við kennslu á ýmsum stöðum, bæði fyrir og eftir kennarapróf, m.a. kenndi hann sund í sex vor. Árið 1923-1925 gerðist hann barnakennari í Höfðahverfi. Árið 1926 fluttist hann í Ljósavatns- hrepp og hóf þar barnakennslu sem hann gegndi samfleytt til ársins 1958, eða í 32 ár. Það var far- kennslusnið sem þá var í gildi, kennt hálfan mánuð eða mánuð í stað við þröngan húsakost og veru- lega erfiðar aðstæður, ónóga upp- hitun og allt eftir því. Það lýsir best hvaða manngerð Sigurður var að þrátt fyrir þessa erfiðleika náði hann ótrúlega góð- um árangri í kennslunni og var ætíð léttur í lund og gerði yfirleitt góðlátlegt grín að þeim erfiðleikum sem hann átti við að búa. Kennsla Sigurðar var á þessum tima mjög fjölþætt því hann kenndi leikfimi og söng utan annarra bók- legra greina. Sérstaklega vil ég geta þess að Sigurður var mikill íslenskumaður og unnandi ís- lenskrar tungu, lagði alltaf mikla áherslu á íslenskukennsluna. Ég man það að ég heyrði haft eftir skólastjóra á Laugum, Leifi Ás- geirssyni, að hann taldi nemendur sem komu í Laugaskóla úr Ljósa- vatnshreppi vel undirbúna og þakkaði það uppbyggingu kennsl- unnar hjá Sigurði kennara. Svo var einnig haft eftir öðrum skólaleið- togum í öðrum skólum. Það gladdi Sigurð mjög þegar ég sagði honum þessar fréttir og ég minnist hve fallegt bros leið yfir andlitið á hon- um. Það sýndi að honum stóð ekki á sama um hvernig börnunum gengi, hvort heldur var að þau færu í langskólanám eða tóku sér annað viðfangsefni fyrir í lífinu. Fyrir allt þetta starf við upp- fræðslu barna hér í sveitinni í 32 ár eru íbúar Ljósavatnshrepps í mikilli þakkarskuld við gamla kennarann sinn, Sigurð á Núpum. Einn þáttur í lífi Sigurðar kenn- ara sem ég vil þakka honum af alhug er sú trausta_ vinátta við mitt gamla heimili á Ófeigsstöðum og mitt eigið heimili. Oft var barna- skóli á þessum heimilum og einatt þröng á þingi. Glaðværð og traust Sigurðar kennara sat þar ætíð í fyrirrúmi. Ég man það, drengurinn, er kennarinn kom í Ófeigsstaði í heimsókn, en það var oft, hvað faðir minn hafði mikla ánægju af þeim heimsóknum. Gjarnan var þá kastað fram vísum og fannst mér þá að áhöld væru um hver hefði betur, gesturinn eða heimamaður- inn. Sigurður kennari kunni fá- dæma mikið af lausavísum og kvæðum og var unun að heyra hann flytja það, því með þeim fylgdu sögur um tildrög vísnanna sem krydduðu þær og gerðu þær skemmtilegar. Ég þakka allar gleðistundirnar sem Sigurður kennari veitti heimilum okkar á Ófeigsstöðum og Rangá og traustu elskulegu vináttuböndin. Þau munu seint gleymast. Það má með sanni segja að Sig- urði kennara var margt til lista lagt. Hann var félagsmálamaður mikill enda hlóðust á hann hér í sveit mörg störf sem hann gegndi af trúmennsku og kostgæfni. Hann var endurskoðandi reikninga Ljósavatnshrepps í 35 ár, endur- skoðandi reikninga Sparisjóðs Kinnunga og Búnaðarfélags Ljósa- vatnshrepps um skeið, starfaði í ungmennafélaginu Gamni og al- vöru í mörg ár og formaður um skeið. Hann var gerður heiðurs- félagi þess félags árið 1948. Einn- ig kom það oft fyrir að hann hljóp undir bagga ef veikindi bar að höndum og gekk hann þá gjarnan oft í búverk þar sem mest var þörf á. Staðfestir það að honurn var margt til lista íagt. Ég hef hér tínt til það sem ein- kenndi Sigurð kennara og gerði hann vinsælan í störfum sínum í þessari sveit auk barnakennslunn- ar. Ég held ég megi segja að aldr- ei hafi hann eignast óvildarmann og sýnir það hversu maðurinn var á mörgum sviðum fjölhæfur og traustur. Veturinn 1956 var Sigurður kennari á heimili rnínu við barna- kennslu og bar hann þá í orð að gaman væri að taka leikritið „Apa- köttinn" til æfinga og sýna það með vorinu. Er ekki að orðlengja það að þetta var fastmælum bund- ið. Leikendur voru fimm talsins og reyndum við að taka þá á sem minnstu svæði til að léttara væri að sækja æfingar. Að sjálfsögðu var kennarinn leikandi og leik- stjóri. Þarna upplifði ég nýjan þátt í fari Sigurðar kennara. Hann lék af mikilli list og var hrókur alls fagnaðar þó kominn væri fast að sextugu. Hann gerði svo ekki enda- sleppt við þennan leik því hann skrifaði leikritið upp í bók og sendi okkur hjónunum. Þar á ég gullfal- lega minningu um þennan félags- skap og framúrskarandi fallega rithönd Sigurðar á Núpum. Vorið 1935, þann 11. júní, hlotn- aðist Sigurði sú hamingja að festa sér konu. Þann dag giftu þau sig Kristín Ásmundsdóttir frá Landa- móti og Sigurður kennari. Kristín var mikil ágætiskona og fyrir- myndarhúsmóðir. Þau tóku sér bólfestu á Ljósavatni og voru þar í tvö ár en fluttu síðan í þinghús sveitarinnar, Maríugerði, og bjuggu þar í sex ár. Tístran bróðir Kristínar flutti þangað með þeim og sá um hirðingu á nokkrum kind- um sem þeir áttu hann og Sigurð- ur. Þau Sigurður og Kristín eignuð- ust tvær dætur, Sigríði, fædda á Ljósavatni 11. mars 1936. Hún giftist Sigurði Karlssyni frá Knúts- stöðum, þau búa á Núpum. Guð- finna fæddist í Maríugerði, 12. ágúst 1939. Hún er gift Magnúsi Stefánssyni, þau búa á Akureyri. Vorið 1943 fluttu Sigurður og Kristín að Núpum í Aðaldal, Þá jörð keypti Sigurður ásamt Karli bróður sínum á Knútsstöjðum árið 1927. Það leikur ekki vafi á því að með þessum síðustu búferlaflutn- ingum taldi Sigurður sig vera kom- inn á ættar- og æskuslóðir. Hann var mikill náttúruunnandi og með því að vera kominn í nálægð við þá fallegu og gjöfulu Laxá og vera umvafinn stengjaslætti hennar, var óskum hans og fjölskyldunnar fullnægt. Á Núpum hefur ijölskyldunni liðið vel og sýna framkvæmdir á jörðinni það að þar er vel hugsað um hlutina í hvívetna. En nú er komið að leiðarlokum. Löngu dagsverki er lokið, dags- verki sem lengi enn mun skila árangri. Árangri sem gamli kenn- arinn okkar í Ljósavatnshreppi lagði fyrstu drög að. Blessun fylgi hans störfum sem hann vann fyrir sveitina okkar. Ég votta Kristínu vinkonu minni og fjölskyldu hennar allri innilega samúð mína. Ég veit að minningin um góðan dreng og traustan félaga mun græða sárin. Sigurður Sigurðsson var jarð- settur að Ljósavatni þriðjudaginn 10. mars, að viðstöddu fjölmenni. Ég lýk þessum kveðjuorðum með erindi V.Briem og segi: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Baldvin Baldursson. Olafur Sverrir Þor- valdsson — Kveðja Fæddur 3.marz 1923 Dáinn 13. marz 1992 Fyrstu kynni mín af Óla blaða- sala voru á mínum yngri árum, þegar ég eitt sinn var' stödd hjá föður mínum, Stefáni Stefánssyni, fyrrum bóksala, sem þá vann hjá Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar sem var í Austurstræti 18. Óli kom askvaðandi inn í verslunina og var heitt í hamsi, óskaði hann eftir að fá að hringja á afgreiðslu dagblaðsins Vísis og kvarta undan ágangi blaðsöludrengs, sem var að selja blöð á „horninu hans“, sem var hornið á Austurstræti og Póst- hússtræti við Apótek Reykjavíkur. Þetta hefur sennilega verið nýr blaðasöludrengur, sem vissi ekki að Óli var harður í horn að taka, ef einhver ætlaði að fara að selja blöð á þessu tiltekna horni. Óli var Iítill og grannur, en hann hlýtur að hafa verið hraustUr, því alltaf stóð hann og seldi blöðin, sama hvernig viðraði og ég man ekki eftir Óla í kuldaskóm eða með vettlinga, enda sjálfsagt erfitt að selja blöð klædd- ur vettlingum. Óli var svo samofinn lífínu í Austurstræti með sínum hrópum og köllum, sem blönduðust umferðarniðnum, að tekið var eftir því ef hann var ekki á staðnum. Margir í okkar þjóðfélagi ganga ekki heilir til skógar, en sem betur fer eru margir sem veita þeim lið. Óli giftist ekki og átti ekki börn, en hann var ekki einn því systir hans Guðrún annaðist hann vel. Líka man ég eftir að Óli mat mik- ils stuðnings Alberts Guðmundsson- ar, sendiherra. Þegar foreldrar mín- ir opnuðu bókaverzlun á Laugavegi 8, kom Óli til þeirra á hveijum degi með blöðin og fór í sendiferðir. Enn líða árin og alltaf var Óli samur við sig, því eftir að foreldrar mínir hættu með bókaverzlunina, kom Óli á hveijum degi heim tit þeirra með blöðin, það skipti ekki máli þótt veðrið væri vont, alltaf kom hann. Fyrir trygglyndi Óla vil ég þakka og vona að hann sé kominn heilu og höldnu í höfn. Ef einhver tekur á móti manni handan við móðuna miklu, er ég viss um að faðir minn hefur tekið vel á móti Óla. Aðstandendum hans votta ég samúð mína. Elsa. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, FRÍMANN SIGURÐSSON fyrrum yfirfangavörður, íragerði 12, Stokkseyri, sem lést 5. apríl, verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju laugar- daginn 11. apríl kl. 14.00. Ferð verður frá BSI kl. 12.30. Anna Hjartardóttir, Margrét Frímannsdóttir, Jón Gunnar Ottósson, Anna P. Hjartardóttir, Svavar Björnsson, Áslaug Baldursdóttir, Frimann Baldursson. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR ÁRNASON frá Arnarnesi, andaðist á Dvalarheimilinu Hlíð 5. apríl. Jarðsett verður frá Akur- eyrarkirkju 10. apríl kl. 13.30. Gunnhildur S. Guðmundsdóttir, Stefán Þórisson, Sesselía B. Guðmundsdóttir, Jón H. Pálsson, Unnur Guðmundsdóttir, Birgir H. Þórhallsson, Guðmundur S. Guðmundsson, Svava F. Guðmundsdóttir, Júlíus H. Kristjánsson, Heiðbrá Guðmundsdóttir, Sigurður M. Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför systur okkar og mágkonu, GUÐRÚNAR HALLDÓRSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki í Seli, hjúkrunardeild FSA. Ingibjörg Halldórsdóttir, Magnús Bjarnason, Lára Halldórsdóttir, Kristin Eggertsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLAFÍU (LÓU) GUÐMUNDSDÓTTUR, Háteigsvegi 17. Pétur Magnús Sigurðsson, Halldóra Ingimarsdóttfr, Guðmundur Helgi Sigurðsson, Sigurður Heimir Sigurðsson, Þuríður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ÍSETNING Á STAÐNUM N I ODD Allt í pústkerfið HljóSkútar og púströr eru okkar sérgrein. Fjö&rin hf. er brautry&jancli í sérþjónustu viö íslenska bifreiöaeigendur. Eigin framlei&sla og eigi& verkstæ&i tryggir gó&a vöru og gæ&aframlei&slu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.